Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.04.2018, Síða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.04.2018, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.4. 2018 Þ egar þetta er skrifað er ekki vitað hve- nær loftárásir verða gerðar á hern- aðarmannvirki í Sýrlandi. Hörð viðbrögð, feitar fyrirsagnir Þegar fréttir bárust af loftárásum flughers Sýrlands- stjórnar tók Trump, forseti Bandaríkjanna, þegar í stað viðbragð með sínum hætti og „tísti“ svo eftir var tekið. Forsetinn lét ekki við það sitja heldur svaraði fjölmörgum spurningum fréttamanna í tengslum við ýmsa fundi í Hvíta húsinu, þótt þeir snerust ekki um atburðina í Sýrlandi. Donald Trump hefur verið aðgengilegri frétta- mönnum en flestir forsetar og það þó að fjöldi frétta- manna á „virtum miðlum“ hafi farið á límingunum gagnvart forsetanum, þegar hann var svo ósvífinn að vinna kosningar, sem þeir töldu ómögulegt, og höfðu gert allt sem þeir gátu til að tryggja að þannig færi ekki. Forsetinn sagði við umheiminn að ákvörðun um árásir á Sýrland myndi liggja fyrir innan 24-48 tíma. Bætti hann því við að árásirnar yrðu gerðar með splunkunýjum, flottum og „smart“ flugskeytum sem enginn óvinaher ætti nein ráð við. Hvað dvelur? Frestur forsetans er löngu liðinn. Í fréttum fyrir þremur dögum voru sýndar myndir frá því að flug- móðurskipið Harry S. Truman lagði úr heimahöfn til þess að taka þátt í aðgerðum í Sýrlandi. Tekið var fram að skipið með 6.500 sjóliða innanborðs, ásamt fimm fylgdarskipum, yrði rúma viku á leiðinni á átaka- slóðir. Nú segir Hvíta húsið að ekki verði gefnar nákvæm- ari upplýsingar um tímasetningu árása né heldur hvers eðlis þær verði eða þá hvort af þeim verði! Stjórnmálamenn fullyrða margir að það sé krafa al- mennings að Assad forseta verði hegnt grimmilega fyrir þessar árásir, þar sem tugir manna fórust og miklu fleiri særðust. Hvert mannslíf er og á að vera dýrmætt, en það er erfitt að horfa framhjá því að þegar hafa hundruð þús- unda manna fallið í átökum í Sýrlandi og enn fleiri flú- ið, eftir að hafa misst allt sitt, án þess að „alþjóða- samfélagið“ hafi brugðist við. En það er notkun eitur- vopna sem ræður úrslitum um harðari viðbrögð. Rauðu strikin sem strikuð voru út Obama, fyrrverandi forseti, sagði opinberlega að gerð- ist Assad Sýrlandsforseti svo djarfur og ósvífinn að grípa til slíkra vopna þá yrðu viðbrögðin mjög hörð. Obama sagðist hafa dregið „rauð strik“ í sandinn og þau lytu að notkun eiturvopna. Sjálfsagt hefur forset- inn treyst því að hótun af þessu tagi frá mesta herveldi í heimi myndi duga. En honum skjátlaðist. Ekki löngu síðar gerði her Assads árásir og var talið hafið yfir all- an vafa að hann hefði þá brúkað þessi gereyðingar- vopn gegn löndum sínum. En Obama brást. Hann stóð ekki við stóru orðin og margir telja að þarna hafi risið á forsetaferli hans ver- ið lægra en endranær. Nú er talið liggja fyrir að samningar forsetans við Íran um stöðvun á fullvinnslu kjarnorkuvopna hafi verið á viðkvæmu stigi um þessar mundir. Sá samn- ingur átti að verða fegursta rósin á ferli forsetans og hann óttaðist að refsiaðgerðir við Assad gætu sett það ferli í uppnám, því Íransstjórn var öflugasti stuðnings- aðili Assads allan tímann og fluttist ekki í annað sætið fyrr en eftir að Pútín blandaði sér óvænt og með eftir- minnilegum hætti í átökin þarna. Treyst á Pútín Til þess að reyna að halda andlitinu eftir áfallið með „rauðu strikin“ sömdu þeir Obama forseti og Kelly ut- anríkisráðherra við Rússland um að fjarlægja öll efna- vopn frá Sýrlandi. Töldu þeir þar með ótvírætt að efnavopnahætta frá Sýrlandi væri úr sögunni. John Kerry: „And as I said at the outset of these negotia- tons, there can be no games, no room for avoidance, or anything less than full compliance by the Assad regime.“ Obama: „This framework provides the opportunity for the elimination of Syrian chemical weapons in a transparent, expeditious and verifiable manner, which could end the threat these weapons pose not only to the Syrian people but to the region and the world.“ Trump á leik En þrátt fyrir þennan trygga samning, þétt saum- aðan með tvöfaldan lás, þá hafa aftur og aftur komið upp ásakanir um að Assad noti slík vopn á varnar- lausa borgara. Fyrir réttu ári „þótti sannað“ að As- sad hefði enn verið á ferðinni með eitrið. Donald Trump sá að þarna væri tækifæri fyrir hann til að sanna tvennt í einu: Það væri kominn nýr lög- reglustjóri í bæinn í stað hugleysingjans og um leið sýna að þeir sem skálduðu upp að Rússar ættu ein- hverja hönk upp í bakið á núverandi forseta væru lygalaupar. Trump lét því flugskeytum rigna á þann flugvélaflota forseta Sýrlands sem talið var að hefði átt þátt í árásunum. Sagt er að fimmtungi af flug- vélakosti Sýrlandshers hafi verið eytt í árásunum. Og Trump sló sér upp. Hefur staðan breyst? Ekki er víst að sama stemning sé hjá almenningi nú eins og var fyrir ári, eins og sýnir sig í Bretlandi þar sem mikill meirihluti er andvígur þátttöku í hefndar- aðgerð gegn Sýrlandi. Líka þeir sem fyllast viðbjóði vegna fréttamyndanna sem þaðan berast. Þær raddir heyrast að ekki sé allt sem sýnist um þessa „eiturefnaárás“ núna. Assad hafi með atbeina Rússa þegar unnið baráttuna um Sýrland. Það sé ekki glóra í því fyrir hann eða Rússa að nota slík vopn á síð- ustu metrunum og drepa með þeim þrjátíu manns á sama tíma og hann leyfir tugum þúsunda manna að fara út úr sömu borg í friði. Fyrir andstæðinga Assads, sem auðvitað séu í öngum sínum yfir þróun borgarastyrjaldarinnar, sé staðan önnur. Þeir eigi einnig eiturefnavopn. Takist þeim með sviðsetningu að fá fram bandaríska árás yrði Assad fyrir meira tjóni á einum sólarhring en þrekaðir andstæðingarnir gætu unnið á mörgum árum. Sjónvarpsstöðin Fox er eina öfluga sjónvarpsstöðin vestra sem leggur Trump forseta lið í samfelldum árásum annarra fjölmiðla á hann, þar sem iðulega er gengið ótrúlega langt. Það vekur nokkra athygli að sumir þekktustu fréttaskýrendur og þáttastjórnendur Fox hafa lýst efasemdum um að allt sé með felldu með þessa eiturefnaárás, og sumt gangi hreinlega alls ekki upp. Ekki er þó full eining um það sjónarmið innan stöðvarinnar. Er vindurinn úr annarri átt? Trump skynjaði vel að hann sló sér upp með árásinni á Sýrland síðast og að hún hefði brugðið ótvíræðu ljósi á styrkleikamun þeirra Obama. En það er ekki víst að loftárásir yrðu vatn á myllu hans núna. Þá er ekki ver- ið að taka undir þau sjónarmið að með takmarkaðri refsiaðgerð gegn Sýrlandi sé forsetinn að ýta heim- inum út á hengiflug kjarnorkustyrjaldar. En hitt er rétt, að á því ári sem liðið er hafa hersveitir og bún- Sýrlenskur hildarleikur og íslenskur sýndar- leikur um stórmál ’ Fyrir andstæðinga Assads, sem auðvitað séu í öngum sínum yfir þróun borgara- styrjaldarinnar, sé staðan önnur. Þeir eigi einnig eiturefnavopn. Takist þeim með svið- setningu að fá fram bandaríska árás yrði Assad fyrir meira tjóni á einum sólarhring en þrekaðir andstæðingarnir gætu unnið á mörgum árum. Reykjavíkurbréf13.04.18

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.