Morgunblaðið - 17.04.2018, Page 5
Hreint loft – tær snilld!
Við þökkum eftirtöldum aðilum gott samstarf
Það er mikið öryggismál fyrir íslenskt þjóðfélag að vera sjálfbært í framleiðslu súrefnis og köfnunarefnis, ekki síst með tilliti til öryggis
sjúklinga, en sjálfbærni og umhyggja fyrir umhverfinu eru leiðarstef í starfsemi ÍSAGA og Linde samsteypunnar. Fyrirtækið kappkostar enda
að vera með vistvænar vörur og tæknilausnir, í takt við þá tæru snilld að vinna súrefni og köfnunarefni úr andrúmslofti - hreinu lofti!
Verksmiðjan í Vogum er alsjálfvirk og er henni fjarstýrt af starfsfólki ÍSAGA, sem fylgist með rekstrinum allan sólarhringinn. Enginn mengandi
úrgangur eða aukaefni fylgja framleiðslunni og eini útblásturinn er lyktarlaus vatnsgufa. Staðsetningin dregur einnig úr kolefnisspori ÍSAGA
en u.þ.b. 90% af því fljótandi súrefni sem fyrirtækið dreifir fer til viðskiptavina sem eru í innan við 100 km fjarlægð frá nýju verksmiðjunni.
ÍSAGA ehf. fagnar nýrri
súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðju
í Vogum á Vatnsleysuströnd