Morgunblaðið - 17.04.2018, Blaðsíða 27
frá Gagnfræðaskóla Vesturbæjar og
stúdentsprófi frá MR 1968 og hóf
fiðlunám við Tónlistarskóla Reykja-
víkur, 11 ára, en kennari hans var
Ingvar Jónasson, konsertmeistari í
Sinfóníuhljómsveit Íslands. Daníel
hóf nám við Alþjóðlega foringjaskóla
Hjálpræðishersins í Lundúnaborg
1969 og útskrifaðist og vígðist sem
foringi vorið 1971.
Daníel var aðstoðarforingi í
Björgvin, 1. flokki, í hálft ár en í árs-
byrjun 1972 fluttu þau hjónin, nýgift,
til Ísafjarðar og ráku Gistiheimili
Hjálpræðishersins og samkomustarf
í nálægt þrjú ár. Næstu þrjú árin
voru þau safnaðarleiðtogar í Reykja-
vík, störfuðu í tvö og hálft ár í No-
todden og Flekkefjord, voru tvívegis
yfirforingjar Hjálpræðishersins á
Íslandi og í Færeyjum í samtals 13
ár, en þess á milli æskulýðsleiðtogar
í Osló og nágrenni í þrjú ár. Þau
fengu skipun til Norður-Noregs
1995 og störfuðu þar í nokkur ár, síð-
an innan Hjálpræðishersins í Finn-
landi í sex ár og síðan sex í Dan-
mörku, en í júní 2013 létu þau af
störfum og búa nú í Haugesund, á
bernskuheimili Önnu.
Daníel hefur mikinn áhuga á tón-
list og hjónin nota mikið söng og tón-
list í starfi sínu. Daníel leikur í lúðra-
sveit Hjálpræðishersins í
Haugesund og stjórnar söng-
kórnum.
Fjölskylda
Daníel kvæntist 18.12. 1971 Anne
Gurine Eide Óskarsson, f. 2.1. 1946,
hjálpræðishersforingja. Foreldrar
Anne Gurine: Jakob Johan Eide, f.
10.3.1919, d. 21.4. 2009, vélvirki, og
k.h., Johanne Eide, f. 10.3. 1919, d.
21.4. 2009, húsfreyja.
Börn Daníels og Anna Gurine eru:
1) Ester Daníelsdóttir van Gooswilli-
gen, f. 15.2. 1973, hjálpræðishersfor-
ingi í Egersundi í Noregi, en maður
hennar er Wouter Johannes van
Gooswilligen hjálpræðishersforingi
og eru barnabörnin Aron Daníel
Wouterson van Gooswilligen, f. 1998,
Moira Ruth, f. 2000, og Silje Gurine,
f. 2002; 2) Inger Jóhanna Daníels-
dóttir, f. 12.9. 1974, yfirþroskaþjálfi,
búsett í Mosfellsbæ en maður henn-
ar er Jónas R. Viðarsson, faglegur
leiðtogi hjá Matís, og er dóttir þeirra
Rake, f. 2009, og 3) Daníel Óskar
Daníelsson, f. 15.2. 1982, söngvari,
söngkennari og talmeinafræðingur í
Osló og eru synir hans Ísak Maart-
mann Daníelsson, f. 2008, og Birkir
Maartmann Daníelsson, f. 2012.
Systkini Daníels: Rannveig Ósk-
arsdóttir, f. 19.11. 1944, sjúkraliði á
Akureyri; Hákon Óskarsson, f. 6.7.
1946, fyrrv. menntaskólakennari og
leiðsögumaður í Reykjavík; Óskar
Óskarsson, f. 3.10. 1953, d. 28.12.
1996, og Miriam Óskarsdóttir, f.
27.6. 1960, hjálpræðishersforingi í
Kopervik í Noregi.
Foreldrar Daníels: Óskar Jóns-
son, f. 4.6. 1916, d. 23.1. 2002, og
Ingibjörg Jónsdóttir, f. 5.5.1921, d.
4.5. 2011, hjálpræðishersforingjar á
Íslandi, í Færeyjum, Danmörku og
Noregi.
Daníel Óskarsson
Pálína Margrét Jónsdóttir
húsfreyja í Miðlandi, Öxnadal
Sigurður Sigurðarson
b. á Þorleifsstöðum í Blönduhlíð
Rannveig Sigurðardóttir
húsfreyja á Akureyri
Jón Sigurðsson
verkam. á Akureyri
Ingibjörg Jónsdóttir
foringi í Hjálpræðishernum á
Íslandi, í Noregi og í Danmörku
Jakobína Jónsdóttir
húsfreyja á Akureyri
Sigurður Jón Benedikt Jónsson
síldarmatsmaður á Akureyri
Miriam Óskarsdóttir foringi
í Hjálpræðishernum í Noregi
og fyrrv. trúboði í Panama
Óskar Óskarsson foringi í
Hjálpræðishernum á Ísafirði og í Osló
Rannveig Agnethe
Jóna Óskarsdóttir
sjúkraliði á Akureyri
Óskar Einarsson
tónlistarmaður og
kórstjóri í Fíladelfíu
og Lindakirkju
Larssen
fæddur í
Noregi
Agnethe Matthildur Jónsson
húsfreyja í Rvík
Jón Jónsson
trésmiður í Rvík
Ingibjörg Guðmundsdóttir
húsfreyja í Kolbeinsvík
Jón Sigurðsson
b. í Kolbeinsvík, Árnessókn
Úr frændgarði Daníels Óskarssonar
Jón Óskar Jónsson
foringi í Hjálpræðishernum á
Íslandi, í Noregi og í Danmörku
Hákon Óskarsson
ffræðingur, kennari
og leiðsögum. í Rvík
lí
Kjartan Hákonarson
tónlistarmaður og
lyfjafræðingur
Afmælisbarnið Daníel Óskarsson.
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2018
Indriði Indriðason fæddist áYtra-Fjalli í Aðaldal 17.4. 1908.Foreldrar hans voru Indriði
Þórkelsson, bóndi, skáld, ættfræð-
ingur og oddviti á Ytra-Fjalli, og
k.h., Kristín Sigurlaug Friðlaugs-
dóttir húsfreyja.
Föðurbróðir Indriða var Jóhann-
es, faðir Þorkels háskólarektors.
Indriði oddviti var sonur Þórkels,
Guðmundssonar, bónda á Syðra-
Fjalli, af Sílalækjarætt, en Kristín
var dóttir Friðlaugs Jónssonar,
bónda á Hafralæk, af Hólmavaðs-
ætt, bróður Friðjóns, föður skáld-
anna Guðmundar á Sandi og Sigur-
jóns á Litlulaugum.
Eiginkona Indriða var Sólveig
Jónsdóttir og áttu þau þrjú börn.
Indriði stundaði nám í ensku og
enskum bókmenntum í San Fran-
cisco, nam þar múrsmíði og vann þar
við tré- og múrsmíði, var bóndi á
Grenjaðarstað í Aðaldal, á hálfu Að-
albóli, var starfsmaður ÁTVR, bók-
haldari og smiður, stundaði nætur-
símavörslu við Landsímann og var
fulltrúi á Skattstofu Reykjavíkur.
Indriði var einn af stofnendum
Landssambands ungra framsóknar-
manna 1939, sat í stjórn Félags
Vestur-Íslendinga, í stjórn Félags
Þingeyinga í Reykjavík, sat í stjórn
Félags ísl. rithöfunda og í stjórn Rit-
höfundasambands Íslands. Hann sat
í framkvæmdanefnd Stórstúku Ís-
lands, var stórtemplar, sat í stjórn
Reglu musterisriddara frá stofnun
og í stjórn Þjóðræknisfélags Íslend-
inga, var formaður Ættfræðifélags-
ins og formaður Myntsafnarafélags
Íslands. Hann var heiðursfélagi
Stórstúku Íslands, Ættfræðifélags-
ins, Myntsafnarafélagsins, Félags
íslenskra rithöfunda, Íslenska
mannfræðifélagsins, Reglu must-
erisriddara og var riddari fálkaorð-
unnar frá 1978.
Eftir Indriða liggja ýmis rit en
þekktust eru þó Ættir Þingeyinga I-
IV, 1969-83, og Ættir Þingeyinga,
ásamt öðrum, V. og XV. bindi. Þá
þýddi hann og sá um útgáfu nokk-
urra rita.
Indriði lést 4.7. 2008.
Merkir Íslendingar
Indriði
Indriðason
90 ára
Ásta Arnórsdóttir
Guðbjörg Bergþóra
Árnadóttir
85 ára
Jón Hilberg Sigurðsson
Poul Jansen
Þórður Magnússon
80 ára
Guttormur Sigfússon
Kristín Gissurardóttir
75 ára
Inga Hrönn Jónasdóttir
Sigurjón Norberg Ólafsson
Stefán Karlsson
Vigdís Þórðardóttir
Þórarinn Ögmundur
Helgason
Þórey Guðný Eiríksdóttir
Þór Ragnarsson
70 ára
Guðbjörn Gunnarsson
Hrafnhildur
Kristjánsdóttir
Hrefna Gunnlaugsdóttir
Jóhanna Stefánsdóttir
Jón Valtýsson
Karl Ragnarsson
Sigþór Sævar Hallgrímsson
60 ára
Adam Kozlowski
Eggert Guðjónsson
Elías Rúnar Reynisson
Erlingur Jóhann Erlingsson
Erna M. Valbergsdóttir
Hafdís H. Ingimundardóttir
Jóhannes Árnason
Jón Steinar Ólafsson
Katrín Úrsúla Harðardóttir
Kristín Erla Björnsdóttir
Kristín Sveinsdóttir
Kristján Björn Ólafsson
Sandra Svavarsdóttir
Sigríður Þ. Ingólfsdóttir
Sveinn K. Sveinsson
Þórunn I. Hjartardóttir
50 ára
Aðalsteinn Þ. Jónsson
Cezary Ziemba
Hildur Georgsdóttir
Ingvar Georg Georgsson
Jóhanna G. Ólafsdóttir
Jónína A. Sigurbjörnsdóttir
Kristín Helga Káradóttir
Sigfús G. Guðmundsson
Sigríður Steinmóðsdóttir
40 ára
Anna Teitsdóttir
Guðmundur Sveinsson
Hlynur Þór Björnsson
Ilona Anita Alejnikow
Iwona Mocek
Ragnar Haukur Ragnarsson
Skúli Þór Gunnsteinsson
Tómas Þór Ellertsson
30 ára
Agnes Helga Sigurðardóttir
Alexander Steinarsson
Söebech
Almar Þorvaldsson
Antonía H. Guðmundsdóttir
Bragi Jónsson
Brynjar Örn Jensson
Dominik R. Gruszczynski
Fannar Hilmarsson
Halldór K. Guðmundsson
Ingibjörg Hansdóttir
Krzysztof Kiedos
Marcin Wojciech Broda
Nimrod Haim Ron
Ólöf Stefánsdóttir
Sigurbjörn Kristjánsson
Sigurður Eggertsson
Ugis Boze
Þórey Richardt Úlfarsdóttir
Þórunn Ólafsdóttir
Til hamingju með daginn
30 ára Þórunn ólst upp í
Kópavogi, býr í Garðabæ,
lauk ML-prófi í lögfræði
og er lögmaður á SKR
Lögfræðiþjónustu slf.
Maki: Fannar Páll Aðal-
steinsson, f. 1986, mark-
aðsstjóri 66° Norður.
Systkini: Lísa Ólafsdóttir,
f. 1973, og Arna Ólafs-
dóttir, f. 1989.
Foreldrar: Guðbjörg Hall-
dórsdóttir, f. 1958, geisla-
fræðingur og Ólafur Ein-
arsson, f. 1950, læknir.
Þórunn
Ólafsdóttir
30 ára Þórey býr í Vík,
lauk sveinsprófi í snyrti-
fræði og var að opna
Smiðjuna Brugghús í Vík.
Maki: Sveinn Sigurðsson,
f. 1979, vinnur við bruggið
og er aðstoðarverslunar-
stjóri hjá Icewear.
Synir: Almar Dorri, f.
2014, og Ýmir Hrafn, f.
2017.
Foreldrar: María Richardt
Jónsdóttir, f. 1948, og Úlf-
ar Þór Svavarsson, f.
1960.
Þórey Richardt
Úlfarsdóttir
30 ára Sigurbjörn ólst
upp í Garðabæ, er nú bú-
ettur í Reykjavík, lauk BS-
prófi í tölvunarfræði frá
HR og er nú hugbúnaðar-
sérfræðingur hjá Voda-
fone.
Maki: Nanna Bryndís
Hilmarsdóttir, f. 1989,
tónlistarmaður.
Foreldrar: Kristján Sigur-
björnsson, f. 1955, og
Anna Lísa Gunnarsdóttir,
f. 1957. Þau eru búsett í
Garðabæ.
Sigurbjörn
Kristjánsson
Ég sleit krossbönd
og fór í fimm
liðþófaaðgerðir.
Samt hljóp ég
hálft maraþon
í sumar verkjalaust.