Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.05.2018, Síða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.05.2018, Síða 17
rætt veikindin við son sinn og hyggst ekki gera það fyrr en hann er tilbúinn til þess sjálfur. „Hann hefur sáralítið viljað tala um þetta ennþá en hvað veit maður hvað bærist í barns- sálinni? Allt hefur sinn tíma og við foreldrarnir vakandi fyrir að hann gæti þurft að spyrja og tala. Ég hef rætt við nokkra fullorðna sem veikst hafa af GBS og þeir lýsa allir mikilli angist sem hellist yfir og að ótal spurningar vakni, meðal annars hvort fólk muni geta gengið aftur án hjálpartækja og hvort það muni geta tekið þátt í lífinu eins og fyrir veik- indin. Vinkona mín, sem á dóttur sem greind- ist ung með krabbamein, róaði mig hins vegar mikið þegar hún benti mér á að börn væru alla jafna ekki að spá eins mikið í framtíðinni og við fullorðna fólkið fyrir þeirra hönd.“ Algjört kjaftshögg Katrín Brynja segir veikindi Hrafnars Þórs hafa verið algjört kjaftshögg og leyst allskyns tilfinningar úr læðingi. Ekki síst algjöra ör- væntingu og vanmátt á meðan þreifað var í myrkrinu þegar hann var að veikjast og grein- ast. „Þessi reynsla sýndi mér þó svart á hvítu hversu mikilvægt og dýrmætt það er að sam- skipti milli foreldra séu í góðu lagi, sérstaklega þegar þau búa ekki saman. Það er ekki sjálf- gefið að upplýsingar berist hratt og örugglega á milli aðila, heilbrigðisstarfsfólk þarf að vera meðvitað um það.“ Hún gerir hlé á máli sínu. „Annars hef ég reynt að temja mér það í seinni tíð að líta á allar upplifanir, af hvaða tagi sem þær eru, sem tækifæri til að dýpka mig sem manneskju og læra eitthvað nýtt. Hvert áfall í lífinu styrkir mann á einhvern hátt, fái maður tækifæri til að vinna vel og skyn- samlega úr því. Ég ákvað því að þessi reynsla yrði til góðs og það tókst.“ Hún kann fagfólkinu í heilbrigðisþjónust- unni bestu þakkir, fyrir skjóta greiningu, umönnun og endurhæfingu drengsins þeirra. „Ég er óendanlega þakklát fyrir að læknarnir skildu hafa rétt fyrir sér, að taugalæknir hafi verið á vakt og að veikindin voru ekki ennþá verri en raun ber vitni.“ Vill miðla af reynslunni Áhuga Katrínar Brynju og aðkomu að GBS- sjúkdómnum lýkur ekki hér. Maímánuður er helgaður vitundarvakningu vegna GBS á al- þjóðavísu og því ákvað hún að stofna hóp á Fa- cebook fyrir Íslendinga þar sem fólk getur leitað ráða og mögulega fengið stuðning frá öðrum sem þekkja til sjúkdómsins. Sjálf nýtti hún sér erlenda GBS-hópa sem hún fann á Fa- cebook og hefur fengið þar bæði miklar upp- lýsingar og stuðning. „Það er mjög mikilvægt að fólk viti að Guillain-Barré Syndrome er sjúkdómur sem getur hent hvern sem er og hafi einhverja hugmynd um hvernig sjúkdóm- urinn hegðar sér, því eins og ég hef lagt svo mikla áherslu á, þá er mikilvægt að grípa sem fyrst inn í veikindin til að takmarka skaðann og flýta fyrir bata. Markmiðið með Facebook- síðunni er að vera til staðar fyrir þá sem veikj- ast, miðla upplýsingum og svara grundvallar- spurningum, eins og hvernig GBS byrjar, hvernig sjúkdómurinn leggst á fólk, hvert á að snúa sér og svo framvegis. Það er líka nauð- synlegt að fram komi að GBS er alls ekki smit- andi.“ Hópurinn sem heitir Guillain-Barré á Ís- landi telur núna níu meðlimi. „Það er eitthvað við það að vera partur af hópi og búin að tengjast, einhver styrkur sem felst í því,“ seg- ir Katrín Brynja og bætir við að þrátt fyrir að fjöldi þeirra sem veikjast af GBS á Íslandi sé ekki mikill, þá sé hún fullviss um að það séu fleiri þarna úti. „Vð sem þarna erum nú þegar myndum gjarnan vilja fá alla þá sem hafa greinst og nota Facebook. Það er von okkar, sem að Hrafnari Þór stöndum, að saga hans geti gagnast öðrum sem eru núna að kljást við GBS eða kunna að lenda í sömu sporum í framtíðinni. Það er ekkert óeðlilegt að verða alveg týndur og skíthræddur þegar svona sjaldgæfur og lítt þekktur sjúkdómur knýr dyra. Það hefði hjálpað mér að geta talað strax við einhvern sem hafði persónulega reynslu af GBS, sérstaklega þegar mest lá við fyrst eftir að Hrafnar Þór veiktist, og vonandi get ég verið til staðar fyrir aðra þegar fram líða stundir.“ Hrafnar Þór er á bata- vegi en endurhæfingin getur tekið sinn tíma. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hrafnar Þór sofandi á gjörgæslu. Hann var heila eilífð að vakna eftir svæfinguna og foreldrum hans stóð ekki á sama. Hrafnar Þór heldur að braggast og kominn úr rúminu í hjólastól sem hann var í þegar hann fékk loksins að fara heim af spítalanum. 13.5. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 Þetta byrjaði með því að ég missti smámsaman mátt; erfitt varð að lyfta hlutum,ég fór að hrasa á leið í skólann, þreyttist fljótt, átti erfitt með að stunda íþróttir og á endanum hneig ég niður í skólanum.“ Þannig lýsir kona á fimmtugsaldri upplifun sinni af Guillain-Barré-sjúkdómnum en hún veiktist þegar hún var fjórtán ára. Konan kýs að koma ekki fram undir nafni en við skulum kalla hana Sigríði. Það dró af henni á nokkrum vikum og til að byrja með var þetta afgreitt sem almenn ung- lingaleti. Þegar Sigríður hneig niður í skól- anum var farið með hana til heimilislæknis sem sendi hana áfram á spítala, þar sem henni var haldið meðan greining var staðfest. „Þarna átti ég orðið mjög erfitt með að ganga, nema með stuðningi og lömunin kom mjög hratt eftir þetta. Ég missti fljótt máttinn og þurfti bara að liggja fyrir. Ég gat ekki einu sinni haldið á glasi, þurfti að drekka með röri,“ segir Sigríður en áður en hún vissi var hún orðin lömuð frá brjósti og niður. Mun aldrei kvarta framar Engin barnadeild var á þessum tíma, þannig að Sigríður var lögð inn á taugadeildina á Land- spítalanum. Heimilislækninn grunaði strax GBS og eftir rannsóknir var sú greining stað- fest á spítalanum. Þess vegna var hægt að bregðast strax við veikindunum með viðeigandi meðferð. „Ég man eftir mænustungum, þessu og hinu, en var svo sem ekkert að velta með- ferðinni fyrir mér enda bara fjórtán ára. Ég lá inni í sex vikur og á þeim tíma kom mátturinn smám saman aftur.“ Sigríður segir hræðsluna hafa verið mikla enda var ákaflega lítið vitað um sjúkdóminn. Læknar gáfu henni þó góðar vonir um fullan bata. „Samt var ég mjög hrædd enda var óviss- an nagandi; myndi þetta ganga til baka? Eng- inn gat verið viss og okkur ráðlagt að taka einn dag í einu. Ég man að hafa hugsað að ég myndi aldrei gifta mig, aldrei eignast börn og aldrei geta hlaupið aftur. Það skipti mig miklu máli að geta hlaupið og ég hét mér því á spítalanum að ef ég gæti gert það aftur myndi ég aldrei kvarta framar. Það hefur verið mitt mottó í líf- inu síðan.“ Spítaladvölin var erfið en um tíma þurfti hún að liggja á geðdeild, en tauga- deildin fékk aðsetur þar meðan á viðgerðum stóð. „Það var mjög óþægilegt fyrir fjórtán ára krakka. Erfitt að heyra sjúklinga góla á næturna, ver- andi ein á stofu og skíthrædd í þessu umhverfi og vita ekki hvort eða hvenær ég losnaði það- an.“ Þar sem lítið var vitað um sjúkdóminn var tilfelli Sigríðar óspart notað til kynningar á sjúkdómnum fyrir læknanema og lítið hugsað út í það að um fjórtán ára barn væri að ræða á viðkvæmum aldri. „Oft var stofan mín full af læknanemum að kynna sér tilfellið GBS.“ Áfangasigrarnir margir Frá spítalanum lá leiðin á dagdeild á Grensás en þangað sótti Sigríður endurhæfingu í þreki og jafnvægi í átta eða tíu mánuði. „Ég þurfti að byrja á því að endurheimta jafnvægið, auk þess að gera allskonar styrktaræfingar. Þetta var mikil þolinmæðisvinna. Áfangasigrarnir voru margir; að fara fram úr rúminu, að geta gengið, fyrst með og síðan án aðstoðar, að halda á hlut- um, að gera magaæfingar og svo framvegis.“ GBS er sjaldgæfur sjúkdómur en Sigríður man þó eftir ungum manni sem var í endurhæf- ingu á Grensás á sama tíma og hún sem var einnig að jafna sig af sömu veikindum. „Við vorum tvö að kljást við þennan sjúkdóm á Ís- landi á þessum tíma, að því ég best vissi. Hann var aðeins eldri en ég og ég man að þegar ég útskrifaðist af Grensás gekk hann ennþá með hækju. Ég veit ekki hvernig honum reiddi af.“ Hætti í íþróttum Sigríður æfði íþrótt áður en hún veiktist en tvö ár liðu þangað til hún gat hafið æfingar á ný að einhverju gagni. „Ég gafst hins vegar fljótlega upp; fann að áhuginn var ekki eins mikill og áð- ur, þar sem getan og hæfnin var ekki sú sama.“ Hún segir lömunina þó hafa gengið til baka að fullu og það hái henni ekki í dag að hafa veikst af GBS, fyrir utan það að hún sé mjög fljót að tapa niður þreki. „Ég næ alveg upp þreki en þarf að hafa mikið fyrir að viðhalda því.“ Veikindin höfðu margvísleg áhrif á Sigríði, til dæmis þau að hún menntaði sig síðar innan heilbrigðisgeirans. Þar kviknaði áhugi hennar á GBS. „Meðan ég var veik tengdi ég ekki við sjúkdóminn sem slíkan; mér var bara sagt að veira hefði komist inn í taugakerfið og að það væri einfaldlega óheppni. Eftir að ég byrjaði í náminu fékk ég aðgang að sjúkraskýrslunum mínum og fræddist heilmikið um sjúkdóminn sem er mjög merkilegur.“ Frábært framtak Sigríður lýkur lofsorði á framtak Katrínar Brynju Hermannsdóttur, sem stofnað hefur hóp á Facebook til að efla vitund um GBS og miðla upplýsingum um sjúkdóminn. „Þetta er frábært framtak hjá Katrínu enda mikilvægt fyrir þá sem veikjast af GBS að vita að þeir séu ekki einir í heiminum. Eins gefur þetta von og ég gat til dæmis sagt henni mína sögu og að ég hefði náð mér að fullu og lifi góðu lífi í dag. Það skiptir máli að hafa aðgang að fólki sem upp- lifað hefur veikindi sem þessi, sérstaklega meðan óvissan er sem mest.“ Erfitt er fyrir foreldra að horfa upp á barnið sitt í þess- um aðstæðum og Sigríður minnist þess að veikindi hennar hafi reynst foreldrum hennar mjög þungbær. „Óvissan var mikil, þar sem svo lítið var vitað um sjúkdóminn á þessum tíma. Ég man að pabbi átti sérstaklega erfitt með að horfa uppá mig svona lamaða og fannst erfitt að koma á spítalann en kom þrátt fyrir það og reyndi að halda andliti. Ég á nokkur yngri systkini og á þessum tíma var eitt þeirra á fyrsta ári og því var álagið á fjölskylduna mikið svo ekki sé talað um álagið sem fylgdi óvissunni um framhaldið og afleiðingar sjúkdómsins. Eins áttu vinirnir erfitt með að skilja hvað væri að mér og erfitt fyrir mig að útskýra það fyrir þeim. Þar sem GBS var ekki þekkt. Heimsókn- ir vina voru fáar og engar eftir að legudeildin var flutt yfir á geðdeildina.“ Viðmælandi blaðsins lá í sex vikur á spítala eftir að hafa veikst af GBS. Morgunblaðið/Ómar Mun ég aldrei gifta mig? ’Samt var ég mjöghrædd enda varóvissan nagandi; myndiþetta ganga til baka?

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.