Morgunblaðið - 03.04.2018, Side 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2018
www.VBL.is REYKJAVÍK
Krókháls 5F
110 Reykjavík
Sími: 414-0000
AKUREYRI
Baldursnes 2
603 Akureyri
Sími: 464-8600
Leitið upplýsinga hjá sölumönnum okkar
STÆRSTA OG AFLMESTA
AVANT VÉLIN
Avant 760i er meðal annars í notkun
hjá Reykjavíkurborg, Hafnarfjarðarbæ,
Norðurþing, Borgarbyggð, Skútustaða-
hreppi og víðar.
FRÁBÆR VÉL FYRIR
BÆJARFÉLÖG
Verð miðast við gengi EUR 125
Sjá nánar á ÍSLENSKU AVANT síðunni:
www.avanttecno.com/www/is
760i
Kohler KDI 1903, 57 hö, díeselmótor
80 l/min vökvadælu, 225 bar, vatnskæld
Lyftigeta: 1400 kg
Lyftihæð: 310 cm
Þyngd: 2100 kg
Lengd: 306 cm
Breidd: 145 cm
Hæð: 211 cm
Fáanlegur með L, LX eða DLX húsi
HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI
Hágæða
vinnuföt
í miklu úrvali
Sérmerkjum fyrir fyrirtæki
Verkfæri og festingar
Mikið úrval af öryggisvörum
Nú fástS s vinnuföt í
Skapti Hallgrímsson
skapti@mbl.is
Björg Finnbogadóttir,
sem verður níræð í
næsta mánuði, var á
meðal þeirra þúsunda
sem nutu lífsins í
Hlíðarfjalli á Akureyri
um páskana. Renndi
sér þar fimlega eins og
drottning í frábæru
færi. Sennilega ekki
margir á hennar aldri
jafn duglegir í brekk-
unum.
Björg, sjaldnast köll-
uð annað en Bella
Finnboga, þekkir fjall-
ið nánast eins og lóf-
ann á sér enda hefur hún verið fasta-
gestur á skíðasvæði Akureyringa í
75 ár; notið þess að renna sér en
ekki síður verið iðin við að starfa í
þágu skíðafólksins. Bella var lengi í
stórum hópi fólks sem sá til þess að
allt gengi eins í sögu þegar haldin
voru mót. Ekkert gerðist án þess að
sú vaska sveit mætti til leiks.
„Brekkurnar í Hlíðarfjalli eru frá-
bærar og henta vel fólki á öllum
aldri. Það er sannarlega ástæða til
þess að hrósa starfsfólkinu hér; mér
finnst það vinna frábært starf,“
sagði Bella í samtali við blaðamann
Morgunblaðsins á páskadag, þegar
hún var gripin glóðvolg á milli ferða.
Sat þá og sötraði kakó og borðaði
nestið sitt, sem er heilög stund hjá
mörgum þegar farið er í fjallið.
„Þegar aldurinn færist yfir er
upplagt að færa sig neðar í fjallið en
maður var vanur áður fyrr. Ég slas-
aði mig fyrir nokkrum árum og er
ekki eins örugg og áður; er reyndar
nýbyrjuð aftur eftir nokkurra ára
hlé vegna meiðslanna, en það er
dásamlegt að vera komin aftur af
stað,“ sagði Bella.
Fjölskylda Bellu flutti til Akureyr-
ar frá Eskifirði 1939, þegar hún var
11 ára, og fljótlega eftir það byrjaði
hún á skíðum. Bella man raunar tím-
ana tvenna eða jafnvel þrenna enda
keppti hún á skíðum á árum áður og
var m.a. í hópi keppenda í svigi á Ís-
landsmótinu árið 1952 handan fjarð-
ar, í Vaðlaheiði. Brunið var hins veg-
ar í Hlíðarfjalli og þar lenti Bella í
öðru sæti.
Skíðabakterían gengur í ættir
eins og margir vita. Dóttir Bellu,
Margrét Baldvinsdóttir, margfaldur
Íslandsmeistari á árum áður, var
með móður sinni í fjallinu á páska-
dag. Einnig Ásta Björg Ingadóttir,
dóttir Margrétar, og fjórði ættlið-
urinn er að taka fyrstu skrefin;
Katrín Birna Guðmundsdóttir,
þriggja ára, var líka með í för.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Fjórar kynslóðir Ásta Björg Ingadóttir með dótturina Katrínu Birnu Guð-
mundsdóttur, Björg Finnbogadóttir og Margrét Baldvinsdóttir, dóttir Bellu.
Níræð og nýtur
sín vel á skíðum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fjölskyldusamvera Í Bláfjöllum var margt um manninn yfir páskana og þar gátu allir fundið eitthvað við sitt hæfi, hvort sem var á skíðum eða snjóbrettum.
„Brekkurnar í Hlíðarfjalli eru frá-
bærar og henta fólki á öllum aldri“
Bella skíðamær Björg Finnbogadóttir renndi sér
fimlega í blíðviðrinu í Hlíðarfjalli á páskdag.