Morgunblaðið - 17.04.2018, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 107. DAGUR ÁRSINS 2018
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1. Sjónlausri konu gert að yfir …
2. Ellý fer úr að ofan
3. „Mátti ekki tæpara standa“
4. Verk Tolla aftur komið á gjör …
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Kona fer í stríð, nýjasta kvikmynd
leikstjórans og handritshöfundarins
Benedikts Erlingssonar, hefur verið
valin til þátttöku í Critics‘ Week, einni
af hliðardagskrám kvikmyndahátíð-
arinnar í Cannes sem fram fer 9.-17.
maí og verður því heimsfrumsýnd
þar. Þykir það mikill heiður þar sem
Cannes-hátíðin er ein virtasta kvik-
myndahátíð heims. Í myndinni segir
af kórstjóra á fimmtugsaldri sem
ákveður að bjarga heiminum og lýsir
yfir stríði gegn stóriðju í landinu.
Arctic, bandarísk kvikmynd sem er
meðframleidd af íslenska fyrirtækinu
Pegasus, verður einnig frumsýnd á
hátíðinni og Bergmál, nýjasta kvik-
mynd Rúnars Rúnarssonar, sem nú er
í þróun, tekur þátt í Cannes Atelier,
vettvangi fyrir leikstjóra og framleið-
endur sem miðar að því að hjálpa til
við að koma verkefninu af stað. Þá
verður Vargur, fyrsta kvikmynd Bark-
ar Sigþórssonar í fullri lengd, sýnd á
markaðssýningu en myndin verður
frumsýnd hér á landi 4. maí.
Morgunblaðið/Ásdís
Kona fer í stríð
frumsýnd í Cannes
Hljómsveitin Kælan mikla, Jónsi úr
Sigur Rós, Alex Somers og tónskáldið
Paul Corley eru meðal þeirra sem
koma munu fram á tónlistarhátíðinni
Meltdown sem fram fer 15.-24. júní í
Southbank Centre í Lond-
on. Robert Smith, söngvari
og forsprakki
hljómsveitarinnar Cure,
er listrænn stjórnandi
hátíðarinnar í ár.
Jónsi, Alex og Corley
munu flytja verkið
Liminal.
Jónsi og Kælan mikla
á dagskrá Smith
Á miðvikudag Sunnan og suðaustan 10-18 og skúrir eða rigning,
en þurrt að kalla á Norður- og Norðausturlandi. Hiti 6 til 12 stig.
Á fimmtudag (sumardagurinn fyrsti) Suðlæg eða breytileg átt,
3-8. Skýjað að mestu og dálitlar skúrir. Hiti á bilinu 5 til 10 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Talsverð rigning á Suðausturlandi og Aust-
fjörðum fram eftir morgni, Hiti 6 til 14 stig.
VEÐUR
Íslandsmeistarar Vals í
handknattleik karla eru
komnir í sumarleyfi. Þeir
töpuðu öðru sinni fyrir
Haukum í gærkvöld í átta
liða úrslitum Íslandsmóts-
ins. Haukar tóku Valsmenn í
karphúsið og unnu með tíu
marka mun, 29:19. Selfoss-
liðið er einnig komið í und-
anúrslit eftir annan sigur á
Stjörnunni. Selfoss mætir
FH í undanúrslitum og ÍBV
leikur við Hauka. »2
Íslandsmeistar-
arnir í sumarfrí
„Ég held að þetta verði mjög jafnt úr-
slitaeinvígi, en ég tel að það vinni
með Fram að Valur skuli aðeins fá
tveggja daga pásu eftir fimm leikja
seríu við okkur í Haukum, á meðan
Fram fær fimm daga pásu eftir fjóra
leiki við ÍBV. Það hjálpar klárlega
Fram, og svo er ekkert launungarmál
að „bekkurinn“ er sterkari hjá Fram,“
segir þjálfari Hauka um einvígi
Reykjavíkurliðanna um Íslandsmeist-
aratitil kvenna í handbolta. »4
Fram fékk meiri hvíld og
er með meiri breidd
Klofningur er innan Sundsambands
Norðurlandanna, NSF. Hann opinber-
aðist um helgina á þingi NSF í
Reykjavík sem ekki var hægt að ljúka
með formlegum hætti þar sem hluti
þingfulltrúa yfirgaf þingið áður en
því lauk. Á þinginu átti m.a. að kjósa
nýjan forseta samtakanna en fyrst og
fremst að leiða til lykta ágreining um
framtíðarform samtakanna. »1
Sundruð sundsamtök
Norðurlandanna
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Það er svo rosalegur fjöldi fólks
sem kemur hingað eftir að Secret
Lagoon komst á kortið. Það er bil-
un að fara og horfa á bílastæðið
þarna niður frá. Staðan er þannig
að það er ekki verið að sinna þess-
um fjölda og þá þarf maður bara
að bregðast við,“ segir Sindri Daði
Rafnsson, bakari á Flúðum.
Sindri og eiginkona hans Íris
Dröfn Kristjánsdóttir opnuðu bak-
arí í bílskúrnum hjá sér við Ljóna-
stíg fyrir rétt rúmum tveimur ár-
um. Óhætt er að segja að spurn
hafi reynst eftir nýbökuðu brauði
og bakkelsi á Flúðum og Sindri
bakari sló í gegn. Brauðin og sæt-
metið er líka í hæsta gæðaflokki
og hefur verið selt víða á Suður-
landi við góðar undirtektir.
Nokkrum mánuðum síðar flutti
bakaríið í lítinn skúr í iðnaðar-
hverfinu í bænum.
„Við byrjuðum uppi í bílskúr en
fengum svo þennan skúr um versl-
unarmannahelgina 2016. Hann var
nú ekki beint tilbúinn þegar við
opnuðum en þetta var komið al-
mennilega í gang í september,“
segir Íris Dröfn.
Taka ekki við stórum hópum
Hún segir að vinsældir bakarís-
ins hafi aukist jafnt og þétt og þau
hafi ekki lengur undan á núver-
andi stað.
„Já. Þetta er alltaf að aukast.
Við erum bara með vaxtarverki.
Og hvað á maður að gera? Það er
annaðhvort að fara aftur í skúrinn
og vera bara einn eða stækka enn
meira.“
Sem dæmi um ásóknina hefur
afgreiðslutími bakarísins nýlega
verið lengdur til klukkan níu á
kvöldin og fjölbreyttir réttir eru
nú á matseðli. Sindri og Íris taka
á móti smærri hópum af ferða-
mönnum en það reyndist unnt eft-
ir að tjaldað var yfir pallinn við
hlið bakarísins. Von er á stærra
tjaldi til að bæta aðstöðuna frek-
ar.
„En við verðum að segja nei við
stóru rúturnar. Það er leiðinlegt
að þurfa að segja nei því við nenn-
um alveg að vinna. Við höfum
bara ekki pláss fyrir svo stóra
hópa. Ef veðrið er vont getum við
ekki komið fólkinu fyrir inni.“
Byggja nýtt verslunarhúsnæði
Mikið líf er á Flúðum vegna
þess hve ferðamönnum fjölgar.
Sindri segir að skortur sé á hús-
næði vegna fjölgunar íbúa og
starfsfólks í ferðaþjónustu. En
uppbygging er hafin og bendir
hann á að raðhúsabyggð eigi að
rísa skammt undan. Stóru frétt-
irnar fyrir Sindra og Írisi eru þó
þær að framtíðarhúsnæði bakarís-
ins er innan seilingar.
„Það er allt að gerast hérna.
Það á að reisa nýtt verslunar-
húsnæði þar sem tjaldsvæðið er
við þjóðveginn. Þangað flytjum við
og Samkaup og fleiri þjónustuað-
ilar. Það hefur þótt svo mikil
slysahætta við gatnamótin hjá
Samkaupum á sumrin, þetta er
bara flöskuháls, svo sveitarfélagið
vildi færa verslunina. Svo ætlar
Vegagerðin að gera hringtorg þar.
Það á að byrja að grafa fyrir nýja
húsinu í þessari viku og það verð-
ur vonandi tilbúið í janúar,“ segir
Sindri bakari á Flúðum.
Með vaxtarverki á Flúðum
Sindri bakari
færir út kvíarnar
á næstunni
Morgunblaðið/Hari
Bakað á Flúðum Sindri Daði Rafnsson og Íris Dröfn Kristjánsdóttir opnuðu bakarí á Flúðum fyrir rúmum tveimur
árum. Bakaríið hefur slegið í gegn og þurfa þau að flytja í nýtt húsnæði til að anna eftirspurn.
Hraður uppgangur
» Sindri og Íris fluttu að Flúð-
um árið 2015. Tilkynnt var á
þorrablóti að bakari væri fluttur
í bæinn og þá varð ekki undan
komist: „Ég ætlaði ekkert út í
baksturinn aftur, ég hafði verið í
þessu í tuttugu ár, en það er allt
annað að gera þetta á eigin for-
sendum og vera í vinnu hjá
sjálfum sér.“
» Þau byrjuðu með bakaríið í
bílskúr en fluttu síðar sama ár í
núverandi húsnæði. Á næsta ári
stækka þau enn frekar við sig.