Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.05.2018, Side 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.05.2018, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.5. 2018 Stjórnvöld í Suður-Kóreu hafanú gripið til aðgerða í því skyniað draga úr vinnuálagi í land- inu. Í fáum löndum er unnið jafnlengi og í Suður-Kóreu. Hver vinnandi einstaklingur er við störf í að meðal- tali 2.069 stundir á ári, samkvæmt tölum OECD. Ný lög um vinnumark- aðinn í Suður-Kóreu sem stytta vinnuvikuna úr 68 stundum í 52 stundir á viku kveða á um 40 stunda vinnuviku og 12 stundir í yfirvinnu að hámarki. Eins og staðan er nú er al- gengt að til viðbótar þessum stunda- fjölda komi 16 vinnustundir um helg- ar, samtals 68 stundir á viku. Lögin, sem skikka fyrirtæki í landinu til að stytta vinnuvikuna, voru samþykkt frá kóreska þinginu í mars og eiga að koma til framkvæmda að hluta í júlí, þá aðeins hjá stórum fyrirtækjum en svo í skrefum hjá minni fyrirtækjum einnig, að því er segir í grein BBC um málið. Vonast til að fólk snúi sér frekar að því að búa til börn Styttingin hefur ekki vakið sérstaka lukku hjá atvinnurekendum í landinu, en stjórnvöld telja hana nauðsynlega til að auka lífsgæði fólks, skapa fleiri störf og stuðla að aukinni framleiðni. Þá er vonast til að þessi breyting stuðli að því að fólk hugi frekar að því að eignast börn, en fæðingatíðni í landinu er með því lægsta í heim- inum. Stjórnvöld hafa gripið til marg- víslegra aðgerða til að reyna að hvetja fólk til að eignast fleiri börn og er bætt vinnulöggjöf einn angi af þeim aðgerðum. Ómannúðlega langir dagar Fjölskyldumálaráðherra Suður- Kóreu, Chung Hyun-back, hefur kall- að þá tilhneigingu í landinu að vinna langan vinnudag „ómannúðlega“ og segir nauðsynlegt að gera breytingar. Enginn eigi að þurfa að vinna meira en 52 stunda vinnuviku. Yngri en 18 ára í landinu mega þó ekki vinna meira en 35 stundir á viku og enga yf- irvinnu samkvæmt nýju lögunum. Umræða um nauðsyn þess að gera breytingar á vinnumenningu í land- inu varð hávær fyrir um tveimur ár- um þegar þrjú dauðsföll urðu með skömmu millibili hjá starfsfólki í tækni- og leikjafyrirtækjum í landinu sem rakin voru til of mikils álags. Forseti landsins, Moon Jae-in, sem tók við embætti í maí í fyrra, gerði bætt kjör vinnandi fólks og styttingu vinnuviku að sérstöku kosningamáli hjá sér í fyrra. Svo virðist sem hann ætli sér að uppfylla loforðin því fyrr á árinu hækkuðu lágmarkslaun í land- inu um 16%. Asía er sú heimsálfa þar sem hefð er fyrir hvað lengstum vinnudegi samkvæmt tölfræði sem Alþjóðavinnumálastofnunin gefur út. Samkvæmt stofnuninni eru engar reglur um hámarksvinnuviku eða við- miðunarvinnuviku í um þriðjungi landa í Asíu. Í 29% landa álfunnar er venjuleg vinnuvika yfir 60 tímar, líkt og verið hefur í Suður-Kóreu. Í að- eins 4% tilvika er vinnuvikan innan þess ramma sem stofnunin setur, þ.e. að hámarki 48 stundir á viku. Ísland skammt undan í unnum stundum á ári Staðan er önnur í Evrópu þar sem víðast gilda reglur um vinnuvikuna og hámark er sett á fjölda vinnu- stunda. Athygli vekur þó, þegar rýnt er í tölur OECD um raunverulegar vinnustundir á hvern vinnandi mann í hverju landi, að Ísland er ekki ýkja langt frá Suður-Kóreu þrátt fyrir að hér sé hefð fyrir mun styttri vinnu- viku, a.m.k. í orði. Á Íslandi vinnur hver starfsmaður 1.883 vinnustundir á ári hverju, eða um 186 færri stundir en hver vinnandi manneskja í Suður- Kóreu. Grikkland er það Evrópuland sem kemst næst S-Kóreu í vinnu- álagi, með 2.035 unnar stundir á hvern starfsmann árlega. Næst á eft- ir með mest vinnuálag eru Pólland, Lettland, Litháen og svo Ísland. Þær þjóðir Evrópu sem eru nær okkur og við erum vön að bera okkur saman við eru með mun færri unnar stundir á ári. Í Noregi vinnur hver einstaklingur 1.410 stundir árlega og í Danmörku 1.425 stundir á ári hverju. Tölurnar eru unnar út frá töl- um ársins 2016. Ljóst er að Íslend- ingar skera sig talsvert úr meðal ná- grannaþjóða, enda nær Suður-Kóreu í raunverulegum unnum vinnustund- um en Evrópuþjóðum sem eru með sambærilega vinnulöggjöf og er hér á landi. Ný vinnulöggjöf í Suður-Kóreu er víðtækari en bara stytting vinnu- viku en næstu skref hennar, svo sem það að binda frídaga í lög og skikka vinnuveitendur til að veita fleiri frí- daga, koma til framkvæmda í áföng- um á næstu árum. Fari fyrr heim og búi til börn Vinnuvikan í Suður-Kóreu styttist úr 68 stundum í 52 í viðleitni stjórnvalda til að sporna við skað- legri vinnumenningu og draga úr bugandi álagi. Vonast er til að ný vinnulöggjöf hvetji fólk til barneigna, enda verði meiri tími aflögu. AFP Vinnustundir Suður-Kóreubúa eru taldar vera allt of margar og nú hefur þingið samþykkt að stytta vinnuvikuna. Ein af ástæðum þess að fæðingartíðni er lág í landinu gæti verið sú að fólk vinni of lengi. AFP ’ Forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in, varð tíð- rætt um „réttinn til að hvílast“ í kosningabar- áttu sinni í fyrra. Hann lofaði að stytta vinnuvik- una, það væri verkefni sem þyldi ekki frekari bið. ERLENT EYRÚN MAGNÚSDÓTTIR eyrun@mbl.is BANDARÍKIN WASHINGTON Donald Trump Bandaríkjaforseti dró Bandaríkin út úr kjarnorkusamningum við Írana í vikunni. Sam-komulagið er frá árinu 2015 en með því að segja sig frá því munu þvingunar- aðgerðir Banda- ríkjanna gegn Íran verða settar fram að nýju. Jafnframt hyggjast stjórnvöld í Bandaríkjunum beita nýjum efnahagslegum þvingunum. BANDARÍKIN HOLLYWOOD Georginu Chapman, fyrrverandi eigin- konu Harvey Weinstein, grunaði aldrei að eiginmaður hennar beitti kynferðisofbeldi og áreitni. Hún var niðurbrotin eftir að brot hans komu upp á yfi rborðið, skildi við hann um leið en segist í viðtali við Vogue ekki hafa farið út úr húsi í fi mm mánuði á eftir. DANMÖRK KAUPMANNAHÖFN Danski upp- fi nningamaðurinn Peter Madsen, sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt blaðamanninn Kim Wall, hefur áfrýjað lengd dómsins. Hann er talinn hafa bútað lík Wall í sundur og hent líkamshlutunum í sjóinn. Honum þykir lífstíðardómur of langur. SVISS BASEL Ástralski vísíndamaðurinn David Goodall lést í vikunni, 104 ára að aldri, en hann fékk aðstoð við andlátið í Sviss. Hann lést á friðsælan hátt, hlustandi á Óð til gleðinnar úr níundu sinfóníu Beethovens, eftir að hafa gætt sér á sinni uppáhaldsmál- tíð – djúpsteiktum fi ski og frönskum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.