Morgunblaðið - 03.04.2018, Side 17

Morgunblaðið - 03.04.2018, Side 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2018 Dvergshöfða 2, 110 Reykjavík bilanaust@bilanaust.is Sími: 535 9000 | bilanaust.is Gæði, reynsla og gott verð Vottaðir hágæða VARAHLUTIR í flestar gerðir bifreiða Siðan 1962 Bílanaust er einnig í Kópavogi – Hafnarfirði – Keflavík – Selfossi – Akureyri – Egilsstöðum Þorgerður Anna Gunnarsdóttir thorgerdur@mbl.is Yfirvöld í Kína hafa ákveðið að leggja tolla á mikið magn innflutts varnings frá Bandaríkjunum. Ákvörðunin var tekin í kjölfar þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað að leggja tolla á innflutt stál og ál til landsins. Yfirvöld í Peking segja aðgerðirnar til þess gerðar að vernda hagmuni Kína og vega á móti því tapi sem hlýst af nýtil- komnum tollum Bandaríkjamanna. Tollar kínverskra yfirvalda, sem tóku gildi í gær, ná til 128 innflutn- ingsvara frá Bandaríkjunum og nema þeir allt að 25 prósentustig- um. Tollarnir munu hafa áhrif á innflutning að andvirði þriggja milljarða bandaríkjadala á ári, eða rúmlega 300 milljarða íslenskra króna. Meðal þeirra innflutnings- vara sem tollahækkanirnar ná til eru ýmsir ferskir og þurrkaðir ávextir, hnetur, ginseng og vín, sem hækka um 15%, og frosið svínakjöt og endurunnið ál, sem hækkar um 25%. Samkvæmt breska ríkisút- varpinu, BBC, þykir ekki ólíklegt að Kínverjar tilkynni enn frekari hækkanir á næstunni. Tollastríð af hinu góða Viðskiptaráðherra Kína, Zhong Shan, hafði áður lýst því yfir að tollastríð þeirra við Bandaríkin myndi aðeins leiða til hörmunga fyrir alþjóðahagkerfið og að Kína myndi ekki eiga frumkvæði að inn- flutningshöftum. Þó myndu þeir ekki sitja hjá ef vegið væri að hag- kerfi þeirra. Trump hafði hins veg- ar lýst því yfir að tollastríð væru af hinu góða og að auðvelt væri fyrir Bandaríkin að vinna slík stríð. Innflutningstollar Bandaríkjanna á stál og ál voru settir á með það að markmiði að vernda bandaríska stál- og áliðnaðinn gegn samkeppni, en mörgum sýnist tollunum sér- staklega beint að Kína þó að aðeins brot af heildarinnflutningi stáls og áls komi þaðan. Stofna heims- hagkerfinu í hættu Bandarísk stjórnvöld hafa jafn- framt tilkynnt um möguleika á enn frekari viðskiptaþvingunum gegn Kína sem eiga að hafa áhrif á inn- flutning fyrir tugmilljarða Banda- ríkjadala. Trump tilkynnti að gripið yrði til refsiaðgerða gegn Kínverj- um vegna meints stuldar þeirra á hugverkaréttindum bandarískra fyrirtækja. Framkvæmdastjóri Alþjóðavið- skiptastofnunarinnar, Roberto Aze- vedo, hefur varað við því að toll- múrar stofni heimshagkerfinu í hættu og kallað eftir yfirveguðum og brýnum samræðum. Hlutabréfa- vísitölur hafa lækkað víða í Asíu nú þegar tollastríð á milli viðskipta- ríkjanna tveggja virðist óumflýjan- legt. Yfirvofandi tollastríð Kína og Bandaríkjanna AFP Taka toll Leiðtogar stríðandi landa, Donald Trump og Xi Junping, hittust á fundi í Peking á síðasta ári.  Kínverjar setja innflutningstolla á 128 vörur frá Bandaríkjunum  Von er á frekari aðgerðum frá báðum ríkjum  Trump segir auðvelt að vinna tollastríð Tollarnir » Ná til 128 innflutningsvara til Kína frá Bandaríkjunum. » Ná yfir innflutningsvörur að andvirði 3 milljarða banda- ríkjadala á ári. » Nema 15% til 25% og ná til vara eins og ávaxta, víns, svínakjöts og áls. Uppreisnar- menn byrjuðu að yfirgefa sitt síðasta vígi í Austur- Ghoutahéraði í Sýrlandi í gær eftir að Rússar tilkynntu að samningur hefði náðst við Jaysh al-Islam uppreisnarsamtökin. Liðsmenn samtakanna sáust yfirgefa borgina Douma í rútum og voru þeir sagðir á leið norður í bæ er nefnist Jarablus. Frétta- veita AFP greindi frá því í gær- kvöldi að Jaysh al-Islam vildu ekki staðfesta áðurnefnda flutn- inga. Samtökin héldu vígi sínu þrátt fyrir að tvær aðrar upp- reisnarhreyfingar, Faylaq al- Rahman og Ahrar al-Sham, hefðu samþykkt að yfirgefa svæðið í síðasta mánuði. Yfir 1.600 manns hafa farist og þúsundir særst síð- an Sýrlandsstjórn og bandamenn hennar hófu sóknarárásir á svæð- inu í febrúar sl. Síðustu uppreisnar- mennirnir yfirgefa Austur-Ghouta Borgin Douma. SÝRLAND Sextán daga gamall drengur fannst látinn í brunni í gær eftir að ind- verska lög- reglan hafði leitað hans síð- an á föstudag. Barnið hafði verið sofandi fyrir utan heimili sitt í austur- hluta ríkisins Odisha þegar það var numið á brott af rhesus-apa. Móðirin segist hafa séð apann taka barnið en gat ekki bjargað því frá dýrinu. Krufning leiddi í ljós að barnið hafði kafnað, en vegna þess að engir áverkar voru á líkama þess er jafnvel talið að apinn hafi sleppt barninu ofan í brunninn. Villtur api hreif með sér ungbarn Rhesus-apar. INDLAND Winnie Madikizela Mandela, fyrr- verandi eiginkona Nelsons Mandela, lést á sjúkrahúsi í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í gær, 81 árs að aldri. Andlát hennar bar að eftir lang- vinn veikindi að því er kemur fram hjá fréttaveitu AFP. Winnie og Nelson Mandela voru gift í 38 ár og lék hún stórt hlutverk í baráttunni gegn aðskilnaðarstefn- unni í Suður-Afríku. Stærstan hluta hjónabandsins voru þau í sundur, eða þau 27 ár sem fyrrverandi eigin- maður hennar var í fangelsi. Winnie var öflugur talsmaður gegn aðskilnaðarstefnunni og stjórn- málakona, en hún var bæði þingmað- ur og ráðherra í Suður-Afríku. Mannorð hennar var þó ekki óflekk- að, en hún hefur verið fundin sek um fjársvik og meðsek um pyntingar og morð. Árið 1991 var hún sakfelld fyr- ir aðild að mannráni fjögurra ung- menna og morðs á einu þeirra, hin- um 14 ára gamla Stompie Moeketsi. Leiðir Nelsons og Winnie lágu í sundur árið 1992 og skildu þau form- lega fjórum árum seinna eftir lög- fræðideilu sem leiddi ljós að hún hafði haldið við ungan lífvörð. AFP Áhrifarík Winnie ásamt forseta og varaforseta S-Afríku á síðasta ári. Winnie Mandela er látin, 81 árs

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.