Morgunblaðið - 17.04.2018, Page 2

Morgunblaðið - 17.04.2018, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2018 Nýjar vörur frá geoSilica Kísill Íslenskt kísilsteinefni Recover Fyrir vöðva og taugar Renew Fyrir húð, hár og neglur Repair Fyrir bein og liði Fæst í öllum helstu apótekum, heilsuvöruverslunum, Hagkaupum, Nettó, Fjarðarkaupum og vefverslun geoSilica. Nánari upplýsingar má finna á www.geosilica.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Þetta leggst ágætlega í mig, ég er fullur auðmýktar og þakka það traust sem mér er sýnt. Það var ánægjulegt að sjá að það var enginn ágreiningur um þetta í þinginu,“ segir Skúli Egg- ert Þórðarson, sem kosinn var ríkis- endurskoðandi með öllum greiddum atkvæðum á Alþingi í gær. „Ég hugsa að það sé alltaf betra veganesti að hafa samhljóm frekar en hitt,“ segir Skúli sem þekkir að eigin sögn til starfa Ríkisendurskoð- unar. „Ég þekki nú aðeins til Ríkisend- urskoðunar og starfa hennar og þekki núverandi ríkisendurskoðanda og staðgengil hans, Lárus Sæmunds- son. Ég mun fljótlega funda með þeim og fara yfir hvernig staða mála er,“ segir Skúli. Skúli var kosinn ríkisendurskoð- andi til sex ára og tekur við embætt- inu 1. maí. Hann lætur á sama tíma af starfi ríkisskattstjóra sem hann hef- ur gegnt frá árinu 2007. Sóttist ekki eftir tilnefningu Skúli segir aðdraganda ráðningar- innar ekki langan. „Það er stutt síðan ég fór á fund með forseta Alþingis og tveggja með honum. Í mínu tilfelli var haft sam- band við mig og ég spurður hvort það kæmi til greina að ég tæki við starfi ríkisendurskoðanda ef Alþingi sam- þykkti það,“ segir Skúli. Hann segir að ekki sé auglýst í embættið heldur sé óskað eftir til- nefningum. „Ég sótti ekki um,“ segir Skúli sem segir næsta skref að kynna sér hvernig starfið er og heilsa upp á það starfsfólk sem hann þekkir ekki. Hann segir tímann munu leiða það í ljós hvort einhverjar breytingar verði. En það sé nokkuð ljóst að nýj- um stjórnendum fylgi alltaf ein- hverjar breytingar. „Það geta verið áherslubreytingar og ýmislegt annað, en það er of snemmt að tjá sig um það núna. Ég hef ekki unnið hjá Ríkisendurskoðun en ég þekki marga sem vinna þar og þeir hafa margoft leitað til Ríkis- skattstjóra eftir upplýsingum. Í gegnum árin höfum við unnið með Ríkisendurskoðun að upplýsa stofn- unina um til dæmis allt er varðar álagningu skatta,“ segir Skúli. Hann segir nýja starfið leggjast ágætlega í sig en það hafi komið óvænt. „Þetta er verkefni sem mér er trú- að fyrir og ég mun taka því eins og það liggur fyrir og setja mig inn í þau verkefni sem starfinu fylgja,“ segir Skúli. Umboðsmaður Alþingis líkt og rík- isendurskoðandi eru kosnir í embætti sín af Alþingi en ekki skipaðir eins og aðrir embættismenn. Skúli Eggert kosinn ríkisendurskoðandi  Kosinn einróma af Alþingi  Tilnefningin kom á óvart Morgunblaðið/Hari Ríkisendurskoðandi Skúli Eggert Þórðarson lítur með tilhlökkun til kom- andi verkefna í starfi ríkisendurskoðanda sem hann tekur við 1. maí. Skúli Eggert Þórðarson » Fæddur árið 1953. » Lögfræðingur að mennt. » Forstöðumaður tekjuskatts- deildar ríkisskattstjóra 1987 til 1990. » Vararíkisskattstjóri 1990 til 1993. » Skattrannsóknarstjóri 1993 til 2007. » Ríkisskattstjóri 2007 til 2018. Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Hannes Þórisson hefur farið í fjög- urra tíma blóðskilun þrjá daga vik- unnar í tæp níu ár meðan hann bíður eftir því að fá heilbrigt nýra. Hann hefur verið nýrnaveikur frá fæðingu en bæði nýrun gáfu sig rétt upp úr tvítugu. Hann er nú á tveimur biðlist- um eftir nýju nýra og hefur verið á öðrum þeirra í rúm 6 ár og sérstök- um lista síðastliðin tvö og hálft ár. Spurður um hvað veldur þessari löngu bið segir Hannes það vera vegna þess að hann sé með óvenju- mikið magn af mótefni í blóðinu. „Ég er á lista eftir nýra frá látnum gjafa. Svörin eru þau að ég er með óvenju- öflug mótefni í blóðinu gagnvart líf- færi frá öðrum, sem ég fékk þegar ég var ungbarn, líklegast eftir blóðgjöf sem ég þurfti að fara í. Það setur mann á sértækan lista sem ég er bú- inn að vera á núna í tvö og hálft ár,“ segir Hannes í samtali við Morgun- blaðið. Líkamlega lýjandi meðferð Hann fer í blóðskilun alla mánu- daga, miðvikudaga og föstudaga og tekur ferlið meirihluta dagsins. „Ég er tengdur í vélina í fjóra klukkutíma þannig að þetta eru fimm til sex klukkutímar á dag sem fara í þetta ferli. Þetta mjög lýjandi og mjög þreytandi, menn segja þetta vont en þetta venst ekki. Það eru settar nálar í mann en ég er með ákveðið aðgengi á handleggnum. Um 300 ml er dælt af blóði úr líkamanum á mínútu, sem er hreinsað og dælt inn í hann aftur,“ segir Hannes en einnig þarf að taka vökva úr líkamanum í leiðinni. „Ég pissa lítið, því það eru nýrun sem framleiða þvag þannig að það þarf að taka vökva úr mér í leiðinni. Það geta verið svona þrír til fimm lítrar sem þarf að taka úr mér í hvert skipti. Það lækkar blóðþrýsting og maður verður þreyttur.“ Spurður um hversu lengi sé hægt að vera í blóðskilun segir Hannes ekkert hámark á því en áratugur sé ekki æskilegt. „Það er ekkert há- mark. Það má segja að eftir 10 ár sé þetta ekki eins bjart hjá manni og áð- ur en fólk hefur alveg verið í tugi ára í blóðskilun erlendis.“ Sömu svörin ár eftir ár Spurður um hvort einhver teikn séu á lofti um nýtt nýra segist hann hafa fengið að heyra sömu svörin til lengri tíma. „Þeir segja við mig að það gæti komið nýra á morgun og það gæti komið eftir tvö ár en í sex ár hefur verið sagt við mig að þetta gæti komið á næstu tveimur árum.“ Hannes segist þrauka á meðan og hann hefur reynt að ferðast eitthvað eftir bestu getu en hann þarf þá að fara eitthvað þar sem hann hefur að- gengi að blóðskilun. Það er hins veg- ar erfiðara núna þar sem hann á tvö ung börn og þá sé blóðskilunin í raun full vinna. Margrét Birna Andrésdóttir, yfir- læknir á nýrnadeild Landspítalans, segir að erlendir aðilar sjái um finna nýru fyrir íslenska sjúklinga. „Þegar það er verið að bíða eftir nýra úr látnum gjafa er það ekki á okkar höndum hér á Íslandi. Það er ígræðsludeildin í Gautaborg sem sér um það fyrir okkur og er með okkar fólk á lista. Það er farið eftir ákveðnum reglum um það hverjir eru næstir og hverjir eiga að fá næsta nýra. Þar gilda mismunandi reglur, en flestir taka tillit til aldurs og líka hversu lengi þeir hafa verið á biðlista,“ segir Margrét og bætir við að þeir sem eru með mótefni í blóð- inu fari á sérstakan lista sem getur lengt biðtímann. Sérstaki listinn tryggir það hins vegar að ef nýra finnst sem passar fái þeir forgang að því. „Þannig að ef það finnst nýra einhvers staðar á Norðurlöndum sem myndi passa við þennan einstak- ling þá fer það þangað. Nýra, sem kannski er frá Danmörku, sem ann- ars myndi bara vera í Danmörku, fer þá til einstaklings á þessum lista.“ Skandinavíska stofnunin Scandia Transplant heldur utan um nýrna- þega og gjafa á Norðurlöndunum. „Allir ígræðsluspítalarnir eru aðilar að þessu Scandia Transplant sem heldur utan um upplýsingar um nýrnaþega og gjafa,“ segir Margrét en hún sat meðal annars í stjórn Scandia Transplant og segir sér ekki vera kunnugt um annað en að reglum um forgang sé fylgt þar. Hún segir það breytilegt eftir árum hversu mörg nýru komi til landsins. „Þetta gekk vel í fyrra, þá voru gerð- ar margar líffæraígræðslur, við fengum mörg nýru frá Svíþjóð í fyrra en það hefur verið minna um það núna. Sama gildir um okkar gjafir.“ 10 ár er langur tími í blóðskilun Margrét segir ekki æskilegt fyrir sjúklinga að vera í yfir 10 ár í blóð- skilun þó að það sé hægt. „Það er ekki æskilegt, í fyrsta lagi er mikið álag fólgið í því að vera í svona með- ferð þrisvar í viku og að vera í henni í fjóra tíma í senn. Þá þurfa þeir sem eru í blóðskilun að halda sig við ákveðið mataræði og passa vökva. Ef þú pissar ekki neitt eru einu tæki- færin til að losa sig við vökva þegar viðkomandi er í skilun. Þess vegna teljum við að ígræðsla ef hún er möguleg þurfi að vera í miklum for- gangi.“  Hannes Þórisson er á tveimur biðlistum eftir nýra  Hátt magn mótefna í blóði veldur því að lík- aminn hafnar flestum nýrum  Í fjögurra tíma blóðskilun þrisvar í viku  „Vont en þetta venst ekki“ Blóðskilun Vél hreinsar blóðið í Hannesi þrisvar í viku í fjóra tíma í senn. Margra ára bið eftir heilbrigðu nýra Losun gróðurhúsalofttegunda á Ís- landi dróst saman um 2% milli ár- anna 2015 og 2016. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Umhverfisstofn- unnar um losun gróðurhúsaloftteg- unda (National Inventory Report) til Loftslagssamnings Sameinuðu þjóð- anna. Losun Íslands var þannig inn- an skuldbindinga Kýótó bókunarinn- ar eða 4.669 kílótonn af CO2-ígildum. Losun Íslands árið 2016, að meðtal- inni landnotkun, breyttri landnotkun og skógrækt, jókst um 8,5% frá 1990 til 2016. Meginástæður samdráttar í losun milli 2015 og 2016 eru minni losun frá fiskiskipum, álframleiðslu og kælimiðlum. Þá hefur niðurdæling CO2 frá jarðvarmavirkjunum einnig leitt til minni losunar út í andrúms- loftið. Hins vegar er veruleg aukning á losun frá vegasamgöngum á milli ára, eða um 9% og einnig frá vélum og tækjum, um 12%. Stærstu upp- sprettur gróðurhúsalofttegunda á Íslandi árið 2016, án landnotkunar, voru málmiðnaður (38%), vegasam- göngur (19,5%), fiskiskip (11%), iðra- gerjun jórturdýra (6,6%) og urðun úrgangs (4,6%). Árið 2016 féllu 38% af losun gróð- urhúsalofttegunda á Íslandi frá stað- bundnum iðnaði undir gildissvið við- skiptakerfis ESB, þ.m.t. öll stóriðja. mhj@mbl.is Losun gróðurhúsa- lofttegunda minnkar  Minni losun fiskiskipa meðal ástæðna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.