Morgunblaðið - 17.04.2018, Page 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2018
✝ Einar HaukurKristjánsson
fæddist í Ytra-
Skógarnesi á Snæ-
fellsnesi 25. ágúst
1930. Hann and-
aðist á hjúkrunar-
heimilinu Hrafn-
istu í Kópavogi 3.
apríl 2018.
Foreldrar hans
voru Sigríður Kar-
ítas Gísladóttir, f.
7. febrúar 1891, d. 15. nóv-
ember 1988, húsm. og bóndi í
Ytra-Skógarnesi, og Kristján
Ágúst Kristjánsson, f. 4 ágúst
1890, d. 4. júlí 1934, bóndi og
skjalavörður Alþingis. Einar
var sjöundi í röðinni af níu
ir Einars og Jónu Önnu er
Lilja Rós, f. 1974, sambýlis-
maður hennar er Árni Claes-
sen, f. 1974, og eiga þau þrjú
börn: Önnu Rós, f. 2008,
Andra, f. 2012, og Bjarka, f.
2016.
Einar lauk cand. oecon. frá
HÍ árið 1960. Hann starfaði
hjá Vegagerð ríkisins frá
1956-1999 þar sem hann var
skrifstofustjóri frá 1964 og
forstöðumaður fjárreiðudeild-
ar frá 1990. Einar starfaði
einnig mikið með Ferðafélagi
Íslands, m.a. sem leið-
sögumaður, var ritari í stjórn
félagsins 1978-81 og ritaði
meginhluta Árbóka ferða-
félagsins 1982 og 1986. Auk
þess ritaði hann greinar um
ferðamál í dagblöð og tímarit,
m.a. Útivist. Einnig erindi í
útvarp.
Útför Einars fer fram frá
Langholtskirkju í dag, 17. apr-
íl 2018, klukkan 15.
systkinum en þau
eru Hanna, f.
1922, d. 1979,
Baldur, f. 1923, d.
1994, Jens, f.
1925, d. 2015,
Auður, f. 1926, d.
2008, Unnur, f.
1926, d. 2005,
Arndís, f. 1929, d.
2007, Jóhanna, f.
1932, d. 2007, og
Kristjana, f. 1934,
d. 2017.
Sambýliskona Einars var
Jóna Anna Sigurðardóttir, f.
1940, d. 2013. Foreldrar henn-
ar voru Anna María Jacobsen,
f. 1917, d. 1976, og Sigurður
Jónsson, f. 1914, d. 2006. Dótt-
Einar Haukur var náttúru-
barn af guðs náð sem ólst upp í
stórum hópi systkina í Ytra-
Skógarnesi á Snæfellsnesi. Þar
bjó hann til 18 ára aldurs og
lærði ungur að njóta alls hins
besta í íslenskri náttúru við
Löngufjörur, umkringdur fögr-
um fjöllum með Jökulinn í önd-
vegi. Það hafði mikil áhrif á
æsku Einars þegar faðir hans
andaðist snögglega og móðir
hans stóð þá ein uppi með níu
börn, það elsta 12 ára en það
yngsta aðeins fjögurra mánaða.
Hún hélt samt búskapnum
ótrauð áfram ásamt föður sínum
með dyggri aðstoð tengdamóð-
ur, vinnumanna og barnanna.
Störf til sveita á þessum tíma
voru að mestu þau sömu og
höfðu verið stunduð frá upphafi
Íslandsbyggðar þar sem engin
nútímatækni var komin til sög-
unnar. Heyjað var með orfi og
ljá, hestvagnar notaðir til flutn-
inga og sækja þurfti vatn langar
leiðir. Snemma kom í ljós að
Einar var gæddur miklum gáf-
um og braust hann til mennta.
Hann þurfti að vinna með nám-
inu og taka hluta þess utan skóla
en með mikilli elju og dugnaði
lauk hann cand.oecon-prófi í við-
skiptafræði. Einar starfaði síðan
hjá Vegagerðinni alla sína
starfsævi. Sem ungur maður
veiktist hann af berklum en með
þrautseigjuna að vopni vann
hann sig í gegnum þá erfiðleika.
Aldrei lét hann veður og vind
stöðva sig enda fengum við oft
að heyra að veður væri í eðli
sínu ekki gott eða vont heldur
þyrfti bara að klæða sig rétt.
Það var síðan mikið gæfuspor
fyrir Einar þegar hann kynntist
Önnu Jónu, en með henni eign-
aðist hann góðan lífsförunaut og
ferðafélaga. Einar var sérstak-
lega umhyggjusamur og allt
fram á síðasta dag hugsaði hann
fyrst og fremst um velferð ann-
arra. Hann var líka einstakt
ljúfmenni og aldrei sá ég hann
skipta skapi eða hallmæla
nokkrum manni enda tókst hon-
um alltaf að sjá það besta í öll-
um. Fróðari og víðlesnari mann
hef ég ekki hitt auk þess sem
hann bjó yfir þeim hæfileika að
muna allt sem hann las. Saga,
náttúra landsins og þjóðlegur
fróðleikur voru honum þó sér-
staklega hugleikin en hann safn-
aði líka að sér miklu bókasafni
sem endurspeglaði fjölþættan
áhuga á mönnum og málefnum.
Snyrtimennska og vandvirkni
voru Einari í blóð borin og öll
hans verk óaðfinnanlega unnin
sama hvaða nafni sem þau nefn-
ast. Hann hafði líka sérstak lag
á því að setja saman góðan texta
eins og verk hans á ritvellinum,
s.s. skrif hans í Árbækur Ferða-
félagsins, bera vitni um. Hann
var á undan sinni samtíð þegar
kom að hálendisferðum og um-
hverfisvernd og strax upp úr
1960 var hann í hópi frumkvöðla
hjá Ferðafélaginu sem voru
óþreytandi við að ferðast um
fjöll og firnindi.
Á þessum tíma efldist mjög
starf Ferðafélagsins þar sem
Einar ásamt félögum sínum
lagði ómælda sjálfboðavinnu í
reisa ný sæluhús og endurnýja
og stækka þau sem fyrir voru.
Hin síðari ár fækkaði ferðum
Einars með Ferðafélaginu en
áfram snérist lífið um útivist,
göngur og hjólaferðir. Hann
hélt þreki og orku fram yfir átt-
rætt og hin síðari ár hjólaði
hann mikið auk þess sem þau
Anna Jóna voru dugleg að þeyt-
ast um landið meðan hennar
naut við.
Á vorin kom ferðahugurinn
yfir Einar og núna í byrjun apríl
kvaddi hann okkur fyrir sína
hinstu ferð. Nærveru og hlýju
Einars verður sárt saknað en
hann kannar nú nýjar leiðir til
betri heima og eins og hann
sagði sjálfur þá skulum við líta
til hækkandi sólar og fagna
komandi sumri með söng í mýri
og mó, fjallafegurð og blómum í
haga.
Árni Claessen.
Einar Haukur
Kristjánsson
Ég man þegar
hann fæddist. Það
var síðla í nóvem-
ber upp úr miðri
síðustu öld og við börnin af báð-
um heimilunum á Gýgjarhóli vor-
um send á næsta bæ svo að ekki
yrði ónæði af okkur meðan á
fæðingunni stóð. Þá var enginn
sími og ekki hægt að gera við-
vart svo að við komum heldur
fljótt heim aftur, móðirin rétt bú-
in að skila drengnum í heiminn.
Vorið eftir var hann orðinn nógu
státinn til að okkur var trúað fyr-
ir að gæta hans úti. Þessa minn-
ist ég sérstaklega vegna þess að
við höfðum eitt sinn nærri misst
Ragnar Lýðsson
✝ Ragnar Lýðs-son fæddist 24.
nóvember 1952.
Hann lést 31. mars
2018.
Útför Ragnars
fór fram 14. apríl
2018.
hann í vatnspoll, en
allt fór það vel. Í
endurminningunni
þjóta æsku- og ung-
lingsárin hjá þó að
áður fyrr hafi oft
verið eins og tíminn
stæði kyrr. Áður en
varði voru öll börnin
á bæjunum orðin að
fullorðnu ungu fólki,
uppteknu við vinnu
og nám og ný kyn-
slóð tekin við hlutverki barnanna.
Ragnar fór suður í skóla og bjó
þá hjá okkur Guðna í Kópavogi.
Þar hlaut hann vináttu barna
okkar, enda átti hann gott með að
umgangast börn, glaðlyndur sem
hann var og þó fastur fyrir. Svo
var Raggi allt í einu sjálfur orð-
inn fjölskyldumaður, eignaðist
fjögur mannvænleg og dugleg
börn sem hafa spjarað sig vel.
Kynslóðir koma, kynslóðir
fara. Fyrir örfáum vikum hitti
gömul kona ungan Ragnar og
horfði á hann hlaupa um, glaðan
og léttfættan, eins og afi hans og
nafni gerði fyrir meira en 60 ár-
um. Þá áttum við eldra fólkið
góða stund og rifjuðum upp atvik
liðins tíma. Þetta er dýrmæt
minning, engan grunaði hve
skammt var í leiðarlok. Við aust-
urbæjarfólk sendum aðstand-
endum Ragnars okkar dýpstu
samúðarkveðjur og biðjum al-
mættið að gefa þeim styrk og
ljós í hjarta á erfiðum tímum.
Inga Kristjánsdóttir.
Þær komu eins og þruma úr
heiðskíru lofti fréttirnar um að
Ragnar Lýðsson væri látinn.
Maður varð dofinn og vissi ekk-
ert hvernig maður ætti að haga
sér, það var eins og að maður
væri búinn að missa náinn ætt-
ingja. Það eru akkúrat 30 ár síð-
an Raggi var fenginn til að vera
yfirsmiður að nýrri garðyrkju-
stöð fyrir föður minn og móður,
sem fékk nafnið Garðyrkjustöðin
Stórafljót.
Raggi var hagleikssmiður á
járn og tré og mjög vandaður við
allt sem hann tók sér fyrir hend-
ur. Ég varð þess heiðurs aðnjót-
andi að vinna með honum við
þessa byggingu og var ég búinn
að vera í námi í vélvirkjun og
rennismíði og ég fékk þarna góða
kennslu frá Ragga við rafsuðu og
allt sem við kom reisingu á gróð-
urhúsi. Eftir að búið var að loka
húsinu tók við vinna við að sjóða
miðstöð í gróðurhúsið, þar
kenndi Raggi mér allt sem ég get
notfært mér í dag við uppsetn-
ingu miðstöðvar í gróðurhúsum
og á ég honum mikið að þakka í
þeim efnum.
Eftir þetta tók svo við vinna
hjá okkur við að reisa pökkunar-
skúr við garðyrkjustöðina, ég
verð að segja að betri manni gat
maður ekki hugsað sér að vinna
með, alltaf eins í vinnunni og
maður vissi alveg hvar maður
hafði hann. Þessi tími er mér
ógleymanlegur, líka vegna þess
að Raggi veigraði sér ekkert við
að láta unga manninn hafa flókin
og krefjandi verkefni. Enda þeg-
ar ég hitti hann síðast spurði
hann mig hvað ég væri að gera í
garðyrkjunni og ég sagðist vera
að sjóða miðstöð í gróðurhús, þá
brosti hann og sagði, þar ert þú í
réttu vinnunni.
Það er þyngra en tárum taki
að hann hafi kvatt þennan heim,
maðurinn sem maður hefur um-
gengist allt frá því er maður var
krakkasnáði.
Ég votta börnum hans og
barnabörnum mína dýpstu sam-
úð á þessum erfiðu stundum.
Sigurjón Sæland.
Brokkkórinn er dæmigerður
kór þar sem sönggleðin er í fyr-
irrúmi og einnig deila meðlimir
áhuga á hestum, íslenskri nátt-
úru og útivist. Eftir margra ára
sameiginlegt kórstarf myndast
einlæg vinátta á meðal kórfélaga.
Vikulega er hópast saman á æf-
ingar og gleðin er í fyrirrúmi en
nú setur alla hljóða. Kórinn hef-
ur misst úr sínum röðum ástkær-
an vin, Ragnar Lýðsson er látinn
langt um aldur fram. Hjálpsam-
ur, jákvæður og ávallt til staðar
hvert sem verkefnið var hvort
sem kom að því að syngja á sviði
með hópnum sínum á erlendri
grund eða byggingarvinna á
heimilum kórfélaga. Hæglátur
húmoristi og hvers manns hug-
ljúfi. Hann gat brugðið á leik, sér
í lagi á ferðalögum kórsins og
söng þá af mikilli snilld gaman-
vísur ættaðar úr Flóanum við
mikla kátínu viðstaddra. Jafnan
söng hann svo undirstöðunótur
bassaraddarinnar, nákvæmur og
traustur.
Kórfélagar brosa nú að minn-
ingum þegar kórinn fór árið 2013
til Berlínar til að syngja á heims-
meistaramóti íslenska hestsins,
undirbúningurinn var mikill og
huga þurfti að mörgu eins og
hverjir deildu saman herbergi á
hótelinu. Rétt fyrir brottför fékk
undirbúningsnefndin beiðni um
að nú þyrfti að stokka upp í
þeirri niðurröðun því Ragnar og
Sigurlaug ætluðu að vera saman
í herbergi. Þannig opinberuðu
þau samband sitt sem þróast
hafði úr vináttu í kórstarfi um
nokkurra ára skeið í ástarsam-
band. Brokkkórinn hélt af stað
til Berlínar um sumarið og nú
ylja minningar um Ragnar og
Sigurlaugu leiðast um í þeirri
Innilegar þakkir til þeirra sem auðsýndu
samúð vegna andláts, föður okkar, afa
og langafa,
HELGA ÓLAFS BJÖRNSSONAR,
Læk,
Skagaströnd,
og heiðruðu minningu hans.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Skjóls.
Björn Helgason Ásta Harðardóttir
Sigrún Helgadóttir Alfred G. Matthíasson
Anna Helgadóttir Gunnar Kristófersson
Jóhann Helgason
Tómarúmið um-
lykur, þögn, lífs-
neistinn horfinn.
Sorgin heltekur
hugann, tárin úr
augunum renna. Nú er enginn
til að hugga, aðeins minningar
sem gefa manni styrk til að
halda áfram þó svo mikið hafi
verið tekið. Fagrar minningar
um móður sem hlúði að því sem
þurfti á því að halda. Konu sem
kenndi, konu sem gaf af sér
hlýju og vernd. Kona sem var af
þeirri kynslóð sem átti höfð-
ingja.
Dagur míns heims varð helsvört nótt.
Hann hvarf eins og stjarnan í
morgunbjarma.
Guðsdyrnar opnuðust hart og hljótt
Hirðsveinar konungsins réttu út arma.
(Einar Benediktsson)
Nú hefur hún móðir mín, Erla
Hafsteinsdóttir, kvatt sitt jarðlíf.
Ekki átti ég von á því fyrir mán-
uði síðan að hún mundi fara svo
fljótt. Hin illvígi sjúkdómur sem
vísindin ráða svo illa við tók
heilsu hennar og líf. Hún barðist
allt til enda af æðruleysi og með
vonina að vopni. Við börnin
hennar og barnabörn vorum hjá
henni hvern einasta dag í þenn-
an rúma mánuð sem baráttan
tók.
Mín kæra móðir var einstök
kona. Móður- og ömmuhlutverk-
ið var henni svo eðlislægt að ein-
stakt var. Það höfum við verið
að rifja upp afkomendur hennar
með því að líta yfir minningar á
myndum. Ólst upp í sex systkina
hópi við gott atlæti umvafin
hlýju foreldra sinna þar sem
ekkert skorti. Nám var henni
einstaklega létt, þá sérstaklega
stærðfræði og eðlisfræði. Nutum
við börnin hennar góðs af því í
okkar skólagöngu og erfðum.
Tók sér það fyrir hendur að
kenna þessar greinar í unglinga-
skólanum í Húnaveri á sjöunda
áratugnum. Í uppvexti mínum
man ég ekki eftir öðru en alltaf
væri fullt hús af fólki sem fékk
veitingar og jafnvel gistingu.
Alltaf var nóg handa öllum þó
foreldrar mínir væru ekki fjáð
en samt alltaf nóg. Mörg voru
börninn í sveit hjá okkur og
jafnvel heilu fjölskyldurnar
teknar inn á heimilið. Mann-
gæska var mömmu svo eðlislæg.
Hún var kosin oddviti sinnar
sveitar árið 1982 þegar deilur
um Blönduvirkjun stóðu sem
Erla Hafsteinsdóttir
✝ Erla Hafsteins-dóttir fæddist
25. febrúar 1939.
Hún lést 8. apríl
2018.
Útför Erlu fór
fram 14. apríl 2018.
hæst og sinnti því
starfi í tvo áratugi
af festu og öryggi.
Fetaði þar í fótspor
föður síns sem var
maður mikilla fram-
fara í sínu sam-
félagi. Sat í stjórn
ýmissa félaga og
stofnana. Hvernig
kom hún þessu öllu
í verk sem hún tók
sér fyrir hendur er
aðdáunarvert. Ekki voru þær
færri vinnustundirnar við bú-
skapinn og heimilið.
Í október síðastliðnum fórum
við börnin hennar og tengda-
börn í ferðalag til Bandaríkj-
anna til að heimsækja Hafrúnu
systur sem þar býr. Mér fannst
hún á þeirri stundu yngjast upp
þegar hún hafði okkur öll til að
siða okkur aðeins til.
Nú við leiðarlokin er gott að
ylja sér við góðar minningar um
móður sem var svo mild og hlý.
Sterkur karakter allt fram á síð-
ustu stundu. Hafi hún þökk fyrir
uppeldið og atlætið.
Fegursta kona í lífi sérhvers
mans er móðir hans. Með sökn-
uði.
Þinn sonur,
Örn.
Þegar sorgin knýr dyra hjá
manni fer hálfgerður tilfinninga-
rússíbani af stað. Það tekur smá
tíma að greiða úr flækjunni en
þegar um hægist þá er eitthvað
sem stendur upp úr og þegar ég
sit hér og rita nokkur orð til að
minnast hennar Erlu tengda-
móður minnar þá er það fyrst og
fremst þakklæti sem er mér í
huga. Þakklæti fyrir að hafa
eignast hann Bjössa og að hon-
um fylgdi þessi frábæra fjöl-
skylda með þau heiðurshjón
Erlu og Frigga í fararbroddi.
Þau voru einstök og kenndu mér
svo margt. Óeigingjarnara fólki
hef ég ekki kynnst um ævina,
sama hvað mann vantaði. Þau
voru einfaldlega til staðar fyrir
hvað sem þurfti. Þegar ég fór að
hugsa til baka þegar Erla var
farin frá okkur minntist ég mest
endalausra stunda við eldhús-
borðið. Þar hefur margt verið
spjallað um lífið og tilveruna.
Þegar ég sótti Erlu í Gil til að
fara með hana til læknis á Ak-
ureyri fyrir sex vikum var ég
snemma á ferðinni og í stað þess
að flýta mér eins og svo oft, þá
settumst við eldhúsborðið og
spjölluðum drjúga stund. Mikið
sem ég er þakklát fyrir það í
dag þegar það er ljóst að hún
átti ekki afturkvæmt að borðinu
sínu á Gili.
Ég minnist líka margra
stunda við fjárrag. Erla var
skepnumanneskja mikil og hafði
ákaflega gaman af kindunum
sínum. Fyrir mörgum árum
völdum við saman lífgimbur
bara af því hún var svo fallega
gul í framan og með dökk horn.
Eitthvað var nú Bjössi hneyksl-
aður á þessu vali, það skipti nú
líklega ekki máli hvernig andlit-
ið væri. Þessi gimbur fékk að
sjálfsögðu nafnið Erla og hann
er orðinn stór ættboginn hennar
í hjörðinni minni og ég þreytist
ekki að minna Bjössa á hvað við
höfðum miklu meira vit á þessu
en hann.
Það er mikið skarð í lífinu
okkar en við verðum að reyna að
fylla það með minningum um
góða móður, tengdamóður og
ömmu. Hafsteinn Máni spurði
um daginn hvernig í ósköpunum
lífið ætti að vera núna og hver
ætti að búa til hrísgrjónabúðing-
inn um jólin. Ég hef meiri
áhyggjur af lummunum því eng-
inn bjó til betri lummur en
tengdamamma. En þetta er víst
gangur lífsins og við verðum að
sætta okkur við það. Ég alla-
vega þakka fyrir frábæra
tengdamóður og hlýja mér við
minningarnar.
Erla, góða Erla,
ég á að vagga þér.
Svíf þú inn í svefninn
í söng frá vörum mér.
Kvæðið mitt er kveldljóð
því kveldsett löngu er.
Hart er mannsins hjarta
að hugsa mest um sig.
Kveldið er svo koldimmt,
ég kenndi í brjósti um mig.
Dýrlega þig dreymi,
og drottinn blessi þig
(Stefán frá Hvítadal.)
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Þín,
Harpa.
Nú hefur amma mín og nafna
lokið sínu jarðneska lífi og sorg-
in virðist óyfirstíganleg.
Flest verðum við þeirrar
gæfu aðnjótandi í lífinu að eiga
ömmu og afa. Ég naut hins veg-
ar algerra forréttinda í þeim
efnum. Ég ólst upp að stórum
hluta á heimili þar sem fjórir
ættliðir sátu við sama eldhús-
borðið en það er nokkuð sem er
fólki af minni kynslóð orðið
framandi. Fyrir mér var það líf-
ið, hinn eðlilegasti hlutur en ein-
mitt það, að fá að alast upp í
þessari nálægð við ömmu, afa og
langömmu hefur líklega verið
mín helsta mótun í lífinu.
Amma var alltaf minn helsti
ráðgjafi í lífinu hvort sem kom
að barnauppeldi, félagsmálum,
skepnuhaldi, mannlegum sam-
skiptum, heimilishaldi eða öðru.
Oft þegar málin eru rædd á
mínu heimili kemur upp hvað