Morgunblaðið - 03.04.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.04.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2018 MADEIRA 5. apríl í 14 nætur Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. á flugsæti m/gistingu FY RI R2 1 ÁÐUR KR. 85.600 NÚ KR. 42.800FL UG SÆ TI Frá kr. 89.995 2FYRIR1 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ísland var í fimmta sæti landa Evr- ópu sem fengu flestar umsóknir um alþjóðlega vernd á síðasta ári, ef mið- að er við fólksfjölda. Meginskýringin er sú að hingað hefur streymt fólk frá löndum sem almennt eru talin örugg. Um- sóknum þess er almennt hafnað og það sent til síns heima. Í öðrum löndum Evrópu er meginhluti um- sókna hins vegar frá flóttamönnum frá stríðshrjáðum ríkjum, eins og Sýrlandi, Írak og Afganistan, þótt undantekningar séu frá því. Samkvæmt tölum Hagstofu Evr- ópusambandsins (Eurostat) fækkaði mjög umsóknum um alþjóðlega vernd sem bárust ríkjum Evrópu á síðasta ári, miðað við árið á undan. Um 650 þúsund sóttu um hæli í ríkj- um ESB sem er rúmlega helmingur þess sem var árið á undan. Hér á landi fækkaði umsóknum lítillega. Flestum snúið við Eurostat reiknar umsóknafjöld- ann á hverja milljón íbúa. Grikkland er efst í þeim samanburði, eins og lengi hefur verið, með 5.295 umsókn- ir á hverja milljón íbúa. Kýpur kemur þar skammt á eftir. Síðan koma Lúx- emborg og Malta og Ísland er í fimmta sæti með 3.142 íbúa. Hlutfall- ið er lægra í fjölmennum ríkjum Evr- ópu, svo sem Þýskalandi og Frakk- landi og fimm til sex sinnum hærra hér en í Danmörku og Noregi. Með- altalið í ESB er 1.270 umsóknir þann- ig að Ísland fær 2-3 sinnum fleiri um- sóknir hlutfallslega en ESB-ríkin. Þórhildur Ósk Hagalín, upplýs- ingafulltrúi Útlendingastofnunar, bendir á að fjöldi umsókna um alþjóð- lega vernd hafi dregist mjög saman á síðasta ári í flestum ríkjum Evrópu. Hér hafi orðið mikil aukning á árinu 2016 og ekki dregið úr nema lítillega á síðasta ári. Þá segir hún að sam- setning hælisleitenda sé öðruvísi hér en í flestum öðrum löndum og skýri það hlutfallslega mikinn fjölda um- sókna miðað við íbúafjölda. Það ein- kenni umsóknir hér þessi tvö ár að mikill meirihluti þeirra komi frá fólki sem hingað hafi komið frá öruggum upprunaríkjum: Makedóníu, Albaníu og Georgíu. Í fæstum tilvikum er fólkið að flýja undan ofsóknum heldur leita að betra lífi. Spurst hefur út að hér sé gott efnahagsástand og mikil eftirspurn eftir vinnuafli. Umsóknum flestra er hins vegar synjað og þeir fluttir fljót- lega til síns heima. Þeir komast sem sagt sjaldnast inn á vinnumarkaðinn. Í öðrum löndum Evrópu komast umsóknir fólks frá umræddum ríkj- um ekki á blað yfir þrjú efstu upp- runaríki, samkvæmt tölum Eurostat. Flestar umsóknir koma frá Sýrlend- ingum, Írökum og Afgönum. Helsta undantekningin í fyrra var Frakk- land, þar sem Albanir voru fjölmenn- astir. Þá komu margir Georgíumenn og Albanir til Írlands. Sigríður Á. Andersen dómsmála- ráðherra segir spurð um viðbrögð við upplýsingum um hátt hlutfall um- sókna hér að lögð hafi verið áhersla á að fækka umsækjendum frá örugg- um löndum. Það hafi verið gert með því að hraða afgreiðslu slíkra um- sókna og flytja þá sem fá synjun hraðar út. Við það berist þau skilaboð út að hingað sé ekkert að sækja. Hún segir að Útlendingastofnun og einnig kærunefnd útlendingamála hafi náð miklum árangri í að flýta málsmeðferð þótt enn megi betur gera. Eftir sitji vandasamari um- sóknir sem þurfi að leggja meiri vinnu í og með því að færri umsóknir berist frá öruggum löndum gefist meira svigrúm til þess. Á vef Útlendingastofnunar sést að fyrstu tvo mánuði ársins voru flestar umsóknir um alþjóðlega vernd frá Írökum, 16 talsins. Þeim hefur ekki fjölgað en eru í efsta sæti af því að umsóknum hefur fækkað frá öðrum ríkjum. Þessa tvo mánuði komu þó 13 umsóknir frá Albönum og 9 frá Georgíumönnum. Sömu reglur gildi Sigríður segir að mikil umræða sé á vettvangi Schengen-samstarfsins um möguleika á að breyta reglum um alþjóðlega vernd. Hún segist leggja áherslu á að fylgt sé sömu reglum hér og í nágrannalöndunum, til dæmis um notkun Dyflinnarregl- unnar svokölluðu. Það sé af því að Ísland hafi ekki tök á að taka við flóðbylgjum hælisleitenda í kjölfar þess að hér séu teknar upp aðrar reglur. Hlutfallslega margir koma hingað  Ísland fær fimm- til sexfalt fleiri umsóknir um alþjóðlega vernd en Danmörk og Noregur  Straumur frá öruggum ríkjum Grikkland Kýpur Lúxemborg Malta Ísland Austurríki Þýskaland Svíþjóð Ítalía Sviss Frakkland ESB meðaltal Belgía Holland Finnland Slóvenía Spánn Noregur Írland Danmörk Bretland Búlgaría Ungverjaland Rúmenía Króatía Litháen Lettland Eistland Tékkland Portúgal Pólland Slóvakía Umsóknir um alþjóðlega vernd 2017 57.020 4.475 2.320 1.610 1.065 22.160 198.255 22.190 126.550 16.615 91.070 - 14.035 16.090 4.325 1.435 30.445 3.350 2.910 3.125 33.310 3.470 3.115 4.700 880 520 355 180 1.140 1.015 3.005 150 5.295 5.235 3.931 3.502 3.142 2.526 2.402 2.220 2.089 1.974 1.359 1.270 1.237 942 786 696 654 637 609 544 506 489 318 239 212 183 182 138 108 98 79 27 Fjöld hælisleitenda Reiknað á milljón íbúa H ei m ild : E ur os ta t Sigríður Á. Andersen Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Þetta þolir enga bið og þarf að laga sem allra fyrst,“ segir Kristín María Birgisdóttir, formaður bæjarráðs Grindavíkur, um þriggja bíla árekst- ur sem varð á Grinduvíkurvegi í gær. Undanfarið ár hafa nokkur slys orðið þar sem áðurnefnt slys átti sér stað, þar af tvö banaslys. Nýlega fékkst fjármagn til að breyta veg- inum og segir Kristín María að undirbúningur við hönnun og útboð hefjist á næstunni. „Við höfum verið lengi að berjast fyrir því að fá þetta fjármagn í gegn. Núna höfum við fengið 200 milljónir króna sem duga fyrir fyrsta hlutanum af þessu verk- efni,“ segir Kristín María, en áform eru um aðskilnað akstursstefnu á Grindavíkurvegi, milli Seltjarnar og Bláa lónsins. „Við vonumst til að geta hafið undirbúning í haust og að restin af fjármagninu fáist svo í framhaldinu á næsta ári,“ segir Kristín María og bætir við að heild- arkostnaður við verkið sé í kringum 1.400 milljónir króna. Þá sé einnig þörf á viðgerðum á slitlagi Grinda- víkurvegar. „Það er ekki bara að það þurfi að aðskilja veginn heldur þarf líka að laga göturnar. Það hefur ekki verið veitt nægt fjármagn til við- gerða og framkvæmda á svæðinu,“ segir Kristín María. Vilja fá hraðamyndavélar Meðal tillagna um bráðabirgðaað- gerðir vegna mikils fjölda slysa á svæðinu eru meðalhraðamyndavél- ar. Kristín María segir að slíkar myndavélar hugnist bæjaryfirvöld- um í Grindavík vel. „Það er klárlega eitthvað sem okkur líst mjög vel á. Það er samt eitthvað sem þyrfti að fá aukið fjármagn í, því að við viljum ekki að það verði skorið af þessum 200 milljónum sem fara eiga í fram- kvæmdir á veginum,“ segir Kristín María. Alls slösuðust fjórtán manns í al- varlegum umferðarslysum í gær. Þar af voru sjö sem slösuðust í þriggja bíla árekstri á Grindavíkur- vegi. Þá slösuðust einnig sjö í tveggja bíla árekstri í grennd við Blönduós. Alls voru sex fluttir alvar- lega slasaðir á Landspítalann í Foss- vogi, en aðrir sluppu með minnihátt- ar meiðsli. Loka þurfti fyrir umferð ökutækja á slysstöðum á meðan við- bragðsaðilar og rannsakendur at- höfnuðu sig þar. Sú vinna tók um tvær klukkustundir og var þá opnað fyrir umferð að nýju. Víkurfréttir/Hilmar Bragi Grindavíkurvegur Þrír bílar lentu í hörðum árekstri á veginum við Grindavík. Krafist er aðgerða vegna tíðra slysa. Vilja breyta veginum  Framkvæmdir við að skilja að akstursstefnur á Grindavík- urvegi hefjast í haust  Nokkur alvarleg slys á sama vegkafla Maðurinn sem lést á sveitabæ í upp- sveitum Árnessýslu síðastliðinn laugardag hét Ragnar Lýðsson. Bróðir hans hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 9. apríl næst- komandi vegna andlátsins, en hann var handtekinn á vettvangi ásamt þriðja bróðurnum eftir að lögreglu var tilkynnt um andlát Ragnars. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu voru ummerki um átök á sveitabænum og voru bræðurnir því handteknir skömmu eftir að lög- reglu bar að garði. Lögreglan sleppti hins vegar öðrum bróðurn- um úr haldi fáeinum klukkustundum síðar. Ekki fengust nánari upplýs- ingar um gang rannsóknarinnar í gær né heldur hvort yfirheyrslur hefðu farið fram. Ragnar Lýðsson var fæddur árið 1952. Hann var búsettur í Reykjavík og húsasmíðameistari að mennt. Ragnar lætur eftir sig sambýliskonu og fjögur uppkomin börn og barna- börn. Settur í varðhald vegna andláts bróður  Hinn látni hét Ragnar Lýðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.