Fréttablaðið - 11.06.2018, Side 46

Fréttablaðið - 11.06.2018, Side 46
Fótbolti „Það er alltaf gaman að koma til móts við liðið og við vitum hversu mikilvægur leikurinn er, við þurfum þrjú stig hér ef við ætlum okkur að komast inn á HM þann- ig að eftirvæntingin er mikil. Við erum keppnismanneskjur og við getum ekki hleypt karlalandsliðinu á HM og komist svo ekki sjálfar,“ sagði Gunnhildur hlæjandi og bætti við: „Við viljum auðvitað feta í þeirra fótspor, það er gaman að sjá hvað þjóðin fylkir sér á bak við þá og við finnum fyrir þessum meðbyr.“ Er þetta fjórða viðureign liðanna á stuttum tíma en Ísland hefur unnið alla þrjá leikina til þessa. Hafa þær skorað tólf mörk í þessum þremur leikjum og haldið markinu hreinu. Gunnhildur sagði erfitt að skoða Slóvenana. „Þetta er lið sem maður veit ekk- ert hvernig spilar fyrr en flautað er á. Þær eru orðnar öflugri og erfiðar viðfangs, þetta verður þolinmæðis- verk en ef við spilum okkar leik tökum við þrjú stig. Við bjuggumst við því að þetta yrði erfitt í Slóveníu en náðum að brjóta þær niður og við erum undir það búnar ef það gerist aftur,“ sagði Gunnhildur en hún tók því fagnandi að vera með örlögin í eigin höndum. „Það er betra að hafa þetta í okkar höndum, þessi leikur er alveg jafn mikilvægur og leikirnir í september og við þurfum að mæta í hann af fagmennsku.“ Gunnhildi líður vel í NWSL- deildinni vestanhafs en hún segir að bandaríska deildin sé sú sterk- asta sem hún hafi leikið í. „Mér líður mjög vel í Utah, þetta er skemmtileg deild og það eru öll lið mjög svipuð að getu þannig að þetta eru alltaf erfiðir leikir. Ég er mikil keppnismanneskja og vil þurfa að leggja 100% í alla leiki. Það tók okkur smá tíma að komast í gang en við stefnum á úrslita- keppnina.“ Vel mætt á alla leiki „Við erum í rauninni með alveg nýtt lið, erum með nýjan þjálfara og nýja leikmenn en bæjarfélagið hefur tekið okkur ótrúlega vel. Það eru 8.000 manns á öllum leikjum. Eigandinn sem á líka karlaliðið í bænum gerir allt fyrir okkur sem er eitthvað sem þekkist ekki alls staðar í kvennaboltanum,“ sagði Gunnhildur sem kann mjög vel við fjallaloftslagið. „Fjallið, umhverfið og náttúran. Þetta er allt saman frábært, bærinn er svolítið sérstakur en ég kann ótrúlega vel við mig í Utah.“ kristinnpall@frettabladid.is Leikurinn gegn Slóveníu í kvöld jafn mikilvægur og sá gegn Þýskalandi Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, sem leikur með Utah Royals og íslenska kvennalandsliðinu, segir að íslenska liðið sé vel stemmt og tilbúið í leikinn gegn Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. Sigur í kvöld þýðir að stelpurnar okkar verði í toppsætinu fyrir lokaumferðirnar tvær í haust en efsta liðið kemst beint inn á Heimsmeistaramótið 2019 sem fram fer í Frakklandi. Gunnhildur segir eftirvæntinguna mikla. Gunnhildur Yrsa segir ekki hægt að hleypa karlalandsliðinu á Heimsmeistaramótið í ár og komast svo ekki sjálfar á HM í Frakklandi á næsta ári, létt í bragði. Fréttablaðið/Ernir 17-0 í síðustu fjórum leikjum Kvennalandslið Íslands og Slóveníu hafa mæst fimm sinnum og er töl- fræðin íslenska liðinu í hag. Slóvenía vann reyndar fyrsta leik liðanna, 2-1, í undankeppni EM 2009. Íslendingar hafa unnið síðustu fjóra leiki sína gegn Slóvenum með markatölunni 17-0. Ísland vann seinni leikinn gegn Slóveníu í undan- keppni EM 2009 með fimm mörkum gegn engu. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði þrjú marka Íslands í leiknum. Ísland vann báða leikina gegn Slóv- eníu í undankeppni EM 2017; 0-6 úti og 4-0 heima. Dagný Brynjarsdóttir skoraði tvö mörk í báðum leikjun- um. Með sigrinum á Laugardalsvelli héldu Íslendingar upp á sæti í þriðju lokakeppni EM í röð. Íslensku stelpurnar unnu svo fyrri leikinn gegn því slóvenska í undan- keppni HM 2019 með tveimur mörkum gegn engu. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Rakel Hönnu- dóttir skoruðu mörkin í fyrri hálfleik. Sigur í leiknum í kvöld, sem yrði fimmti sigurinn á Slóveníu í röð, kæmi Íslandi á topp síns riðils í undankeppninni og í góða stöðu fyrir leikina gegn Þýskalandi og Tékklandi í haust. – iþs Freyr alexandersson er þjálfari íslenska kvennalandsliðsins. Fréttablaðið/Ernir 1 1 . j ú n í 2 0 1 8 M Á n U D A G U R14 S p o R t ∙ F R É t t A b l A ð i ð 1 1 -0 6 -2 0 1 8 0 4 :2 1 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 1 8 -3 2 9 C 2 0 1 8 -3 1 6 0 2 0 1 8 -3 0 2 4 2 0 1 8 -2 E E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 1 0 _ 6 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.