Morgunblaðið - 17.04.2018, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2018
Q7 e-tron
Á rafmagninu kemstu flestra þinna daglegra
ferða en í lengri ferðum tekur dísilvélin við.
5
ár
a
áb
yr
g
ð
fy
lg
ir
fó
lk
sb
íl
u
m
H
E
K
LU
að
u
p
p
fy
ll
tu
m
ák
væ
ð
u
m
áb
yr
g
ð
ar
sk
il
m
ál
a.
Þ
á
er
að
fi
n
n
a
á
w
w
w
.h
ek
la
.i
s/
ab
yr
g
d
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Sími 590 5000 / Audi.is
10.420.000 kr.Verð frá
Lars Løkke Rasmussen, forsætisráð-
herra Danmerkur, kveðst dást að og
bera virðingu fyrir Hans Jónatan,
þrælnum frá St. Croix í Karíbahafi
sem flúði hingað til lands frá Dan-
mörku í byrjun
19. aldar og á
marga afkom-
endur hér á landi
og erlendis. Þetta
kemur fram í
svarbréfi hans til
eins afkomend-
anna, Kirsten
Pflomm, banda-
rískrar konu sem
býr í Danmörku. Veitti hún Morg-
unblaðinu aðgang að svari ráð-
herrans.
Pflomm ritaði fyrir nokkru bréf
til forsætisráðherrans og óskaði eft-
ir því að hann veitti þessum forföður
sínum frelsi. Í svarbréfinu segir ráð-
herrann að hann hafi fyrir ári, þeg-
ar minnst var þess að hundrað ár
voru síðan nýlenduyfirráðum Dana í
Karíbahafi lauk, hlýtt á fjölmargar
frásagnir um kúgun fólks og þján-
ingar karla, kvenna og barna á ný-
lendutímanum. „Þetta var svartur
og ófyrirgefanlegur kafli í sögu
Danmerkur,“ segir í bréfinu. Sú
hugmynd að ein manneska geti ver-
ið eign annarrar sé furðuleg. Því
miður hafi Hans Jónatan verið uppi
á tímum þegar slík viðhorf höfðu
enn ekki verið kveðin niður. Dóm-
stólar hafi þá ekki fallist á að veita
Hans Jónatan frelsi.
„En eins og félagar hans á St.
Croix ákvað hann að taka málin í
eigin hendur til að öðlast frelsi. Ég
dáist að því og ber virðingu fyrir
því,“ segir forsætisráðherra Dan-
merkur. „Ég get hvorki snúið við
tímanum né dómi fortíðarinnar,
hversu óskiljanlegir sem hlutirnir
eru. En ég get sagt það frá hjarta
mínu og huga, að barátta Hans Jón-
atans fyrir því að losna úr fjötrunum
skapar honum sess sem eilífum
merkisbera frelsis.“
Saga Hans Jónatans var sögð í
bók Gísla Pálssonar, prófessors í
mannfræði við Háskóla Íslands,
Hans Jónatan – Maðurinn sem stal
sjálfum sér, sem út kom 2014. Bókin
er ævisaga þrælsins sem varð versl-
unarmaður og bóndi á Djúpavogi.
Hún hefur einnig verið gefin út á
ensku og dönsku og er væntanleg í
franskri útgáfu í vor.
gudmundur@mbl.is
Løkke dáist að
Hans Jónatan
Þrælahald svartur kafli í sögu Dana
Hans Jónatan
» Hörundsdökkur þræll í ný-
lendu Dana í Karíbahafi.
» Eftir flutning til Danmerkur
strauk hann til Íslands í byrjun
19. aldar.
» Var vel tekið, kvæntist hér
og varð verslunarmaður og
bóndi á Djúpavogi.
Kirsten Pflomm
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Íris Róbertsdóttir hefur ákveðið að
gefa kost á sér á lista bæjarmála-
félagsins Fyrir Heimaey, sem stofn-
að var fyrir helgi í Vestmannaeyj-
um.
Íris sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær að framboð hennar ætti
sér ákveðinn aðdraganda því ákveð-
in átök hefðu átt sér stað innan
Sjálfstæðisflokksins í Eyjum.
„Ég fór á þennan stofnfund hjá
Fyrir Heimaey í síðustu viku og mér
leist mjög vel á margt sem þar kom
fram. Félagið á að standa fyrir ýmis
grunngildi, sem snúa að lýðræðis-
legum vinnubrögðum og bættu sam-
félagi. Það var mjög góður andi á
þessum fundi, sem gefur vísbend-
ingar um það sem koma skal. Svo
kom fram þessi áskorun á mig, um
að bjóða mig fram, frá mörgum sem
hafa verið samherjar mínir í pólitík í
langan tíma,“ sagði Íris í samtali við
Morgunblaðið í gær.
Íris segist heyra og finna á því
fólki sem skoraði á hana, að það vilji
efla lýðræðisleg vinnubrögð í stjórn-
málunum í Vestmannaeyjum. „Mig
langar raunverulega að taka þátt í
slíkri vinnu og veit að ég get lagt
mitt af mörkum til þess,“ sagði Íris.
Aðspurð hvort hún væri búin að
segja sig úr Sjálfstæðisflokknum,
sagði Íris: „Ég er búin að senda mið-
stjórn Sjálfstæðisflokksins bréf
varðandi öll mín trúnaðarstörf fyrir
flokkinn og útskýra ákvörðun mína
um að gefa kost á mér á listanum
Fyrir Heimaey.“
Líkt og fram hefur komið var Íris
afar ósátt við það að ákveðið var að
efna ekki til prófkjörs í Sjálfstæð-
isflokknum í Vestmannaeyjum, fyrir
sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí
nk. Íris var spurð hvort óánægja
hennar hefði beinst að öðrum atrið-
um í starfi Sjálfstæðisflokksins í
Vestmannaeyjum og sagði hún svo
vera, en vildi ekki útlista það nánar,
en hún kvaðst hafa gert grein fyrir
aðdraganda málsins í bréfinu til
miðstjórnar.
Leggur áherslu á lýð-
ræðisleg vinnubrögð
Segir framboð sitt eiga sér ákveðinn aðdraganda
eyjar.net/TMS
Framboð Íris býður sig fram fyrir bæjarmálafélagið Fyrir Heimaey.