Morgunblaðið - 07.05.2018, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. MAÍ 2018
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Ríkisstjórnin, eftir tillögu utanrík-
isráðherra, hefur ákveðið að veita
200 milljónir króna aukalega á ári
til bættrar hagsmunagæslu Ís-
lands vegna EES-samningsins.
Segir ráðherra að starfsfólki ráðu-
neytanna verði fjölgað við sendi-
ráð Íslands í Brussel, en því var
fækkað verulega í kjölfar þess að
aðildarviðræður Íslands hófust við
Evrópusambandið árið 2010, og
fjölgaði ekki aftur eftir að viðræð-
unum var slitið. Aðeins þrjú ráðu-
neyti eiga í dag fulltrúa við störf í
sendiráðinu. Meðalseinkun á inn-
leiðingu EES-tilskipana jókst til
muna frá því
snemma árs
2009, þegar Ís-
land sótti um
aðild að ESB.
Upptaka
EES-reglu-
gerða dróst
verulega aftur
úr árið 2011 og
í nóvember árið
2013 náði inn-
leiðingarhallinn
3,2 prósentum, sem er langt yfir
EFTA-meðaltalinu. Í september
sl. stóð Ísland sig langverst allra
EFTA-ríkjanna við innleiðingu
EES-gerða og nam þá innleiðing-
arhallinn 2,2 prósentum. Hallinn
var kominn niður í 1,8 prósent í
apríl síðastliðinum.
Eykur trúverðugleika
Guðlaugur Þór segir að með
fjölgun starfsfólks og betri ár-
angri við innleiðingu og aðlögun
verði Ísland trúverðugari aðili
innan EES en það auki líkurnar á
að Ísland fái áheyrn fyrir áherslur
sínar í samstarfinu þegar mestu
máli skipti, á fyrri stigum til-
lagna. Einnig megi spara í máls-
kostnaði en á síðustu árum hefur
samningsbrotamálum ESA gegn
Íslandi fjölgað mjög.
Að sögn Guðlaugs þurfa öll
ráðuneytin að eiga fulltrúa í
Brussel til að styrkja stöðu Ís-
lands í hagsmunagæslu á fyrri
stigum, en það greiðir sömuleiðis
fyrir meðferð EES-gerða innan
stjórnsýslunnar síðar.
Guðlaugur bendir á að í skýrslu
utanríkisráðuneytisins um skref í
átt að bættri framkvæmd EES-
samningsins sem var birt í síðasta
mánuði komi fram að Ísland hafi
tekið upp 13,4 prósent þeirra til-
skipana, reglugerða og ákvarðana
sem ESB samþykkti á árunum
1994 til 2016. „ESB-sinnar hafa
reynt að grafa undan EES-
samningnum með því að halda því
fram að við tökum upp 80 til 90
prósent af gerðum ESB meðan
staðreyndin er að hlutfallið er 13,4
prósent,“ segir Guðlaugur. Heild-
arfjöldi þeirra gerða sem Ísland
tók upp var 9.028, samkvæmt
skráningu í EES-gagnagrunni
Stjórnarráðsins, en heildarfjöldi
þeirra gerða sem stofnanir ESB
samþykktu á sama tímabili var
alls 67.158. ash@mbl.is
200 milljónir í hagsmunagæslu vegna EES
13,4 prósent EES-gerða hafa verið innleidd frá 1994 Ísland stendur sig verst EFTA-ríkja við innleiðingar
Guðlaugur Þór
Þórðarson
„Auðvitað sjáum við eftir Sunnubúð-
arheitinu en nú ætlum við að breyta
yfir í framtíðarkonsept okkar,
Krambúð,“ segir Gunnar Egill Sig-
urðsson, framkvæmdastjóri versl-
unarsviðs Samkaupa.
Samkaup keyptu rekstur Sunnu-
búðarinnar við Lönguhlíð fyrir
nokkrum árum og hafa rekið hana í
óbreyttri mynd þar til henni var lok-
að vegna breytinga í liðinni viku.
Verður hún opnuð á ný um næstu
mánaðamót undir nafninu Krambúð
og verður númer tíu í röð slíkra
verslana. Sunnubúðin hafði verið
rekin undir því nafni frá 1951 og því
lýkur nú 67 ára verslunarsögu.
„Sunnubúðin var rótgróin kaup-
mannsverslun en með breyttu sam-
keppnisumhverfi og neyslumynstri
er þeirri þörf svarað með öðrum
verslunum. Við ætlum að koma með
meiri þægindi fyrir viðskiptavini
okkar,“ segir Gunnar Egill sem boð-
ar meðal annars bakkelsi bakað á
staðnum, kaffibar og úrval tilbúinna
rétta. hdm@mbl.is
Sunnubúð
verður
Krambúð
Lok 67 ára versl-
unarsögu í Hlíðunum
Sunnubúð Heyrir nú sögunni til.
Morgunblaðið/Hari
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
Ljósmæður undrast málflutning
Svandísar Svavarsdóttur heilbrigð-
isráðherra sem
sagði í útvarps-
þættinum
Sprengisandi í
gærmorgun að
starfsstéttir
gætu ekki rök-
stutt kröfur sínar
í kjarabaráttu
með því að segja
þær sanngjarnar.
Katrín Sif Sigur-
geirsdóttir, for-
maður samninganefndar ljósmæðra,
sagði í samtali við mbl.is í gærkvöldi
að rök ljósmæðra hefðu verið kynnt
heilbrigðisráðherra og því skytu
ummæli ráðherra skökku við.
Alþjóðadagur ljósmæðra var á
laugardaginn og stóð Ljósmæðra-
félag Íslands fyrir ráðstefnu á Ak-
ureyri í tilefni af 50 ára afmæli
Norðurlandsdeildar Ljósmæðra-
félagsins. Mikil samstaða og sam-
heldni einkenndi fundinn sem var
sóttur af um áttatíu ljósmæðrum.
„Kjarabaráttan var lögð til hliðar
og við áttum saman skemmtilegan
og góðan dag. Við ljósmæður pöss-
um upp á að halda okkur mjög vel
við í starfi og þarna voru flottar ís-
lenskar ljósmæður sem kynntu sín-
ar rannsóknir,“ segir Guðrún Páls-
dóttir, ljósmóðir á meðgöngu- og
fæðingardeild Landspítala, í samtali
við Morgunblaðið í gær.
„Ljósmæður hafa mjög sterka
stéttarvitund, því meira sem barið
er á okkur því sterkari verðum við
saman sem hópur, baráttuandinn
verður meiri og raðirnar þéttari.
Baráttan hefur þjappað okkur mikið
saman,“ segir Guðrún.
Komnar með aðra vinnu
Guðrún er ein þeirra ljósmæðra
sem sagt hafa upp störfum, en hún
lætur af störfum 1. júlí næstkom-
andi ef ekki nást samningar fyrir
þann tíma. Hún hefur starfað í 20 ár
á Landspítalanum, þar af í 12 ár
sem ljósmóðir. „Við erum 16 ljós-
mæður sem erum búnar að segja
upp á deildinni og það eru enn að
tínast inn uppsagnir,“ segir Guðrún
en um er að ræða tæplega þriðjung
ljósmæðra á deildinni. „Það er bara
þannig að þann 1. júlí verður deildin
óstarfhæf ef ekki næst að manna
hana, það er alveg vitað. Það er ekki
hægt að segja að þetta sé auðveld
eða léttvæg ákvörðun, það er eng-
inn sem segir upp nema að vel at-
huguðu máli en maður mun standa
við sína uppsögn við óbreytt
ástand,“ segir Guðrún og bætir við
að hætt sé við því að það tínist úr
stéttinni vegna uppsagnanna, ein-
hverjar ljósmæðranna sem sagt hafi
upp séu þegar komnar með aðra
vinnu.
„Við búumst við engu“
Fundur er boðaður í kjaradeilu
ríkisins og ljósmæðra hjá ríkissátta-
semjara klukkan þrjú í dag. Guðrún
segir ljósmæður ekki bjartsýnar
fyrir fundinn. „Við búumst við
engu,“ segir Guðrún. Hún segir
kveðjurnar hafa verið kaldar frá
Bjarna Benediktssyni fjármálaráð-
herra á alþjóðadegi ljósmæðra en
Bjarni sagði kröfur ljósmæðra vera
um 20 prósentum hærri en það sem
ríkið væri tilbúið að samþykkja og
ekki væri hægt að hækka laun ljós-
mæðra margfalt á við aðra hópa.
Ljósmæður eru ekki bjartsýnar
Fundað í dag í deilu ljósmæðra Undrast ummæli heilbrigðisráðherra um skort á rökstuðningi
Guðrún
Pálsdóttir
Morgunblaðið/Golli
Fæðing Ljósmæður funda hjá ríkis-
sáttasemjara klukkan þrjú í dag.
Nýi togarinn Breki VE61 lagðist að bryggju í
Friðarhöfn í Vestmannaeyjum kl. 11 í gærmorg-
un. Áætlað hafði verið að hann yrði 50 daga á
leiðinni frá Kína þar sem hann var smíðaður,
ásamt systurskipi sínu Páli Pálssyni ÍS sem kom
til hafnar á Ísafirði á laugardag. Gekk ferðin að
mestu áfallalaust fyrir sig og tók aðeins 46 daga,
að sögn Sigurgeirs Brynjars Kristgeirssonar,
eða Binna í Vinnslustöðinni, sem sagði að áhöfn-
in hefði verið heimkomunni fegin eftir langt
ferðalag. Skipið væri hið glæsilegasta, fag-
urblátt að lit og búið öflugri skrúfu en eyðir þó
um 40% minna af olíu en eldri skip. Aðbúnaður
væri með besta móti til vinnu og íveru.
Fólki bauðst að koma og skoða skipið og lögðu
bæði börn og fullorðnir leið sína niður á bryggju
og þáðu veitingar og skoðunarferð um skipið.
Um mánuð tekur að koma vinnslubúnaði fyrir í
skipinu og mun það halda á miðin á botn-
fiskveiðar eftir það. Gert er ráð fyrir 12-15
manna áhöfn. ernayr@mbl.is
Togarinn Breki kominn heim til Vestmannaeyja
Ljósmynd/Óskar P. Friðriksson