Morgunblaðið - 17.04.2018, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 17.04.2018, Qupperneq 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2018 Undanfarnar vikur hafa verið for- sýningar í Lyric-leikhúsinu við Broadway í New York á leikritinu Harry Potter and the Cursed Child, sem sló fyrst í gegn í Lundúnum, hefur hlotið þar fjölda verðlauna og er sýnt fyrir fullu húsi. Verkið er í tveimur hlutum, fimm tímar alls og selt á hlutana í sitthvoru lagi. Form- leg frumsýning beggja í New York verður á sunnudaginn kemur og telja framleiðendur víst að verkið verði á fjölunum þar í mörg ár, enda réðust þeir í afar kostnaðarsamar breytingar á leikhúsinu auk þess sem það kostar sitt að færa verkið upp. Samkvæmt The New York Times var kostaður við uppfærsluna og breytingar á húsinu 68 milljónir dala, nær sjö milljarðar króna. Hugarfóstur breska rithöfundar- ins J.K. Rowling, Harry Potter og galdraheimur hans, hefur haldið áfram að mala gull síðan fyrsta bók- in kom á prent. Rowling er einn þriggja höfunda leikritsins og mun í fyrstu fá um þriðjung hagnaðar af sýningunum og hækkar hlutfallið upp í rúm fjörutíu prósent þegar all- ar skuldir hafa verið greiddar upp. Uppsetningin á leikritunum um Harry Potter er þegar orðin sú kostnaðarsamasta við Broadway þegar ekki er um söngleik að ræða. Sviðsetningin er sögð hafa kostað 35,5 milljónir dala og aðrar 33 að rýma leikhúsið og breyta því á ýmsa vegu. Í síðarnefndu upphæðinni eru þær 23 milljónir daga sem framleið- endurnir greiddu fyrri leigjendum Lyric-leikhússins, Cirque du Soleil, fyrir að pakka sinni sýningu saman og hverfa á braut. Þrátt fyrir að enn séu forsýningar á verkinu er innkoman þegar farin að slá met; fyrstu vikuna voru miðar seldir fyrir 2,1 milljón dala og hafa ekki fyrr selst aðgöngumiðar fyrir jafn háa upphæð á leiksýningu á einni viku vestanhafs. Miklar breytingar voru gerðar á leikhúsinu. Sætum var fækkað um 270 niður í 1.622, innréttingum breytt til að minna á salarkynni Harry Potter-bókanna, gólfteppi eru með einkennismerkjum Hogwarts- galdraskólans og þá var inngangur- inn færður frá hinu umferðarþunga 42. stræti á hina hlið hússins, við 43. stræti. Cursed Child gerist 19 árum eftir að síðustu bókinni lýkur, þegar Potter og vinir hans eru orðin for- eldrar barna með galdrahæfileika. Ljósmynd/Jenny Anderson - harrypottertheplay.com Galdraheimur Leikritin um Harry Potter eru kynnt með áberandi hætti á Lyric Thetre, með miklum væng á leikhúsinu og hreiðri á nálægu þaki. Dýrasta við Broadway Hasarmyndin Rampage var sú sem mestum miðasölutekjum skilaði í kvikmyndahúsum landsins um helgina, um 3,5 milljónum króna og sáu hana um 2.700 manns. Í henni segir af albínógórillu sem hættir ekki að stækka eftir að tilraunir eru gerðar á henni og verður hún á stærð við King Kong. Hún, ásamt öðrum risadýrum, ógnar mannkyni og kemur þá hetja til sögunnar, leikin af Dwayne Johnson. Hroll- vekjan A Quiet Place var næst- tekjuhæst með tæpar þrjár millj- ónir króna og Víti í Vestmanna- eyjum sú þriðja tekjuhæsta en hana sá um 1.900 manns. Frá upphafi hafa um 28.000 manns séð myndina. Rampage Ný Ný A Quiet Place 2 2 Víti i Vestmannaeyjum 1 4 Ready Player One 3 3 Blockers 4 2 Peter Rabbit 5 3 The Death of Stalin 10 2 Strangers: Prey at Night (2018) Ný Ný Lói – þú flýgur aldrei einn 8 11 Tomb Raider (2018) 6 5 Bíólistinn 13.–15. apríl 2018 Nr. Var síðast Vikur á listaKvikmynd 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Ógnvekjandi Górillan í Rampage. Bíóaðsókn helgarinnar Hvíta risagórillan vinsæl um helgina Hleyptu sól í hjartað Listakonan Isabelle er í stöð- ugri leit að hinni sönnu ást. Bíó Paradís 20.00 The Florida Project Hin sex ára gamla Moonee elst upp í skugga Disney World ásamt uppreisnar- gjarnri og ástríkri móður sinni. Morgunblaðið bbbmn Metacritic 92/100 IMDb 7,7/10 Bíó Paradís 22.30, 23.00 Loving Vincent Bíó Paradís 22.00 Adam Adam stendur frammi fyrir erfiðri ákvörðun þegar móð- ur hans, áfengissjúkri teknó- tónlistarkonu, er komið fyrir á stofnun með heilabilun. Bíó Paradís 17.00 Narzeczony Na Niby Karina segir unnusta sínum ósatt en það leiðir til ófyrir- séðrar atburðarásar. Bíó Paradís 17.45 Doktor Proktor og tímabaðkarið Bíó Paradís 18.00 Pitbull Ostatni Pies Bíó Paradís 20.00 Rampage 12 Metacritic 47100 IMDb 6,6/10 Laugarásbíó 17.40, 20.00, 22.15 Sambíóin Álfabakka 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Egilshöll 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Kringlunni 17.20, 19.40, 22.00 Sambíóin Akureyri 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Keflavík 17.40, 20.00, 22.20 Strangers: Prey at Night 16 Metacritic 49/100 IMDb 5,8/10 Smárabíó 19.10, 20.00, 21.30, 22.10 Háskólabíó 18.10, 21.00 Borgarbíó Akureyri 19.30, 21.30 The Death of Stalin Morgunblaðið bbbbm Metacritic 88/100 IMDb 7,2/10 Háskólabíó 18.20, 21.10 Borgarbíó Akureyri 21.30 Tomb Raider 12 Metacritic 47/100 IMDb 7,3/10 Sambíóin Álfabakka 17.20, 22.20 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.30 Hostiles 16 Metacritic 65/100 IMDb 7,3/10 Smárabíó 19.40, 22.30 Háskólabíó 17.50 Borgarbíó Akureyri 17.15 Black Panther 12 Morgunblaðið bbbbn Metacritic 87/100 IMDb 7,1/10 Sambíóin Álfabakka 19.40 Andið eðlilega Morgunblaðið bbbbm IMDb 8,2/10 Háskólabíó 18.10 Bíó Paradís 22.00 Red Sparrow 16 Metacritic 56/100 IMDb 5,4/10 Smárabíó 22.00 The Shape of Water 16 Morgunblaðið bbbnn Metacritic 86/100 IMDb 7,8/10 Háskólabíó 20.40 Death Wish 16 Metacritic 31/100 IMDb 6,1/10 Laugarásbíó 17.40, 20.00 Pétur Kanína Pétur reynir að lauma sér inn í grænmetisgarð nýja bóndans og þeir há mikla baráttu. Laugarásbíó 17.40 Sambíóin Egilshöll 17.40 Smárabíó 15.20, 17.40 Borgarbíó Akureyri 17.30 Steinaldarmaðurinn Metacritic 48/100 IMDb 8,0/10 Smárabíó 17.10 Lói – þú flýgur aldrei einn Morgunblaðið bbbbn Smárabíó 15.30, 17.40 Víti í Vestmanna- eyjum Morgunblaðið bbbbn Sambíóin Álfabakka 18.00, 20.00 Sambíóin Egilshöll 17.40 Sambíóin Kringlunni 16.40 Sambíóin Akureyri 17.00 Sambíóin Keflavík 17.00 Pacific Rim: Uprising 12 Metacritic 46/100 IMDb 6,1/10 Smárabíó 19.20 Doktor Proktor og prumpuduftið Bíó Paradís 20.00 Fjölskylda ein býr á afviknum stað í algjörri þögn. Ótti við óþekkta ógn vofir yfir, og ræðst á þau við hvert einasta hljóð sem þau gefa frá sér. Metacritic 80/100 IMDb 8,4/10 Sambíóin Álfabakka 17.40, 20.20, 22.20 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.50 Sambíóin Kringlunni 19.00, 21.00 Sambíóin Akureyri 22.20 Sambíóin Keflavík 22.10 A Quiet Place 16 Ready Player One 12 Myndin fjallar um strák sem er heltekinn af menningu níunda áratugar síðustu aldar. Morgunblaðið bbbnn Metacritic 65/100 IMDb 8,0/10 Laugarásbíó 22.10 Sambíóin Álfabakka 17.30, 20.30, 22.20 Sambíóin Egilshöll 17.00, 20.00, 22.10 Sambíóin Kringlunni 18.00, 21.00 Sambíóin Akureyri 19.20 Sambíóin Keflavík 19.20 Blockers 12 Þrír foreldrar komast á snoðir um leynisamkomulag sem felur í sér að dæturnar ætla sér að missa meydóminn á út- skriftarballi sem nálgast. Metacritic 73/100 IMDb 6,2/10 Laugarásbíó 20.00, 22.20 Smárabíó 16.50, 17.00, 19.50, 22.10 Háskólabíó 20.50 Borgarbíó Akureyri 19.30 Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna Kvikmyndir bíóhúsanna mbl.is/bio

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.