Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.06.2018, Qupperneq 47

Fréttablaðið - 11.06.2018, Qupperneq 47
Octavia Limo G-Tec Sjálfskiptur Listaverð: 3.550.000 kr. Afsláttur: -360.000 kr. Verð frá: 3.190.000 kr. ŠKODA Fabia Listaverð: 2.230.000 kr. Afsláttur: -240.000 kr. Verð frá: 1.990.000 kr. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum www.skoda.is ŠKODA Á SNILLDARLEGU SUMARTILBOÐI! Nú bjóðum við takmarkað magn valdra bíla frá ŠKODA á frábæru tilboðsverði. Stundum þarf maður ekki að hugsa sig tvisvar um – gríptu þetta einstaka tækifæri og náðu þér í nýjan ŠKODA á snilldarverði. Hlökkum til að sjá þig! 5 á ra á by rg ð fy lg ir f ól ks bí lu m H E K LU a ð up pf yl lt um á kv æ ðu m á by rg ða rs ki lm ál a. Þ á er a ð fin na á w w w .h ek la .is /a by rg d Kíktu á hekla.is/skodasu mar og sjáðu öll sumartilboðin ! Šumarverð ŠKODA Fótbolti Það var létt yfir Helga Kol- viðssyni aðstoðarlandsliðsþjálfara þegar hann ræddi við blaðamann Fréttablaðsins eftir fyrstu æfingu íslenska liðsins eftir komuna til Rúss- lands. Um 2.000 manns fylgdust með æfingunni sem fór fram í Kabardinka, bæ skammt frá Gelendzhik þar sem landsliðið dvelur. „Við komum með mikinn farangur í gær og þurftum að koma honum í gegnum tollinn. Þetta var mikil vinna og það voru margir sem sváfu lítið í nótt,“ sagði Helgi eftir æfinguna. Hann segir að fyrsta æfing í Rúss- landi hafi farið í það að koma mönn- um aftur í gang eftir langt ferðalag, hrista skankana og átta sig á aðstæð- um. Taktík hafi ekkert komið við sögu. „Þetta var opin æfing og við gerðum ekkert sem við munum gera í leikjum. Við vorum bara að koma mönnum af stað, aðlagast hitanum og tíma- mismuninum,“ sagði Helgi. Öll orka þjálfarateymisins fer nú í að undirbúa leikinn gegn Argentínu í Moskvu 16. júní. „Einbeitingin fer algjörlega á Arg- entínuleikinn. Við æfðum mikið áður en við komum og nú er að fara enn betur yfir leik Argentínu. Það styttist óðum í hann,“ sagði Helgi. Argentínska liðið kom til Rússlands á laugardaginn, líkt og það íslenska. Það hefur gengið á ýmsu í undirbúningi Argentínumanna fyrir HM en tveir leikmenn sem hefðu væntanlega verið í byrjunarliðinu í Rússlandi, Sergio Romero og Manuel Lanzini, meiddust og verða ekkert með á mótinu. Þá hætti Argentína við að mæta Ísrael í vináttulandsleik sem átti að fara fram í Jerúsalem á laugardaginn af pólitískum ástæðum. „Það er verra fyrir okkur, að sjá þá ekki einu sinni í viðbót. En hvort það breyti einhverju veit ég ekki. Við höfum séð marga leiki með þeim og það á ekki að vera margt sem ætti að koma okkur á óvart. Við vitum allt um styrkleika þeirra. Þeir hafa ekkert breyst þótt þeir hafi sleppt þessum leik,“ sagði Helgi að lokum. ingvithor@frettabladid.is Styrkur Argentínumanna hefur ekkert breyst Helgi Kolviðsson, aðstoðarmaður Heimis Hallgrímssonar, segir fyrstu kynni af Rússlandi góð. Lands- liðið æfði í viðurvist um 2.000 áhorfenda í gær þar sem menn hristu af sér ferðaþreytuna. Helgi segir að það hafi ekki mikil áhrif þótt argentínska liðið hafi misst af vináttulandsleiknum gegn Ísraelum. 5 Við vorum bara að koma mönnum af stað, aðlagast hitanum og tímamismuninum Helgi Kolviðsson, aðstoðarmaður Heimis Hallgrímssonar Helgi Kolviðsson segir að ekkert eigi að koma strákunum á óvart í leik Arg- entínumanna. Íslenska liðið viti allt um styrkleika þeirra. FréttAblAðið/Eyþór Stjarnan - Fjölnir 6-1 1-0 Guðmundur Steinn Hafsteinsson (27.), 1-1 Bergsveinn Ólafsson (40.), 2-1 Hilmar Árni Halldórsson (47.), 3-1 Baldur Sigurðs- son (52.), 4-1 Guðjón Baldvinsson (57.), Guðmundur Steinn Hafsteinsson (59.), 6-1 Þorsteinn Már Ragnarsson (61.) Kr - FH 2-2 1-0 Kennie Chopart (7.), 1-1 Steven Lennon (56.), 2-1 Andre Bjerregaard (90+4.), Atli Guðnason (90+5.) Nýjast Pepsi-deild karla Sverrir ingi ingason Aldur: 24 Staða: Varnarmaður Félag: Rostov í Rúss- landi landsleikir: 20 / 3 mörk Efri Valur 15 Breiðablik 14 Grindavík 14 Stjarnan 14 FH 13 Fylkir 11 Neðri KR 10 Víkingur R. 9 Fjölnir 9 KA 8 ÍBV 8 Keflavík 3 Staðan eftir átta umferðir S p o r t ∙ F r É t t A B L A ð i ðb l 15M Á N U D A G U r 1 1 . j ú N í 2 0 1 8 1 1 -0 6 -2 0 1 8 0 4 :2 1 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 1 8 -4 1 6 C 2 0 1 8 -4 0 3 0 2 0 1 8 -3 E F 4 2 0 1 8 -3 D B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 5 6 s _ 1 0 _ 6 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.