Morgunblaðið - 03.04.2018, Page 2

Morgunblaðið - 03.04.2018, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2018 Framtak-Blossi er umboðsaðili fyrir VOLVO PENTA á Íslandi Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is Framtak-Blossi kappkostar að bjóða góða þjónustu og sanngjarnt verð á varahlutum. Hafið samband við Hafþór í síma 895-3144 eða hafthor@blossi.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. „Ég á nokkra gamla bíla – alla eins og nýja,“ segir Aðalsteinn Ásgeirs- son sem hefur unnið að því um fimm ára skeið að gera upp þennan 42 ára gamla AMC Pacer. Hann hefur mestan áhuga á þeim bílum sem lítið er til af, en þessi er sá eini sinnar tegundar á landinu í dag. „Ég keypti hann í niðurníðslu, í kössum og pokum og er búinn að smíða hann frá gólfi og upp úr.“ Aðalsteinn, eða Steini í Svissinum eins og hann er kallaður, segir bíl- inn að mörgu leyti skemmtilegan og ólíkan öðrum bílum. „Þó hann sé svona lítill að utan þá er hann jafn stór að innan og Cadillac og hægri hurðin er 20 cm lengri en vinstri hurðin til þess að auðvelda farþeg- unum að fara aftur í.“ Hann segir gott að geta unnið nokkra daga í röð eins og hann gerði í páskafríinu og nú styttist í að bíllinn geti farið í sprautun. „Hann verður í litnum „coral“ og dökkgrár að neðan,“ segir Steini, en hann heillaðist af coral-litnum árið 1955 þegar Chevrolet kom með hann fyrst á markað. Lítill að ut- an en stór að innan Morgunblaðið/Árni Sæberg Klár Steini segir fólk geta farið að svipast um eftir bílnum á götum borgarinnar í sumar, en hann hefur unnið að endursmíði hans sl. fimm ár. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar hef- ur samþykkt svæðisskipulag fyrir höfuðborgarsvæðið sem gerir ráð fyr- ir svokallaðri borgarlínu þótt bærinn hafi áður hafnað því að borgarlínan nái inn á Seltjarnarnes. Samkvæmt svæðisskipulaginu nær borgarlínan því að sveitarfélagamörkum Reykja- víkur og Seltjarnarness. Um leið og bæjarstjórnin sam- þykkti skipulagið lagði hún áherslu á að afkastageta og þjónustustig ann- arrar umferðar minnkaði ekki á kostnað aukins rýmis fyrir almenn- ingssamgöngur. „Það felst engin breyting í þessu. Borgarlínan er einn af þeim boltum sem sveitarfélögin á höfuðborgar- svæðinu eru með á lofti til skoðunar. Svæðisskipulagið gerir ráð fyrir fyrsta áfanga sem ef til vill verður farið í. Það verður hins vegar ekkert gert nema ríkið komi að málinu og engir samningar hafa verið gerðir um það,“ segir Ás- gerður Halldórs- dóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi. Ekki komið nógu langt Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem eru í meirihluta í bæjarstjórn Sel- tjarnarness bókuðu um leið og svæð- isskipulagið var afgreitt að lögð yrði áhersla á frekari eflingu Strætó. Þeir telja hugmyndir um nýja borgarlínu hæpnar, ekki síst forsendur um heild- arkostnað við verkefnið, áætlaða nýt- ingu og rekstrarkostnað. „Við vitum hvað Strætó kostar í dag. Ef rekstur borgarlínu verður dýrari þurfa sveitarfélögin að spyrja sig að því hvort þau geti borgað mis- muninn. Verkefnið er ekki komið nógu langt til að hægt sé að ræða rekstrargrundvöll þess,“ segir Ás- gerður, nánar spurð um bókun sjálf- stæðismanna. Í hugmyndasamkeppni um þétt- ingu byggðar við Eiðistorg sem kynnt var í lok árs 2015 kom fram í verð- launatillögu Kanon arkitekta að borg- arlínan færi inn á Eiðistorg. Fram kom í viðtali við bæjarstjórann í Morgunblaðinu í janúar sl. að fallið hefði verið frá þéttingu byggðar vegna þess að íbúarnir vildu það ekki. Borgarlínan endar því við bæjar- mörkin við Eiðsgranda. Telja hugmyndir um nýja borgarlínu hæpnar  Seltjarnarnes samþykkir svæðisskipulag fyrir borgarlínu en hafnar þátttöku Ásgerður Halldórsdóttir Tillögur samráðshóps um borg- arlínu eru til umfjöllunar hjá sveitarfélögunum á höfuðborg- arsvæðinu og ríkinu. Gert er ráð fyrir kerfi háhraðavagna sem verða að hluta til í sérstöku rými. Tillagan er um fjórar leiðir borgarlínu. Fyrsti áfangi verður 35 km og kostar um 44 millj- arða kr. Dýrasta leiðin tengir miðbæ Reykjavíkur og Grafar- vog, m.a. um nýja brú á Sæ- braut. Kostar 44 milljarða kr. BORGARLÍNA Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Þetta mál snýst ekki um nokkurn skapaðan hlut, en hefur kostað Kenn- arasambandið ómælda orku og yfir tuttugu miljónir króna í lögfræðiálit, stefnur og málskostnað. Því fé hefði verið betur varið fyrir félagsmenn í annað uppbyggilegra,“ segir Guðríð- ur Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara (FF), um ásakanir fyrrverandi stjórnarmanna í endurmenntunarsjóði Félags fram- haldsskólakennara sem fram komu í viðtali við þær í Morgunblaðinu 31. mars. Þórey Hilmarsdóttir, Erla Elín Hansdóttir og Linda Rós Mich- aelsdóttir segja KÍ skulda Vísinda- sjóði, sem er endurmenntunarsjóður framhaldsskóla- kennara og stjórnenda í fram- haldsskólum, tugi milljóna. „Þetta er allt saman hræðilegt innanfélagsdrama sem staðið hefur yfir í 10 ár og rek- ið hefur verið áfram í ofboðs- legri heift og hefndarhug,“ segir Guð- ríður og bætir við að Félag fram- haldsskólakennara sé innan Kennarasambands Íslands og því sé vinstri höndin að deila við þá hægri með ærnum tilkostnaði. „Kennarasambandið var kært af fyrrverandi stjórn endurmenntunar- sjóðsins til sérstaks saksóknara sem sá ekkert athugavert við vinnubrögð sambandsins í tengslum við Vísinda- sjóðinn. Á sama tíma og KÍ var kært til sérstaks saksóknara skilaði stjórn Vísindasjóðsins ekki frá sér undirrit- uðum árseikningum í nokkur ár,“ seg- ir Guðríður. Hún segir að enginn hafi treyst sér til að taka á málum fyrr en stjórn FF boðaði til aukaaðalfundar árið 2016 og skipt var um stjórnarmenn. „Nú er búið að koma ársreikning- um Vísindasjóðsins í það horf sem lög gera ráð fyrir. Ásakanir og ljót orð af hálfu fyrrverandi stjórnarmanna hafa verið látin falla, meðal annars um starfsmenn KÍ, og því miður var þeim svarað á sama máta en nú er mál að linni,“ segir Guðríður. Tugmilljóna kostnaður  Innanfélagsdrama  KÍ stóðst skoðun sérstaks saksóknara  Vinstri höndin deilir við þá hægri með ærnum kostnaði Guðríður Arnardóttir Eflaust hafa margir landsmenn hlaupið apríl sl. sunnudag, en ein- hverjir kunna að hafa tekið eftir því að fréttastofa RÚV tók ekki þátt í platinu að þessu sinni. „Formlega ástæðan er sú að eftir að umræða hófst um falsfréttir í erlendum og innlendum miðlum ákváðum við að fylgja systurstöðvum okkar annars staðar á Norðurlöndum. Þær hættu að vera með aprílgabb út af þessari umræðu um hvort fréttamiðlum væri treystandi eða ekki. Sú lína var lögð að ríkismiðlar gætu ekki leyft sér að standa í þessu,“ segir Sigríður Hagalín Björnsdóttir, varafrétta- stjóri hjá RÚV. Þá segir hún að sjónvarpsþátt- urinn Landinn hafi verið með apríl- gabb og umfangsmikla umfjöllun um aprílgabb. „Við ákváðum eiginlega að þar með væri aprílgabbsþörf Rík- isútvarpsins fullnægt. En við lofum engu um næsta ár,“ segir hún. Fréttastofa RÚV gabb- aði engan  Umræðan um fals- fréttir sögð ástæðan

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.