Morgunblaðið - 17.04.2018, Síða 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2018
Verkið Vakúm eftir Mel-korku Sigríði Magnús-dóttur var frumsýnt íTjarnarbíói síðastliðinn
fimmtudag. Það ber undirheitið
„poppópera“, en form þess byggist á
söng og dansi þar sem eitt söng-
númerið tekur við af öðru eins og
um tónleika sé að ræða. Útfærslan
er unnin í náinni samvinnu við flytj-
endur. Melkorka vinnur hér áfram
með hugmynd úr verkinu Milky-
whale sem á sínum tíma fékk verð-
skuldað góðar viðtökur og var mjög
áhugaverð stuðsýning.
Melkorka fær nú til liðs við sig
stóran hóp listamanna úr ólíkum
listgreinum og lætur dansara
syngja og söngvara dansa. Titill
verksins vísar í tómarúm eða loft-
tæmi, og í umfjöllun um verkið segir
höfundur að ætlunin sé að skapa
nýjan heim úr engu og gefa honum
merkingu. Í verkinu birtast flytj-
endurnir sem kynlausar verur í
óljósum heimi í leit að einhvers kon-
ar tilgangi. Verkið vekur hugrenn-
ingar um það hvað er að vera mann-
eskja, og hvort við séum betur sett
ein á báti eða með því að tilheyra
hópi. Þá eru einnig vísanir til hug-
mynda um að þeir hæfustu komist
af, kapítalismi geri alla eins, óstabíl
ástarsambönd, græðgi og einkaeign,
hvernig manneskjan lýgur að sjálfri
sér í afneitun um þunglyndi, og enn-
fremur má finna tilvitnanir í ís-
lenska menningararfinn. Það er því
augljóst að margir boltar eru á lofti.
Verkið hefst með því að flytjend-
urnir brjóta sér leið út úr plast-
strengdum kassa, þeir fikra sig
fram eftir sviðsgólfinu og mynda
fléttu sem kallar fram í hugann
byggingu DNA-erfðaefnisins. Fæð-
ing? Sköpun? Eða „eilífðar-
hringurinn“ sem Auður Ava vísar til
í ljóði sínu? Við sjáum síðan röð
sena þar sem flytjendur gera tilraun
til mismunandi samskipta, útiloka
hver annan, fara í samkeppni sín á
milli, eða koma saman sem heild og
leitast við að mynda samfélag. Það
er erfitt að sjá hvernig þetta tengist
að öðru leyti, tilvísanirnar taka við
hver af annarri án sýnilegs sam-
hengis, og sviðsetningin fer frekar
að minna á uppstillingu en organ-
íska framvindu.
Ljóðatextar Auðar Övu eru marg-
ir gullfallegir, hún dregur upp litrík-
ar myndir, stillir saman hátíðlegu
orðfæri og hversdagslegu, vinnur
markvisst með endurtekningar og
leikur sér með takt. Það eru því
vonbrigði hversu tónlistin er að
mestu leyti ófrumleg og klisju-
kennd, hún þvingar sér upp á text-
ann oft með þeim afleiðingum að
áherslur verða vitlausar og hljóðfall
textans týnist. Ekki bætir úr skák
að hljóðblönduninni var oft ábóta-
vant. Hér hefði þurft að vanda betur
til verka.
Sviðsmyndin samanstendur af
plaststrengdum kassanum og stórri
hrúgu af álteppum sem flytjendur
leika sér með og henda sín á milli.
Líklegast á plastkassinn að tákna
einhvers konar leg eða móðurlíf, en
að öðru leyti hefur hann litla merk-
ingu og er til lítils gagns. Aðallega
tekur hann pláss frá flytjendunum
sem hefði verið hægt að nýta til að
skapa meiri tilfinningu fyrir tóminu,
sem verkinu er þó ætlað að fjalla
um. Lýsingin er heldur flöt og gerir
lítið til að hjálpa sviðsmyndinni.
Búningarnir eru hlutlausir og þann-
ig séð ágætir, þó að ekki sé skýrt af
hverju Crocs-skór og Adidas-buxur
urðu fyrir valinu í þessari veröld.
Þannig unnu listrænar ákvarðanir
því miður hver gegn annarri.
Það er erfitt að meta frammistöðu
flytjenda þegar umgjörðin og
dramatúrgían er ekki sterkari en er
í þessu verki. Þá er kóreógrafían
þannig að búast mætti við að sjá
svipað á popptónleikum eða í tón-
listarmyndböndum, klisjukennd og
frekar til uppfyllingar, og því varla
hægt að setja mælikvarða á gæði
dansins. Flytjendurnir gera þó
margt mjög vel, bæði með húmor og
leikrænum tilbrigðum, sem hittir þó
misvel í mark. Þau hafa sterka
sviðsframkomu, metnað og hæfi-
leika sem gerir mikið fyrir verkið.
Hápunkturinn er í laginu „Allt í
megagóðu“, það stendur uppúr sem
mjög skemmtilegt lag sem maður
fær strax á heilann. Þar fær pönk-
söngvarinn Gunnar Ragnarsson að
njóta sín. Í gegnum verkið gefur
hann kynþokkafullt kikk í upplifun-
ina, kitlar hláturtaugar áhorfenda
með barnslegri einlægni sinni og
krefst athygli þeirra með öskursöng
sínum. Gunnar á líka mjög falleg
augnablik með Elísu Lind, dansara,
og nær kemistrían þeirra á milli að
snerta við manni. Hins vegar er
synd að við fáum ekki að njóta hæfi-
leika Ásgeirs Helga að neinu marki,
en hann er einn af okkar færustu
dönsurum.
Tónlist og sviðslist í góðri samein-
ingu getur hitt beint í hjartastað,
svo ekki sé talað um þegar við er
bætt dassi af húmor, stuði og ein-
lægni. Allt þetta hefði getað notið
sín í þessu verki ef hugmyndafræðin
hefði komist til skila og betur verið
unnið úr efninu. Það eru vissulega
augnablik þegar maður hrífst með,
vegna hæfileika flytjendanna, en
þau eru aldrei í samhengi við heild-
ina. Það verður að gera kröfur um
að höfundur sé með ákveðið
ætlunarverk, og áhorfandinn finni
hvert það er. Í Vakúm er fjöldi hug-
mynda á lofti, eins og í æfingu í
miðju ferli, þar sem ekki er búið að
skrapa í burt umbúðirnar til að
komast að kjarnanum. Hér hefði
þurft meiri tíma og hugsun til að ná
fram einni sterkri heildarmynd þar
sem listgreinarnar hefðu upphafið
hver aðra. Því virkar heildar-
útkoman sjálfhverf, samhengislaus,
óunnin og gagnrýnislaus. Hér liggur
þó mikil vinna og metnaður að baki,
það dylst ekki, og tekst textunum og
flytjendunum á sinn hátt að halda
verkinu uppi og hreyfa við áhorf-
endum. Það er áhugaverð tilraun að
gera poppóperu sem sviðsverk og
það verður spennandi að sjá hvað
Melkorka tekur sér næst fyrir
hendur.
Ljósmynd/Magnús Leifsson
Fjöldi hugmynda „Hér hefði þurft meiri tíma og hugsun til að ná fram einni sterkri heildarmynd þar sem listgrein-
arnar hefðu upphafið hver aðra,“ segir rýnir um sýninguna Vakúm sem er á fjölum Tjarnarbíós.
Poppópera
í tómarúmi
Tjarnarbíó
Vakúm bbnnn
Höfundur: Melkorka Sigríður Magnús-
dóttir. Tónlist: Árni Rúnar Hlöðversson.
Texti: Auður Ava Ólafsdóttir. Leikmynd
og búningar: Magnús Leifsson og Arnar
Ásgeirsson. Dramatúrg: Halldór Hall-
dórsson. Kór og kórútsetningar: Krist-
jana Stefánsdóttir. Ljósahönnun: Hafliði
Emil Ragnarsson. Hljóðhönnun: Kristinn
Gauti Einarsson. Flytjendur: Auðunn
Lúthersson, Ásgeir Helgi Magnússon,
Elísa Lind Finnbogadóttir, Gunnar Ragn-
arsson og Melkorka Sigríður Magnús-
dóttir.
Frumsýning fimmtudaginn 12. apríl.
NÍNA
HJÁLMARSDÓTTIR
DANS
Íslensku þjónustufyrirtækin
eru á finna.is
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
VEISTU UM GÓÐAN
RAFVIRKJA?
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
Rocky Horror (Stóra sviðið)
Mið 18/4 kl. 20:00 aukas. Þri 8/5 kl. 20:00 31. s Sun 27/5 kl. 20:00 40. s
Fim 19/4 kl. 20:00 10. s Mið 9/5 kl. 20:00 32. s Mið 30/5 kl. 20:00 aukas.
Fös 20/4 kl. 20:00 11. s Fös 11/5 kl. 20:00 33. s Fim 31/5 kl. 20:00 41. s
Lau 21/4 kl. 20:00 aukas. Lau 12/5 kl. 16:00 34. s Fös 1/6 kl. 20:00 46. s
Sun 22/4 kl. 20:00 12. s Þri 15/5 kl. 20:00 aukas. Lau 2/6 kl. 20:00 47. s
Fim 26/4 kl. 20:00 13. s Fim 17/5 kl. 20:00 35. s Sun 3/6 kl. 20:00 48. s
Lau 28/4 kl. 20:00 25. s Fös 18/5 kl. 20:00 36. s Mið 6/6 kl. 20:00 49. s
Mið 2/5 kl. 20:00 26. s Lau 19/5 kl. 20:00 37. s Fim 7/6 kl. 20:00 50. s
Fim 3/5 kl. 20:00 27. s Mið 23/5 kl. 20:00 aukas. Fös 8/6 kl. 20:00 51. s
Fös 4/5 kl. 20:00 28. s Fim 24/5 kl. 20:00 aukas. Lau 9/6 kl. 20:00 52. s
Lau 5/5 kl. 20:00 29. s Fös 25/5 kl. 20:00 38. s Sun 10/6 kl. 20:00 53. s
Sun 6/5 kl. 20:00 30. s Lau 26/5 kl. 20:00 39. s
Besta partý sem þú munt nokkurn tímann upplifa.
Elly (Stóra sviðið)
Fös 31/8 kl. 20:00 139. s Sun 9/9 kl. 20:00 142. s Sun 16/9 kl. 20:00 145. s
Lau 1/9 kl. 20:00 140. s Mið 12/9 kl. 20:00 143. s Lau 22/9 kl. 20:00 146. s
Fös 7/9 kl. 20:00 141. s Fim 13/9 kl. 20:00 144. s Sun 23/9 kl. 20:00 147. s
Sýningar haustið 2018 komnar í sölu.
Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið)
Mið 18/4 kl. 20:00 14. s Fös 27/4 kl. 20:00 21. s Lau 5/5 kl. 20:00 27. s
Fim 19/4 kl. 20:00 15. s Lau 28/4 kl. 20:00 22. s Sun 6/5 kl. 20:00 28. s
Fös 20/4 kl. 20:00 16. s Sun 29/4 kl. 20:00 23. s Fim 10/5 kl. 20:00 29. s
Lau 21/4 kl. 20:00 18. s Mið 2/5 kl. 20:00 24. s Fös 11/5 kl. 20:00 30. s
Sun 22/4 kl. 20:00 19. s Fim 3/5 kl. 20:00 25. s
Fim 26/4 kl. 20:00 20. s Fös 4/5 kl. 20:00 26. s
Það er alveg öruggt að þetta fer úrskeiðis!
Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið)
Mið 18/4 kl. 20:30 aukas. Fim 26/4 kl. 20:30 8. s Fös 4/5 kl. 20:30 12. s
Fim 19/4 kl. 20:30 4. s Fös 27/4 kl. 20:30 aukas. Lau 5/5 kl. 20:30 13. s
Fös 20/4 kl. 20:30 5. s Lau 28/4 kl. 20:30 9. s Sun 6/5 kl. 20:30 14. s
Lau 21/4 kl. 20:30 aukas. Sun 29/4 kl. 20:30 10. s Mið 9/5 kl. 20:30 15. s
Sun 22/4 kl. 20:30 6. s Mið 2/5 kl. 20:30 11. s Fim 10/5 kl. 20:30 aukas.
Mið 25/4 kl. 20:30 7. s Fim 3/5 kl. 20:30 aukas. Fös 11/5 kl. 20:30 16. s
Komumst við vímulaus af í geggjuðum heimi?
Slá í gegn (Stóra sviðið)
Fös 20/4 kl. 19:30 17.sýn Lau 5/5 kl. 19:30 27.sýn Lau 2/6 kl. 19:30 31.sýn
Lau 21/4 kl. 16:00 18.sýn Sun 6/5 kl. 16:00 28.sýn Sun 3/6 kl. 19:30 32.sýn
Sun 22/4 kl. 19:30 19.sýn Sun 13/5 kl. 19:30 29.sýn Lau 9/6 kl. 19:30 33.sýn
Sun 29/4 kl. 20:00 25.sýn Sun 27/5 kl. 19:30 30.sýn
Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna!
Svartalogn (Stóra sviðið)
Fim 26/4 kl. 19:30 aðalæ Lau 28/4 kl. 19:30 2.sýn Fös 4/5 kl. 19:30 4.sýn
Fös 27/4 kl. 19:30 Frum Fim 3/5 kl. 19:30 3.sýn Fös 11/5 kl. 19:30 5.sýn
Heillandi verk um óvæntu möguleikana í lífinu
Stríð (Stóra sviðið)
Mið 16/5 kl. 19:30 Frums Fim 17/5 kl. 19:30 2.sýn Fös 18/5 kl. 19:30 3.sýn
Ragnar og Kjartan hafa tvívegis skapað í sameiningu sviðsverk fyrir Volksbühne-l
Faðirinn (Kassinn)
Fös 20/4 kl. 19:30 46.sýn Lau 21/4 kl. 19:30 47.sýn Sun 29/4 kl. 19:30 48.sýn
Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk.
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 18/4 kl. 20:00 Mið 25/4 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Oddur og Siggi (Á flakki um landið)
Þri 17/4 kl. 11:00 Selfoss Þri 24/4 kl. 11:00
Hveragerði
Þri 15/5 kl. 11:00
Vestm.eyjar
Skemmtileg, sorgleg og hjartnæm sýning
Pörupiltar (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fim 26/4 kl. 10:00 Fös 27/4 kl. 11:30 Mið 2/5 kl. 10:00
Fim 26/4 kl. 11:30 Mán 30/4 kl. 10:00 Mið 2/5 kl. 11:30
Fös 27/4 kl. 10:00 Mán 30/4 kl. 11:30
Hlátur og skemmtun í bland við eldfimt efni
Barnamenningarhátið (Þjóðleikhúsið)
Fös 20/4 kl. 10:00 Ég get Lau 21/4 kl. 13:00 Pétur og
úlfurinn
Sun 22/4 kl. 13:00 Oddur og
Siggi
Fös 20/4 kl. 11:00 Ég get Lau 21/4 kl. 13:00 Ég get Sun 22/4 kl. 15:00 Oddur og
Siggi
Lau 21/4 kl. 10:00 Pétur og
úlfurinn
Lau 21/4 kl. 15:00 Ég get
Barnamenningarhátíð 2018
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200