Morgunblaðið - 17.04.2018, Side 4
Margt mælir með
nýjum leikvangi
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Guðni Bergsson, formaður Knatt-
spyrnusambands Íslands (KSÍ) seg-
ist vera sannfærður um að fjölnota
leikvangur með opnanlegu þaki í
Laugardal í Reykjavík myndi borga
sig upp á nokkrum árum.
„Ég tel að fjölnota leikvangur sé
æskilegasta niðurstaðan og KSÍ
leggur mikla
áherslu á það,
vegna þess að
slíkt gerði okkur
kleift að leika
mótsleiki í nóv-
ember og mars,
sem við annars
getum ekki gert,
þar sem við með
okkar opna leik-
vang erum við
skilgreind sem vetrarleikvangur og
fáum ekki að spila heimaleiki á þeim
tíma árs,“ sagði Guðni.
Ríkisstjórnin, borgarráð Reykja-
víkur og stjórn KSÍ hafa nú sam-
þykkt að stofna undirbúningsfélag
um mögulega framkvæmd og á und-
irbúningi fyrir ákvörðun um upp-
byggingu Laugardalsvallar skuli
lokið fyrir lok ársins.
Í gær var birt skýrsla starfshóps
sem ríkið og Reykjavíkurborg skip-
uðu í janúar til að fjalla um málið.
Telur starfshópurinn margt mæla
með því að núverandi þjóðarleik-
vangur í Laugardal verði endurnýj-
aður. Geti þjóðarleikvangur hvort
heldur sem er verið opinn knatt-
spyrnuvöllur eða fjölnotaleikvangur
með opnanlegu þaki. Ljóst sé þó að
kostnaður og áhætta við fjölnotaleik-
vang sé vel umfram kostnað og
áhættu við opinn knattspyrnuvöll.
Mikilvægt skref
Guðni átti sæti í starfshópnum.
Hann segir að þessi niðurstaða sé
mikilvægt skref í áttina að því að
endurbyggja Laugardagsvöll. Fjöl-
nota leikvangur yrði mikill akkur
fyrir samfélagið í heild, því það væri
hægt að nýta hann undir hvers kon-
ar viðburði, tónleika og fleira. Vissu-
lega sé slíkur leikvangur mun dýrari
en opinn leikvangur, „en ég er sann-
færður um að fjölnota leikvangur
myndi borga sig upp á nokkrum ár-
um,“ sagði Guðni Bergsson.
Í niðurstöðum starfshópsins segir
að ákvörðun um byggingu og eign-
arhald þjóðarleikvangs verði tekin
með hliðsjón af niðurstöðu vinnu
undirbúningsfélags og stöðu opin-
berra fjármála. Verði tekin ákvörðun
um byggingu þjóðarleikvangs geti
útboðsferli framkvæmda tekið frá
nokkrum mánuðum og upp undir eitt
ár og framkvæmdatími verið að
minnsta kosti tvö ár.
Nýr leikvangur Tvær útgáfur af hugsanlegum leikvangi. Sú efri sýnir leikvang sem tekur 17.500 manns með yfirbyggðum áhorf-
endastæðum en opnu þaki. Śú neðri sýnir fjölnota leikvang fyrir um 20.000 áhorfendur með þaki sem hægt er að opna og loka.
Formaður KSÍ telur að fjölnota leikvangur með opnanlegu
þaki yrði mikill akkur og borgi sig upp á nokkrum árum
Guðni
Bergsson
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2018
„Það kom ekkert út úr fundinum og enn ber mikið á
milli,“ segir Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðra-
félags Íslands, að loknum fundi með samninganefnd
ríkisins í húsnæði Ríkissáttasemjara í gær.
„Við erum ósammála og ekkert að nálgast. Ég held að
það sé töluvert langt í land ennþá. Það er fundur eftir
10 daga og ég veit ekki hvort nokkuð gerist. Ég á ekk-
ert frekar von á því,“ segir Áslaug og bætir við að ljós-
mæður hugsi nú sinn gang og kanni hvað sé í stöðunni.
Áslaug segir ljósmæður ekki sérlega bjartsýnar en
þær séu í baráttuhug og taki öllu með ró. Það semjist á
endanum.
Vongóður þó að ekki sjái til lands
„Við ræddum saman og niðurstaðan var sú að það sé
ennþá svo langt á milli að við sjáum ekki til lands,“
sagði Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar
ríkisins.
„Viðræðurnar eru búnar að vera í gangi heillengi og
það ber mikið á milli,“ segir Gunnar og bætir við að
þrátt fyrir allt sé hann vongóður um að samningar tak-
ist. ge@mbl.is
Ljósmæður hugsa sinn gang
Morgunblaðið/Eggert
Barátturglaðar Ljósmæður berjast fyrir betri kjörum.
Mikið ber á milli samningsaðila Samningafundur skil-
aði engum árangri Ljósmæður rólegar en í baráttuhug
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Ísland er í hópi sex Evrópulanda
sem eru á áætlun varðandi barátt-
una gegn lifrarbólgu C, að sögn
AFP-fréttastofunnar. Þetta kom
fram á alþjóðlegu lifrarþingi sem
haldið var í París í síðustu viku.
Markmið Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnunarinnar (WHO) um að
útrýma lifrarbólgu, sem orsakast af
veiru, sem mikilsháttar heilbrigðis-
vá árið 2030 voru samþykkt fyrir
tveimur árum. Stefnt er að því að
fækka nýsmiti um 90% og dauðs-
föllum vegna sjúkdómsins um 65%.
Valgerður Rúnarsdóttir, yfir-
læknir á Vogi, kynnti niðurstöður
íslenska meðferðarátaksins gegn
lifrarbólgu C á þinginu í París, að
því er fram kom í fréttatilkynningu
frá Landspítalanum. Á fyrstu fimm-
tán mánuðum meðferðarátaksins
höfðu 518 sjúklingar byrjað lyfja-
meðferð á Landspítalanum, Vogi og
í fangelsi. Þar af höfðu 473 lokið
henni. Af þeim sem luku meðferð
fengu 94% lækningu. Að þeim með-
töldum sem ekki luku meðferð
læknuðust 90%. Eftir tvö ár í átak-
inu hafa 652 hafið meðferð við lifr-
arbólgu C.
Tölur um algengi lifrarbólgu C
meðal einstaklinga sem lögðust inn í
fíkniefnameðferð á Vogi og höfðu
sögu um neyslu vímuefna um æð
vöktu athygli. Algengi hefur lækkað
um 72% síðan átakið hófst. Það fór
úr 43% algengi árið 2015 í 12% al-
gengi árið 2017. Ný smit eða ný-
gengi meðal einstaklinga á Vogi
lækkaði líka verulega eða um 53%
milli áranna 2015 og 2017. Það gerð-
ist þrátt fyrir að fjöldi nýrra ein-
staklinga í hópi þeirra sem sprauta
sig sé meiri. Þetta þykir vera vís-
bending um góðan árangur eftir að-
eins tveggja ára meðferðarátak
gegn lifrarbólgu C á Íslandi.
Vísindagreinar um átakið
Vísindateymi meðferðarátaks
gegn lifrarbólgu C hefur nýverið
birt tvær greinar í virtum vísinda-
tímaritum. Þar kemur m.a. fram að
Ísland eigi góða möguleika á að
verða fyrst til að ná markmiðum Al-
þjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar
(WHO) um útrýmingu lifrarbólgu C
sem meiriháttar heilbrigðisvár.
Í grein sem birtist í Journal of
Internal Medicine er meðferðar-
átakinu lýst og hvernig Ísland geti
orðið fyrst landa til að ná markmiði
WHO um 80% lækkun nýgengis
lifrarbólgu C fyrir 2030. Þar segir
og að gangi átakið áfram að óskum
gæti Ísland náð að útrýma lifrar-
bólgu C sem meiriháttar heilbrigð-
isvá allt að tíu árum fyrr.
Í grein í Journal of Hepatology
kemur m.a. fram að með áframhald-
andi skimun í áhættuhópum, að-
gengi að lyfjameðferð og áherslu á
skaðaminnkandi meðferð geti Ís-
land orðið fyrst landa til að ná
markmiðum WHO og komið í veg
fyrir að nýr faraldur brjótist út.
Ísland er í far-
arbroddi gegn
lifrarbólgu C
Ísland gæti orðið fyrst til að ná
markmiðum varðandi lifrarbólgu C
Morgunblaðið/Eggert
Byrjunin Sigurður Ólafsson læknir
kynnti átakið þegar það hófst.
Átak gegn lifrarbólgu C
» Þriggja ára átak gegn lifrar-
bólgu C hófst hér á landi í árs-
byrjun 2016.
» Landspítalinn er ábyrgur
fyrir framkvæmdinni. Sjúkra-
húsið Vogur er aðalsamstarfs-
aðili.
» Sóttvarnarlæknir hefur yfir-
umsjón með átakinu í umboði
heilbrigðisráðherra.
» Hægt er að lækna lifrar-
bólgu C hjá flestum sjúklingum
með viðeigandi lyfjagjöf.
Í skýrslu starfshópsins kemur
fram að Verkfræðistofan Verk-
ís hafi greint og metið raun-
hæfi kostnaðaráætlana sem
liggja að baki framkvæmda-
kostnaði við uppbyggingu á
nýjum þjóðarleikvangi í
Laugardal. Er m.a. byggt á
gögnum og upplýsingum frá
verkkaupum, stjórnendum
Borgarbrags og ráðgjöfum
ráðgjafarfyrirtækisins Lagar-
dére Sports.
Niðurstaða starfshópsins er
að opinn knattspyrnuvöllur
gæti kostað á bilinu á bilinu 7
til 11 milljarða en fjölnota
mannvirki með opnanlegu þaki
gæti kostað á bilinu 11 til 18
milljarða króna. Frekari undir-
búningsvinna í næsta áfanga
muni leiða í ljós hvor leiðin sé
samfélagslega hagkvæmari og
hvort réttlætanlegt sé að ráð-
ast í framkvæmd af þessu tagi
fyrir opinbert fé.
Óvissa um
kostnaðinn
NÝR LEIKVANGUR