Morgunblaðið - 03.04.2018, Side 36
ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 93. DAGUR ÁRSINS 2018
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1. Sjö slösuðust í hörðum árekstri
2. Hjón dæmd til dauða fyrir morð
3. Leyndarmál ofurfyrirsætunnar
4. Svona voru aprílgöbbin 2018
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Undir lok mánaðarins mun hinn
kunni dansflokkur San Francisco-
ballettinn, þar sem Helgi Tómasson
hefur lengi verið listrænn stjórnandi,
frumsýna verkið „Björk Ballet“. Verk-
ið er eitt af þremur sem verða frum-
sýnd 26. apríl og verða þau sýnd
nokkrum sinnum vikurnar á eftir.
Dansverkið er sagt byggjast á
verkum Bjarkar Guðmundsdóttur og
Sjóns, sem hefur stundum skrifað
texta með henni. Danshöfundurinn
Arthur Pita er á heimasíðu dans-
flokksins sagður beita hugmynda-
ríkum og leikrænum stíleinkennum
sínum til fullnustu, þar sem hann
hefur skapað dansverk út frá nokkr-
um lögum Bjarkar.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Bjarkarballett settur
á svið í San Francisco
Íris Ellenberger, doktor í sagn-
fræði frá Háskóla Íslands og nýdokt-
or við Sagnfræðistofnun sama skóla,
heldur hádegisfyrirlesturinn „Dellu-
danska, toddýsgildi og verkamenn
moldugir frá verki sínu. Mót, átök og
samblöndun menningar í Reykjavík
1900-1920“ í dag kl. 12.05 í fyrir-
lestrarsal Þjóðminjasafns Íslands. Í
þessum fyrirlestri verður fjallað um
þá þvermenningarlegu yfirfærslu
sem átti sér stað þeg-
ar fólk af ólíkum
uppruna og með
ólíkan bakgrunn
mættist, blandaði
geði og tókst á í
Reykjavík á
fyrstu tveimur
áratugum 20.
aldar.
Delludanska, toddýs-
gildi og verkamenn
Á miðvikudag Norðaustan 8-15 og snjókoma eða él norðan- og
austantil, en þurrt og bjart að mestu um landið suðvestanvert.
Frostlaust syðst að deginum, annars frost 2 til 8 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðlæg átt, 8-15 m/s, en 15-20 við austur-
ströndina. Snjókoma eða él fyrir norðan. Léttir heldur til fyrir sunn-
an. Frost 0 til 7 stig, en sums staðar frostlaust við suðurströndina.
VEÐUR
Karlalið ÍBV varð um páska-
helgina níunda íslenska lið-
ið í handboltasögunni sem
kemst í undanúrslit einnar
af Evrópukeppnum fé-
lagsliða, þegar liðið sló út
Krasnodar frá Rússlandi í 8-
liða úrslitum Áskorendabik-
arsins með sannfærandi
hætti. Eyjamenn mæta rúm-
enska liðinu Turda í undan-
úrslitum, en það sló Val út í
undanúrslitum í fyrra með
afar umdeildum hætti. »2
Níunda liðið sem
nær svona langt
Tandri Már Konráðsson og félagar í
Skjern urðu um helgina fyrstir
danskra liða í sex ár til að komast í
8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu
í handbolta. Þeir slógu út ungverska
stórliðið Veszprém. Alfreð Gíslason
og lærisveinar hans í Kiel
komust einnig
áfram, en fjögur Ís-
lendingalið féllu úr
leik. »2
Alfreð og Tandri standa
einir Íslendinga eftir
Deildarmeistarar Hauka höfðu betur
gegn Skallagrími í fyrsta leik undan-
úrslita Dominos-deildar kvenna í
körfubolta í Hafnarfirði í gærkvöld.
Haukar höfðu yfirhöndina allan leik-
inn og unnu að lokum 14 stiga sigur,
88:74. Liðin mætast næst í Borgar-
nesi á föstudag en vinna þarf þrjá
leiki til að komast í úrslitaeinvígið
um Íslandsmeistaratitilinn. »3
Deildarmeistararnir
tóku frumkvæðið
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Alls ellefu af 23 starfsmönnum á
dekkjaverkstæði N1 á Réttarhálsi í
Reykjavík eru frá Víetnam. Sá fyrsti
kom til starfa fyrir um tíu árum og
þegar næst vantaði starfsmann benti
sá á landa sinn sem var ráðinn. Bolt-
inn – eða kannski öllu heldur dekkið –
fór að rúlla og víetnamski hópurinn
stækkaði. „Betri starfsmenn gæti ég
sennilega ekki fengið. Þetta eru sam-
viskusamir strákar sem hafa verið
fljótir að ná réttu handtökunum. Svo
er líka mjög sterk liðsheild meðal
þeirra og það gerir allt hér svo miklu
auðveldara og vinnuna skemmtilega,“
segir Ásgrímur Stefán Reisenhus
sem er yfirmaður verkstæðisins.
Fara brosandi í verkin
Haust og vor eru annatímar á
dekkjaverkstæðum og suma dagana
er allt á útopnu, til dæmis á fyrstu
snjódögum haustsins þegar afgreiða
þarf hunduð bíla á einum degi. Og nú
á vordögum koma margir með bílana
sína í dekkjaskipti og það var allt á
fullu á Réttarhálsi þegar Morgun-
blaðið kom þar við.
„Ábyggilega myndu einhverjir
missa móðinn þegar svona truflaðir
dagar koma, fara að nöldra eða
hringja sig inn veika. Það gera Víet-
namarnir hins vegar ekki; fara bros-
andi í verkin eins og þau koma fyrir
og hafa gaman af. Léttleikinn er eðlis-
lægur þessum strákum, sem eru líka
viljugir að læra allt sem fylgir þessu
starfi, því það er alls ekki sama hvern-
ig gengið er frá dekkjum sem eiga að
fara undir bíl,“ segir Ásgrímur.
Samskipti þessara starfsmanna við
viðskiptavinina segir Ásgrímur yfir-
leitt góð. „Stundum heyrir maður
reyndar hjá fólki að það hafi sagt
þetta eða hitt við strákana, þessa
„skáeygðu“ eins og sumir komast að
orði. Að komast svo að orði finnst mér
leiðinlegt og fordómafullt, því þetta
eru bara menn eins og ég og þú sem
hafa í flestum tilvikum ágætan skiln-
ing á íslensku þó þeir nái ekki talmál-
inu svo vel sé. Fólk af erlendum upp-
runa nær því raunar sjaldnast,“ segir
Ásgrímur sem einnig er með í vinnu
menn frá Lettlandi og Póllandi enda
fást Íslendingar varla lengur í almenn
verkamannastörf. Dekkjaverkstæðið
sé því í raun orðið alþjóðleg stofnun.
Byrjaði eftir grunnskóla
Einn Víetnamanna á verkstæði N1
er Khanh Minh Dao, sem er frá hér-
aðinu Quang Ninh við Halong-flóann,
nyrst í Víetnam. Hann kom til Íslands
árið 2004, þá þrettán ára, með föður
sínum sem settist hér að. „Ég byrjaði
að vinna hér árið 2008, eða fljótlega
eftir grunnskólann. Var fyrst í
dekkjaskiptunum, seinna á lagernum
og er núna kominn í afgreiðsluna.
Mér finnst fínt að vinna hér,“ segir
Khanh.
Á Íslandi búa hundruð Víetnama,
gjarnan fólk frá norðurhluta landsins.
„Mörg okkar þekktust heima í Víet-
nam og hér á Íslandi höldum við hóp-
inn. Förum saman í ferðalög á sumrin
og svo er búið að skipuleggja veiði-
túra, fótbolta og fleira skemmtilegt,“
segir Khanh að síðustu.
Alþjóðlegt dekkjaverkstæði
Víetnamarnir
sinna hjólbarða-
skiptum hjá N1
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Dekkjadrengir Átta af 11 Víetnömum sem vinna á verkstæði N1 á Réttarhálsi og þykja góðir starfsmenn þar.
Vinnufélagar Khanh Minh Dao, til vinstri, og Ásgrímur Stefán Reisenhus.