Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.05.2018, Síða 2
Hvað er að frétta?
Fátt segir af einum segir málsháttur sem á vel við.
Er það ímyndun að maí sé búinn að vera leið-
inlegur veðurfarslega miðað við önnur ár?
Þessir fyrstu dagar maímánaðar hafa þótt með leiðinleg-
asta móti og er víst óhætt að taka undir það. Hitt er svo
annað mál að við veðuráhugamenn getum á okkar hátt
fagnað öllu því sem óvenjulegt er – nú og svo hefur margur
fyrir austan hrósað tíðinni þar – þannig að leiðindin hafa
ekki náð til landsins alls að þessu sinni.
Hvernig veður er uppáhaldsveðrið þitt?
Ég kann betur við mig í hlýindum heldur en kulda – þannig
að sól og hlýindi eru í uppáhaldi að sumarlagi, en hóflegt
regn og vindur að vetrinum.
Hvað ætlarðu að fræða okkur um á sunnu-
daginn í Þjóðminjasafninu?
Það fer dálítið eftir því hvers konar hópur mætir – ef ná-
kvæmlega enginn kemur reyni ég að fræðast eitthvað af
starfsmönnum safnsins – en vonandi mæta nú einhverjir. Þá er
á áætlun að fjalla um veðurfar á Íslandi fyrr á tímum og hug-
myndir um það, baráttu manna við veðurfarið, og svo upphaf
veðurathugana, veðurskeytasendinga og veðurspáa. Svona eftir
því sem tími gefst til.
Af hverju er veður spennandi viðfangsvefni?
Við skulum bara nota orð Sveins Pálssonar náttúrufræðings frá
1792 til að svara spurningunni. Hann segir: „Iðuleg aðgæsla
lofts og veðurlags er bæði skemmtileg og gagnsöm. Skemmti-
legt er að yfirvega dásemdir skaparans í náttúrunni hvernig
sem þær sýna sig, einkum að sjá hve sundurlausustu hlutir,
eldur og vatn, þurrkur og væta, þykkviðri og heiðríkja og svo
framvegis skipast til að framkvæma það eina augnamið, þörf,
ánægju, vellíðan skapaðra hluta eftir staðbundnustu, líklega
strax í öndverðu settum, reglum.“
Ertu bjartsýnn á hlýtt og sólríkt sumar?
Það er alltaf gott að vera bjartsýnn – en halda jafnframt
væntingum í hófi. Íslenska sumarið er alltaf spennandi tími,
meira spennandi held ég heldur en víðast hvar annars stað-
ar og það kemur alltaf annað – með nýja möguleika, mis-
takist þetta.
TRAUSTI JÓNSSON
SITUR FYRIR SVÖRUM
Annað kemur
ef þetta
mistekst
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.5. 2018
Ritstjórn
Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson
orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Alltaf er minnisstæð fréttin af ökumanninum sem missti kókómjólkinasína á gólfið. Þessi frétt birtist fyrir einhverjum árum, en einhvern veg-inn er hún ein af þeim sem festust í minninu. Ekki af því að hún sé svo
merkileg, heldur af því að hún er svo góð dæmisaga.
Ökumaður nokkur ók á kyrrstæðan mannlausan bíl og olli nokkru tjóni.
Ástæðan sem hann gaf lögreglu fyrir þessu óhappi var sú að hann hefði verið að
drekka kókómjólk undir stýri og misst fernuna í gólfið. Þegar hann tók augun
af veginum til að teygja sig í gólfið og taka fernuna upp, þá fór sem fór. Bíll hans
hafnaði á öðrum bíl en sá var sem betur fer mannlaus og engan sakaði. Þótt
honum væri nokkuð brugðið var þó aðeins eitt sem komst að í huga ökumanns-
ins, ef marka má fréttir frá lögregl-
unni af óhappinu: kókómjólk skyldi
hann ekki láta inn fyrir sínar varir
aftur!
Viðbrögð ökumannsins við því sem
gerðist benda eindregið til þess að
hann hafi lítinn skilning á orsökum
áreksturins. Vandinn var að sjálf-
sögðu hjá ökumanninum sjálfum.
Hann beygði sig og þess vegna beygði
bíllinn. Kókómjólkin var bara auka-
atriði, en kannski beindist reiði hans
að aumingja kókómjólkinni til þess að
hann þyrfti ekki að horfast í augu við
það að hann sjálfur gerði mistök.
Stjórn Hörpu er eins og ökumaður-
inn sem ætlar aldrei aftur að drekka
kókómjólk en hefur engin sérstök
áform um að bæta sig í ökuleikni eða hafa augun á veginum í framtíðinni. Ekk-
ert í viðbrögðum stjórnar eða framkvæmdastjóra við uppsögnum þjónustufull-
trúa bendir til þess að skilningur sé á því hvað olli óánægju þeirra til að byrja
með. Reynt er að varpa einhverju á kjararáð, hagræðingu, breytt skipulag og
þvælt um prósentur sem litlu skipta. En málið er í grunninn ósköp einfalt. Þau
sem ráða í Hörpu tóku ákvörðun um að lækka laun þeirra sem lægst laun höfðu
fyrir, en ekki önnur laun. Meira að segja voru laun stjórnarmanna hækkuð, mitt
í allri hagræðingunni. Þótt áhöld séu um hvort laun forstjóra hafi endilega
hækkað eða ekki þá er a.m.k. ljóst að þeir sem fyrir höfðu hæst laun í húsinu
þurftu almennt ekki að taka á sig skerðingu líkt og þjónustufulltrúarnir. Um
þetta snýst málið og það eru þessi mistök sem hæstráðendur og eigendur
Hörpu þurfa að horfast í augu við. Annað er bara kókómjólk.
Stjórn Hörpu gæti
kannski reynt að vera
minna eins og maðurinn
með kókómjólkina.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ökumaðurinn
sem kenndi
kókómjólkinni um
Pistill
Eyrún
Magnúsdóttir
eyrun@mbl.is
’Kókómjólkin var baraaukaatriði, enkannski beindist reiðihans að aumingja kókó-
mjólkinni til þess að hann
þyrfti ekki að horfast í
augu við það að hann
sjálfur gerði mistök.
Gréta Stefánsdóttir
Nei, ég er ekkert búin að horfa á
Eurovision en ég ætla að horfa á
laugardaginn því ég á afmæli þá.
SPURNING
DAGSINS
Ertu búin/n
að finna
lag til að
halda með í
Eurovision
eftir að
Ísland datt
út?
Ásgeir Óli Kristjánsson
Breska lagið er flott, það er kannski
helst það sem ég myndi kjósa.
Morgunblaðið/Júlía
Hjálmar Helgi Jakobsson
Toy með Ísrael. Ég er ekki hissa á
að Ísland komst ekki áfram.
Kristján Elías Ásgeirsson
Ég er búinn að horfa með öðru aug-
anu og franska lagið er ágætt.
Ritstjóri Davíð Oddsson
Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Forsíðumyndina tók
Árni Sæberg
Trausti Jónsson veðurfræðingur segir gestum Þjóðminjasafnsins frá hugmyndum um veðurfar liðinna alda og upphafi skipu-
legra veðurathugana í dag, sunnudag, kl. 14. Gengið verður um grunnsýningu Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til, og staldrað
við á ýmsum stöðum sem tengjast veðurfari og veðurathugunum. Meðal annars verður fjallað um átök veðurs og þjóðar auk
breytinga með tilkomu fjarskipta og alþjóðasamskipta. Trausti heldur úti vefsíðunni Hungurdiskum á Moggablogginu og hefur
einnig stofnað samnefndan facebookhóp.
Morgunblaðið/Hari