Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.04.2018, Qupperneq 22
Fyrir 4
3 msk. góð ólífuolía
4 tsk. rauðvínsedik
2 stór hvítlauksrif, rifin
2 tsk. cumin-duft
2 tsk. kóríanderduft
1 tsk. cayenne-pipar
½ tsk. salt
1 kg gott lambakjöt, skorið
í litla kubba
grillpinnar úr viði, látnir
liggja í bleyti í 10 mín. (má
nota stálpinna)
Hitið grillið vel.
Blandið saman fyrstu
sjö hráefnunum í skál.
Bætið lambinu út í og
þekið vel. Látið það
standa í a.m.k. fimm mín-
útur í leginum. Þræðið
lambabitana á grillpinna
og látið vera smá bil á
milli bitanna. Grillið þar
til grillað að utan og
bleikt að innan, u.þ.b. 8
mínútur. Snúið nokkrum
sinnum.
Gott er að grilla lauk,
papriku, sveppi og annað
grænmeti með þessum
rétti, annaðhvort sér eða
setja á milli kjötbitanna.
Lamba „kebab“
Getty Images/iStockphoto
Grillað
í vorloftinu
Nú er rétti tíminn til að draga fram grillið!
Það er vor í lofti og tilvalið að finna bragð af
sumrinu með góðri grillveislu. Það þarf ekki
að vera flókið að grilla; oft þarf bara gott
hráefni og smá salt og pipar!
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
MATUR Blandið í 2 bolla af hreinni jógúrt hálfri rifinni gúrku (takið fyrst fræúr), ferskum kóríander, ½ tsk. kóríanderduft, ½ tsk. cumin og smá
salt. Smakkið til með kryddinu. Passar vel með öllum grillmat!
Indversk raita
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.4. 2018
Kjúlli frá Karíbahafinu
Fyrir 4
1 kg kjúklingabitar, leggir og
læri
lime sneiðar
MARÍNERING
¼ bolli limesafi
1/3 bolli sojasósa
1 msk. jómfrúarólífuolía
3 hvítlauksrif, rifin smátt
1 bútur ferkur engifer, afhýdd-
ur og rifin smátt á rifjárni
Setjið í ísskáp og látið
liggja þar í a.m.k. hálftíma
og jafnvel yfir nótt.
Hitið grillið í hæsta en
lækkið eftir þörfum. Grillið
bitana þar til eldaðir í gegn,
20-25 mínútur. Passið að
snúa oft og ef einhver mar-
ínering er eftir er gott að
pensla bitana annað slagið.
Berið fram með skall-
ottlauknum og limebátum.
4 skallottlaukar, smátt skornir
1 tsk. mulið allrahanda krydd
(allspice)
½ tsk. kanill
¼ tsk. múskat, rifið
nýmalaður pipar
Blandið öllum hráefnunum
saman í stórri skál og hrær-
ið vel.
Bætið kjúklingnum út í
skálina og þekið hann með
maríneringunni.