Morgunblaðið - 03.04.2018, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2018
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Kjaraviðræður Ljósmæðrafélags Ís-
lands við íslenska ríkið munu halda
áfram í húsakynnum ríkissátta-
semjara klukkan 13 í dag. Líkt og áð-
ur hefur komið fram hefur hvorki
gengið né rekið í rúmlega sex mán-
aða kjaraviðræðum milli aðila.
Áslaug Íris Valsdóttir, formaður
Ljósmæðrafélags Íslands, kveðst
ekki bjartsýn á að samningar náist á
næstunni. „Ég á ekki von á því að við
náum sáttum í dag. Það er enn of
langt á milli aðila að mínu mati til
þess að samningar náist [á morg-
un],“ segir Áslaug og bætir við að
samningsvilji íslenska ríkisins hafi
verið af skornum skammti hingað til.
„Þeir eru auðvitað að reyna að halda
sig innan ákveðins ramma, en að
okkar mati hefur ekki verið nægi-
lega mikill samningsvilji af þeirra
hálfu,“ segir Áslaug.
12.000 meðlimir stuðningssíðu
Á föstudagskvöld var Facebook-
síðan „Mæður & feður standa með
ljósmæðrum“ stofnuð, en markmið
síðunnar var að fá fólk til að lýsa yfir
stuðningi við kjarabarráttu ljós-
mæðra. Viðbrögðin hafa ekki látið á
sér standa, en á þremur dögum hafa
rílega 12.000 Íslendingar gerst með-
limir síðunnar. Aðspurð segir Áslaug
Íris ánægjulegt að sjá þann mikla
stuðning sem ljósmæður fá í kjara-
baráttunni. „Þetta er virkilega gam-
an að sjá. Þetta sýnir að fólk kann að
meta það starf sem við vinnum,“ seg-
ir Áslaug.
Andrea Eyland Björgvinsdóttir,
ein stofnenda síðunnar, segist ekki
hafa átt von á viðlíka viðbrögðum.
Þessi mikli stuðningur sýni þó
hversu margir láta málefni ljós-
mæðra sig varða. „Ég ákvað að
stofna þessa síðu á föstudaginn
langa til að fá sem flesta til að sýna
ljósmæðrum stuðning. Ég hef sjálf
nýtt mér þjónustu ljósmæðra og veit
hversu frábært starf þær eru að
vinna,“ segir Andrea Eyland og bæt-
ir við að hluti meðlima hópsins ætli
að mæta fyrir utan hús ríkissátta-
semjara á morgun. „Ég vona að sem
flestir í hópnum mæti [í dag] fyrir ut-
an húsakynni ríkissáttasemjara í
Borgartúni og sýni ljósmæðrum
stuðning,“ segir Andrea Eyland.
Þúsundir segjast styðja
ljósmæður í kjaradeilu
Fundað verður í deilu Ljósmæðrafélags Íslands við ríkið í dag
Hópfundur boðaður á yfir 12.000 manna stuðningssíðu
Morgunblaðið/Eggert
Mótmæli Frá mótmælum ljósmæðra við húsakynni ríkissáttasemjara.
„Það var tengibox á vegum Símans og Verifone sem gaf
sig og olli því að ekki var hægt að dæla á sjálfsaf-
greiðslustöðvum okkar,“ segir Jón Árni Ólafsson, for-
stöðumaður einstaklingssölu hjá Olís, við Morgunblaðið,
en talið er að bensíndælur Olís hafi legið niðri í allt að
tvær klukkustundir á páskadag. Jón Árni segir að fyrir-
tækið bíði þess að fá nákvæmari útskýringar á biluninni.
„Ég á von á því að við fáum nákvæmari skýrslu frá Sím-
anum og Verifone [í dag]. Þá vitum við betur hvað gerð-
ist,“ segir Jón Árni.
Spurður hvort bilunin hafi valdið fyrirtækinu miklu
tekjutapi segir Jón Árni svo ekki vera. „Þetta er frekar
rólegur dagur hjá okkur í sölu. Svo var auðvitað hægt að dæla á stöðvum
okkar þar sem afgreiðslufólk stóð vaktina þannig að ég geri ekki ráð fyrir
að tekjutapið hafi verið mjög mikið,“ segir Jón Árni.
Ekki hægt að kaupa bensín á páskadag
Bilun Dælurnar
stöðvuðust.
Borgarbúar vöknuðu við misjöfn
veðurskilyrði að morgni annars
dags páska í gær. Það fyrsta sem
íbúar í vesturhluta borgarinnar sáu
þegar þeir drógu frá í gærmorgun
var alhvít jörð, en það sama var
ekki uppi á teningnum í efri byggð-
um, svo sem í Breiðholti, eins og
sést á myndunum sem ljósmyndari
Morgunblaðsins tók.
„Það lá úrkomuband hérna yfir
og það var mjög misskipt hvar snjó-
aði,“ segir Helga Ívarsdóttir, veð-
urfræðingur hjá Veðurstofu Íslands
í samtali við Morgunblaðið. „Það
snjóaði vel hérna þar sem Veður-
stofan er og mældist 9 cm snjódýpt
klukkan 9 um morguninn.“
Hún segir ekki óalgengt að veður
sé svo breytilegt, en það gerist þeg-
ar veðurkerfin séu lítil. Von er á
norð- og norðaustlægum áttum
næstu daga og snjókomu, éljagangi,
hvassviðri og kulda á Norður- og
Austurlandi. Sunnan til verður
mest þurrt og svalt í veðri.
Breytilegt
veður í höf-
uðborginni
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hvítt Talsvert snjóaði og jörð var hvít þegar þetta fólk fékk sér morgungöngu við Tjörnina í miðborg Reykjavíkur.
Autt Í Breiðholti var ekki að sjá að vetur konungur hefði litið inn að morgni annars í páskum.Kalt Íbúar í Hlíðunum vöknuðu við hvíta jörð í gærmorgun. Það gerðu þessar prúðu gæsir líka.