Morgunblaðið - 17.04.2018, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 17.04.2018, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2018 PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is skotbómulyftara AG línan frá Manitou býður meðal annars upp á nýtt ökumannshús með góðu aðgengi og útsýni. HANNAÐUR TIL AÐ VINNA VERKIN NÝ KYNSLÓÐ • DSB stjórntakkar • JSM stýripinni í fjaðrandi armi • Stýrð stjórnun og hraði á öllum glussahreyfingum • Virk dempun á bómu Amino bitar Í 30 g pokanumer passlegur skammur af próteini (26,4 g í poka). Inniheldur 88%prótei og engin aukaefni. 88% prótein 100% ánægja Framleiðandi: Tradex ehf, Eyrartröð 11, 220Hafnarfjörður, tradex@tradex.is Harðfiskur // Bitafiskur // Skífur Einfaldle a hollt og gott snakk BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Undirbúningur borgarlínu fer að óbreyttu á nýtt stig í haust með því að þriðji áfangi fer af stað. Dagur B. Eggertsson, borgar- stjóri Reykjavíkur, fjallaði um stöðu málsins í vikulegu fréttabréfi sínu á föstudaginn var. „Þegar við erum búin að samþykkja málið í borgar- stjórn verða nær öll sveitarfélögin á höfuðborgar- svæðinu búin að festa borgarlínu í sessi í sínum skipulagsáætlun- um,“ sagði Dagur þar m.a. Hrafnkell Á. Proppé, svæðis- skipulagsstjóri hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu (SSH), segir Hafnarfjörð, Kópavog, Mosfellsbæ og Seltjarnar- nes hafa samþykkt breytingu á svæðisskipulagi vegna borgarlínu. Afgreiðslan sé í ferli hjá Garðabæ og Kjósarhreppi og megi búast við að hún liggi fyrir um mánaðamótin. Greina frá athugasemdum Hrafnkell segir að þegar sam- þykkt allra sveitarfélaganna liggur fyrir muni svæðisskipulagsnefnd SSH upplýsa um athugasemdir við skipulagið og hvernig brugðist var við þeim, líkt og skipulagslög kveði á um. Svo fari málið til Skipulagsstofn- unar sem hafi það hlutverk að stað- festa skipulagið. Að lokinni auglýs- ingu í b-deild stjórnartíðinda taki breytingin endanlega gildi. Spurður hvaða þýðingu það muni hafa segir Hrafnkell að þá verði borgarlínan „orðin staðföst stefna sveitarfélaga í svæðisskipulagi með leiðbeiningum um hvernig sveitar- félögin útfæri hana nánar í sínum aðalskipulögum“. Hann segir þessa staðfestingu nauðsynlegan undirbúning verkefn- isins, bæði hvað varðar samgöngu- framkvæmdina og uppbyggingu íbúða meðfram borgarlínu. Borgar- línan snúist enda ekki aðeins um samgöngumannvirkin. Sveitarfélög- in þurfi að marka henni pláss í skipu- lagi og byggja upp í kringum hana. Ýmsar tímasetningar og upphæðir hafa verið nefndar í tengslum við undirbúning borgarlínunnar. Raunhæft að byrja 2019 Spurður með hliðsjón af gangi mála hvort raunhæft sé að hefja framkvæmdir við borgarlínu á næsta ári, eða 2020, segist Hrafnkell telja það raunhæft. „Auðvitað vonumst við til að geta byrjað á þessu verk- efni sem fyrst. Sveitarfélögin hafa í samvinnu við samgönguráðuneytið og Vegagerðina lagt fram heildstæð- ar tillögur um uppbyggingu sam- göngumannvirkja á höfuðborgar- svæðinu sem gera ráð fyrir úrbótum á bæði stofnvegum og borgarlínu. Málið er á dagskrá ríkisins og sam- kvæmt fjármálaáætlun eiga viðræð- ur við sveitarfélögin um borgarlínu að hefjast á þessu ári. Undirbúning- ur framkvæmda hefst ekki fyrr en að þeim viðræðum loknum, vonandi á næsta ári,“ segir Hrafnkell. Hann bendir á að undirbúningur- inn skiptist í fimm hluta. Fyrsti áfanginn sé stefnumótun og undir- búningur og gerð nýs svæðisskipu- lags. Næsti áfangi sé mótun heildar- kerfis og legu borgarlínu í svæðis- skipulagi og aðalskipulagi. Þessum áfanga sé nú að ljúka. Næst taki við þriðji áfangi með undirbúningi fram- kvæmda og fjármögnun. Samhliða uppbyggingu borgarlínu sé stefnt að uppbyggingu á þróunarásum með- fram henni. Miðað við þessa tímalínu geti fyrsti áfangi borgarlínu rúllað af stað innan fjögurra ára. Undirbúningur borgarlínu Stefnu- mótun og undirbún- ingur Nýtt svæðis- skipulag Mótun heildar- kerfis Lega í aðal- og svæðisskipu- lögum FjármögnunApríl 2018 Við erum hér Framkvæmdamat Upphafs- fasi Gróf vinsun Undir- búningur Gerð deili - skipulags Útboð og framkvæmdirSamkomulag milli sveitarfélaga, Vegagerðar og samgönguráðuneytis Greiningarvinna á ólíkum leiðum Gróft kostnaðarmat á heildarkerfi Akstur borgarlínu Skoðun á nauðsyn- legum úrbótum á vegakerfinu Formlegt sam- starf milli ríkis og sveitarfélaga Ákvörðun um skiptingu kostnaðar Aðlögun leiðakerfis Strætó Uppbygging á þróunarásum Ákvarðanir um fyrsta áfanga Mat á áhrifum á nærsam- félagið eftir mismunandi útfærslum Nákvæm útfærsla göturýma Hönnunargögn Borgarlína Aðrir innviðir Heimild: SSH Borgarlínan að fara á nýtt stig  Svæðisskipulagsstjóri hjá SSH reiknar með að undirbúningur verkefnisins fari á nýtt stig í haust  Skipulagning íbúða meðfram borgarlínu geti þá hafist  Verkefnið geti jafnvel hafist á næsta ári Hrafnkell Á. Proppé Eins og rakið er í greininni hér til hliðar hefur Hafnarfjörður afgreitt skipulag borgarlínu. Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar, segir að þótt ekki sé gert ráð fyrir borgarlínu í sér- rými á öllum svæðum skipulagsins til ársins 2030 muni hún ganga allar leiðir, þ.m.t. upp á Velli. Leið 1 hjá Strætó gengur milli Hafnarfjarðar og miðborgar Reykjavíkur. Hún er nú ásamt leið 6, miðbær-Grafarvogur, ein vin- sælasta leiðin í kerfinu. Margir námsmenn nota þessar leiðir. Borgarlínan fari upp á Vellina SÝN SKIPULAGSSTJÓRA Í HAFNARFIRÐI Morgunblaðið/Árni Sæberg Í Hafnarfirði Vallahverfið er í mótun. Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.