Morgunblaðið - 03.04.2018, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.04.2018, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2018 Jafnvægi Þess eru mörg dæmi að aukaæfingin skapar meistarann. Í Nauthólsvík er ekki aðeins kjörið að bleyta búk heldur er þar einnig skjól til þess að gera mikilvægar teygjur. Eggert „Við erum á barmi byltingar og til þess að hefja byltinguna þurfum við lítið stríð sem við vinnum.“ Þessi orð féllu af vörum ráðamanna í Kreml árið 1903 rétt áður en þeir fóru í blóðugt stríð við Jap- an. Þessi orð hefðu að sama skapi getað fallið þegar Rússar réðust inn í Tétsníu 1999, inn í Georgíu 2008, inn í Úkraínu 2014 og inn í Sýrland 2015. Leikvöllur Pútíns fer stækkandi og nú höfum við orðið vitni að grimmilegri efnavopnaárás á feðgin í hinum friðsæla bæ Sainsbury á Bretlandi. Bandaríkjamenn, Þjóð- verjar, Frakkar og Bretar segja í sameiginlegri yfirlýsingu að Rússar beri ábyrgð á ódæðinu. Undir það hefur framkvæmdastjóri NATO tekið. Málið heldur áfram að versna og hefur utanríkisráðherra Breta líkt Pútín við Adolf Hitler. Nú síðast hafa a.m.k. 20 ríki rekið rússneska diplómata úr landi til að sýna Bretum stuðning í verki. Auk þess hefur sendiherra ESB í Moskvu verið kallaður heim. Þetta er ein al- varlegasta deilan sem komið hefur upp í al- þjóðasamskiptum í Evrópu síðan í síðari heimsstyrjöldinni. Forsætisráðherra Bretlands, The- resa May, sagði að efnavopnaárásin væri hluti af mynstri rússneskrar íhlutunar gegn Evrópu. Harðstjórn og spilling í Kreml Pútin hefur nú framlengt valda- tíma sinn um átta ár. Að baki því liggur sambland af áróðri og kúgun á rússneskum almenningi. Útrás- arvaldastefna, harðstjórn og spill- ing heima fyrir. „Enginn Pútín, ekkert Rússland,“ sagði starfs- mannastjórinn í Kreml í október 2014. Gagnrýni á stjórnvöld er ekki liðin og síðan 1999 hafa a.m.k. 28 blaðamenn í Rússlandi verið drepn- ir. Nú er svo komið að stjórnarand- staðan á ekkert sæti á rússneska þinginu, Dúmunni. Grafa undan samstöðu innan NATO og ESB Aðferðafræðin í Kreml gagnvart Evrópu er með tvennum hætti. Í fyrsta lagi er markmiðið að grafa undan samstöðu ríkja innan NATO og ESB. Það gera þeir með því að finna glufur í stjórnkerfi ríkja þar sem hægt er að nýta spillingu til að rjúfa einingu í málum; eins og í við- skiptabanninu á Rússland og her- æfingum NATO. Í öðru lagi að grafa undan lýðræðinu í ríkjum Evrópu með því að beita fölskum fréttum í stórum stíl og afskiptum af kosningum með skipulögðum hætti á netinu. Öryggismálastjóri ESB sagði á síðasta ári að Rússar hefðu náð miklum árangri í að breiða út falskar fréttir í Evrópu. Stjórnvöld í Rússlandi eru sér- fræðingar í spillingu og beita óspart þessari „útflutningsvöru“ sinni í baráttunni gegn samstöðu innan ESB. Bent hefur verið á að besta leiðin til að lama ESB sé í gegnum spillingu. Nánast engin ríki í Evrópu hafa sloppið við áróðursmaskínuna frá Kreml. Í Eystrasaltsríkjunum leggja Rússar sérstaka áherslu á að ná á sitt band rússneska minnihlut- anum og sá fræjum tortryggni í garð stjórnvalda. Reynt hefur verið að rjúfa samstöðu Eystrasaltsríkj- anna með margvíslegum hætti. Við landamæri ríkjanna hafa Rússar fjölgað verulega í herafla sínum og halda reglulega heræfingar. Norðurlöndin hafa ekki farið var- hluta af áróðri Rússa og er þekkt dæmi afskipti Rússa af finnsku þingkosningunum 2015. Hollend- ingar urðu sérstaklega fyrir barðinu á Rússum í tengslum við þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016 um hvort samþykkja ætti viðskipta- samning ESB við Úkraínu. Rússar fengu sínu framgengt og var samn- ingurinn felldur, enda máttu þeir ekki til þess hugsa að Úkraína myndi tengjast ESB frekari bönd- um. Óskastaðan í Kreml er sú að samstaða ríkja innan ESB og NATO liðist í sundur. Ógn við frið og öryggi Framkoma Rússa er vel skipu- lögð ógn við frið og öryggi í Evr- ópu. Henni verður að mæta af hörku. Alþingi þarf að vera vel upp- lýst um stöðu og þróun mála og taka hlutverk sitt alvarlega, með því að efla Íslandsdeild NATO- þingsins. Pútín hefur ekki sagt sitt síðasta orð. Eftir Birgi Þórarinsson » Framkoma Rússa er vel skipulögð ógn við frið og öryggi í Evrópu. Henni verður að mæta af hörku. Birgir Þórarinsson Höfundur er þingmaður Miðflokksins. birgirth@althingi.is Rússnesk íhlutun gegn Evrópu Á undanförnum ár- um hefur samfélag okkar gengið í gegnum breytingar sem hafa haft víðtæk áhrif á fjöl- skyldugerð og uppeld- isaðstæður barna. Þetta er sambærileg þróun og hefur átt sér stað í öðrum vestræn- um ríkjum. Marg- breytileiki fjöl- skyldugerðar og hreyfanleiki í þeim skilningi að börn geta átt marga ólíka aðila sem gegna foreldra- og systkinahlutverki á bernskuskeiði sínu, hefur skapað nýjan veruleika sem horfast verður í augu við. Þessu til viðbótar hafa breytingar á sviði margmiðlunar og samskiptatækni haft djúpstæð áhrif á félagsleg tengsl og samneyti, vissulega skapað tækifæri til þroska fyrir börnin en líka ógnir og ný úr- lausnarefni sem takast verður á við ef ekki á illa að fara. Þróunin í þess- um efnum er hröð og það er í senn skylda og áskorun fyrir foreldra og samfélagið allt að bregðast við henni til þess að tryggja börnum okkar eins hagfellda útkomu og frekast er kostur. Meira fjármagn í börn er besta fjárfestingin Mörg börn sem er hætta búin í því öldu- róti sem að ofan greinir eru í viðkvæmri stöðu og sum njóta alls ekki þess atlætis og umönn- unar sem tryggir þroskavænleg upp- vaxtarskilyrði og vernd frá áföllum á bernsku- árum. Hraði og krefj- andi margmiðl- unartækni nútímans getur ógnað tengslum við uppalendur sem eru hverju barni nauðsynleg. Gáum við ekki að okkur getur geðheilbrigði barna versnað og ýmsar vísbend- ingar benda til þess að þetta hafi þegar gerst, sbr. fjölgun ungs fólks á örorku vegna geðheilbrigði. Það er ekki einungis réttur barnsins að samfélagið bregðist við þessari þró- un heldur er það skynsamlegt fyrir okkur sem þjóð að verja auknu fjár- magni í þessi verkefni. Ekki síst í ljósi rannsókna sem leitt hafa í ljós að hver króna sem við ráðstöfum til að bæta hag barna sparar að minnsta kosti átta krónur síðar á lífsleiðinni – sé einungis litið til fjár- magns. Þurfum „snemmtæka íhlutun“ Hugtakið „snemmtæk íhlutun“ felur í sér tvíþætta merkingu. Ann- ars vegar að börn fái aðstoð og hjálp sem fyrst á lífsleiðinni. Hins vegar að liðsinnið sé veitt áður en vanda- málið ágerist með skaðlegum afleið- ingum sem geta verið óafturkræfar. Ein stærsta áskorun stjórnmál- anna er að ávarpa þetta viðfangsefni með það fyrir augum að fanga börn í áhættu áður en það er um seinan, bregðast við með viðeigandi hætti og tryggja þeim stuðning og nauðsyn- lega þjónustu svo þau geti tekið virkan þátt í samfélaginu, námi, tómstundum og menningarstarfsemi á hverjum tíma, frá bernsku til full- orðinsára. Í því skyni að treysta þessi markmið þarf að endurskoða velferðarkerfi okkar svo unnt sé að bregðast við erfiðleikum barna með viðeigandi hætti og tafarlaust þegar þeir gera vart við sig. Aukum samvinnu milli kerfa og brjótum niður ósýnilega múra Forsendur slíkrar snemmtækrar íhlutunar eru að stofnanir sam- félagsins sem koma að málefnum barna leggi sig fram við að brjóta niður ósýnilega múra á milli ólíkra málaflokka, stjórnsýslustiga og stofnana og tryggja þverfaglega nálgun og samstarf allra sem bera ábyrgð gagnvart börnum. Frjáls fé- lagasamtök hafa í mörgum tilvikum stoppað upp í götin í velferð- arkerfinu með margháttuðum stuðn- ingi við börn. Fram þarf að fara markviss umræða um verkaskipt- ingu og samstarf hins opinbera hjálparkerfis og frjálsra fé- lagasamtaka um fyrirkomulag snemmtækrar íhlutunar. Mikilvægt er að í þessu samhengi sé hugsað út fyrir ramma hefðbundins þanka- gangs. Náum samstöðu um breytingar Undanfarið hef ég átt fundi með fjölmörgum félagasamtökum og ein- staklingum um það sem að ofan greinir. Það hefur sannfært mig um að rétt sé að hefja formlega ferli sem miðar að því að innleiða í auknum mæli snemmtæka íhlutun í mál- efnum barna, þörf er á samhæfingu og samstarfi stofnana samfélagsins. Sem ráðherra málefna barna og barnafjölskyldna tel ég rétt að end- urskoða gildandi lagaumhverfi með það fyrir augum að styrkja stöðu barna, tryggja í auknum mæli snemmtæka íhlutun, treysta rétt barnsins í málsmeðferðinni sem og að bæta umgjörð barnafjölskyldna. Samhliða þessu er nauðsynlegt að endurskoða verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, einkum með hliðsjón af forvörnum, aðgerðum til að koma í veg fyrir ofbeldi gegn börnum og ennfremur ábyrgð á sérhæfðum úræðum fyrir börn og fjölskyldur. Við þessa vinnu verður leitað fyr- irmynda hjá þeim ríkjum sem fremst standa, enda óþarft að finna upp hjólið. Við erum fámenn, vel menntuð og fjársterk þjóð í alþjóð- legum samanburði og því eru góðar líkur á að okkur takist að komast í fremstu röð þjóða sem tryggja rétt- indi barna og velferð þeirra til fram- tíðar. Eftir Ásmund Einar Daðason » Þróunin í þessum efnum er hröð og það er í senn skylda og áskorun fyrir foreldra og samfélagið allt að bregðast við henni til þess að tryggja börnum okkar eins hagfellda útkomu og frekast er kostur.Ásmundur Einar Daðason Höfundur er félags- og jafnréttismálaráðherra. Börnin þarfnast breytinga!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.