Morgunblaðið - 03.04.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2018
Gildi–lífeyrissjóður
Ársfundur 2018
Dagskrá fundarins
Venjuleg ársfundarstörf.
Tillögur til breytinga á samþykktum.
Önnur mál, löglega upp borin.
Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á ársfundinum með málfrelsi og tillögurétti.
Sérstakt fulltrúaráð, að jöfnu skipað fulltrúum stéttarfélaga og samtaka
atvinnurekenda sem að sjóðnum standa, fer með atkvæði á ársfundinum.
Tillögur til ályktunar sem taka á fyrir á ársfundi þurfa að berast stjórn sjóðsins
eigi síðar en viku fyrir ársfund.
Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs.
1.
2.
3.
Grand hótel Reykjavík, fimmtudaginn 12. apríl kl. 17.00
www.gildi.is
Skömmu fyrir páska sýndu þing-menn Viðreisnar af sér óvenju-
legan tvískinnung í meðferð málsins
um kosningarétt 16 og 17 ára barna
sem ekki fékkst af-
greitt. Ákveðnir
þingmenn annarra
flokka, meðal annars
Bergþór Ólason,
Miðflokki, fóru
ágætlega yfir þetta
og bentu á hvernig
þingmenn Við-
reisnar höfðu stutt
tillögu um vantraust
á ráðherra, meðal
annars með því að
vísa í álit embættis-
manna, en vildu í
þessu máli ekkert
með álit sömu emb-
ættismanna gera.
Bergþór benti á að tækifæris-mennska einkenndi meðferð
kosningaréttarmálsins og sagði svo:
„Það eru ekki nema nokkrir dagar
síðan menn stóðu hér útþandir af
réttlætiskennd og gerðu kröfu um að
dómsmálaráðherra segði af sér,
lýstu yfir vantrausti á hana, vegna
þess að hún hafði ekki hlustað á sér-
fræðinga í dómsmálaráðuneytinu.
Og hvað gerist núna? Það koma sér-
fræðingar úr þessu sama dóms-
málaráðuneyti, vara við því hvernig
haldið er á þessu máli, og þá bara allt
í einu skiptir það ekki nokkru máli.“
En það var ekki bara að þing-menn Viðreisnar gæfu allt í
einu ekkert fyrir álit embættis-
manna dómsmálaráðuneytisins. Í
umræðuþætti dylgjaði Jón Steindór
Valdimarsson um það að varnaðar-
orð í umsögn dómsmálaráðuneyt-
isins vegna kosningaréttarmálsins
mætti rekja til þess að refsa ætti
flutningsmanni frumvarpsins.
Síðan er liðin meira en vika og ennhefur enginn vandlætarinn
fundið að þessu, hvað þá að þing-
maðurinn hafi beðist afsökunar.
Bergþór Ólason
Dylgjur og
tvískinnungur
STAKSTEINAR
Jón Steindór
Valdimarsson
Veður víða um heim 2.4., kl. 18.00
Reykjavík 1 slydda
Bolungarvík 1 léttskýjað
Akureyri -2 léttskýjað
Nuuk 6 léttskýjað
Þórshöfn 0 heiðskírt
Ósló 4 heiðskírt
Kaupmannahöfn 4 heiðskírt
Stokkhólmur 3 heiðskírt
Helsinki -1 snjókoma
Lúxemborg 12 heiðskírt
Brussel 13 rigning
Dublin 7 rigning
Glasgow 2 skúrir
London 9 súld
París 14 skúrir
Amsterdam 11 heiðskírt
Hamborg 8 skýjað
Berlín 9 skýjað
Vín 13 heiðskírt
Moskva 3 rigning
Algarve 17 léttskýjað
Madríd 18 léttskýjað
Barcelona 15 léttskýjað
Mallorca 21 heiðskírt
Róm 14 heiðskírt
Aþena 16 léttskýjað
Winnipeg -14 heiðskírt
Montreal 0 léttskýjað
New York 1 þoka
Chicago 1 heiðskírt
Orlando 27 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
3. apríl Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 6:38 20:25
ÍSAFJÖRÐUR 6:38 20:35
SIGLUFJÖRÐUR 6:21 20:18
DJÚPIVOGUR 6:07 19:55
Gleðin réð ríkjum á skákhátíð
Hróksins í Ittoqqortoormiit við Sco-
resby-sund, afskekktasta bæ Græn-
lands. Þetta er tólfta árið í röð sem
Hrókurinn slær upp páskahátíð í
bænum og er skákkunnátta hvergi
almennari á Grænlandi.
Ittoqqortoormiit, sem merkir
„þorp hinna stóru húsa“, hefur verið
í fréttum að undanförnu vegna tíðra
heimsókna hvítabjarna. Hafa alls 19
hvítabirnir verið felldir í bænum eða
nágrenni hans síðan í janúar sl.
Birnirnir stöðvuðu þó ekki þrjá
liðsmenn Hróksins sem á þriðjudag
flugu frá Akureyri til Nerlerit Inaat.
Þaðan fóru þeir með þyrlu og vél-
sleða til bæjarins þar sem íbúar eru
á fimmta hundrað. Leiðangursmenn
eru Róbert Lagerman, Joey Chan
og Máni Hrafnsson, en þeir sáu
einnig um hátíðarhöld í fyrra.
Á miðvikudag heimsóttu Hróks-
liðar leikskólann og elliheimilið, með
páskaegg, prjónaföt og annan glaðn-
ing. Á fimmtudag tefldi Róbert Lag-
erman fjöltefli í íþróttahúsi bæj-
arins, sem breytt hefur verið í
skákhöll. Róbert mætti harðsnúinni
sveit næstum 50 heimamanna og
mátti hafa sig allan við. Það er til
marks um kappsemina að þónokkrir
höfnuðu jafnteflisboði meistarans,
og tefldu til þrautar. Að lokum var
það aðeins hin unga og efnilega Jo-
kiba Napatoq sem gerði jafntefli við
Róbert. Er þetta önnur ferð Hróks-
liða til Grænlands á þessu ári, en nú
eru liðin 15 ár síðan skáklandnámið
á Grænlandi hófst.
Mikil gleði á Hrókshátíðinni
Skákhátíð haldin í afskekktasta bæ Grænlands Þekktur fyrir hvítabirni
Ljósmynd/Hrókurinn
Skák Mótherjar Róberts í fjölteflinu voru glaðbeittir og áhugasamir.
„Við fengum mjög sterk viðbrögð og
sést það vel á fjölda umsókna,“ segir
Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi
Isavia, og vísar í máli sínu til þess að
í desember síðastliðnum auglýsti
Isavia eftir fólki til sumarafleysinga.
Var alls auglýst eftir fólki í átta
mismunandi deildir og bárust 1.156
umsóknir um þau störf. „Það er gert
ráð fyrir að ráða um 300 starfsmenn.
Einnig hafa verið auglýst 20 fram-
tíðarstörf og það bárust alls 528 um-
sóknir í þau. En við gerum ráð fyrir
að ráða um 60 starfsmenn,“ segir
Guðjón og bendir á að Fríhöfnin í
Flugstöð Leifs Eiríkssonar, sem er
dótturfyrirtæki Isavia, auglýsti
einnig eftir fólki í sumarstörf. Segir
hann um 130 manns verða ráðna til
starfa þar. „Við erum að ráða svip-
aðan fjölda og á seinasta ári, en höf-
um verið að bæta við fleirum í fram-
tíðarstörf. Isavia mun halda áfram
mikilli uppbyggingu í Keflavík.“
Yfir 1.000
umsóknir
Mikill áhugi á sum-
arstarfi hjá Isavia