Morgunblaðið - 07.05.2018, Side 11

Morgunblaðið - 07.05.2018, Side 11
11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. MAÍ 2018 Kristrún Heimisdóttir stýrir fundinum ALDREI AFTUR! - FUNDARÖÐ SAMTAKA SPARIFJÁREIGENDA Vilhjálmur Bjarnason fv. alþingismaður Stefán Svavarsson endurskoðandi SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Aukið álag á sveitarstjórnarfólk með fleiri og flóknari verkefnum gæti átt þátt í því að tæp 60% þeirra snúa ekki aftur að loknum kosningum hverju sinni. Hlutfallið hefur farið vaxandi á síðustu árum. Eva Marín Hlynsdóttir, stjórn- málafræðingur og lektor við Háskóla Íslands, gerði könnun í fyrra á vinnuaðstæðum sveitarstjórnar- fólks hér á landi og kom þar í ljós að endurnýjun í sveitarstjórnum er mikil, sérstak- lega hjá smærri sveitarfélögum, og að konur sitja skemur en karlar. Spurð hvers vegna hún ákvað að kanna þetta svarar Eva að hún hafi orðið vör við mikið brottfall í kosn- ingunum fyrir fjórum árum. „Fólk virtist endast í skamman tíma og ég var búin að heyra marga segja að lík- legasta lausnin við því væri að hækka laun sveitarstjórnarfólks. Mig langaði að sjá hvort ég sæi eitt- hvert mynstur í þessu og hvort ég gæti greint einhverja áhrifavalda." Könnunin var send til allra þeirra 504 sem voru kjörnir 2014, svarhlut- fall var 60%. Hraðari endurnýjun en áður 40% þeirra sem svöruðu voru ákveðnir í að gefa ekki aftur kost á sér í kosningunum í ár. „Þar ofan á átti eftir að koma breytileikinn sem kemur í kosningunum þannig að við erum að sjá tæpa 60% endurnýjun. Upp úr 1990 vorum við með heildar- endurnýjun upp á um 40% þannig að við erum að missa fólk miklu hraðar út heldur en var áður. Það kom líka í ljós að endurnýjunin virðist að ein- hverju leyti tengd stærð. Eftir því sem sveitarfélögin eru minni var lík- legra að fólk væri að hætta, í stóru sveitarfélögunum var ástandið ekki gott heldur en þó aðeins skárra. En þessi hraða endurnýjun er augljós- lega tengd stærð,“ segir Eva Marín sem telur álag, fremur en laun, spila þar stóra rullu. „Álagið á sveitarstjórnarfólk hef- ur verið að aukast gríðarlega. Í minni sveitarfélögum er seta í sveit- arstjórn aukaverkefni fólks sem er oft í fullri vinnu. Verkefni sveitar- stjórna eru orðin fleiri og flóknari og kannski hefur stjórnsýslan ekkert stækkað mikið í minni sveitarfélög- unum sem gerir það að verkum að þar þarf sveitarstjórnarfólk að setja sig inn í fleiri verkefni og reiða sig meira á sjálft sig.“ Konur sitja skemur Það kom líka í ljós í könnun Evu Marínar að konur eru líklegri til að hætta í sveitarstjórnum en karlar eftir skamma setu. „Í síðustu kosn- ingum sáum við um 60% endurnýjun hjá konum en um 50% hjá körlunum. Þar kemur álagið líklega líka inn í en í rannsókninni var spurt hversu miklum tíma fólk eyddi í ólaunuð störf t.d. tengd fjölskyldu og þá kom sérstaklega fram að konur eyddu umtalsvert meiri tíma í ólaunuð verkefni. Áhugi fólks á félagsstörf- um er kannski líka að breytast, þetta er í eðli sínu sjálfboðaliðastarf og þó fólk fái greitt fyrir er það að sinna því í sínum frítíma. Það þarf að fórna einhverju til að taka þátt í því og konur virðast oftar meta það sem svo að þær séu ekki að fá það út úr þess- um verkefnum sem geri það þess virði að vera í þeim.“ Til að hægt sé að snúa þessari þró- un við segir Eva Marín að það þurfi að byrja að skoða vinnuumhverfi sveitarstjórnarfólks. „Það þarf að skoða starfsumhverfi sveitarfélaga bæði sveitarstjórnina, samband hennar við bæjar- eða sveitarstjóra og stjórnsýsluna." Reynsla og þekking hverfur Ekki hefur skort á að fólk bjóði sig fram í komandi sveitarstjórnarkosn- ingum og segist Eva Marín bíða spennt eftir að sjá hver endurnýj- unin verður. „Ég hef líka áhuga á að sjá hvað gerist eftir fjögur ár, hvort við náum að halda þessu fólki inni. Þegar flestir fara út eftir eitt kjör- tímabil verður hætta á of mikilli end- urnýjun, þá hverfur heilmikil reynsla og þekking og fólk er alltaf að byrja upp á nýtt. Það er eðlilegt að það séu einhver útskipti en það er vont ef það eru allir í einu.“ Mikil endurnýjun í sveitarstjórnum  Um 60% sveitarstjórnarfólks snúa ekki aftur að loknum kosningum  Fulltrúar í minni sveitarfélögum og konur líklegri til að hætta eftir skamma setu  Mikið álag áhrifaþáttur að sögn stjórnmálafræðings Hlutfall kjörinna fulltrúa og fjöldi kjörtímabila 50% 40% 30% 20% 10% 0% 1 kjörtímabil 2 kjörtímabil 3 kjörtímabil 4 kjörtímabil 5 kjörtímabil Heimild: Dutiful citizen or a pragmatic professional? Voluntary retirement of Icelandic local councillors. Eva Marín Hlynsdóttir, 2017. 50% 26% 12% 6% 6% Í könnun árið 2017 var helmingur kjörinna fulltrúa á sínu fyrsta kjörtímabili 76% kjörinna fulltrúa höfðu verið tvö kjörtímabil eða skemur Sveitarstjórnir » Í könnuninni svöruðu rúm 40% þeirra sem sitja í sveit- arstjórnum að þau væru ákveðin að hætta, tæp 30% voru enn að hugsa málið og 30% stefndu á að halda áfram. » Í síðustu þrennum sveitar- stjórnarkosninum hafa um sex af hverjum tíu fulltrúum í sveitarstjórnum verið nýir. Er það hærra hlutfall en í ná- grannalöndunum þar sem þrír eða fjórir af hverjum tíu eru nýir. » Aukið álag á sveitarstjórn- arfólk með fleiri og flóknari verkefnum gæti átt þátt í mik- illi endurnýjun. » Fjöldi sveitarstjórna hefur farið úr 204 árið 1990 niður í 74 árið 2017. Kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum eru nú 504 m.v. 1116 árið 1990. » Meðalaldur sveitarstjórn- arfólks á Íslandi árið 2014 var 45,8 ár. » Að meðaltali eyðir sveit- arstjórnarfólk 40,9 klukku- stundum á mánuði í vinnu tengda starfinu, samkvæmt könnun Evu Marínar. Eva Marín Hlynsdóttir SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2018 Sumarbústaður við Elliðavatn brann til grunna í fyrrinótt. Eldur og reyk- ur sást víða að og bárust slökkvilið- inu nokkrar tilkynningar um eldinn. Þegar á staðinn var komið var bú- staðurinn alelda og „að falli kominn“ að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Ákveðið var að láta bústaðinn brenna og leggja frekar áherslu á að vernda gróðurinn í kring enda væri vettvangurinn innan vatnsverndar- svæðis. Slökkvistarfi lauk um klukk- an hálfsjö í gærmorgun, en eldsupp- tök eru enn ókunn. Á laugardagskvöld barst slökkvi- liðinu tilkynning um eld í íbúð í Vest- urbæ Reykjavíkur. Reyndist hann minniháttar og þegar slökkviliðs- menn komu á vettvang hafði þegar tekist að ráða niðurlögum eldsins. Íbúðina þurfti þó að reykræsta. Maður á gangi með exi Lögreglu var á laugardag tilkynnt um mann á gangi í hverfi 104, vopn- aðan exi. Var hann handtekinn fljót- lega og reyndist vera í annarlegu ástandi vegna fíkniefnaneyslu. Á manninum fundust engin efni sem talið er að séu fíkniefni. Aðfaranótt sunnudags var mikill erill í miðborg Reykjavíkur, svo mik- ill að fangageymslur lögreglu fyllt- ust. Vista þurfti einstaklinga tíma- bundið í fangageymslu lögreglustöðvarinnar í Hafnarfirði. Að mestu var um ölvunar- og fíkni- efnamál að ræða, auk slagsmála, en þrjú innbrot voru þó einnig tilkynnt. Sumarbústaður brann til grunna  Mikill erill hjá lögreglu um helgina Morgunblaðið/Eggert Eldur Áhersla var lögð á að bjarga gróðri í nágrenni bústaðarins. Umsóknarfrestur um embætti for- stjóra Vegagerðarinnar hefur verið framlengdur. Samgöngu- og sveitarstjórn- arráðherra auglýsti upphaflega embættið 6. apríl með umsókn- arfresti til 23. apríl. Á föstudaginn birtist auglýsing frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, þar sem umsóknarfresturinn er tilgreindur 19. maí n.k. Ákveðið var að framlengja um- sóknarfrestinn þar sem, að athug- uðu máli, hann þótti hafa verið ákvarðaður of stuttur í upphafi, samkvæmt upplýsingum frá ráðu- neytinu. Ráðherrann, Sigurður Ingi Jó- hansson, skipar forstjóra Vegagerð- arinnar til fimm ára frá 1. júlí nk. Þá lætur Hreinn Haraldsson af embætti vegamálastjóra fyrir aldurs sakir. Þá verður jafnframt hætt að nota embættisheitið vegamálastjóri og forstjóraheitið tekið upp í staðinn. sisi@mbl.is Umsóknarfrestur um embætti forstjóra Vegagerðarinnar framlengdur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.