Morgunblaðið - 07.05.2018, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. MAÍ 2018
Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is
GÓÐ HEYRN
GLÆÐIR SAMSKIPTI!
Með þeim heyrist talmál sérstaklega vel
vegna þess að þau þekkja tal betur
en önnur tæki.
Tæknin sem
þekkir tal
Nýju ReSound LiNX 3D
eru framúrskarandi heyrnartæki
ReSound LiNX3
Í þættinum Þingvellir á K100 ígærmorgun ræddi Páll Magn-
ússon við Guðlaug Þór Þórðarson
utanríkisráðherra.
Mest var fjallað um
utanríkismál og
Guðlaugur benti
meðal annars á að
þrautaganga Bret-
lands út úr Evrópu-
sambandinu sýndi
að ákvörðun um að
ganga í það, sem
væri óskynsamleg fyrir Ísland, yrði
ekki einfaldlega tekin til baka.
Hann sagði þetta minna á text-ann úr Hotel California: „You
can check out any time you like, but
you can never leave.“
Í lokin var vikið að borgarmálumog þar var athyglisvert að Guð-
laugur sagði frá því þegar hann var
varaformaður fjárlaganefndar og
vildi setja nokkur hundruð millj-
ónir í að gera göngubrýr yfir helstu
umferðaræðar Reykjavíkur.
Hann sagðist hafa vitað að ekkiþýddi að bjóða borgaryfir-
völdum peninga til að gera mislæg
gatnamót, en hann hefði talið að
enginn gæti verið á móti göngu-
brúm.
Vegagerðin hefði hins vegarbent honum á að þingið gæti
samþykkt eins háar fjárhæðir og
það vildi til þessara mála, ekkert
kæmist til framkvæmda hjá borg-
inni.
Það er með ólíkindum að borg-aryfirvöld sem ganga fram
með þeim hætti sem raun ber vitni í
stórum málum á borð við sam-
göngur og uppbyggingu borgar-
innar, lóða- og skipulagsmál, skuli í
könnunum mælast eiga góða mögu-
leika að halda áfram að spilla borg-
inni.
Guðlaugur Þór
Þórðarson
Á móti öllum
umferðarbótum
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 6.5., kl. 18.00
Reykjavík 6 skýjað
Bolungarvík 1 snjókoma
Akureyri 6 skýjað
Nuuk -5 heiðskírt
Þórshöfn 7 rigning
Ósló 14 heiðskírt
Kaupmannahöfn 19 heiðskírt
Stokkhólmur 19 heiðskírt
Helsinki 9 heiðskírt
Lúxemborg 24 heiðskírt
Brussel 26 heiðskírt
Dublin 20 léttskýjað
Glasgow 18 léttskýjað
London 23 heiðskírt
París 26 heiðskírt
Amsterdam 23 heiðskírt
Hamborg 22 heiðskírt
Berlín 21 heiðskírt
Vín 22 heiðskírt
Moskva 14 skúrir
Algarve 23 léttskýjað
Madríd 16 heiðskírt
Barcelona 20 léttskýjað
Mallorca 22 léttskýjað
Róm 18 heiðskírt
Aþena 19 þrumuveður
Winnipeg 18 léttskýjað
Montreal 14 léttskýjað
New York 16 alskýjað
Chicago 18 skýjað
Orlando 24 rigning
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
7. maí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 4:39 22:11
ÍSAFJÖRÐUR 4:24 22:35
SIGLUFJÖRÐUR 4:07 22:19
DJÚPIVOGUR 4:04 21:45
Laun nemenda í Vinnuskóla
Reykjavíkur verða 4,4% hærri en
þau voru í fyrra. Hækkunin tekur
mið af kjarasamningum borgarinnar
við Starfsmannafélag Reykjavíkur-
borgar. Þetta var samþykkt í
borgarráði.
Nemendum úr 8. bekk grunn-
skóla, fæddum 2004, bjóðast nú
störf að nýju, eftir nokkurt hlé.
Tímakaup þeirra verður 560 krónur.
Tímakaup nemenda í 9. bekk verður
630 krónur og nemenda í 10. bekk
838 krónur. Skráning í Vinnuskól-
ann er hafin á vef Reykjavíkur-
borgar, reykjavik.is. Foreldrar
þurfa að skrá unglinga sína í gegn-
um Rafrænu Reykjavík og öllum
sem skráðir eru býðst starf. Starfs-
tímabilin verða þrjú en ekki er hægt
að tryggja að allir fái það tímabil
sem óskað er eftir, segir í frétt á
vefnum. Í fyrra voru um 1.000 ung-
lingar skráðir í skólann en þeim
mun væntanlega fjölga talsvert þar
sem einn árgangur hefur bæst við.
Laun í Vinnuskólanum voru
hækkuð um 30% í fyrra með það að
markmiði að nálgast aðra vinnu-
skóla í launakjörum. sisi@mbl.is
Launa-
hækkun
Vinnuskól-
ans 4,4%
Borgarstjórinn í Reykjavík og
bæjarstjórar Mosfellsbæjar, Sel-
tjarnarness, Kópavogs, Garðabæjar
og Hafnarfjarðar, undirrita í Blá-
fjöllum í dag samkomulag sveitarfé-
laga um átak við endurnýjun og upp-
byggingu skíðasvæða höfuðborgar-
svæðisins í Bláfjöllum og Skálafelli.
Frá þessu segir í fréttatilkynningu.
Samkomulagið byggist á fram-
tíðarsýn stjórnar skíðasvæðanna og
tillögum starfshóps sem Stjórn Sam-
taka sveitarfélaga á höfuðborgar-
svæðinu (SSH) skipaði. Ráðist verði
í endurnýjun og uppsetningu
þriggja stólalyftna í Bláfjöllum og
endurnýjun stólalyftu í Skálafelli og
settur upp snjóframleiðslubúnaður í
Bláfjöllum.
Samhliða þessum verkefnum
verði unnið að áframhaldandi upp-
byggingu á skíðgöngusvæði og
bættri aðstöðu fyrir skíðagöngufólk.
Kannað verði að koma á tengingu al-
menningssamgangna við skíðasvæð-
in. SSH verður með yfirumsjón með
framkvæmd samningsins. Áætlaður
kostnaður vegna framkvæmdanna
sem eiga að standa yfir frá 2019–
2024 verði um 3,6 milljarðar króna.
Verkefnin verði fyrri áfangi af
tveimur við heildaruppbyggingu
skíðasvæðanna, samkvæmt
framtíðarsýn um uppbyggingu og
rekstur þeirra til ársins 2030.
ernayr@mbl.is
Skíðasvæðin munu fá fé til endurbóta
Sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins undirrita 3,6 milljarða króna samning
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bláfjöll Aðstaðan verður bætt.