Morgunblaðið - 03.04.2018, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2018
Verumgáfuð ogborðum
fisk
Plokkfiskur
- Hollur kostur tilbúinn á 5mín.
Kveðja Grímur kokkur • www.grimurkokkur.is
Hollt og
fljótlegt[ ]
ÁNMSG
P
R
E
N
T
U
N
.IS
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú ert umhyggjusamur um aðra en
þarft að vera vandlátari í vali á vinum þínum
því sumir kunna ekki að leggja vináttu sína á
móti.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú ert eitthvað annars hugar í vinnunni
og verður að taka þig á áður en allt fer í hund
og kött. Það hjálpar ótvírætt að sjá jafnan
skoplegu hliðarnar á tilverunni.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú leggur starfsheiður þinn að veði,
þegar þú mælir fyrir ákveðnu máli. Siðferðileg
álitaefni eru ekki bara í svörtu og hvítu í þessu
tilviki og þú veist rétta svarið.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Sýndu samstarfsmönnum þínum
skilning þegar vinnuáætlanir þeirra falla ekki
alveg saman við þínar. Láttu ekki tilfinning-
arnar blinda þér sýn í ágreiningi þínum við
aðra.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú þarft á öllu þínu að halda til þess að
ljúka við það stóra verkefni sem þú hefur tekið
að þér. Biddu einhvern að kenna þér það sem
þú vilt læra.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú þarft að gæta þess að grípa ekki til
of ódýrra bragða til að koma málstað þínum á
framfæri. Vertu rólegur þegar þú tekst á við
aðra sem eiga hlut að máli.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú tekur öllum hlutum mjög persónulega
í dag og því gæti komið til óvenju harkalegra
deilna á milli þín og þinna nánustu. Reyndu að
halda aftur af þér.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Gættu þess í öllum samskiptum
við aðra, að frelsi þitt takmarkast við frelsi
þeirra. Sýndu ákveðni en gættu samt fyllstu
varkárni á öllum sviðum.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú færð tækifæri til þess að lag-
færa hnökra í erfiðum vináttusamböndum í
dag. Þú þarft að hafa það á hreinu hvað til þíns
friðar heyrir.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Nú verður þú að hrökkva eða
stökkva því ekkert annað getur þokað málum
þínum áfram. Ef þú segir já við of mörgum nýj-
um kvöðum á það bara eftir að íþyngja þér.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það bætir og kætir að grípa til ný-
stárlegra vinnuaðferða, þótt einhvern tíma taki
að komast upp á lagið með þær. Gleymdu
samt ekki hvaða áhrif þínar gjörðir hafa á aðra.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Dropinn holar bergið svo þú skalt ekki
gefast upp á að berjast fyrir málstað þínum.
Vissulega er vinnan mikils virði, en meiru
skiptir þó góð heilsa og heilbrigt hugarfar.
Helgi R. Einarsson lét þrjárlimrur fylgja lausninni á gát-
unni á laugardag. Fyrst er N 1:
N úr stónni rís 1
efnilegur sveinn.
Nú hann skal hengja
við hneyksli tengja.
Ekki neitt má neinn!
Síðan er „endaslepp limra“:
„Þórhildur, það get ég svarið
þjófarnir tóku af skarið.“
Henni um varð og ó,
eldurinn dó
og því lítið í limruna varið.
Og svo „Þver“:
Ragnhildur reglurnar brýtur
og reiðist ef um þær hnýtur.
Því er nú ver,
er væflast um hér
til vinstri og hægri ei lítur.
Anton Helgi Jónsson yrkir á
Boðnarmiði:
Það blæs nú af ruddaskap rokið
svo reyndar er mér öllum lokið;
hér skelf ég sem strá
og skiljanlegt þá
að skuli í mig geta fokið.
Símon Dalaskáld orti um Grím
Thomsen:
Grímur klingir gæðaþurr
góma bjöllu sinni,
er á þingi ónýtur,
Álftnesinga meinvættur.
En gerði síðan bragarbót:
Grímur klingir góðsamur
góma bjöllu sinni,
er á þingi ágætur
Íslendinga bjargvættur.
Ármanni Þorgrímssyni nægir
ekki að líta til sveitarstjórna held-
ur vill líka skoða aldur þing-
manna:
Eigin götur ganga í hring
gömlum dögum hrósa
eftir sextugt inn á þing
engan skyldi kjósa.
Hjálmar Freysteinsson orti að
loknum landsfundi Sjálfstæðis-
manna:
Af rússneskri kosningu valdsvið þitt
vex;
vita það heimsbyggðin skal öll.
Af hundraði Pútín fékk sjötíu og sex,
sem þætti lélegt í Valhöll.
Guðmundur Arnfinnsson leikur
listir sínar á Boðnarmiði:
Reyksala-Gísli í kollinum klár
kveikir í rettunni glaður
laus við allt nöldur og leiðindafár
og lamandi þraskvenna blaður.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Þrjár limrur og einni betur
Í klípu
„ÉG HÉLT AÐ ÞAÐ VÆRI EKKI HÆGT
AÐ VERA OF GRANNUR – EN ÞÁ SÁ ÉG
HAGNAÐARHLUTFALLIÐ ÞITT.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÉG TÓK UPP ANDARDRÁTT KATTARINS.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að fara út í búðir
bara til þess að vera
með henni.
EKKI SNERTA
ÞESSA SKÍFU!
ÓKEI,
ÉG LOFA
OG HVAÐ ER
SKÍFA?
HVAÐA FÓLK ERUM VIÐ
AÐ RÁÐAST Á?
ÞAÐ ER MJÖG
LÍKT OKKUR!
GOTT! ÞÁ VITUM VIÐ AÐ MINNSTA
KOSTI AÐ ÞAÐ ER EKKI GOTT
FÓLK!
LÁNADEILD
Víkverji er í tómum vandræðummeð sambýlinga sína, eiginkonu
og dóttur, í þeim skilningi að þær
þekkja ómögulega muninn á fata-
hengi og matarborði. Hversu oft
hefur Víkverji ekki komið glorsolt-
inn að borðinu og þurft að byrja á
því að ryðja yfirhöfnum af öllum
stærðum og gerðum í burtu? Vík-
verji hefur reglulega orð á þessu en
allt kemur fyrir ekki. „Æ, ég veit
það,“ ljúka mæðgurnar sundur ein-
um munni en svo gerist ekki neitt.
Næst þegar sultur sverfur að Vík-
verja svignar matarborðið undan yf-
irhöfnum. Líklega er fullreynt með
þetta og Víkverji verður bara að láta
það yfir sig ganga. Til allrar ham-
ingju búa mæðgurnar að allmörgum
kostum sem vega upp á móti þess-
um galla.
x x x
Víkverji tengir Óttar Proppé, fyrr-verandi heilbrigðisráðherra,
einkum og sér í lagi við miðborg
Reykjavíkur og kættist því óskap-
lega þegar hann kom auga á kapp-
ann undir stýri á hringtorgi í Mos-
fellsbæ á dögunum. Ráðherrann
fyrrverandi var óvenju einbeittur að
sjá; sat á stólbrúninni í bílnum, ein
augu. Af því tilefni hafði ferðafélagi
Víkverja á orði að þetta þyrfti ekki
að koma á óvart; Óttarr hefði líklega
aldrei komið svona langt út á land.
x x x
Það er örugglega tómt kjaftæði enÓttarr er bara svo miðborgar-
legur að Víkverji getur ekki á sér
setið að láta þessa sögu flakka.
x x x
Víkverji gladdist fyrir hönd Ótt-ars, að hann skyldi sjálfur aka
bílnum, enda kom fram í viðtali
skömmu eftir að hann lét af ráð-
herraembætti að Óttari hefði þótt
óþægilegt að vera með einkabíl-
stjóra. Það sést raunar langar leiðir
á Óttari að hann er ekki maður sem
vill láta hafa fyrir sér.
x x x
Eigi að síður má velta fyrir sér, íljósi svipsins á Óttari þarna á
hringtorginu, hvort einkabílstjórinn
hefði ekki komið að gagni í þessari
svaðilför út á land. vikverji@mbl.is
Víkverji
Hversu dýrmæt er miskunn þín, ó
Guð, mannanna börn leita hælis í
skugga vængja þinna.
(Sálm.: 36.8)