Morgunblaðið - 17.04.2018, Qupperneq 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2018
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú ert sterkur persónuleiki og átt það
til að vera ögrandi. Sökum þess kallar þú ann-
aðhvort fram það besta eða versta í fari ann-
arra.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú getur lent í mjög erfiðri tilfinninga-
stöðu ef þú ekki gætir þín og ferð ákaflega
varlega. Láttu vinnufélagana engin áhrif hafa á
ákvarðanir þínar varðandi verkefni dagsins.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Nú er rétti tíminn til að hrinda í
framkvæmd þeim áætlunum sem þú hefur
svo lengi unnið að af kostgæfni. Reyndu að
standa meira á eigin fótum.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú þarft að setja öðrum úrslitakosti
og það veldur þér hugarangri. Hættu að vor-
kenna sjálfum þér og líttu á björtu hliðarnar
og það sem þú ert og hefur.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú ert í algerlega nýrri aðstöðu þessa
stundina og veist varla hvað snýr upp og hvað
snýr niður. Nú er erfiður tími fyrir hvers kyns
vináttu og því þarft þú að sýna þolinmæði.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú vilt koma skipulagi á hlutina þannig
að þú getir lagt drög að því að fara í ferðalag
eða á námskeið. Ræktaðu sambönd við vini
þína.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þetta er góður dagur til að ræða við fjöl-
skylduna bæði um einkamál og viðskipti.Þú
átt í vandræðum með að komast yfir öll þau
boð sem til þín streyma.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það er sama hvað þú reynir að
leiða neikvætt hegðunarmynstur hjá þér, það
hverfur ekki af sjálfu sér. Eyddu ekki tíma þín-
um í að sannfæra aðra um að þú sért að gera
rétt.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Nú eru þau öfl uppi að þú verður
að gaumgæfa framtíð þína. Hugsaðu þig tvisv-
ar um áður en þú tekur ákvarðanir sem kunna
að varða fjármuni annarra.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Orð þín hafa mikið vægi bæði
heima og á vinnustað svo mundu hversu mikil
ábyrgð fylgir því. Þú kemur hugsunum þínum
auðveldlega á framfæri.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Vertu sérstaklega á varðbergi gegn
ýmsum sögum um menn og málefni, sem þér
eru sagðar. Það kemur þér á óvart þegar
ákveðin manneskja leitar eftir vinfengi við þig.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Á undanförnum árum hefurðu verið að
læra að standa á eigin fótum. Galdurinn er að
einbeita sér að því sem skiptir máli.
Áþriðjudag skrifaði HjálmarFreysteinsson á fésbókarsíðu
sína: „Eftir skíðagöngu gærdags-
ins.
Því lýst skal með smávísu smellinni
hve illa mér förlast í ellinni.
Sárt er að finna
að minna og minna
ég minni á Arnljót Gellini.
En þetta er auðvitað ekkert
smellið!“
Hið snjalla kvæði Gríms Thom-
sen, Arnljótur Gellini, er að sjálf-
sögðu of langt til að það rúmist í
Vísnahorni, – en góð hugmynd að
rifja það upp áður en lengra er les-
ið. Sagt er frá Arnljóti í Ólafssögu
helga.
Að sjálfsögðu urðu viðbrögð við
limru Hjálmars. Fyrstur er Björn
Ingólfsson:
Ellin í skapið fer á ’onum
sem ástæða er varla að lá ’onum.
Það er öruggt og klárt
en auðvitað sárt,
að úlfarnir mundu ná ’onum.
Jónas Friðrik Guðnason talar um
„skíðlegheit“:
Arnljótur æddi á fjölum
með úlfahjörð Noregs í dölum.
En Hjálmar hann fór
(og frægð hans er stór)
eitthvað ámóta, eltur af kvölum.
Hjálmar Freysteinsson:
Þannig er ástandið á ’onum
ellin er farin á há ’onum
að óvíst má telja
hvort úlfarnir velja
að eta hann þegar þeir ná ’onum.
Þórarinn Hjartarson:
Álpast gegnum skóg á skíðum
skjögurlegur halur einn.
Er í kufli allt of síðum
endastingst í Naustahlíðum.
Streitist þó við að standa beinn.
Þröstur Friðfinnsson:
Þó eflaust sé ástandið á ’onum,
afleitt og farið að há ’onum.
Er heilinn snar
sem snikkar þar
og snilld það sem streymir frá ’onum!
Hjálmari þótti rétt að taka fram
að hann gekk á skíðum í Hlíðar-
fjalli. – „Þar er enginn skógur og
lítið um úlfa. Varla von að maður
líkist Arnljóti þar!“
Vorið er komið og það setur svip
á skáldskap hagyrðinganna. Davíð
Hjálmar Haraldsson orti á leir fyrir
helgi:
Vorið hlær og vill á sprett:
Vakni þeir er sofa!
Hrjúfri rödd við Hreiðurklett
hrafnar Guð sinn lofa.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af Hjálmari og Arnljóti Gellini
„ÞRIÐJI ÁRSFJÓRÐUNGUR VAR SKO
ENGIN SKEMMTIGANGA. HVAÐ ÞÁ FYRIR
OKKUR SEM ÞURFUM AÐ GANGA Í GEGNUM
ALMENNINGSGARÐINN.“
„HURÐU, ÉG ÞIGG HVAÐ SEM ER NEMA FÖT
OG SKÓ.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að halda hugsunum
þínum fyrir sjálfan þig.
GÆTIRÐU
HJÁLPAÐ MÉR…
MEÐ ÞESSA
INNKAUPAPOKA?
GRETTIR, ÉG
ER KOMINN!
TALAR MÁLVERKIÐ
MITT TIL ÞÍN?
JÁ, ÞAÐ GERIR ÞAÐ! EN FYRIRSÆTAN GERIR ÞAÐ EKKI… SÍÐAN
HELGA TALAÐI VIÐ HANA!
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
Fljótt á litið virðast franski rithöf-undurinn Michel Houellebecq og
enski knattspyrnumaðurinn Danny
Welbeck ekki eiga margt sameigin-
legt. Og þó. Sessunautur Víkverja
vakti athygli hans á því á dögunum
að eins ólík og ættarnöfn þessara
tveggja manna eru á prenti þá eru
þau borin nákvæmlega eins fram.
Merkilegt.
Frakkar eru reyndar frægir fyrir
að týna stöfum í framburði. Hver
man til dæmis ekki eftir miðherj-
anum Dominique Rocheteau, sem
gerði garðinn frægan með franska
knattspyrnulandsliðinu snemma á
níunda áratugnum? Í töluðu máli
heitir hann einfaldlega Dominík
Rostó.
x x x
Talandi um knattspyrnumenn, þáværi fróðlegt að vita hvort nafn-
ið Craig Thordarson hringir ein-
hverjum bjöllum hjá lesendum. Sá
ágæti maður stendur í markinu hjá
ungmennaliði Blackpool í Englandi
og varð meðal annars svo frægur á
dögunum að verja vítaspyrnu í leik
gegn Arsenal í ungmennabikarnum,
FA Youth Cup.
Samkvæmt skjölum sem Víkverji
hefur undir höndum er kappinn
enskur en gæti, af nafninu að dæma,
hæglega verið af íslensku bergi brot-
inn og þá líklegast af Skaganum. All-
tént hafa ófáir Þórðarsynirnir komið
þaðan, hver öðrum frambærilegri á
velli. Svo er aldrei að vita nema Sig-
valdi Thordarson arkitekt sé frændi
Craigs. Sendið Víkverja endilega
línu ef þið vitið eitthvað um málið!
x x x
Eins og fram hefur komið fer hverað verða síðastur að sjá málm-
goðin í Slayer á sviði en bandið
heiðrar okkur Íslendinga einmitt
með nærveru sinni á Secret Solstice
í sumar á lokatúr sínum. Gamall fé-
lagi benti Víkverja þó á fyrir
skemmstu að ekki sé alltaf allt sem
sýnist í þessum efnum. Sjálfur hafði
félaginn rokið upp til handa og fóta
árið 2008 til að sjá glysrokksveitina
Kiss á kveðjutúr sínum. Eins og við
þekkjum þá stendur sá túr ennþá yf-
ir – heilum áratug seinna.
vikverji@mbl.is
Víkverji
Og þetta boðorð höfum vér frá honum,
að sá sem elskar Guð á einnig að elska
bróður sinn og systur
(Fyrsta Jóhannesarbréf 4.21)