Fréttablaðið - 11.06.2018, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 11.06.2018, Blaðsíða 42
Önnur syrpa Netflix-þátt-anna Queer Eye kemur inn á streymisveituna á föstudaginn, 15. júní. Fyrsta stiklan úr þáttaröðinni var birt á fimmtu- daginn í síðustu viku og þar sást að í þessari þáttaröð taka þeir bæði konu og transmann undir verndar- væng sinn í fyrsta sinn. Queer Eye þættirnir voru endur- vaktir af Netflix eftir rúmlega áratugar hlé á síðasta ári og fyrsta syrpan af nýju þáttunum var birt í febrúar á þessu ári. Þættirnir ganga út á að fimm manna hópur samkynhneigðra karlmanna tekur að sér að bæta líf eins einstaklings, sem er yfirleitt einhleypur gagn- kynhneigður karlmaður. Nýju þættirnir slógu óvænt í gegn, en þeir eru töluvert öðruvísi en þeir gömlu. Nýir stjórnendur hafa tekið við, áherslan er meiri á sálfræðilegu hliðina og að byggja fólk upp frekar en útlitið og þætt- irnir hafa tekið fyrir alls kyns sam- félagsvandamál og snert hjarta- strengi áhorfenda á ýmsan hátt. Í nýju þáttaröðinni snúa hinir fimm fræknu aftur til Georgíu í Suðurríkjum Bandaríkjanna en það hefur þegar verið staðfest að þriðja þáttaröðin er tekin upp í bænum Yass í Ástralíu. Áhorfendur þáttanna geta líklega getið sér til um hvers vegna nafn bæjarins höfðaði til stjórnendanna. Queer Eye kemur aftur á föstudag Nú stendur yfir sýning á búningum á Árbæjarsafni. Nú stendur yfir þjóðbúninga-sýningin Búningana í brúk! á Árbæjarsafni. Þar getur að líta fjölbreyttar gerðir íslenskra þjóðbúninga en sýningin var opnuð í Lækjargötu á laugardaginn var og stendur yfir til sunnudagsins 17. júní. Prúðbúnar félagskonur í Heimilisiðnaðarfélaginu sitja yfir sýningunni allan sýningartímann og þær veita gestum góðfúslega upplýsingar um íslenska þjóðbún- inga en félagið hefur staðið fyrir átaksverkefninu Út úr skápnum – þjóðbúningana í brúk síðustu vikur og mánuði. Markmiðið með því er að vekja fólk til umhugsunar um íslensku búningana og hvetja það til að nota búninginn við sem flest tækifæri. Sýningin er haldin í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands. Hún er opin frá kl. 10-17 alla daga. Búningana í brúk! er yfir- skrift þjóðbúningasýningar sem var opnuð í Árbæjarsafni síðast- liðinn laugardag, 9. júní. Meðlimir Heimilisiðnaðarfélagsins settu upp sýninguna í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins og hún nýtur styrks úr afmælissjóði. Þjóðbúninginn í brúk Spessi sýnir fjölbreytt mannlíf Breiðholtsins Ljósmyndarinn Spessi verður í Listamannaspjalli í Klúbbi Listahá-tíðar í dag í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Spjallið hefst klukkan 12. Portrettmyndir Spessa úr Breið- holtinu sýna fjölbreytta mannlífsflóru í póstnúmerinu 111. Um sýninguna segir á vef Listahá- tíðar: „Í portrettmyndum Spessa er engu líkara en viðfangsefnið, umhverfið og væntingar ljósmyndarans renni saman í eina órofa heild. Hann veit að hverju hann leitar en er ekki alveg öruggur um hvað hann fær. Eftirvæntingin skilar sér í einhvers konar undarlega settlegri óvissustemningu.“ E.G. Sýningin er opin fimmtudaga til sunnudaga frá klukkan 14 til 17 í Rýmd, Völvufelli 13. Sýningin er í samstarfi við Breiðholts Festival og er styrkt af starfslaunasjóði listamanna og menningar- og ferða- málasviði Reykjavíkurborgar. Spessi í spjalli Frjáls framlög enginn kostnaður! www.facebook.com/samferdafoundation Þú finnur okkur á Facebook – ekki hika við að fylgja okkur þar, við gerum góðverk í hverjum mánuði fyrir íslensku þjóðina. Hjá okkur í Samferða er enginn kostnaður og allt rennur óskert til þeirra sem þurfa svo sannarlega á að halda. Þú getur hringt í eftirtalin númer: VILTU GLEÐJA FORELDRA LANGVEIKRA BARNA EÐA FJÖLSKYLDUR ÞAR SEM FORELDRI ER AÐ GLÍMA VIÐ LÍFSÓGNANDI SJÚKDÓM? 907 1081 - 1.000 kr. 907 1083 - 3.000 kr. 907 1085 - 5.000 kr. 907 1090 - 10.000 kr. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 1 . j ú N í 2 0 1 8 M Á N U DAG U R 1 1 -0 6 -2 0 1 8 0 4 :2 1 F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 1 8 -1 0 0 C 2 0 1 8 -0 E D 0 2 0 1 8 -0 D 9 4 2 0 1 8 -0 C 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 5 6 s _ 1 0 _ 6 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.