Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.04.2018, Page 4
Breytingar á titlum SHÍ
Fyrir breytingu Eftir breytingu
✘ Formaður ✔ Forseti
✘ Varaformaður ✔ Varaforseti
✘ Aðalmaður ✔ Aðalfulltrúi
✘ Varamaður ✔ Varafulltrúi
✘ Maður ✔ Einstaklingur
✘ Námsmaður ✔ Nemandi
✘ Fundarmaður ✔ Fundarmeðlimur
✘ Stjórnarmaður ✔ Stjórnarmeðlimur
✘ Aðstoðarmaður ✔ Aðstoðarmanneskja
✘ Framsögumaður ✔ Flutningsaðili
✘ Formennska ✔ Forsæti
✘ Nefndarmaður ✔ Nefndarmeðlimur
Forseti
Formaður
Varaforseti
Varaformaður
Stúdentaráð samþykkti ein-róma á fundi sínum í vik-unni að titlar og heiti innan
Stúdentaráðs yrðu uppfærð með
það að leiðarljósi að draga úr
kynjaðri orðræðu. Var þessi laga-
breyting gerð með jafnréttis-
stefnu beggja fylkinga, Röskvu og
Vöku, að leiðarljósi.
„Með kynjaðri orðræðu er átt
við titla og heiti sem gefa óþarf-
lega í skyn eitt kyn, og gildi þess,
umfram önnur. Lög Stúdentaráðs
eiga að stuðla að félagslegri
breidd til að Stúdentaráð geti
sinnt hlutverki sínu sem raun-
verulegt hagsmunaafl allra nem-
enda. Að hverfa frá kynjuðum
embættistitlum getur virkað sem
minniháttar skref en er engu að
síður mikilvægt þar sem það hef-
ur áhrif á reynsluheim þeirra sem
standa innan, og utan, ráðsins,“
segir í yfirlýsingu frá ráðinu.
Áhrifarík orðræða
Elísabet Brynjarsdóttir er forseti
Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
„Ég byrjaði í stúdentapólitík fyrir
tveimur árum en þá var Eydís
Blöndal oddviti Röskvu. Hún tók
upp í rökræðum þessa grundvall-
arpælingu að allir séu manneskjur
en að orðið maður sé gildishlaðið
og að þessi orðræða geti stuðlað
að því að ekki allir endurspegli
sig í titlum eins og formaður,“
segir Elísabet sem man eftir því
að hún hugsaði þá það sem marg-
ir gera, „konur eru nú líka kven-
menn“.
Hún fór að spá meira í þetta og
skoðaði rannsóknir. „Orðræðan
getur verið svo áhrifarík, sér-
staklega titlar sem gefa í skyn
eitt kyn umfram önnur. Eftir að
hafa kynnt mér málið betur
fannst mér þetta vera borðleggj-
andi. Íslenska er frjótt tungumál
og við erum með mikinn orðaforða
sem er ekki kynjaður. Þá fannst
mér bara ekkert að því að breyta
þessum titlum, ég sá ekki hvernig
einhver gæti mögulega tapað á
því,“ segir hún en samstaða var
um málið í ráðinu.
Engin mótmæli
„Þetta var einróma samþykkt.
Það var enginn sem mótmælti
þessu. Við sem lögðum fram
breytingatillöguna bjuggumst við
þessum rökræðum um hvort kon-
ur væru ekki líka menn. Það kom
ekkert slíkt upp innan ráðsins.“
Í yfirlýsingu frá SHÍ eftir þessa
ákvörðun segir að þau sem sitja í
forsvari hafi vald til að leysa af
hólmi kynjaða orðræðu innan
stofnana og fyrirtækja. Stúd-
entaráð voni að með þessum
breytingum ráðsins fylgi vitund-
arvakning og þær stofnanir, fyrir-
tæki og embætti sem notist við
kynjað tungumál uppfæri það til
að tryggja þátttöku og aðgengi
allra. Þannig getum við sem sam-
félag stefnt að raunverulegu jafn-
rétti fyrir alla.
„Fólk sem er í forsvari er oftast
í forréttindastöðu og tengir
kannski ekki við það að það spegli
sig ekki í þessum titlum. Þegar
fólk sem er í valdastöðum getur
nýtt sér þær til að endurspegla
sem breiðasta vídd samfélagsins
þá finnst mér það einstakt tæki-
færi, eins og í okkar tilfelli, til að
gera hagsmunabaráttuna aðgengi-
legri,“ segir Elísabet sem sér fyrir
sér fleiri breytingar í þessa átt.
„Þetta er fyrsta skrefið í að af-
nema kynjaða orðræðu. Næsta
skref er að heyra í íslenskufræð-
ingum, sérfræðingum í málvís-
indum og kynjafræðingum um
hver næstu skref gætu orðið.
Þessi lagabreyting nú tekur ekki á
allri kynjaðri orðræðu,“ segir hún.
Margir þættir spili hér inn í
eins og notkun persónufornafna
sem þessar lagabreytingar fá ekki
ráðið. Helsta þróunin hér sé að
skipta út „maður“ sem sé klár til-
vísun í karlkyn. Persónufornafnið
hann sé þó notað um marga af
þeim titlum og heitum sem komi í
staðinn. Þetta þurfi að skoða frek-
ar.
Fleiri fylgi í kjölfarið
Elísabet vonast til að fleiri feti í
fótspor Stúdentaráðs.
„Við höfum að mestu fengið góð
viðbrögð við þessu. Ég veit að ein-
hverjir stjórnmálaflokkar taka
þetta til sín varðandi titla innan
stjórna hjá þeim. Síðan veit ég
líka að fleiri stúdentafélög hafa
lýst yfir áhuga á að breyta þessu
hjá sér. Þetta er skref í áttina að
aukinni vitundarvakningu um
þessa kynjuðu orðræðu.“
Elísabet Brynjarsdóttir er ekki lengur formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands heldur forseti en í vikunni samþykkti Stúdentaráð
einróma að titlar og heiti innan ráðsins yrðu uppfærð með það að leiðarljósi að draga úr kynjaðri orðræðu.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Elísabet Brynjarsdóttir
er forseti Stúdentaráðs
Háskóla Íslands.
Hverfa frá kynjuðum titlum
Morgunblaðið/Hari
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.4. 2018
’
Stúdentaráð vonar að með þessum breytingum
ráðsins fylgi vitundarvakning og þær stofnanir,
fyrirtæki og embætti sem notast við kynjað tungumál
uppfæri það til að tryggja þátttöku og aðgengi allra.
Úr yfirlýsingu frá Stúdentaráði Háskóla Íslands
INNLENT
INGA RÚN SIGURÐARDÓTTIR
ingarun@mbl.is
„Hvernig við tjáum okkur
(orðræða) hefur gífurleg áhrif
á upplifanir okkar og mótar
þannig raunveruleikann sem
við búum við. Nóg er til af
rannsóknum á áhrifum orð-
ræðunnar sem varpa ljósi á
hvetjandi og letjandi mátt
hennar. Þannig geta titlar og
heiti gefið sterklega til kynna
hvers er ætlast til af þátttak-
anda. Titill eins og „formað-
ur“ getur þ.a.l. gefið til kynna
að krafist sé a.m.k. einhverra
karlmennskulegra gilda til að
sinna starfinu vel sökum orðs-
ins „maður“. Auðvelt væri að
álykta í þessu samhengi að
„maður“ væri í raun fullkom-
inn staðgengill, þar sem við
erum öll hluti af „mannkyn-
inu“, en það væri að einblína
of þröngt á uppruna orðsins
og ekki á hversu takmarkandi
það er í raun og veru fyrir
stóran hluta samfélagsins. Til
dæmis er augljóst hvað „kell-
ing“ merkir í daglegu tali og
hefur það áhrif á túlkun sam-
félags á kvenkynið – þrátt fyr-
ir að orðabókaskilgreining og
uppruni orðsins sé „kona“.“
Úr greinargerð sem fylgdi
með lagabreytingunni.
Eru konur
líka menn?