Morgunblaðið - 03.04.2018, Side 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2018
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÁSTRÍÐUR HELGA JÓNASDÓTTIR,
Brákarhlíð, Borgarnesi,
lést á Brákarhlíð, Borgarnesi,
miðvikudaginn 28. mars. Útför hennar fer
fram frá
Borgarneskirkju laugardaginn 7. apríl klukkan 14.
Jónas Hólm Jónsson V. Stefanía Finnbogadóttir
Bragi Jónsson Sonja Hille
Sigurður Páll Jónsson Hafdís Björgvinsdóttir
Einar Helgi Jónsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi
og langalangafi,
SVEINN ÓLAFSSON
frá Þingeyri,
fyrrverandi vélstjóri
í Áburðarverksmiðju ríkisins,
lést á Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn 26. mars.
Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn
5. apríl klukkan 15.
Ingigerður Sveinsdóttir Magnús Wang
Jón Rúnar Sveinsson Valgerður Árnadóttir
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn
Elskuleg eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
STEINBJÖRG ELÍASDÓTTIR,
Staðarhrauni 24a,
lést á Landspítalanum 17. mars.
Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju
föstudaginn 6. apríl klukkan 14.
Árni Eiríksson
Elías M. Rögnvaldsson Laufey S. Birgisdóttir
Daníel Árnason Sunna Dís Ólafsdóttir
Arinbjörn Árnason Luis F.T. Meza
Erna S. Árnadóttir Sigurður E. Axelsson
barnabörn og barnabarnabörn
✝ Birgir Krist-insson fæddist
á Norðfirði 13. maí
1931. Hann lést á
öldrunardeild
Landakotsspítala
13. apríl 2018.
Foreldrar hans
voru Kristinn
Ólafsson, f. 21.11.
1897 í Borgarnesi,
d. 18.10. 1959 í
Reykjavík, lög-
fræðingur, bæjarstjóri í Vest-
mannaeyjum, bæjarfógeti í
Neskaupstað, fulltrúi hjá
bæjarfógetanum í Vest-
mannaeyjum og bæjar-
fógetanum í Hafnarfirði, síðast
sýslufulltrúi í Hafnarfirði, og
eiginkona hans, Jóna Jóhanna
Jónsdóttir, f. 29.12. 1907 í
Vestmannaeyjum, d. 4.10. 2005.
Þau bjuggu í Neskaupstað,
Vestmannaeyjum og Hafn-
arfirði. Jóna bjó síðast í
Reykjavík.
Systkini Birgis eru Ása Sig-
ríður, f. 1930, gift Christian
Gudnason, býr í Danmörku og
eiga þau fjögur börn, sjö
ar er Kristína, f. 2000. 3) Ása,
f. 24. ágúst 1967, gift Páli
Heiðari Högnasyni, sonur
þeirra er Sveinn Andri, f. 1998,
fyrir á Páll dæturnar Hjördísi
Ingu, f. 1981, og Söndru Dís, f.
1993.
Birgir og Gréta byrjuðu bú-
skap í Stóragerði 12 í Reykja-
vík en fluttu á Háaleitisbraut
47 í Reykjavík 1969 og bjuggu
þar síðan. Birgir ólst upp í
Neskaupstað til sjö ára aldurs
en þá flutti fjölskyldan til Vest-
mannaeyja. Þaðan fluttu þau til
Hafnarfjarðar þegar hann var
13 ára og bjó hann í foreldra-
húsum þar til hann kvæntist.
Birgir lauk prófi í símvirkj-
un 1955 og minna vélstjórn-
arprófi 1963. Hann starfaði hjá
Símstöðinni í Hafnarfirði og
var til sjós, tók þátt í síldaræv-
intýrinu, einnig ók hann leigu-
bíl í afleysingum. Eftir að hann
flutti til Reykjavíkur vann
hann hjá Pósti og síma í
Reykjavík, síðast sem tækni-
fulltrúi á símstöðinni í Ármúla.
Birgir var virkur félagi í
Ferðafélagi Íslands og einn af
stofnendum Útivistar.
Útför Birgis fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 3. apríl
2018, og hefst athöfnin kl. 16.
barnabörn og
barnabörn; Edda,
f. 1933, býr í
Reykjavík, gift
Theódóri Diðriks-
syni og eiga þau
tvö börn, Ólafur
Haukur, f. 1937,
býr í Frakklandi.
Fyrri kona hans
var Eirný Sæ-
mundsdóttir og
eiga þau tvö börn
og tvö barnabörn, seinni kona
hans er Veronique Pasquier og
eiga þau tvö börn og þrjú
barnabörn; Kristín, f. 1946, býr
í Reykjavík, var gift Einari
Guðmundssyni, þau eiga eitt
barn og eitt barnabarn.
Birgir kvæntist Guðrúnu
Margréti Jóhannsdóttur, Grétu,
f. 22. mars 1930, hinn 14. sept-
ember 1963. Börn þeirra eru:
1) Matthildur, f. 17. desember
1963. Börn hennar eru Katla
Margrét, f. 1986, Svavar Birn-
ir, f. 1987, Birgir Rafn, f. 1989,
Hafsteinn Óli, f. 1996, og Jón
Grétar, f. 1998. 2) Jóna Hanna,
f. 9. febrúar 1966. Dóttir henn-
Í dag kveðjum við pabba
minn. Hann var sterkur per-
sónuleiki, mjög ákveðinn og
hafði skoðanir á flestu. Frá
barnæsku minnist ég bíltúra á
sunnudagsmorgnum niður að
tjörn að gefa öndunum, skoða
bátana í höfninni og kaupa ís. Á
sumrin var farið í útilegur eða
sumarbústað, sum sumrin fór-
um við vestur á firði að heim-
sækja vinafólk. Alltaf var sótt
út fyrir borgina. Berjamór og
Þingvallarúntur á haustin,
haustlitirnir áttu sérstakan
sess í huga hans. Eftir að ég
flutti að heiman var hann alltaf
boðinn og búinn að hjálpa til
með hvað sem þurfti og þegar
barnabörnin komu sóttist hann
eftir að eiga tíma með þeim.
Þau skiptust á að fá að gista
nótt eða helgi hjá ömmu og afa,
alltaf var passað að þær stund-
ir skiptust jafnt á milli. Þá var
mikið spilað og lesið. Árið 1986
fékk hann lóð undir sumarbú-
stað austur í Fljótshlíð. Upp
frá því var mikið verið þar,
fyrstu tvö árin í tjaldi en svo
kom bústaðurinn. Hann var
pabba líf og yndi, þar gat hann
verið í lengri og skemmri tíma,
sumar og vetur. Oft fórum við
með, eða hann tók strákana
með í strákaferðir þangað. Þá
var gengið um, smíðað, sullað í
læknum eða með vatnsslönguna
og hvað það er sem strákar
gera. Dóttirin fór líka með hon-
um og þá var alltaf stoppað hjá
Obbu og keypt nammi. Hann
byrjaði fljótlega að gróðursetja
tré og ræktaði mikið frá tein-
ungum og seinni árin frá fræj-
um. Mörg reynitrjánna sem eru
orðin stór núna setti hann nið-
ur sem fræ og hlúði að. Helst
mátti ekkert klippa af trjánum,
honum fannst búið að leggja of
mikla vinnu í að koma þeim á
legg til að klippa svo bara allt í
burtu og þá hljómaði eins og
hver grein væri allt. Við feng-
um samt stundum að snyrta
smávegis. Minna var um blóm,
þó hafði hann gaman af að sjá
laukana sem við settum niður
koma upp á vorin. Margar
minningar eru að austan og úr
öðrum ferðum sem hann fór
með okkur. Úr bústaðnum sá
hann til Vestmannaeyja, en
þangað bar hann alla tíð sterk-
ar taugar og átti til að skreppa
til litlu systur í kaffi eða mat
eftir að hún flutti þangað. Úti-
vera og náttúran voru honum
nauðsyn sem og útsýni. Hann
gekk mikið með Ferðafélagi Ís-
lands og Útivist, einnig var
hann mikið með þeim í Þórs-
mörk, ótaldar eru vinnuferðirn-
ar í skálann í Básum og til að
gera umhverfið þar aðgengi-
legra. Flest örnefni á landinu
þekkti hann og alla fugla. Hann
fór með okkur í útilegur á
hverju sumri, jafnvel á fót-
boltamót. Margs er að minnast
úr þessum ferðum. Síðasta úti-
legan var 2016, þá var hann bú-
inn að tala um að sig langaði að
fara hringveginn og nefndi
nokkra staði sem hann hafði
ekki séð. Í þeirri ferð fórum við
vegi og fyrrverandi vegi og
komum víða við á þessum
þremur vikum. Þá var pabbi
byrjaður að vera lasinn og átti
bágt með gang svo við keyrðum
því meira. Mikið á eftir að
vanta í næstu ferðalög þegar
hann er ekki lengur með. Hann
tók ferðir um landið sitt fram-
yfir önnur lönd.
Þér ég þakka vináttu og góð-
ar stundir.
Hlýja hönd og handleiðslu,
okkar stundir saman.
Bjartar minningar lifa ævina
á enda.
Ég þakka fyrir allar ómet-
anlegu stundirnar og minning-
arnar.
Matthildur Birgisdóttir.
Í dag kveðjum við Birgi
Kristinsson. Ég var svo hepp-
inn að geta kallað hann afa
minn. Hann var alltaf til staðar
til þess að gefa mér ráð og ein-
faldlega bara til þess að spjalla
um allt og ekkert. Hann hefur
kennt mér svo margt, ég gæti
hiklaust sagt að hann hafi
kennt mér nánast allt það sem
ég kann í dag. Hann kenndi
mér að lífið væri ekki sjálf-
gefið, þú átt að vera þakklát/ur
fyrir þau forréttindi að fá að
lifa þínu eigin lífi, að fá að taka
þínar eigin ákvarðanir. Það
sem mér fannst mest aðdáunar-
vert við hann var að hann
hjálpaði alltaf öllum sem hann
sá færi á að hjálpa (meðal ann-
ars mér). Og hann sagði eitt
sinn við mig: „Þú ert ekki að
hjálpa fólki til þess að fá eitt-
hvað í staðinn, þú hjálpar þeim
vegna þess að þau þurfa á hjálp
að halda.“
Fyrir nokkrum árum var afi
minn greindur með heilarýrn-
un. Það lýsti sér þannig að
hluti af heilanum hans starfaði
ekki eðlilega, minnið fór versn-
andi og þegar ég hitti hann síð-
ast, þá vissi hann ekki hver ég
var. Hann gat varla talað. En
samt mundi hann eftir sögum
af sér frá því hann var yngri á
sjó. Hann sagði mér að hann
hefði verið á skipi þegar allt í
einu kom þungt högg á skipið.
Skipið hafði rekist í sker og
byrjað að flæða inn í það. Þeg-
ar það var að sökkva þá var
kallað í kallkerfið eftir ein-
hverjum manni: Fjandinn hafi
þig, Siggi! Þegar afi hafði lokið
þessum orðum, þá skellti hann
upp, í hvert einasta skipti sem
hann sagði mér þessa sögu.
Síðast þegar ég sá hann, þá
vissi hann ekki hver ég var. Við
spjölluðum um marga hluti, allt
frá því hversu huggulegar
stelpurnar á Landspítalanum
voru, til þess hversu góður
hafragrauturinn hennar ömmu
var alltaf. Þegar ég var að fara
frá honum á Landspítalanum,
þá sagði ég við hann: Afi, ég
elska þig. Hann svaraði: Ég
elska þig líka. Ég byrjaði að
gráta á leiðinni út, því þótt
hann myndi ekki hver ég væri,
þá vissi ég að þetta var satt.
Ég vona að þér líði vel
þarna uppi og ég vil að þú vitir
að ég sakna þín meira með
hverjum deginum sem líður!
Ég elska þig, afi minn.
Hafsteinn Óli.
Birgir bróðir minn er látinn.
Hann fékk hægt andlát á
Landakoti. Hann fæddist 13.
maí í Neskaupstað en flutti sex
ára til Vestmannaeyja þar sem
hann ólst upp. Til Hafnarfjarð-
ar flutti svo fjölskyldan árið
1944 en þá fór hann í Flens-
borgarskólann. Birgir fékk
vinnu á símstöðinni þar og
gerðist síðan símvirki og vann
við það í mörg ár. Í nokkur ár
stundaði hann sjóinn frá Hafn-
arfirði. Á Hafnarfjarðarárun-
um áskotnaðist honum gamall
bíll sem hann eyddi öllum sín-
um frítíma til að gera upp
ásamt vinum sínum. Hann var
of ungur til að taka bílpróf svo
gleðin var mikil þegar kom
loks að því og hann gat farið
að keyra bílinn. Í Hafnarfirði
tók hann þátt í skátastarfi og
varð flokksforingi í skátafélag-
inu Hraunbúum. Hann var
mikill náttúruunnandi og gerð-
ist félagi í Útivist. Með þeim
fór hann margar ferðir upp um
fjöll og firnindi og var fróður
um landið sitt. Seinna eign-
aðist hann sumarbústað í
Fljótshlíð og undi þar löngum
stundum. Hann var mikill hag-
leiksmaður og lék allt í hönd-
unum á honum. Naut fjöl-
skylda hans góðs af því, þar á
meðal ég. Hann var bóngóður
og var fljótur að koma ef eitt-
hvað þurfti að gera. Birgir
hugsaði vel um móður sína
aldraða og heimsótti hana dag-
lega á elliheimilið Hrafnistu.
Hann hafði yndi af að fá gesti
og var höfðingi heim að sækja
á fallegt heimili þeirra Mar-
grétar. Nú þegar Birgir er all-
ur mun ég sakna skemmtilegu
samtalanna sem við áttum. Ég
mun fylgja honum síðasta spöl-
inn.
Kristín Kristinsdóttir.
Birgir Kristinsson
Arnari Sigurði
Helgasyni kynntist
ég á Útvarpi Sögu
þar sem hann starfaði um árabil
sem tæknimaður en þangað hefi
ég komið sem tíður gestur und-
anfarinn áratug til að ræða mál-
efni líðandi stundar.
Arnar hafði til að bera ljúf-
mennsku og létta lund. Hann
var framúrskarandi öruggur í
störfum hvort sem var í útsend-
Arnar Sigurður
Helgason
✝ Arnar Sig-urður Helga-
son fæddist 6. apríl
1973. Hann varð
bráðkvaddur 20.
mars 2018.
Arnar Sigurður
var jarðsunginn 28.
mars 2018.
ingu eða upptök-
um. Hann hafði lag
á að lesa hvernig
landið lá í þáttum
og fylgdist glöggt
með framvindu
samtala og hafði
þannig fulla stjórn
á útsendingum. Ör-
yggi hans í þessum
efnum er við
brugðið. Einu sinni
gerðum við Arnar
saman útvarpsþátt og gleymi ég
ekki þætti hans í honum. Út-
varpsstjórinn, Arnþrúður
Karlsdóttir, hafði farið þess á
leit að ég gerðist dagskrárstjóri
í eina klukkustund með valinni
tónlist á uppstigningardag 2014.
Hljóðstofa Útvarps Sögu er í
stöðugri notkun en Arnari tókst
að finna stuttan tíma til upptök-
unnar. Þarna kynntist ég betur
en nokkru öðru sinni hversu
fær Arnar var í fagi sínu, úr-
ræðagóður og hjálpfús. Þáttur-
inn tókst vel og mæltist vel fyr-
ir meðal hlustenda þótt Saga sé
einkum þekkt fyrir að útvarpa
talmálsefni.
Veit ég að Arnars er sárt
saknað af samstarfsfólki á Út-
varpi Sögu enda var hann vel
metinn og traustur starfsmað-
ur.
Skyndilegt fráfall þessa ljúfa
og góða drengs er harmsefni.
Ég færi sambýliskonu hans,
börnum og öðrum ástvinum
innilegar samúðarkveðjur.
Ólafur Ísleifsson.
Við kveðjum góðan vin í dag
með miklum söknuði. Adda höf-
um við þekkt í um 30 ár og á
tímabili var hann nánast dag-
lega á heimili okkar og hann
tekinn sem einn af fjölskyld-
unni.
Addi var mikill tónlistarunn-
andi og vann um árabil sem
tæknimaður á Útvarpi Sögu,
þar sem hann stýrði þætti og
spilaði m.a. sína uppáhaldstón-
list.
Við áttum margar góðar
stundir heima í stofu þar sem
sameiginlegur áhugi okkar á
tónlist skapaði leik þar sem
hlustað var á tónlist frá ýmsum
áratugum og keppt í að segja
hver flytjandinn eða hljómsveit-
in væri. Þar var Addi á heima-
velli. Addi tengdi fyrir okkur
karíókí-græjur í stofuna og
mörg kvöldin fóru í að þenja
raddböndin í míkrafóna, lesa
söngtextann af skjánum og
reyna að halda laglínunni ná-
kvæmlega eins og á disknum og
fá sem flest stigin. Í minning-
unni eru þetta ljúfar stundir
þar sem Addi skipaði svo stóran
sess.
Alltaf var Addi reiðubúinn að
aðstoða ef til hans var leitað og
var traustur vinur vina sinna.
Alltaf ljúfur, bóngóður, einlæg-
ur og aldrei skipti hann skapi
eða talaði illa um nokkurn
mann. Allt var gert af stóískri
ró og jafnaðargeði sem var svo
einkennandi fyrir lundarfar
hans. Aldrei sá maður hann
stressaðan. Hann var tilfinn-
inganæmur og gat verið við-
kvæmur og hafði hreina og ein-
læga sál.
Árin liðu og Addi eignaðist
þrjú mannvænleg börn, tvær
dætur og einn son. Hann var
ákaflega stoltur af börnum sín-
um og hafði unun af að segja
frá afrekum þeirra, áhugamál-
um og námi.
Addi greindist með sjúkdóm
sem með tímanum tók frá hon-
um líkamlegt þrek og orku en
alltaf hélt hann góða skapinu og
glímdi við sjúkdóm sinn af
miklu æðruleysi. Hann naut
þess að mæta á Spot, hitta vini
sína og horfa á fótboltaleiki,
hann hélt með KR og Arsenal
og studdi sín lið af miklum
áhuga.
Samverustundum okkar
fækkaði með árunum en vina-
taugin slitnar aldrei. Hún er
alltaf sú sama og minningar um
góðan dreng munu lifa áfram í
huga okkar. Það er sárt að
kveðja góðan vin sem tekinn er
burt svo skyndilega og allt of
snemma.
Með hlýhug og kærleika í
hjarta þökkum við Adda fyrir
samfylgdina og sendum fjöl-
skyldunni allri okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Sigurður (Siggi) og
Guðrún (Gunnella).
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs-
ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með
minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal
senda hana með æviágripi í innsendikerfinu.
Minningargreinar