Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.04.2018, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.04.2018, Blaðsíða 29
15.4. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 Áður en torgið La Plaza Mayor í spænsku borginni Salamanca varð miðpunktur mannlífs borgarinnar var það notað undir nautaat. Fyrir 250 árum breyttist það og síðan þá hefur torgið verið friðsæll og fagur viðkomustaður, eitt af þeim torgum sem er laust við mikinn eril nema í lok vinnudags íbúa þeg- ar þeir safnast þar saman til að teygja úr sér og spjalla. Torgið er í anda 17. aldar, með einstaklega fallegum byggingum í barokkstíl þess tíma. Torgið sjálft er gert úr hinum áferðarfagra sandsteini sem var notaður óspart á gullaldarárum Spánar. Torgið er kjörið til þess að njóta fegurðarinnar og virða fyrir sér út- skorin listaverkin á byggingunum. Río de la Plata er veitingastaður við torgið til að prófa, í eigu sömu fjölskyldu í hálfa öld, með notalegt umhverfi og góðan mat. SALAMANCA, SPÁNN Friðsælt og fagurt Stundum er sagt að torgið Navona í Róm sé mun frekar safn en torg með sínum listaverkum allt um kring. Þrír stórglæsilegir gos- brunnar prýða torgið en þann frægasta, gosbrunn hinna fjögurra fljóta, gerði Bernini árið 1651. Na- vona er ekki í alfaraleið, hálffalið, svo það er ágætt að hafa kort með sér. Kaffihúsin eru sérstaklega flott á torginu, með ómótstæðilegum gelato og sterku ítölsku kaffi. Á þessu fegursta torgi Rómar hljómar angurvær tónlist og það er gaman að virða aðeins fyrir sér útlínur torgsins. Þær mótast af upphaflegu hlutverki þess, en torgið var íþróttavöllur hjá Róm- verjum til forna. RÓM, ÍTALÍA Torg sem er safn Þótt Brussel sjálf komist ekki oft á lista yfir fal- legustu borgir heims gerir torg borgarinnar það, Grote Markt. Allra best er að vera á ferðinni í ágúst, þá eiga ferðalangar mögu- leika á að sjá torgið prýtt hinu fræga blómateppi, en þá er það skreytt með 700.000 ferskum begóníum. Miðaldabygg- ingarnar umkringja torgið og innan þess gæðir fólk sér á frönskum og kræklingi. Ekki gleyma að kaupa ykkur konfekt í eftirrétt í bak- aríinu Aux Merveilleux de Fred. BRUSSEL, BELGÍA Kræklingur og konfekt Sími: 411 5000 • www.itr.is Fyrir líkama og sál Laugarnar í Reykjavík Frá morgnifyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds 86 ÁRA Starfsmannafatnaður fyrir hótel og veitingahús Hótelrúmföt og handklæði fyrir ferðaþjónustuna Eigum allt fyrir: • Þjóninn • Kokkinn • Gestamóttökuna • Þernuna • Vikapiltinn • Hótelstjórnandann Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | sími 525 8210 | eddaehf@eddaehf.is | www.eddaehf.is Allt lín fyrir: Hótelið • Gistiheimilið Bændagistinguna • Airbnb Veitingasalinn • Heilsulindina Þvottahúsið • Sérverslunina

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.