Morgunblaðið - 07.05.2018, Side 26
26 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. MAÍ 2018
LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR
* Til að DHA skili jákvæðum áhrifum
þarf að neyta 250 mg á dag.
OMEGA-3
FYRIR SJÓN
OG AUGU
Omega-3 augu er ný vara frá Lýsi
sem er einkumætlað að viðhalda
eðlilegri sjón.
Omega-3 augu inniheldur lútein,
zeaxanþín og bláberjaþykkni. Ásamt
omega-3 fitusýrunni DHA*, sinki og
ríblóflavíni (B2 vítamín) sem stuðla
að viðhaldi eðlilegrar sjónar.
Fæst í öllum helstu apótekum landsins.
Sýning á myndasögum úr samkeppni var
Sigraði Erna Mist Pétursdóttir er sigurvegari myndasögukeppninnar.
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Næstkomandi föstudag munu út-
skriftarnemendur frá leikarabraut
sviðslistadeildar LHÍ frumsýna loka-
verkefni sitt í Kassanum í Þjóðleik-
húsinu, leikritið Aðfaranótt eftir
Kristján Þórð Hrafnsson í leikstjórn
Unu Þorleifsdóttur.
Verk Kristjáns bar sigur úr býtum
í leikritasamkeppni sem sviðs-
listadeild LHÍ hélt í samstarfi við
Félag leikskálda og handritshöfunda
en áður hefur Kristján látið að sér
kveða sem leikskáld, ljóðskáld,
skáldsagnahöfundur og þýðandi.
Hann hlaut Grímutilnefningar fyrir
leikritin Böndin á milli okkar og Fyr-
ir framan annað fólk en á síðarnefnda
verkinu byggði Óskar Jónasson leik-
stjóri samnefnda kvikmynd sína.
Kristján er með mörg járn í eldinum
og vinnur núna að því að þýða Rík-
harð III eftir Shakespeare, en verkið
verður sett á fjalirnar í Borgarleik-
húsinu næstu jól í leikstjórn Bryn-
hildar Guðjónsdóttur.
Kristján segir að þegar hann sá
leikritasamkeppnina auglýsta í lok
árs 2016 hafi hann átt í fórum sínum
hugmynd að leikriti sem hann taldi
að gæti fallið vel að kröfum keppn-
innar. Hann segir það hafa verið
skemmtilegt framtak hjá Listahá-
skólanum að halda samkeppni af
þessu tagi og til þess fallið að efla ís-
lenska leikritun. Að fá sérsamið verk
þýðir líka að nemendurnir geta
spreytt sig á leikriti þar sem ákveðið
jafnvægi er á milli hlutverka. „Í
keppninni var höfundum uppálagt að
hafa jafnmörg hlutverk og nemendur
í útskriftarárganginum eru, og skrifa
hlutverkin þannig að allir fengju
tækifæri til að láta ljós sitt skína,“
segir Kristján. „Í þessum form-
kröfum var fólgin ákveðin áskorun,
enda algengast að leikrit séu með
fáum aðalhlutverkum og svo nokkr-
um minni hlutverkum sem fá ekki
sama vægi á sviðinu.“
Rannsakar mannlegt eðli
Í Aðfaranótt er sagt frá því þegar
leiðir nokkurra ungra manneskna
liggja saman á skemmtistað í
Reykjavík eitt laugardagskvöld.
„Sumar persónurnar þekkjast, aðrar
ekki. Það er ákveðin spenna í loftinu,
vissar væntingar, en líka innibyrgð
reiði og ákveðin mál sem eru óupp-
gerð. Áður en nóttin er á enda er ein
af þessum manneskjum látin, og önn-
ur er með mannslíf á samviskunni.“
Að sögn Kristjáns langaði hann að
rannsaka í verkinu hvernig innri
sársauki og vanlíðan geta magnast
upp og brotist út í árásargirni. „Það
er áhugavert hvað árásargirnin get-
ur tekið á sig breytilegar myndir:
hún getur verið líkamleg eða komið
fram í orðum; hún getur birst í
ókurteisi, ákveðinni tegund af húm-
or, yfirlýsingagleði, öfgafullum skoð-
unum og ögrunum.“
Þessi forvitni um árásargirnina
tengist áhuga Kristjáns á því hvernig
manneskjur reyna stundum að ná
valdi hver yfir annarri. „Fólk beitir
til þess ólíkum vopnum, og beitir of-
beldi sem getur verið líkamlegt eða
andlegt, en þegar ofbeldið er andlegs
eðlis þá getur það orðið svo lúmskt,
og jafnvel virkað sakleysislegt á yf-
irborðinu. Sumt fólk hefur tilhneig-
ingu til að reyna að ná valdi á tilfinn-
ingum annarra, nýta sér veikleika
þeirra eða viðkvæmni, og jafnvel
misnota vináttu þeirra, góðvild og
ást,“ segir Kristján og bætir því við
að þótt leikrit hans fjalli um átök
fólks þá sé líka alltaf í þeim ákveðinn
húmor. „En Aðfaranótt er kannski
harkalegasta skáldverkið sem ég hef
sent frá mér, og það verk sem kemst
næst því að vera harmleikur.“
Talandi um harmleiki, þá er það
Ríkharður III hertogi af Gloucester
sem á allan hug Kristjáns um þessar
mundir. Borgarleikhúsið bað Krist-
ján að þýða verkið fyrir jólasýn-
inguna í ár en áður hefur hann þýtt
fjölda verka fyrir Borgarleikhúsið,
Þjóðleikhúsið, Útvarpsleikhúsið, Ís-
lensku óperuna og ýmsa sjálfstæða
leikhópa. Má þar nefna Mannsrödd-
ina eftir Jean Cocteau, Föðurinn eft-
ir Florian Zeller og Eldraunina eftir
Arthur Miller.
Listrænir eiginleikar
hins bundna máls
Ríkharður III er samt fyrsta
Shakespeare-verkið sem Kristján
spreytir sig á, og raunar í fyrsta sinn
sem hann þýðir leikrit sem er ekki
20. aldar verk. Kristján segir mögu-
lega skýringu á því að honum var fal-
ið þetta verkefni vera að í ljóðabók-
um sínum sé hann vanur að yrkja
háttbundið, og nýtist það vel þegar
glímt er við texta Shakespeare.
En er ekki úr tísku að yrkja hátt-
bundið? Hvers vegna semur Kristján
ekki frekar óhlutbundin atómljóð?
Ástæðan er ást hans á braglistinni.
„Braglistin verður til við glímu
skáldsins við að mæta kröfum hins
háttbundna ljóðforms, og orða hugs-
anir innan þeirra skorða sem formið
setur. Bundið mál setur skáldum
óhjákvæmilega skorður, og reynir
einmitt þess vegna á hugkvæmni
þeirra, orðfimi og hagmælsku. Bund-
ið mál getur þannig öðlast ákveðna
listræna eiginleika sem frjálsa form-
ið býður ekki upp á. Þó skáldið fórni
ákveðnu frelsi þá skapar formið
ákveðinn kraft,“ segir hann. „Það
heillar mig líka að í bundnu máli er
fólginn seiður, sem hlýst af hljómi
setninganna og tónlistinni sem verð-
ur til í tungumálinu.“
Kristján gerir samt ekki upp á
milli háttbundinna og óháttbundinna
ljóða. „Mér finnst ánægjulegt að það
viðhorf virðist ríkjandi í dag, ólíkt því
sem var t.d. um miðja síðustu öld, að
hið háttbundna ljóðform sé hvorki
hið eina rétta ljóðform né úrelt form
Árásargirnin tekur á sig breyti
Í nýju leikriti Kristjáns Þórðar Hrafnssonar skoðar hann
m.a. samband innri sársauka og árásargirni Kristján þýðir
núna Ríkharð III fyrir jólasýningu Borgarleikhússins