Morgunblaðið - 03.04.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.04.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2018 Sogavegi við Réttarholtsveg og Miklubraut Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | gardsapotek.is | appotek.is Lágt lyfjaverð - góð þjónusta Einkarekið apótek Nú einnig netapótek: Appotek.is Ljósmyndir/Borgarbókasafn Reykjavíkur Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Við erum ekki bara aðverðlauna þá sem vinnaað barnamenningu held-ur einnig börnin sjálf og þeirra framlag,“ segir Hólmfríður Ólafsdóttir, verkefnastjóri hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur og stjórnarmaður í verkefninu, Sögur – verðlaunahátíð barnanna. Hólmfríður segir að hátíðin sé til þess ætluð að verðlauna og upphefja íslenska barnamenningu og efla áhuga almennings á barna- menningu en aðalmarkmiðið sé að efla læsi og ýta undir áhuga á bók- lestri, skapandi skrifum og sköp- un. „Tilurð verðlaunahátíðar barna má rekja til fésbókarsíð- unnar Heimsyfirráð barna- bókmennta. Á þeirri síðu er hópur fólks úr ólíkum áttum sem á það sameiginlegt að vilja sameina krafta sína og gera eitthvað stórt og veigamikið fyrir barnabók- menntirnar og barnamenninguna. Upp úr samtali og samvinnu kom hugmyndin að Sögur – verð- launahátíð barnanna í anda Kids’ Choice Awards en með ólíku yfir- bragði. Við vildum ýta undir áhuga á læsi og benda á nauðsyn þess að auka framboð á bókum fyrir börn og unglinga,“ segir Hólmfríður. Hún segir að verkefnið Sögur - verðlaunahátíð barnanna hafi staðið yfir frá því í október og hafa fjölbreyttar íslenskar fyr- irmyndir og krakkar sagt frá sög- um sem áhrif hafa haft á þau á Á sama stalli og Eddan og Gríman Sögur – verðlaunahátíð barnanna fer fram með viðhöfn í Hörpu 22. apríl og er ætlunin að hún verði að árvissum viðburði. Aðstandendur hátíðarinnar segja hana setta á sama stall og Eddu- og Grímuverðlaunin. Á hátíðinni verða börn verðlaunuð fyrir verk sín og einnig fullorðnir sem vinna að barnamenningu. Það eru börn 6-12 ára sem sjá um val á verðlaunaverkum fullorðinna. Handritasmiðja Kátir krakkar sitja námskeið í handritagerð í Grófinni. Verðlaunahátíð Hólmfríður Ólafsdóttir er í verkefnastjórn hátíðarinnar. Bandaríski rithöfund- urinn Willona Sloan kennir í ritsmiðjunni Life as Metaphor í Borgarbókasafninu Kringlunni kl. 16 - 18 á morgun, miðviku- daginn 4. apríl. Kennslan fram á ensku, en þátttak- endum er frjálst að skrifa á íslensku eða öðrum tungumálum. Þáttakendur nota eigið líf sem inn- blástur til skapandi skrifa. Þeir þjálfa sig í því að nýta sér eigin reynslu til þess að skrifa texta með dýpi og tilfinningu, þar sem sjálfið kemur í ljós. Með lestri, skrif- æfingum og um- ræðum munu þeir kanna hvernig hægt er að búa til sterka rödd sögumanns og nota smáatriði og tilfinningar til þess að höfða til lesenda. Ritsmiðjan er öllum opin og engar kröfur eru gerðar um að hafa skrifað áður. Sloan hefur sent frá sér skáldsög- ur og ljóð og skrifað greinar í tímarit. Hún nýtur þess að kenna ritlist í óhefðbundnum rýmum, t.d. á börum og listasöfnum. Willona hefur áður kennt á Íslandi, en hún leiddi rit- smiðjur í samstarfi við Reykjavík Bókmenntaborg á Bókmenntahátíð í Reykjavík árið 2015. Ritsmiðjan er haldin í samstarfi við Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO og Skrifstofuna, ritsmíðaverkstæði Borgarbókasafnsins. Hámarksfjöldi er 20 og nauðsyn- legt að skrá sig í smiðjuna. Ritsmiðja með Willona Sloan í Borgarbókasafninu í Kringlunni Kennarinn Willona Sloan nýtur þess að kenna í óhefð- bundnum rýmum eins og á börum og bókasöfnum. Dýptin, tilfinningarnar og sjálfið sem speglast í textanum Hlutverk Hönnunarsafns Íslands er að safna og varðveita þann þátt íslenskrar menningar sem lýtur að hönnun, einkum frá aldamótunum 1900 til samtímans. Safnið á og geymir um 900 íslenska og erlenda muni, sem margir hafa mikla menningarsögulega þýðingu. Safnkost- urinn fer sístækkandi og samanstendur að mestu leyti af nytjam- unum og/eða skrautmunum. Meðal muna á safninueru bein úr fisk-hausum, lím ogmálning saman í kassa, sem er hönnunarverk Róshildar Jónsdóttur. Innihald kassans er ætlað sem föndurdót, sem reynir á hugmyndaflug og sköpunargáfu eigandans. Í Hönnunarsafninu er grip- urinn skráður með eftirfarandi hætti: Skepnusköpun Róshildur Jónsdóttir (1972) Skepnusköpun 2013 Bein úr fiskhausum, lím, málning Hugdetta ehf. Keypt 2014 Hér áður fyrr þekktist að nota fiskbein í litla skrautmuni en Skepnusköpun byggir á hug- myndaauðgi og sköpunarþrá þar sem efni sem fellur til við fisk- vinnslu er nýtt til hlítar. Í kass- anum eru hreinsuð bein úr fisk- hausum, lím og málning. Beinin má líma saman á ýmsa vegu og skapa þannig allt frá englum til geimskipa, skrímsla eða álfa. Verkefnið var lokaverkefni Rós- hildar við Listaháskóla Íslands en hún ákvað að ganga með það lengra og leitaði leiða til að koma því í framleiðslu að námi loknu. Hönnuðurinn horfir á sjálfbærni og endurnýtingu í þessu verkefni en Skepnusköpun er ekki síst áminning um að hægt er að búa til dót úr ekta hráefni og nýta það sem við finnum í umhverfi okkar með ímyndunaraflið að verki. Beinakassinn fæst í safnbúð Hönnunarsafnsins við Garða- torg. Íslensk hönnun | Hönnunarsafn Íslands 2013 Skepnusköpun Róshildar Jónsdóttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.