Fréttablaðið - 11.06.2018, Page 40

Fréttablaðið - 11.06.2018, Page 40
Tvíhliða bókhald á rætur sínar að rekja til Ítalíu. NORDICPHOTOS/GETTY Bókhald er ekki nýtt af nálinni og það á sér langa sögu sem er samofin sögu viðskipta og verslunar. Til eru fornar minjar um skráningu á verðmætum og tölu- legum upplýsingum allt frá þeim tíma sem viðskipti komu til sögunnar. Bækur fjár- málastjórnarinnar í Genúa á Ítalíu frá árinu 1340 eru elstu heimildir sem til eru um tví- hliða bókhald, sem á einmitt uppruna sinn að rekja til Ítalíu og er enn í notkun. Tvíhliða bókhald breiddist út frá Ítalíu til nær- liggjandi landa, svo sem Þýskalands og síðan Hollands og Englands og einnig norður eftir álfunni. Hansakaupmennirnir færðu t.d. tvíhliða bókhald þegar á 14. og 15. öld. Tvíhliða bókhald þýðir í sinni tærustu mynd að hverja bókhaldsfærslu þarf að færa á tvo bókhaldslykla og að debet verður að vera jafnt og kredit. Frönsk lög frá árinu 1673 eru þau fyrstu sem sett voru um færslu bókhalds en samkvæmt þeim var kaupmönnum skylt að færa bókhald árlega og efnahagsreikninga annað hvert ár og fylgigögn skyldu geymd í ákveðinn tíma. Á nítjándu öld kom dálka- dagbókin fram á sjónarsviðið og hafði í för með sér miklar framfarir í færslu bókhalds. Árið 1911 var bókhaldsskylda lögleidd hér- lendis með lögum um verslunarbækur. Bókhald á sér langa sögu Saga skatta á Íslandi var tekin saman árið 2013 af Friðriki G. Olgeirssyni. Ritið er í tveimur bindum en á vefsíðu Ríkisskatt- stjóra er að finna annál eftir Friðrik um helstu atburði í skattasögu þjóðarinnar. Annállinn nær aftur til ársins 1840 frá 2016 og er farið yfir allar helstu breytingar sem orðið hafa á skattakerfi Íslendinga. Grímur Jónsson, fyrrverandi amt- maður, lagði fyrstu drög að því að tíundakerfið yrði lagt af árið 1840. Fjörutíu ár tók að koma nýju skatt- kerfi í framkvæmd. Fyrsta skattstofan á Íslandi tók til starfa árið 1922. Hún var í Reykjavík og á næstu áratugum voru stofnaðar skattstofur víða um land. Fyrsti skattstjórinn var Einar Arnórsson. Árið 1962 var embætti ríkisskattstjóra stofnað í kjölfar þess að skattkerfið allt var stokkað upp. Embætti skattstjóra voru í framhaldinu sett á fót í hverju kjördæmi. Árið 2010 voru öll skattaumdæmi sameinuð undir ríkisskattstjóra. Heimild www.rsk.is Saga íslenskra skatta  Liam Neeson fór með hlutverk bókarans Oscars Schindler. Bókhald virðist við fyrstu sýn ekkert voðalega spennandi en sumar af vinsælustu kvik- myndum sögunnar hafa einmitt fjallað um bókhaldara og æsi- spennandi ævintýri þeirra, gleði og sorg. Eftirfarandi tíu kvikmyndir svíkja engan um skemmtun og gefa óvænta innsýn í líf bókara, sem sitja ekki allir hlekkjaðir við bók- hald eins og sumir kynnu að halda. The Untouchables (1987) – bókarinn Oscar Wallace ræðst gegn mafíósanum Al Capone. Wall Street (1987) – „Græðgi er góð“. Shawshank Redemption (1994) – bókari lendir í fangelsi eftir að vera sakaður um morð á eiginkonu sinni. Ghostbusters (1984) – bókari stígur í vænginn við dömu sem býr í andsetnu húsi. Schindler’s List (1993) – Bókarinn Oskar Schindler bjargaði yfir þúsund gyðingum frá nasistum í seinni heimsstyrjöld- inni. The Royal Tenenbaums (2001) – bókari gerir það gott og fær líka konuna sem hann þráir. Jurassic Park (1993) – bókarinn er sá fyrsti sem étinn er af Tyrannosaurus rex risaeðlu. Lethal Weapon 2 (1989) – hér stendur leikarinn Joe Pesci í bullandi peningaþvætti . Margin Call (2011) – mynd til varnar græðgi og óhófi. The Accountant (2016) – Ben Affleck leikur bókara sem einnig er þjálfaður launmorðingi. Tíu góðar myndir um bókara Bjóðum einnig Office 365 í áskrift. Borgartún 26, Reykjavík » Hafnarstræti 93-95, Akureyri sími: 545 3200 » wise@wise.is » wise.is Fullbúin viðskiptalausn í áskrift - Microsoft Dynamics NAV Wise býður eitt mest selda bókhaldskerfi landsins í mánaðarlegri áskrift - NAV í áskrift. Microsoft Azure Fullbúið bókhaldskerfi, hýsing og afritun í Azure skýjaþjónustu Microsoft í áskrift ásamt sérlausnum frá Wise á verði frá kr. 9.900 á mánuði. Kynntu þér málið á navaskrift.is Wise sérlausnir að viðbættri leið 1: Launaker Innheimtuker Bankasamskiptaker Rafræn móttaka reikninga kr. 17.900 pr. mán.án vsk kr. 9.900 pr. mán.án vsk Fjárhagsbókhald Viðskiptavina- og lánardrottnaker Innkaupaker Sölu- og birgðaker Eignaker Verkbókhald Wise sérlausnir: Rafræn VSK skil Rafræn sending reikninga Þjóðskrártenging Ótakmarkaður öldi fyrirtækja Reglulegar uppfærslur Enginn stofnkostnaður 8 KYNNINGARBLAÐ 1 1 . j ú N Í 2 0 1 8 M Á N U DAG U R BóKHALDSREKSTuR OG RáÐGjöf 1 1 -0 6 -2 0 1 8 0 4 :2 1 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 1 8 -2 3 C C 2 0 1 8 -2 2 9 0 2 0 1 8 -2 1 5 4 2 0 1 8 -2 0 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 1 0 _ 6 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.