Morgunblaðið - 17.04.2018, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2018
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Þetta er minningabók umokkur Eggert. Ég hafðifengið inni í Kjarvalsstofu íParís árið 2013 til að sinna
því sem ég var þá að vinna að. Og
Eggert kom með mér. Við vorum í
tvo heila mánuði að vori á þessum
dásamlega stað sem París er. Þá
verður maður svo hrærður og skrifar
í litlu bókina sína hughrif. Og Eggert
var allan tímann að taka ljósmyndir.
En þessi
ljóðabók varð
til miklu síð-
ar, nú þegar
ég hafði tíma
til að setjast
niður milli
bóka og
semja ljóð.
Og þá leitaði
ég fanga í
litlu Parísar-
bókina.
Smám saman
púslaði ég
þessu saman, ljóðum mínum og
teikningum og ljósmyndum hans frá
Parísardvölinni. Ég fann hvað sorgin
við að missa Eggert dýpkaði mig, en
hann lést óvænt rúmu ári eftir Par-
ísardvölina, í lok árs 2014,“ segir Þór-
unn Jarla Valdimarsdóttir, rithöf-
undur og sagnfræðingur, sem sendir
nú frá sér sína þriðju ljóðabók, Villi-
maður í París.
„Ég er svo vel menntuð að ég
geri mér grein fyrir að við erum villi-
menn, en í villimennskunni býr þrótt-
ur. Stoltur villimaður hefur mikla
reisn, eins og eðlilegt dýr,“ segir Þór-
unn og bætir við að ljóðavaxtar-
broddurinn sé alltaf að nema ný
skynlönd, bæði með texta og mynd-
um. „Þegar maður veit að maður fer í
ferðalag, þá ferðast maður í mörgum
víddum. Í grískri goðafræði segir frá
undraskógi þar sem eru ótal lítil vötn,
en hvert vatn er hlið inn í aðra vídd.
Þegar við skynjum söguna þar sem
við förum um, þá stækkar heimurinn
svo mikið. Þá opnast aðrar víddir,
rétt eins og í þessari ljóðabók, þar
opnast fjórða víddin.“
Getur sleikt báðar nasir
Þórunn segir að henni finnist
gott að hvíla sig með því að skrifa
ljóð, þegar hún er þreytt við vinnu á
stórri bók í lausu máli. „Ég fékk kraft
út úr því að vinna þessa ljóðabók,
kraft til að klára bókina um Skúla
fógeta, sem ég er að vinna að núna.
Það sálfræðilega við þetta er að ham-
ingjan sem fylgir því að klára eitt-
hvað, hún varir aðeins í stutta stund.
En að vera á leiðinni að einhverju
göfugu takmarki gerir mann ham-
ingjusaman. Ég er því afar ánægð
núna, ég þarf ekkert að pompa niður
eftir útkomu þessarar bókar. Ég ætla
að reyna að tileinka mér að vera æv-
inlega byrjuð á öðru verkefni þegar
ég klára annað. Svo ég haldi fluginu
og hamingjunni,“ segir Þórunn og
bætir við að hún reyni meðvitað að
skapa í ólíku formi, því hún vill helst
ekki endurtaka sig. Enda skrifar hún
jöfnum höndum sagnfræðirit, ævi-
sögur, skáldsögur og ljóð.
„Endurtekning er fyrir mér
hundleiðinleg, ég hef ekki tíma fyrir
endurtekningar í einu stuttu lífi. Þess
vegna les ég frekar harðkjarna fræði-
bók sem segir mér eitthvað nýtt um
manninn eða tilveruna sem ég vissi
ekki, heldur en að lesa skáldskap sem
er ekki ferskur og segir mér ekkert
nýtt. Ég er til dæmis nýbúin að lesa
bestu bók í heimi, Máttugar meyjar,
eftir Helgu Kress, en hún fjallar um
þátt kvenna í íslenskum fornbók-
menntun, ófrjálsar konur en sterkar
sem neita að láta kúga sig. Af því
skapast átök milli kynjanna sem drífa
frásagnir fornbókmennta áfram.
Þetta er lykilbók um að bókmennta-
sagan útskýrir hvernig orðið var tek-
ið af konum og þær þaggaðar.“
Þórunn segir að hér líkt og ann-
ars staðar í heiminum hafi verið mikil
skáldadýrkun og þá einvörðungu á
karlkyns skáldum. „Ég man eftir
sjálfri mér sem krakka að láta tung-
una ná upp í nefið, því það merkti að
maður væri skáld. Ég var svo mikið
barn að ég fattaði ekki að ég átti ekk-
ert með að vera skáld, því ég væri
Hoppar alltaf út í
þá Signu sem lífið er
Þórunn Jarla Valdimarsdóttir segist óvart hafa orðið rithöfundur. Hún skrifar
jöfnum höndum sagnfræðirit, ævisögur, skáldsögur og ljóð. Nýútkomna ljóðabók,
Villimaður í París, tileinkar hún eiginmanninum heitnum, Eggerti Þór Bern-
harðssyni, sem lést 2014. Hún segir sorgina við að missa Eggert hafa dýpkað sig.
Ljósmynd/Úr ljóðabókinni
Í París Eggert tók þessa mynd af Þórunni að punkta hjá sér hughrif.
Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir
Góð stund Eggert og Þórunn með kettina, Hnoðru, Loðbrand og Rósu.
Náttúrufræðingurinn og
handverkskonan Guðrún
Bjarnadóttir hefur jurta-
litað ull samkvæmt
gömlum hefðum á
vinnustofu sinni í
Hespuhúsinu í Borgar-
firði í mörg ár. Þar mun
hún halda tvö jurtalit-
unarnámskeið í næsta mán-
uði á vegum Endurmenntunar
Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri.
Fyrra námskeiðið er almennt jurtalit-
unarnámskeið og haldið 19. maí, en
það seinna, 26. maí, fjallar um lit-
unaraðferð þar sem indígólitun er
notuð.
Guðrún, sem er hafsjór fróðleiks
um jurtalitun og grasnytjar,
segir m.a. í grein um gras-
nytjar á landnámsöld og
myrkum miðöldum í árs-
riti Sögufélags Borgar-
fjarðar 2017 að til litunar
hafi fjallagrös verið not-
uð til að búa til gulan lit.
Einnig hafi þau með aðstoð
keytu [staðið hland] gefið
rauðan lit, en það hafi verið mikil
fyrirhöfn og tímafrek. Í greininni rek-
ur hún hvernig fólk nýtti sér villtar
jurtir með margvíslegum hætti, að-
allega til matar, drykkjar og lækninga
en líka sem búsáhöld og verkfæri til
að bæta híbýli sín. Og ekki síst til að
lita og fegra klæði.
Endurmenntun Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri
Grasnytjar Guðrún jurtalitar á vinnustofu sinni í Hespuhúsinu.
Jurtir til að lita og fegra klæði
Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is
Góð þjónusta
byrjar með
flottu útliti.
Fatnaður fyrir fagfólk
þú ert koddinn milli fóta minna
þú ert sængin sem faðmar mig
tíminn er ekki til
Kær leikur