Morgunblaðið - 07.05.2018, Side 4

Morgunblaðið - 07.05.2018, Side 4
Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Fleiri listar verða í framboði í flest- um stærstu sveitarfélögunum í kom- andi sveitarstjórnarkosningum en fyrir fjórum árum. Framboðsfrestur rann út á laugardag og alls bárust tæplega 200 framboðslistar kjör- stjórnum um allt land. Flestir listar verða í Reykjavík, sextán talsins sem er tvöfalt meira en fyrir fjórum árum. Þetta varð ljóst eftir fund yfirkjörstjórnar síðdegis í gær. „Það voru gerðar minniháttar at- hugasemdir við fimm framboð en þau náðu öll að skila fullnægjandi gögnum innan tilskilins frests og eru talin gild og lögleg,“ segir Eva B. Helgadóttir, formaður yfirkjör- stjórnar í Reykjavík. Hún segir að vel hafi verið farið yfir framboðslista og meðmælendur í ljósi mikillar fjölgunar framboða. „Yfirferðin var ansi umfangsmikil og nákvæm. Það var meðvitað farið vel og rækilega yfir þetta. Til að mynda kom í ljós að einn frambjóð- andi uppfyllti ekki kjörgengi. Hann var í kjölfarið strikaður út af listan- um og restin færðist upp um eitt sæti,“ segir Eva. Umræddur fram- bjóðandi mun hafa verið í sjöunda sæti á lista Íslensku þjóðfylkingar- innar en ástæða þess að hann upp- fyllti ekki kjörgengi var sú að hann er með lögheimili í Svíþjóð. Þeir sextán listar sem bjóða fram í Reykjavík eru Alþýðufylkingin, Borgin okkar - Reykjavík, Flokkur fólksins, Framsókn, Frelsisflokkur- inn, Höfuðborgarlistinn, Íslenska þjóðfylkingin, Karlalistinn, Kvenna- framboð, Miðflokkurinn, Píratar, Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkur- inn, Sósíalistaflokkurinn, Vinstri græn og Viðreisn. Frambjóðendur hættu við Sautján framboð höfðu verið boð- uð og heltist Kallalistinn úr lestinni. Karl Th. Birgisson, forsvarsmaður þess framboðs, greindi frá því á Facebook-síðu sinni að frambjóð- endur hefðu gengið úr skaftinu á lokametrunum: „Undir lokin hélt ég að söfnun meðmæla yrði flöskuháls, en svo var ekki. Hins vegar fundu fleiri en einn frambjóðandi sér ekki stund til að skrifa undir lögboðna pappíra fyrir tilskilinn frest svo að framboðið teldist gilt,“ sagði Karl en meðal þeirra sem orðuð voru við framboð voru Edda Björg Eyjólfs- dóttir leikkona og Davíð Þór Jóns- son prestur. Sex flokkar á Akureyri Níu flokkar bjóða fram í Kópa- vogi, einum fleiri en fyrir fjórum ár- um. Í Hafnarfirði verða átta flokkar í framboði en voru sex síðast. Það sama gildir um Reykjanesbæ og Mosfellsbæ. Á Akureyri bjóða sjö flokkar fram, rétt eins og fyrir fjórum árum. Mið- flokkurinn og Píratar bjóða þar fram og koma í stað Bjartrar framtíðar og Dögunar. Í Árborg bjóða sex flokkar fram en fyrir fjórum árum voru þeir fimm. Fjórflokkurinn er á sínum stað en Björt framtíð dettur út. Inn koma Miðflokkurinn og Áfram Ár- borg sem samanstendur meðal ann- ars af Pírötum og Viðreisnarfólki. Á Seltjarnarnesi verða fjögur framboð eins og síðast. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylking bjóða fram, Viðreisn og Neslisti bjóða saman fram en Framsókn býður ekki fram. Fyrir Seltjarnarnes er nýtt framboð runn- ið undan rifjum Skafta Harðarsonar. Á lista þess er að finna marga gam- algróna sjálfstæðismenn. Persónukjör víða um land Engir listar voru lagðir fram í fimmtán sveitarfélögum. Þau eru Dalabyggð, Reykhólahreppur, Kjós- arhreppur, Árneshreppur, Stranda- byggð, Skorradalshreppur, Helga- fellssveit, Kaldrananeshreppur, Akrahreppur, Skagabyggð, Sval- barðsstrandarhreppur, Fljótsdals- hreppur, Borgarfjarðarhreppur, Grýtubakkahreppur og Svalbarðs- hreppur. Í þessum sveitarfélögum verða því óhlutbundnar kosningar eða persónukjör. Í fjórum sveitarfélögum barst að- eins einn framboðslisti. Þetta var raunin í Skútustaðahreppi, Tjörnes- hreppi, Súðavíkurhreppi og Eyja- og Miklaholtshreppi. Halldór Jónsson, sem situr í kjörstjórn Eyja- og Miklaholtshrepps, sagði í samtali við Morgunblaðið að þegar aðeins einum lista væri skilað inn þá væri fram- boðsfrestur framlengdur um tvo sól- arhringa. Berist ekki fleiri framboð er listinn sjálfkjörinn. „Og þá er ekki gengið til kosninga. Það er bara á Kúbu sem gengið er til kosninga þegar einn listi er í fram- boði,“ sagði Halldór, léttur í bragði. Framboðsfrestur í þessum fjórum sveitarfélögum hefur því verið fram- lengdur til hádegis í dag og þá ræðst endanlega hvernig málum er háttað. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hefur til að mynda borist áskorun í Eyja- og Miklaholtshreppi um að fallið verði frá framboði Betri byggðar, eina listans sem skilað var inn, svo hægt verði að hafa hefð- bundið persónukjör. Sextán listar bjóða fram í Reykjavík  Öll framboðin úrskurðuð lögleg síðdegis í gær  Einn frambjóðandi uppfyllti ekki kjörgengi  Fleiri framboð í stóru sveitarfélögunum en síðast  Persónukjör víða um land og sums staðar sjálfkjörið Morgunblaðið/Eggert Kosningar Sextán flokkar verða á kjörseðlinum í Reykjavík hinn 26. maí. Ekki þarf að gera sérstakar ráðstafanir til að koma öllum flokkum og frambjóð- endum fyrir, samkvæmt upplýsingum frá yfirkjörstjórn í Reykjavík. Fleiri flokkar bjóða fram í stærstu sveitarfélögunum en fyrir fjórum árum. Spennandi kosningar » Hátt í 200 framboðslistar bárust kjörstjórnum en kosið verður til 72 sveitarstjórna. » Sextán framboðslistar verða í Reykjavík, tvöfalt fleiri en fyr- ir fjórum árum. » Útlit fyrir persónukjör í fimmtán sveitarfélögum. Þá barst aðeins einn framboðslisti í fjórum sveitarfélögum. » Kosið verður 26. maí næst- komandi. 4 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. MAÍ 2018 18. maí í 3 nætur LJUBLJANA Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. Netverð á mann kr. 79.995 m.v. tvo í herbergi með morgunverði á hótel Park í 3 nætur.Hotel Park Frá kr. 79.995 m/morgunmat Örfá sæti laus! Fararstjórar: Ágústa Sigrún Ágústsdóttir og Ingibjörg Gréta Gísladóttir Árlegt uppboð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á óskilamunum fór fram í húsnæði Vöku hf. um helgina. M.a. voru boðin upp reiðhjól, vespur og hjólastólar. Líkt og fyrri ár létu margir sjá sig í von um að gera góð kaup. Á hverju ári berast lögreglunni hundruð reiðhjóla, þó aðeins brot af þeim hjólum sem tilkynnt eru stolin. Margir mættu á uppboð lögreglunnar Morgunblaðið/Hari Alls verður kosið í 74 sveitarfélögum hinn 26. maí næstkomandi. Aðeins verður þó kosið til 72 sveitarstjórna þar sem fyrir liggur að sveitarfélögin Fjarðabyggð og Breiðdalshreppur muni sameinast sem og sveitarfélagið Garður og Sandgerðisbær. Framboðsfrestur rennur endanlega út á hádegi í dag í fjórum sveitar- félögum sem hann var framlengdur í. Þá lýkur sömuleiðis yfirferð kjör- stjórna yfir alla lista og fyrir liggur hvort þeir uppfylla allar kröfur. Dóms- málaráðuneytið auglýsir framlagningu kjörskrár eigi síðar en laugar- daginn 12. maí. Eigi síðar en 16. maí skal kjörskrá svo liggja frammi til sýnis á skrifstofum sveitarstjórna eða á öðrum stað sem henta þykir. Kosið til 72 sveitarstjórna Í DAG ERU 19 DAGAR TIL KOSNINGA SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2018

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.