Morgunblaðið - 17.04.2018, Page 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2018
Suðurhrauni 4210 Garðabæ | Furuvellir 3 600 Akureyri | Sími 575 8000 | samhentir.is
Heildarlausnir
í umbúðum og öðrum rekstrarvörum
fyrir sjó- og landvinnslu
u KASSAR
u ÖSKJUR
u ARKIR
u POKAR
u FILMUR
u VETLINGAR
u HANSKAR
u SKÓR
u STÍGVÉL
u HNÍFAR
u BRÝNI
u BAKKAR
u EINNOTA VÖRUR
u HREINGERNINGAVÖRUR
Allt á
einum
stað
17. apríl 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 98.43 98.89 98.66
Sterlingspund 140.82 141.5 141.16
Kanadadalur 78.1 78.56 78.33
Dönsk króna 16.334 16.43 16.382
Norsk króna 12.679 12.753 12.716
Sænsk króna 11.696 11.764 11.73
Svissn. franki 102.48 103.06 102.77
Japanskt jen 0.9174 0.9228 0.9201
SDR 143.27 144.13 143.7
Evra 121.66 122.34 122.0
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 146.8478
Hrávöruverð
Gull 1340.75 ($/únsa)
Ál 2324.5 ($/tonn) LME
Hráolía 71.94 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Heimavellir
hafa selt erlendum
fjárfestingarsjóði
nýtt hlutafé í félag-
inu, segir í tilkynn-
ingu til Kauphallar-
innar vegna fyrir-
hugaðrar skrán-
ingar á Aðallista.
Ef miðað er við
verðbil tilboðs-
bókar B er verð-
mæti hlutarins 302-374 milljónir
króna. Verðbilið er 1,38-1,71.
Heimavellir munu á næstu dögum
ásamt Landsbankanum funda með fjár-
festum í tengslum við almennt útboð á
nýju hlutafé í félaginu og skráningar á
hlutabréfamarkað.
Áskriftartímabil útboðsins er dagana
7. og 8. maí. Í útboðinu bjóða Heima-
vellir til sölu 750.000.000 nýja hluti í
félaginu, fjölga má seldum hlutum í allt
að 900.000.000 sé eftirspurn fyrir
hendi.
Heimavellir selja til er-
lends fjárfestingarsjóðs
Fasteignir í eigu
Heimavalla.
STUTT
BAKSVIÐ
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Hlutfall innflytjenda af starfandi á
vinnumarkaði hefur farið vaxandi.
Árið 2012 var hlutfallið 9,8% að jafn-
aði en hefur vaxið í 16,5% árið 2017.
Erlendum starfsmönnum fjölgaði
um rúmlega sex þúsund á milli ára í
desember síðastliðnum. Á sama
tíma fækkaði Íslendingum á vinnu-
markaði um 37. Þetta kemur fram í
gögnum Hagstofunnar sem birtust í
gær.
„Við getum ekki á nokkurn hátt
staðið undir hagvexti með íslensku
starfsfólki,“ segir Hannes G. Sig-
urðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins. „Að teknu
tilliti til örorku fjölgar ekki Íslend-
ingum á vinnumarkaði,“ segir hann.
Það þurfi þó að minnsta kosti þrjú
þúsund nýja starfsmenn á ári til að
geta staðið undir 2,5-3% hagvexti.
„Ef hagvöxtur er tvöfalt meiri þarf
tvöfalt fleiri erlenda starfsmenn.
Þetta birtist glöggt í þessum tölum
Hagstofunnar,“ segir Hannes. Hann
bendir á að ferðaþjónusta og bygg-
ingargeirinn séu í miklum vexti.
„Við erum á skeiði vinnuaflsfreks
hagvaxtar.“
Há laun laða að útlendinga
Ásgeir Jónsson, deildarforseti
Hagfræðideildar Háskóla Íslands,
segir að það hafi verið tiltölulega
mikill hagvöxtur hérlendis á undan-
förnum árum og að ekki hefði verið
hægt að taka á móti mikilli fjölgun
ferðamanna nema með liðsinni er-
lends vinnuafls. „Laun hér á landi
eru há í alþjóðlegum samanburði,
einkum laun ófaglærðra sem hafa
hækkað hlutfallslega meira en laun
menntaðra á umliðnum árum. Gengi
krónu hefur einnig styrkst verulega
á sama tíma. Á undanförnum fjórum
árum hafa íslensk laun því hækkað
um 40-50% í erlendri mynt sem lað-
ar að erlent starfsfólk í ferðaþjón-
ustu, fiskvinnslu og byggingarstarf-
semi,“ segir hann.
Hannes segir að hagvöxtur bæti
líf okkar allra. Af þeim sökum bæti
innflutt vinnuafl hag landsmanna.
„Auðvitað felast í því margar áskor-
anir að fá svona
marga útlendinga
til landsins. Við
þurfum að sinna
þeim vel og búa
svo um hnútana
að þeir standi
jafnfætis okkur
hinum sem höfum
búið hér lengi,“
segir hann og
nefnir að mikil-
vægt sé að læra af öðrum þjóðum,
bæði það sem vel hefur tekist og af
mistökum þeirra. Það þurfi m.a. að
kenna þeim íslensku og styðja við
bakið á þeim félagslega.
Frumvarp um keðjuábyrgð
Félagsmálaráðherra lagði fram
lagafrumvarp í gær um réttindi og
skyldur starfsmannaleiga eða er-
lendra fyrirtækja sem senda starfs-
menn til Íslands tímabundið. Hall-
dór Grönvold, aðstoðar-
framkvæmdastjóri ASÍ, segir að í
frumvarpinu sé verið að innleiða
svokallaða keðjuábyrgð. Hann seg-
ist vonast til lögin leiði til þess að
notendafyrirtækin, þ.e. þau sem
nýta sér þjónustu umræddra fyrir-
tækja, vandi sig betur því annars
geta þau þurft að standa undir
launakostnaðinum sjálf.
Beri ríkari ábyrgð
Fram kemur í lagafrumvarpinu
að gert sé ráð fyrir að notendafyr-
irtæki geti borið ábyrgð á vangoldn-
um lágmarkslaunum starfsmanna
þess erlenda fyrirtækis sem veitir
notendafyrirtækinu þjónustu á
grundvelli þjónustusamnings og
ábyrgð notendafyrirtækisins nái
jafnframt til vangoldinna lágmarks-
launa starfsmanna annarra fyrir-
tækja sem hafa gert þjónustusamn-
inga sem byggjast á
þjónustusamningi án þess að um sé
að ræða beint samningssamband
milli notendafyrirtækisins og þess-
ara fyrirtækja.
Ókleift að standa undir
hagvexti án útlendinga
Laun á Íslandi eru há
» Laun hér á landi eru há í al-
þjóðlegum samanburði.
» Einkum laun ófaglærðra
sem hafa hækkað hlutfallslega
meira en laun menntaðra á
umliðnum árum.
» Gengi krónu hefur einnig
styrkst verulega á sama tíma.
» Á undanförnum fjórum ár-
um hafa íslensk laun því hækk-
að um 40-50% í erlendri mynt.
Þurfum þrjú þúsund nýja starfsmenn á ári til að standa undir 3% hagvexti
Hlutfall innflytjenda á vinnumarkaði
15%
12%
9%
6%
3%
0%
2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017
Heimild: Hagstofan
Allir Lögheimili á Íslandi Lögheimili erlendis
Hannes G.
Sigurðsson
Ásgeir
Jónsson
Halldór
Grönvold
Ákveðið hefur verið að hefja sölu-
ferli á Jarðborunum. Jarðboranir
eru í eigu SF III, sem er félag í
rekstri Stefnis hf., einkafjárfesta
og starfsmanna. Þetta kemur fram
í tilkynningu.
Árið 2012 keypti SF III 82% hlut í
Jarðborunum af Íslandsbanka.
Hluthafar SF III eru, samkvæmt
fréttum frá þeim tíma, Festi lífeyr-
issjóður, Gildi lífeyrissjóður, LSR,
Samherji og Stefnir - Íslenski at-
hafnasjóðurinn. Baldvin Þor-
steinsson, forstjóri Jarðborana, á
7,8% hlut í fyrirtækinu, samkvæmt
ársreikningi.
Tekjur fyrirtækisins jukust um
46% á milli ára
og námu 6,2
milljörðum
króna árið 2016.
Hagnaður dróst
hins vegar veru-
lega saman á
milli ára. Hann
nam 303 millj-
ónum króna árið
2016, saman-
borið við 1,5
milljarða árið áður. Þann hagnað
má þó rekja til niðurfærslu skulda
fyrir 1,5 milljarða króna.
Íslandsbanki hefur umsjón með
söluferlinu.
Bjóða fjárfestum Jarðboranir til sölu
Baldvin
Þorsteinsson
Afkoma Origo, sem skráð er í
Kauphöll, verður lakari á fyrsta
fjórðungi ársins en á fyrsta árs-
fjórðungi í fyrra. Áætlað er að fé-
lagið tapi 30-40 milljónum króna á
fyrsta fjórðungi í árs, borið saman
við 70 milljóna króna hagnað á
sama tíma í fyrra. Þetta kemur
fram í afkomuviðvörun.
Áætlaðar tekjur félagsins á
fyrsta ársfjórðungi eru um 3.750
milljónir króna samanborið við
3.996 milljónir á sama tíma árið
2017. Gert er ráð fyrir að rekstrar-
hagnaður félagsins fyrir afskriftir,
fjármagnsliði og skatta (EBITDA)
verði um 105 milljónir króna sam-
anborið við 242 milljóna króna árið
2017.
Lakari rekstrarniðurstöðu má
rekja til nokkurra þátta. Megin-
ástæðan er minni vörusala hjá
Origo samanborið við fyrsta árs-
fjórðung 2017 og hækkandi launa-
kostnaður. Í byrjun árs tók félagið
upp nýtt nafn og sameinaði tvö inn-
lend dótturfélög við móðurfélagið.
Mikil vinna og kostnaður hefur far-
ið í sameininguna og hefur félagið
varið hærri fjármunum á fjórð-
ungnum í markaðsstarf og endur-
mörkun samanborið við fyrri tíma-
bil. Einskiptiskostnaður á fyrsta
ársfjórðungi vegna ofangreinds er
áætlaður um 50 milljónir króna,
segir í tilkynningu.
Félagið vinnur enn að uppgjöri
fyrsta ársfjórðungs.
Origo boðar 30-40 milljóna króna tap