Morgunblaðið - 07.05.2018, Blaðsíða 27
MENNING 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. MAÍ 2018
» Myndasögusamkeppni Borgar-bókasafnsins og Myndlistaskólans í
Reykjavík er haldin árlega í samstarfi
við verslunina Nexus og voru úrslit til-
kynnt í Borgarbókasafni í Grófinni í
fyrradag og um leið opnuð sýning á völd-
um myndasögum úr keppninni. Verðlaun
voru veitt fyrir þrjár bestu sögurnar við
hátíðlega athöfn og var þema keppn-
innar að þessu sinni „kynjaverur“.
opnuð í Borgarbókasafninu í Grófinni á laugardag
Morgunblaðið/Valli
Fengu viðurkenningu Einar Logi Heimisson, Tómas Funi Guðbjörnsson, Loftur Snær Orrason og Una Björk Guð-
mundsdóttir fengu viðurkenningu. Sigurvegari myndasögukeppninnar, Erna Mist Pétursdóttir, var fjarverandi.
Stan Strasburger og Gauti Kristmannsson munu spjalla um minni og minn-
ingar, fólksflutninga og innflytjendamál í Evrópu í dag og síðast en ekki
síst skáldskapinn sem tekur á þessum brennandi málefnum, á morgun kl.
17 í Gröndalshúsi við Fischersund. Spjallið fer fram á ensku.
Stanislaw (Stan) Strasburger er pólskur skáldsagnahöfundur, pistlahöf-
undur og menningarstjórnandi, að því er fram kemur í tilkynningu, og
gestarithöfundur í Gröndalshúsi í apríl og maí 2018 á vegum Bókmennta-
borgarinnar og Goethe-stofnunar í Kaupmannahöfn.
Skáldsögurnar The Story Seller og Obsession. Lebanon eftir Strasbur-
ger verða til sölu á viðburðinum á þýsku, pólsku og arabísku en frítt er inn
á viðburðinn og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Minni, minningar, fólksflutningar o.fl.
Ljósmynd/Mathias Botor
Gestarithöfundur Stanislaw Strasburger spjallar við Gauta Kristmannsson.
legar myndir
Morgunblaðið/Valli
og gamaldags. Háttbundin ljóð eru
bara ein tegund af ljóðlist, við hlið
allra hinna tegundanna, og gaman að
fagna fjölbreytileikanum,“ segir
hann. „Mörg af mínum eftirlæt-
isskáldum yrkja ekki háttbundið“
Kristján hófst handa við að þýða
Ríkharð III seinni hluta vetrar og
kveðst vera kominn vel af stað. Hann
segir að hver leikstjóri verði að svara
því fyrir sig hvers vegna hann vilji fá
nýja þýðingu, frekar en t.d. að notast
við þýðingu eftir Helga Hálfdan-
arson líkt og Þjóðleikhúsið gerði árið
2003 þegar Ríkharður III var settur
upp í leikstjórn Rimas Tuminas.
„Þýðingar Helga Hálfdanarsonar eru
mikið þrekvirki og glæsileg bók-
menntaverk sem ég ber mikla virð-
ingu fyrir en mig langar til að vísa til
þess sem minn gamli og góði kennari
Ástráður Eysteinsson sagði nýlega í
viðtali í Morgunblaðinu: að þýðand-
inn er, rétt eins og tónlistarmað-
urinn, í því hlutverki að túlka verk
annarra. Mig langar að bæta því við
orð hans um þetta að ný útsetning á
lagi þarf ekki á nokkurn hátt að
varpa rýrð á eldri útsetningar, hver
söngvari hefur sínar áherslur og út-
færslur án þess að hans túlkun geri
lítið úr túlkun þeirra sem á undan
komu.“
Endurorðaðar hugsanir
En jafnvel fyrir eins fiman höfund
og Kristján er allt annað en létt verk
að þýða eitt af meginverkum enskra
bókmennta. Hann segist nálgast
verkefnið þannig að hann reyni að
endurorða hugsanir Shakespeare
frekar en að þýða orð fyrir orð. Ann-
að sé varla hægt en að enduryrkja
þegar verið er að snara texta af
bundu máli eins tungumáls yfir á
bundið mál annars. „Þýðandinn þarf
að vinna innan þeirra formkrafna
sem bragformið setur honum, en það
má ekki gleyma því að það sama átti
við um skáldið: Shakespeare var ekki
algjörlega frjáls þegar hann orðaði
sínar hugsanir, heldur setti formið
honum líka skorður.“
En er ekki freistandi að fletta upp í
þýðingu Helga þegar Kristján rekur
sig á vegg í textanum? „Ég verð að
finna mína eigin leið. En ég hef hins
vegar lesið þýðingu Helga vel og
vandlega,“ segir Kristján.
Spurður út í vinnubrögðin segir
Kristján að hann geri eina atrennu
að einum hluta textans í einu, leggi
svo þann hluta verksins frá sér og
komi að honum aftur seinna og lesi
með ferskum augum. „Þetta er mjög
mikilvægt vinnulag fyrir mig varð-
andi allt sem ég skrifa. Tíminn vinn-
ur mikið með manni.“
Þýðingin þarf líka að mæta kröfum
leikhússins. „Textinn þarf að vera
leikvænn í þeim skilningi að hann
gefi leikaranum möguleika á ákveð-
inni innlifun, og að túlka tilfinningar
persónanna. Auk þess þarf merking
textans að skila sér strax, þar sem
leikhúsið er list augnabliksins.“
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
Rocky Horror (Stóra sviðið)
Þri 8/5 kl. 20:00 31. s Mið 23/5 kl. 20:00 aukas. Lau 2/6 kl. 20:00 47. s
Mið 9/5 kl. 20:00 32. s Fim 24/5 kl. 20:00 aukas. Sun 3/6 kl. 20:00 48. s
Fös 11/5 kl. 20:00 33. s Fös 25/5 kl. 20:00 38. s Mið 6/6 kl. 20:00 49. s
Lau 12/5 kl. 16:00 34. s Lau 26/5 kl. 20:00 39. s Fim 7/6 kl. 20:00 50. s
Þri 15/5 kl. 20:00 aukas. Sun 27/5 kl. 20:00 40. s Fös 8/6 kl. 20:00 51. s
Fim 17/5 kl. 20:00 35. s Mið 30/5 kl. 20:00 aukas. Lau 9/6 kl. 20:00 52. s
Fös 18/5 kl. 20:00 36. s Fim 31/5 kl. 20:00 41. s Sun 10/6 kl. 20:00 53. s
Lau 19/5 kl. 20:00 37. s Fös 1/6 kl. 20:00 46. s
Besta partý sem þú munt nokkurn tímann upplifa.
Elly (Stóra sviðið)
Fös 31/8 kl. 20:00 139. s Sun 9/9 kl. 20:00 142. s Sun 16/9 kl. 20:00 145. s
Lau 1/9 kl. 20:00 140. s Mið 12/9 kl. 20:00 143. s Lau 22/9 kl. 20:00 146. s
Fös 7/9 kl. 20:00 141. s Fim 13/9 kl. 20:00 144. s Sun 23/9 kl. 20:00 147. s
Sýningar haustið 2018 komnar í sölu.
Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið)
Fim 10/5 kl. 20:00 29. s Fim 17/5 kl. 20:00 31. s Lau 19/5 kl. 20:00 33. s
Fös 11/5 kl. 20:00 30. s Fös 18/5 kl. 20:00 32. s
Það er alveg öruggt að þetta fer úrskeiðis!
Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið)
Mið 9/5 kl. 20:30 15. s Sun 13/5 kl. 20:30 22. s Fös 18/5 kl. 20:30 24. s
Fim 10/5 kl. 20:30 aukas. Mið 16/5 kl. 20:30 aukas. Lau 19/5 kl. 20:30 aukas.
Fös 11/5 kl. 20:30 16. s Fim 17/5 kl. 20:30 23. s
Komumst við vímulaus af í geggjuðum heimi?
Hin lánsömu (Stóra sviðið)
Fim 10/5 kl. 20:00 3. s Sun 13/5 kl. 20:00 4. s Mið 16/5 kl. 20:00 5. s
Kraftmikil og kómísk saga 8 systkina sem lifa velmegunarlífi
Slá í gegn (Stóra sviðið)
Sun 13/5 kl. 19:30 29.sýn Sun 3/6 kl. 19:30 32.sýn Fim 14/6 kl. 19:30 35.sýn
Sun 27/5 kl. 19:30 30.sýn Lau 9/6 kl. 19:30 33.sýn
Lau 2/6 kl. 19:30 31.sýn Sun 10/6 kl. 19:30 34.sýn
Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna!
Svartalogn (Stóra sviðið)
Fös 11/5 kl. 19:30 5.sýn Lau 12/5 kl. 19:30 6.sýn Fös 25/5 kl. 19:30 7.sýn
Heillandi verk um óvæntu möguleikana í lífinu
Stríð (Stóra sviðið)
Mið 16/5 kl. 19:30 Frums Fim 17/5 kl. 19:30 2.sýn Fös 18/5 kl. 19:30 3.sýn
Ragnar og Kjartan hafa tvívegis skapað í sameiningu sviðsverk fyrir Volksbühne-l
Faðirinn (Kassinn)
Sun 13/5 kl. 19:30 50.sýn
Síðustu sýningar komnar í sölu
Aðfaranótt (Kassinn)
Fös 11/5 kl. 19:30 Frums Fim 17/5 kl. 19:30 4.sýn Fim 24/5 kl. 19:30 8.sýn
Lau 12/5 kl. 19:30 2.sýn Fös 18/5 kl. 19:30 5.sýn Fös 25/5 kl. 19:30 9.sýn
Mið 16/5 kl. 19:30 3.sýn Mið 23/5 kl. 19:30 7.sýn
Lokaverkefni leikarabrautar sviðslistadeildar LHÍ
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 9/5 kl. 20:00 Mið 16/5 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Oddur og Siggi (Á flakki um landið)
Þri 15/5 kl. 11:00
Vestm.eyjar
Skemmtileg, sorgleg og hjartnæm sýning
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Af hverju annars að hafa fyrir því að
þýða Shakespeare árið 2018? Þætti
ekki alveg jafngott að flytja verkið
einfaldlega á ensku, enda tungumál
sem flestir íslenskir leikhúsgestir
ættu að eiga auðvelt með að skilja?
Kristján segir þýðingar snúast um
annað og meira. „Ég held að fyrir þá
sem hafa gaman af orðlist þá fylgi
því alltaf sérstök nautn að heyra góð-
an skáldskap á þeirra eigin móð-
urmáli. Móðurmálið er það mál sem
við erum næmust fyrir, sama hversu
vel við kunnum önnur tungumál. Það
er mikilvægur hluti af því hvernig við
hugsum og ríkur þáttur í okkur sjálf-
um. Auk þess er texti Shakespeares
fjögurhundruð ára gamall og kannski
ekki að öllu leyti auðskiljanlegur ís-
lenskum áhorfendum þegar hann er
fluttur á leiksviði, þótt þeir hafi góð-
an skilning á nútíma ensku.
Erum næmust fyrir móðurmálinu
NAUTN AÐ HEYRA GÓÐAN SKÁLDSKAP Á ÍSLENSKU
Brestir, „Sumt fólk hefur til-
hneigingu til að reyna að ná
valdi á tilfinningum annarra,
nýta sér veikleika þeirra eða
viðkvæmni, og jafnvel mis-
nota vináttu þeirra, góðvild
og ást,“ segir Kristján.