Morgunblaðið - 03.04.2018, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2018
Raðauglýsingar
Fundir/Mannfagnaðir
ses.xd.is
Samtök eldri
sjálfstæðismanna, SES
Hádegisfundur SES
Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hvera-
gerðis verður gestur á hádegisfundi SES á
morgun, miðvikudaginn 4. apríl kl. 12:00, í
Valhöll Háaleitisbraut 1.
Húsið verður opnað
kl. 11:30.
Boðið verður upp
á súpu gegn vægu gjaldi,
900 krónur.
Allir velkomnir.
Stjórnin.
Tilkynningar
AXA WORLD FUNDS
(« AXA WF »)
Société d’Investissement à Capital Variable
Siège social : 49, Avenue J-F Kennedy, L-1855 Luxembourg
R.C.S. Luxembourg B 63 116
We are pleased to invite you to attend the
ANNUAL GENERAL MEETING OF SHAREHOLDERS
of AXA World Funds, to be held at 49, Avenue J-F Kennedy, L-1855 Luxembourg
on April 26th, 2018 at 11:00 a.m., with the following agenda :
1. Review and Approval of the report of the Board of Directors and of the Auditor
(réviseur d’entreprises agréé);
2. Review and Approval of the Annual Accounts as of December 31st, 2017;
3. Review and Approval of the allocation of the results;
4. Discharge to the Directors for the financial year ended December 31st, 2017;
5. Statutory appointments;
6. Miscellaneous.
Shareholders wishing to participate at the meeting should confirm their attendance
no later than April 24th, 2018 by registered mail to the Company at the
following address:
State Street Bank Luxembourg S.C.A.
49, Avenue J-F Kennedy
L-1855 Luxembourg
For the attention of Mrs Zakia Aouinti
The majority at this Ordinary General Meeting will be determined according to the
shares issued by the Company and outstanding at midnight (Luxembourg time) on the
fifth calendar day prior to the general meeting (the "Record Date": April 20th, 2018).
The rights of a shareholder to attend and vote at the Ordinary General Meeting
are determined in accordance with the shares held by such shareholder at the
Record Date.
No quorum is required and decisions will be taken by the majority votes of the
shareholders present or represented.
The Annual Report of the Sicav for the financial year ended December 31st, 2017
can be obtained 8 days before the Ordinary General Meeting, on request at the
registered office of the Sicav or can be downloaded from the following website
www.axa-im.com.
The Board of Directors
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og jóga með Hildi kl. 9:30 í
hreyfisalnum, er það stólajóga og teknar þar góðar teygjur. Göngu-
hópurinn fer af stað kl. 10:15 og Vatnsleikfimi í Vesturbæjarlaug kl.
10:50. Tálgað í tré hópurinn mætir kl. 13 í hús og postulínsmálun er kl.
13 í hreyfisalnum. Línudansinn er hjá okkur kl. 13:30 í matsalnum og
kostar tíminn 500 kr. Hlökkum til að sjá ykkur.
Árskógar Leikfimi með Maríu kl. 9. Smíðar, útskurður, pappamódel
með leiðb. kl. 9-16. Bónusbíllinn, fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.30.
Handavinna með leib. kl. 12.30-16. Kóræfing, Kátir karlar kl. 13. MS-
fræðslu- og félagsstarf kl. 14-16. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl.
11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni, Allir velkomnir.
S. 535-2700.
Áskirkja Spilum kl. 20 í neðra safnaðarheimili kirkjunnar. Allir vel-
komnir. Safnaðarfélag Áskirkju
Boðinn Boccia kl. 10.30. Bridge og Kanasta kl. 13.00.
Furugerði 1 Fjöliðja með leiðbeinanda opin frá 10-16. Upplestur
framhaldssögu á 9. hæð kl. 10. Sitjandi leikfimi og öndunaræfingar kl.
11. Ganga með virkniþjálfa kl. 13. Boccia kl. 14.
Gjábakki Kl. 9.00 Handavinna, kl. 10.00 stólaleikfimi, kl. 13.00 handa-
vinna, kl. 13.00 hreyfi- og jafnvægisæfingar, kl. 13.30 alkort, kl. 14.00
hreyfi- og jafnvægisæfingar, kl. 16.00 dans.
Grafarvogskirkja Opið hús fyrir eldri borgara í kirkjunni kl. 13:00 -
15:30. Í upphafi er söngstund í kirkjunni með Hilmari Erni og gestur
dagsins er sr. Grétar Halldór Gunnarsson. Þá er í boði handavinna,
spil og spjall fyrir þau sem vilja. Samverunni lýkur með kaffiveiting-
um kl. 15:00.
Grensáskirkja Kyrrðarstund kl. 12
Gullsmári Myndlist kl 9.00. Boccia kl. 9.30. Ganga kl. 10.00. Málm/
Silfursmíði / Tréskurður /Kanasta kl. 13.00. Leshópurinn í kvöld kl.
20.00 Allir velkomnir. Enginn aðgangseyrir
Hvassaleiti 56 - 58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og
spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, morgunleikfimi kl.
9.45, hádegismatur kl. 11.30. Spilað bridge kl. 13, eftirmiðdagskaffi kl.
14.30. Fótaaðgerðir 588-2320, hársnyrting 517-3005.
Hæðargarður 31 Opnað kl. 8.50. Við hringborðið kl. 8.50, frítt kaffi.
Thai Chi kl. 9-10, myndl.námskeið kl. 9-12, leikf. kl. 10-10.45, hádegis-
matur kl. 11 (panta þarf fyrir kl. 9 samd.), Spekingar og spaugarar kl.
12.45-11.45, listasm. opin frá kl. 12.30, Kríur myndl.hópur kl. 13, bridge
kl. 13-16, leiðb. á tölvu kl. 13.10, enskunámsk. kl.13-14.30, kaffi kl.
14.30, enskunamsk.kl.13-14.30. Uppl. í s. 411 2790.
Korpúlfar Sundleikfimi 7:30 og 14:10 í dag. Listmálun kl. 9 í Borgum.
Leikfimishópur Korpúlfa kl. 11 í Egilshöll í dag, allir velkomnir. Boccia
kl. 10 og 16 í Borgum í dag. Helgistund kl. 10:30 í dag í Borgum.
Heimanámskennsla kl. 16:30 í Borgum.
Selið, Sléttuvegi 11-13 Selið er opið frá kl. 10-16 og upp úr 10 er
boðið upp á kaffi þar sem fólk kemur saman í spjall og kíkir í blöðin.
Hádegisverður er kl. 11.30-12.15 og kaffi og meðlæti er selt á vægu
verði kl. 14.30-14.55. Bónusbíll kl. 14.40 og bókabíll kl.13.15. Allir eru
hjartanlega velkomnir í Selið. Nánari upplýsingar hjá Maríu Helenu í
síma 568-2586.
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 07.15. Kaffispjall í
króknum kl. 10.30. Pútt í Risinu kl. 10.30. Kvennaleikfimi í Hreyfilandi
kl. 12.00. Bridge í Eiðismýri 30, kl. 13.30. Lomber á Skólabraut kl.
13.30. Karlakaffi í safnaðarheimili kirkjunnar kl. 14.00. Ath. nk. fimmtu-
dag 5. apríl verður félagsvistí salnum á Skólabraut kl. 13.30.
Vesturgata 7 Glerskurður ( Tifffanýs) kl. 13:00-16:00. Vigdís Hansen.
EDDA 6018040319 I
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
Ýmislegt
ÚTSALA Á HERRASKÓM!
Við erum að hætta með útiskó!
JOMOS þýskir gæða leður skór!
Stærðir 39-47
Kr. 8.990,-
ALLT Á AÐ SELJAST
Laugavegi 178, sími 551 2070.
Opið mán. - fös. kl. 10–18,
Laugardaga kl. 10 - 14
Jessenius Faculty of Medicine
Martin, Slóvakíu
Inntökupróf verða haldin í læknis-
fræði í Reykjavík 25. apríl og
1. júní. Á Akureyri 26 apríl.
Margir íslendingar stunda nám við
skólann.
Uppl. fs. 8201071
kaldasel@islandia.is
Bátar
Flatahrauni 25 - Hafnarfirði
Sími 564 0400
www.bilaraf.is
Mikið úrval í bæði
12V og 24V.
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Stofnað 1986 • Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Ökukennsla
Vönduð, vel búin kennslubifreið
Subaru XV 4WD .
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 696 0042,
Húsviðhald
Hreinsa
þakrennur, laga
ryð á þökum
og tek að mér ýmis
smærri verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Félagsstarf eldri borgara
Félagslíf
Ég heyri fyrir eyrum mínum óma,
svo ömurlegrar dánarklukku hljóma.
Ó, hvílík eru orðin, sem hún flytur.
Ég aldrei fyrri heyrði nein svo bitur.
Þetta er fyrsta erindið úr erfi-
ljóði, sem afi okkar Önnu, Hjalti
Jónsson, orti við andlátsfregn
systur sinnar fyrir 110 árum.
Þetta ljóð kom í hugann við and-
látsfregn Önnu. Síðustu sam-
skipti okkar voru vegna ljóðabók-
ar afa, en Anna hafði áhuga á að
koma verkum hans á framfæri.
Kynni okkar Önnu hófust þeg-
ar á barnsaldri þegar við Guð-
björg systir urðum þeirrar gæfu
aðnjótandi að vera sendar í sveit
að Hólum til afa og ömmu. Þær
Seljavallasystur voru þar tíðir
gestir og stofnuðum við fjórar,
ásamt Margréti frænku okkar,
stúlknafélagið Blómið. Mikið
leynifélag, sem átti sinn fundar-
stað í reiðfæraskúrnum í Hólum.
Eitt sumarið undirbjuggum við
og æfðum leikrit í stóra hesthús-
inu. Afi var okkur innan handar
og höfðum við góð orð um að
ganga frá eftir okkur, en efndirn-
ar frekar litlar, en það er önnur
saga.
Anna kom til Vestmannaeyja
til að fara í landspróf, en slíkt var
þá ekki í boði á heimaslóð. Dvaldi
hún hjá foreldrum mínum og fór-
um við saman í landsprófsnámið.
Sá vetur er afar skemmtilegur í
minningunni. Anna var glaðvær
og skemmtilegur félagi. Frásagn-
argleðin og minnið afbragðsgott.
Oft endursagði hún, við hádegis-
verðarborðið, atburðarásina úr
heilu kennslustundunum. Námið
gekk ekki alveg eins vel þar eð
hún kom illa undirbúin úr Nesja-
skóla og þurfti að læra ný vinnu-
brögð í námi. Hún var því þrjá
vetur hjá okkur í Eyjum og lauk
þar prófi frá Gagnfræðaskólan-
um. Því miður vorum við ekki
samtíða nema þennan eina vetur
þar eð ég hélt úr heimabyggð til
náms, en alltaf var jafn gaman
þegar við hittumst.
Anna valdi sér starfsvettvang
leikskólakennarans framan af
ævi. Henni fórst það vel úr hendi
enda afbragðs uppalandi, eins og
synir hennar allir bera með sér.
Seinna gerðist hún ferðaþjón-
ustubóndi ásamt Ara eiginmanni
sínum og í framhaldi af því ráku
þau hjón sambýli fyrir geðfatlaða
á Hólabrekku. Í því starfi voru
þau bæði á heimavelli og var
Önnu óljúft að þurfa að hætta
þeim rekstri eftir að heilsan
leyfði það ekki lengur.
Við Binni vottum Ara og fjöl-
skyldunni allri okkar dýpstu sam-
úð og kveðjum Önnu með loka-
erindinu út erfiljóði afa.
Og alltaf skal ég elska minning þína
og aldrei henni í lífsins glaumi týna,
því fegri perlu eignast hefi ég eigi.
Hún er og verður ljós á mínum vegi.
Anna Lilja og
Brynjólfur (Binni).
Þegar ég kynntist Önnu og
Ara þá ráku þau sambýlið á Hóla-
brekku fyrir geðfatlaða einstak-
linga. Ég man svo vel þegar ég
kom þangað fyrst og hvað mér
þótti aðdáunarvert að fylgjast
með Önnu, af allri sinni ósér-
hlífni, leggja líf sitt og sál í að
annast eins veika einstaklinga og
raun bar vitni, nótt sem dag allan
ársins hring. Það var ekki annað
að sjá en að Anna hefði mikla
ástríðu fyrir þessu starfi sem hún
sinnti svo vel. Íbúar sambýlisins
voru Önnu afar kærir og gagn-
kvæm virðing ríkti á milli hennar
og íbúanna. Hún hafði einstaka
hæfileika í samskiptum við þá, á
meðan hún setti þeim reglur vafði
hún þá umhyggju og velvild og
bar hag þeirra sannarlega fyrir
brjósti.
Eftir að sambýlið lagðist niður
þá gafst okkur Óla það ómetan-
lega tækifæri að byggja hótel á
Hólabrekku, jörðinni þeirra
Önnu og Ara. Eins sárt og Önnu
þótti að leggja niður sambýlið þá
var hún spennt fyrir þessu nýja
verkefni okkar. Sumarið 2017
verður líklega lengi í minnum
okkar haft þar sem reksturinn fór
af stað með látum. Anna vildi ólm
aðstoða okkur og hafa hlutverk
innan hótelsins enda var það ekki
hennar stíll að sitja auðum hönd-
um. Fyrr en varði stóð Anna
uppáklædd við hálfklárað mót-
tökuborðið með stílabók og
blýant og merkti við þá gesti sem
mættir voru þann daginn. Um
leið og hún bauð gestina vel-
komna auglýsti hún lambakjötið
á matseðlinum eins og henni einni
var lagið. Fyrir þessar góðu
minningar er ég svo þakklát.
Anna barðist hetjulega við ill-
vígan sjúkdóm sem því miður
hafði betur að lokum. Hún lét þó
veikindin aldrei stöðva sig og
hennar seinustu dagar lýsa þess-
ari kraftmiklu baráttukonu svo
vel. Hún ætlaði sér að sigrast á
sjúkdómnum og það var aldrei
inni í myndinni að gefast upp.
Hún ætlaði sér að halda áfram
með okkur í hótelrekstrinum,
baka flatkökur og kleinur, fram-
leiða kartöflukonfektið og svo
mætti lengi telja.
Elsku Anna mín, við syrgjum
þig og söknum þín sárt og Hóla-
brekka er heldur tómleg án þín.
Það er þó huggun harmi gegn að
þú sért nú laus undan þjáningum
sjúkdómsins og ég er þess fullviss
um að þú finnir þér ný og krefj-
andi verkefni á nýjum stað.
Megir þú hvíla í friði.
Þorbjörg Inga
Þorsteinsdóttir.
Dökkur skuggi á daginn fellur
dimmir yfir landsbyggðina.
Köldum hljómi klukkan gellur,
kveðjustund er milli vina.
Fallinn dómur æðri anda.
aðstandendur setur hljóða.
Kunningjarnir klökkir standa,
komið skarð í hópinn góða.
(HA)
Elsku Anna.
Okkur setur hljóð og sannar-
lega er enn höggvið skarð í söng-
og vinahópinn, en hugur okkar og
bænir hafa verið hjá þér í þinni
hörðu baráttu og minningar leita
á hugann.
Þú varst okkar söngsystir í
gleði jafnt sem sorg, þar sem oft
reynir á að standa saman í erf-
iðum athöfnum, eins og við söng-
félagar þínir stöndum nú frammi
fyrir, vonuðum svo innilega og
báðum, að þessi stund væri fjarri.
Við minnumst kórferðanna,
innanlands jafnt sem erlendis
sem margar hverjar verða lengi í
minnum hafðar, þinn dillandi og
innilegi hlátur sem smitaði alla í
kringum þig.
Nú síðast, í haust þegar við
skunduðum til Ítalíu, eljusemin
og dugnaðurinn ykkar hjóna,
enginn fyrirsláttur þó þú værir í
hjólastól og leiðin væri ekki alltaf
auðfarin. Ekkert vol eða væl,
aldrei sló Ari slöku við og vaxt-
arræktin tekin á þetta, að hans
mati, og mikið hlegið að öllu sam-
an.
Minnumst góðra stunda í fjár-
öflun kórsins, tónleikum, kaffi- og
kökusölu, tombólu o.fl., alltaf
varst þú mætt með fólkið þitt,
skjólstæðingana ykkar hjóna
sem þú komst með á hvern þann
atburð sem í boði var, svo eftir
var tekið, fyrir eljusemi þína og
umhyggju fyrir þeim og eiga þau
nú ekki síst um sárt að binda.
En nú er komið að leiðarlokum
um sinn og erum við enn einu
sinni minnt á, að vegir Guðs eru
órannsakanlegir og erfitt að
skilja.
Þökkum þér allar samveru-
stundir með aðdáun hve vilji þinn
var sterkur og ætlaðir þér að
standa við þitt, en máltækið „stóð
meðan stætt var“ á svo sannar-
lega við um þig.
Biðjum Guð að styrkja og
styðja fjölskylduna þína, Ara,
synina og fjölskyldur þeirra, svo
og systkini og aðra aðstandend-
ur, með innilegri samúð.
Fyrir hönd Samkórs Horna-
fjarðar,
Ingibjörg Ævarr.