Morgunblaðið - 07.05.2018, Side 17

Morgunblaðið - 07.05.2018, Side 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. MAÍ 2018 Vorverk Bóndi í Hörgársveit ber skít á tún í byrjun maí. Hörgársveit er næsta sveitarfélag norðan Akureyrar, var stofnað í júní 2010 með sameiningu Hörgárbyggðar og Arnarneshrepps. Hari Fyrir um tveimur áratugum voru fjögur sjúkrahús á höfuð- borgarsvæðinu; Land- spítali, Landakotsspít- ali, Borgarspítali og St. Jósepsspítali. Ekki al- veg vandræðalaust fyr- irkomulag en gaf val- frelsi sjúklingum til handa auk heilbrigðis- starfsmanna gagnvart vinnuveitendum. Fagleg samkeppni, samanburður og metnaður fannst milli stofnana og kannski örlítill „sperringur“ sem þegar öllu er á botninn hvolft gaf eldsneyti fyrir bættri þjónustu og framþróun. Í lok síðustu aldar komu fram raddir sem kölluðu á sameiningu stofnana. Not- uð voru hástemmd orð og tilvitnanir, s.s. hátæknisjúkrahús og háskóla- sjúkrahús, þessu til stuðnings. Þar fylgdi og með klisja um að „til að öfl- ugt háskólasjúkrahús stæði undir nafni þurfi upptökusvæði að vera ein milljón manns“ eða að „í svo fá- mennu landi geti verið slæmt að dreifa sér- hæfum verkefnum of mikið“. Að þessu gefnu var auðvitað einsýnt að sameina þyrfti spít- alana og í framhaldinu byggja einn nýjan há- tæknispítala og fjölga þjóðinni hið snarasta. Þannig yrði þjónustan betri, hagkvæmari og ódýrari. Biðlistar heyrðu sögunni til, vís- indi blómstruðu og starfsánægja innviðanna batnaði. Öllum árunum seinna er nú raunin önnur. Sumir segja að það sé vegna þess að hátæknispítalinn sé nú enn á teikniborðinu og/eða spítala- þjónustan fjársvelt. En er það svo? Í dag er fákeppni á sjúkrahúsmarkaði með nánast eina stofnun á landsvísu sem eitthvað kveður að. Stofnun þar sem helmingi hjartaaðgerða er reglulega frestað og biðlistar nánast náttúrulögmál þrátt fyrir aukna fjármuni. En allt á þetta að batna með nýja spítalanum og meira plássi lofar forstjórinn. En hvað á þá að gera þar til hann kemur eftir 8 ár? Hjúkrunarfræðingar á gjörgæslunni segja hins vegar aðra sögu. Það vantar ekki pláss. Það vantar fyrst og fremst mannskap. Þar hitta þeir naglann á höfuðið. Í mannauðnum liggja verðmæti heilbrigðisþjónust- unnar. Nýr landlæknir brást rögg- samlega við þessum tíðindum um frestun aðgerða og í yfirlýsingu kom fram að hún myndi umsvifalaust kalla eftir upplýsingum og skýr- ingum frá spítalanum og þannig gegna eftirlitshlutverki sínu. Bara það að nokkrum dögum áður var við- komandi framkvæmdastjóri að- gerðasviðs spítalans þar sem skurð- stofur, vöknun og gjörgæsla voru á hennar forræði og ábyrgð. Voru þetta tíðindi fyrir nýja landlækninn? Í nýjasta hefti Læknablaðsins varar sami landlæknir nú við að verk- efnum sé úthýst til annarra aðila. Tilvitnanir hér að ofan vaktar til lífs á ný og að ekki megi dreifa kröftum sérfræðinga, sem gæti ógnað starfs- öryggi háskólaspítalans. Þegar framsýnt fólk hóf undir- búninga að stofnun Háskólans í Reykjavík risu mætir menn upp í Háskóla Íslands og vöruðu við þeim afleiðingum sem það uppátæki kynni að hafa fyrir þá stofnun sem hafði nánast ein setið að háskólamenntun fram til þess hér á landi. Kunnuleg rök: Lítið land og fámenni og rangt að dreifa sérhæfum starfskrafti um alla koppagrundir auk fjárhagslegar sóunar. Nú vita allir að stofnun HR styrkti háskólasamfélagið, jók val- frelsi nemenda og samkeppnin bætti HÍ ef eitthvað var. Annað nærtækt dæmi. Eitt sinn var til ríkisstofnun sem hét Vega- gerð ríkisins. Hún hannaði, byggði og hélt við vegakerfinu. Allt á einni hendi. Framsýnir aðilar sáu að hér var ekki rétt að staðið. Nær væri að virkja krafta einkareksturs. Nú miðlar sama stofnun verkum allt frá hönnun, framkvæmd, eftirliti og við- haldi til annarra með góðum ár- angri. Varla finnst sá maður sem vill snúa til fyrra horfs. Heilbrigðisþjónusta er ekkert frá- brugðin annarri starfsemi þótt sum- ir vilji meina annað. Mannauður, þekking og hugmyndaauðgi eru verðmæti þjónustunnar. Fákeppni í þjónustuveitingu er jafn hættuleg þar sem annars staðar. Heilbrigðis- þjónustu má ekki veita út frá hags- munum stofnana. Hér verða hags- munir sjúklinga að vera í fyrirrúmi. Valfrelsi til þjónustu, gott aðgengi, gæði og að vel sé farið með skattfé. Hvar þjónustan er veitt skiptir engu máli að þessu gefnu. Pólitískur rétt- trúnaður á rekstrarformi verður að víka fyrir skynseminni. Þetta verða stjórnmálmenn sem valdir eru til forystu í málaflokkunum að tileinka sér og þeir æðstu embættismenn framkvæmdavaldsins sem sömu stjórnmálamennirnir fela fram- kvæmdina. Eftir Stefán E. Matthíasson »Mannauður, þekking og hugmyndaauðgi eru verðmæti þjónust- unnar. Fákeppni í þjónustuveitingu er jafn hættuleg þar sem annars staðar. Stefán E. Matthíasson Höfundur er formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja. Háskólasjúkrahússinnar Yfirskrift þessarar greinar er fengin að láni hjá fráfarandi skólastjóra Réttar- holtsskóla, Jóni Pétri Zimsen, og kom fram í viðtali við hann á mbl.is. Undir stjórn hans hefur Réttar- holtsskóli náð góðum árangri, bæði í inn- lendum og erlendum samanburði. Jón Pétur hefur verið gagnrýninn á aðgerðir og stefnu skólayfirvalda í borginni og segir ófagleg vinnubrögð og skeytingar- leysi þeirra í garð skólanna eiga meðal annars þátt í því að hann ákvað að hætta sem skólastjóri. Þegar farsæll skólastjórnandi segir upp störfum ætti það að vera borg- arbúum áhyggjuefni. Skólamál í skötulíki Gagnrýni Jóns Pét- urs í umræddu viðtali lýtur einkum að þrem- ur atriðum. Í fyrsta lagi að lítið sé um svör við ábendingum hans frá Skúla Helgasyni og Helga Grímssyni hjá skóla- og frístundaráði. Í öðru lagi að takmörk- uð áhersla sé lögð á þekkingu í mennta- stefnunni en því meiri á hugtök eins og sköpun, gagnrýna hugsun og frumkvæði. Þekkingin virðist algert aukaatriði í mennta- stefnunni. Jón Pétur bendir á að sköpun og gagnrýnin hugsun séu mikilvæg hugtök en þau lifi ekki í tómarúmi. Gagnrýnin hugsun, sköp- un og frumkvæði byggist á þekk- ingu. Með sama hætti og við hús- byggingu þarf að byrja á grunninum. Loks gagnrýnir Jón Pétur hversu lítið eftirlit sé með því sem gerist í skólunum. Skóla- yfirvöld í borginni firri sig ábyrgð á þessum mikilvæga málaflokki með því að segjast treysta skólunum. Svör skólayfirvalda Daginn eftir viðtalið við Jón Pét- ur er haft eftir Helga Grímssyni, sviðsstjóra hjá skóla- og frí- stundasviði borgarinnar, að hér sé aðeins um að ræða sjónarmið eins skólastjórnanda, sem væntanlega skýrir áhugaleysið á að svara ábendingum Jóns Péturs. Í fram- haldinu segir hann síðan að „stefnan sé sameign þúsunda aðila sem hafa lagt gjörva hönd á plóginn til að móta framsækna og skapandi menntastefnu“. Þegar mennta- stefna er klædd í búning hlutleysis með því að heimfæra hana upp á skoðanir þúsunda manna er verið að koma sér hjá því að rökstyðja í hverju hún felst og hverju hún hef- ur skilað. Niðurstaðan er sú að eng- inn veit í hverju þessi menntastefna borgarinnar felst en vitað er að hún hefur skilað dýrasta grunnskóla innan OECD og slökum árangri í samanburði við aðrar þjóðir. Ábyrgð á því ber meirihlutinn í borginni en ekki þúsundir manna sem Skúli Helgason og Dagur B. Eggertsson hafa talað við. Innihaldslausir frasar Þegar metin eru störf skóla- og frístundasviðs borgarinnar annars vegar og störf Jóns Péturs Zimsen hins vegar er himinn og haf á milli. Það sem Skúli og Dagur bjóða okk- ur upp á eru innihaldslausir frasar um „framsækna og skapandi menntastefnu“ á sama tíma og ís- lenskir nemendur standa höllum fæti í alþjóðlegum samanburði. Stór hluti nemenda getur ekki lesið sér til gagns sem skapar mikla ógn við lýðræðið, eins og Jón Pétur bendir á. Þegar þekkinguna þrýtur skapast jarðvegur fyrir innrætingu. Kannski er það markmið borgarstjórnarmeirihlutans. Þegar skólakerfið er veikt er vont að missa öfluga stjórnendur. Kannski verður hægt að breyta þessari þróun í næstu kosningum og skapa skilyrði til þess að sannfæra Jón Pétur og aðra öfluga skóla- stjórnendur um að það sé þess virði að halda áfram. Eftir Brynjar Níelsson » Þegar þekkinguna þrýtur skapast jarðvegur fyrir inn- rætingu. Kannski er það markmið borgar- stjórnarmeirihlutans. Brynjar Nielsson Höfundur er alþingismaður. Illa ígrunduð menntastefna Reykjavíkurborgar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.