Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.06.2018, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 11.06.2018, Qupperneq 48
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5407. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Helga Ármanns lést fimmtudaginn 7. júní. Útför hennar fer fram frá Víðistaðakirkju fimmtudaginn 14. júní kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Styrktar- og líknarsjóð Oddfellowa. Sigurður I. Ólafsson Ragnhildur Sigurðardóttir Örn Guðmundsson Ólafur Kr. Sigurðsson Sigrún Ósk Jóhannesdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Bjarnheiður Gísladóttir frá Hausthúsum, lést umvafin ástvinum sínum á Heilbrigðisstofnun Vesturlands þann 6. júní síðastliðinn. Auðbjörg Friðgeirsdóttir Úlfar Ragnarsson Þórarinn M. Friðgeirsson Ásdís H. Júlíusdóttir Arnar Þ. Friðgeirsson Guðjón Viggósson og fjölskylda ömmu- og langömmubörn. Faðir okkar, bróðir, tengdafaðir og afi, Magnús Davíð Elliðason lést sunnudaginn 3. júní. Útförin fer fram föstudaginn 15. júní klukkan 13 frá Áskirkju. Ólafur Davíð Magnússon Guðmundur Magnússon Arndís Sigríður Bjarnadóttir Guðlaug Eygló Elliðadóttir Ari Reynir Halldórsson Júlíus Elliðason Ása Ásgrímsdóttir Þröstur Elliðason Guðrún Hrefna Elliðadóttir Svavar Valur Svavarsson og barnabarn. Ég er óskaplega ánægð,“ segir listakonan Jóna Sigríður Jóns-dóttir sem farið hefur fremst í flokki við að koma legsteini á leiði flökkukonunnar Vigdís- ar Ingvadóttur, Viggu gömlu. Steinninn er nú tilbúinn. Fréttablaðið sagði frá framtaki Jónu Sigríðar og vinkvenna hennar í byrjun nóvember í fyrra og rakti lífshlaup Viggu gömlu sem ólst upp við einelti og jafnvel ofbeldi á heimili sínu í Mýrdal og lagðist tíu ára gömul í flakk. Vigga hvílir í ómerktri gröf í Skeið- flatarkirkjugarði í Mýrdalshreppi. Úr því vildi Jóna Sigríður bæta og nú hefur það tekist. „Steinninn kemur mjög vel út og fellur vel inn í allt. Þetta er allt mjög lágstemmt,“ segir hún. Þegar Fréttablaðið sagði frá málinu í fyrrahaust gáfu að minnsta kosti þrjár steinsmiðjur sig fram og sögðust vilja gefa stein á leiðið. Fyrir valinu varð gabbrósteinn frá Hornafirði sem  S. Helgason lagði til. Fjölmargir aðrir vildu leggja hönd á plóginn til að heiðra minningu flökkukonunnar sem átti erfiða ævi. Hún lést 92 ára gömul árið 1957. „Þegar þetta kom í Fréttablaðinu þá stoppaði ekki síminn og það streymdu peningar inn á reikninginn. Það var hægt að gera þetta veglegt og svolítið í anda Viggu. Ég fékk glerlistakonuna Sigrúnu Einarsdóttur, sem á fyrirtækið Gler í Bergvík, til að gera fyrir mig gler til að setja í steininn,“ segir Jóna Sigríð- ur. Um sé að ræða fjögur glerlistaverk sem séu greypt inn í steinninn. „Ég fékk strax þessa hugmynd að setja gler í steininn vegna þess að Vigga skreytti sig með alls konar glingri og var mjög litaglöð. Þetta eru tölur – hún skreytti sig með tölum sem urðu á vegi hennar,“ útskýrir Jóna Sigríður. Vígsluathöfnin fer fram klukkan 14.00 næsta laugardag, eða á sama tíma og Ísland leikur við Argentínu í fyrsta leik sínum á HM í Rússlandi. Jóna Sig- ríður segir að sér hafi verið bent á að þetta kunni að draga úr aðsókn. „En það þurfti að smella svo mörgum þáttum saman að við bara gátum ekki breytt þessu – því miður,“ útskýrir Jóna Sigríður. „Sóknarnefndin verður þarna örugglega og vonandi fólk úr sveitinni – og allir sem studdu málið og styrktu okkur; Mýrdælingar og Eyfellingar og brottflutt fólk sem hafði samband við mig og gaf í söfnunina. Ég veit að þetta er ekki alveg nógu góður dagur en vona innlega að það geti komið.“ gar@frettabladid.is Legsteinn Viggu gömlu tilbúinn fyrir vígsluna Flökkukonan Vigdís Ingvadóttir úr Mýrdal fær loks legstein rúmum sextíu árum eftir and- látið. Steinn verður afhjúpaður við athöfn í Skeiðflatarkirkjugarði á laugardag. Aðalsprautan í málinu vonast eftir góðri aðsókn þótt athöfnin sé í miðjum HM-leik Íslands og Argentínu. Vigdís Ingvadóttir. Sóknarnefndarformaðurinn útvegaði mannskap til að koma legsteini Viggu gömlu fyrir í Skeiðaflatarkirkjugarði. Þar bíður steininn þess að verða afhjúpaður. Mynd/EVa dögg ÞorStEInSdóttIr Ég fékk strax þessa hugmynd að setja gler í steininn vegna þess að Vigga skreytti sig með alls konar glingri og var mjög litaglöð. Jóna Sigríður Jónsdóttir Merkisatburðir 1509 Hinrik VIII Englandskonungur kvænist fyrsta sinni. Það gerði hann fimm sinnum í viðbót á ævinni. 1535 Greifastríðinu í Danmörku lýkur með sigri Kristjáns 3. í orrustunni við Øksnebjerg. 1870 Bruggverksmiðjan Amstel er stofnuð í Hollandi. 1910 Gasstöð Reykjavíkur tekur til starfa. 1911 Melavöllurinn í Reykjavík vígður. 1957 Handknattleikssamband Íslands er stofnað. 1975 Lög um fóstureyðingar við sérstakar aðstæður taka gildi á Íslandi. 1982 Orrustan um Stanley, lokaorr- usta Falklandseyja stríðsins, hefst. 1987 Margaret Thatcher verður fyrsti breski forsætisráðherrann til að vinna kosningar þrisvar í röð á síðustu 160 árum. 1994 Íslandssíld er landað í fyrsta skipti í 27 ár. 1994 Sveitarfélögum á Íslandi fækkar um 18. 2000 Hafez Assad Sýrlandsfor- seti deyr, 69 ára að aldri. 2001 Timothy McVeigh tekinn af lífi fyrir hlut sinn í sprengingu í Oklahoma-borg. 2004 Ronald Reagan er borinn til grafar. Þann 11. júní 1935 lauk fyrsta konan lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands, eða fyrir sléttum 88 árum. Sú hét Auður Auðuns.  Auður varð svo síðar fyrst kvenna til að gegna embætti borgarstjóra í Reykja- vík og ráðherra á Íslandi. Auður var fædd á Ísafirði hinn 18. febrúar 1911 og lést 19. októ- ber 1999. Hún var dóttir Jóns Auðuns Jónssonar, alþingismanns, fyrst fyrir Íhaldsflokkinn og svo seinna fyrir Sjálfstæðisflokkinn, og Margrétar Guð- rúnar Jónsdóttur. Auður tók stúdents- próf við Menntaskólann í Reykjavík árið 1929 og lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1935. Ári seinna giftist hún Hermanni Jónssyni hæstaréttarlög- manni og eignaðist með honum fjögur börn. Hún starfaði sem lögfræðingur Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur á árunum 1940-1960, var bæjar- og síðar borgarfulltrúi í Reykjavík á árunum 1946-1970, forseti bæjarstjórnar, síðar borgarstjórnar 1954-1959 og 1960-1970 og gegndi embætti borgarstjóra í Reykjavík, ásamt Geir Hallgrímssyni frá 19. nóvember 1959 til 6. október 1960. Hún var alþingismaður Reykvíkinga 1959- 1974 fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Sat á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna 1967. Hún var skipuð dóms- og kirkjumálaráðherra hinn 10. október 1970 og gegndi embættinu fram á mitt sumar 1971. Hún sat einnig í útvarpsráði 1975-1978. Auður var einnig virk í Kvenréttinda- félagi Íslands og var gerð að heiðurs- félaga þar 19. júní 1985 þegar sjötíu ár voru liðin frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt. Þ EttA G E R ð I St 1 1 . J Ú n Í 1 9 3 5 Lauk lögfræðiprófi fyrst kvenna 1 1 . j ú n í 2 0 1 8 M Á n U D A G U R16 T í M A M ó T ∙ F R É T T A B L A ð i ð tímamót 1 1 -0 6 -2 0 1 8 0 4 :2 1 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 1 8 -4 6 5 C 2 0 1 8 -4 5 2 0 2 0 1 8 -4 3 E 4 2 0 1 8 -4 2 A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 5 6 s _ 1 0 _ 6 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.