Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.05.2018, Síða 21
Hugrún heillast mikið af Miðjarðarhafs-stíl og austurlenskri innanhúshönnunog heillast einnig mikið af 70’s boho-
stíl, þar sem ýmsu er blandað saman. „Ég er
sérstaklega stolt af gamla skápnum hans afa
sem var orðinn frekar lúinn og ég lét sprauta
hann háglans svartan. Það er ótrúlega vel
heppnuð breyting á fallegum gömlum hlut,“
segir Hugrún. „Þegar hlutir eru orðnir mjög
lúnir þá ákveð ég hvort mig langi meira að láta
breyta og bæta gamla hlutinn og gefa honum
þannig nýtt líf eða þá að fá mér frekar eitthvað
nýtt. Vanalega losa ég mig ekki við húsgögn
nema þau séu orðin mjög lúin eða ónothæf.“
Hugrún segist iðulega sjá hlutina fyrir sér,
hvernig hún vill hafa þá og hvað hún vilji velja
inn á heimilið áður en í leitarleiðangur er haldið.
Afgreiðsluborðið gamall
línskápur frá langömmu
„Ég kaupi hluti fyrir heimilið hvar sem er,
hönnuðurinn er ekki það sem ég eltist við. Ég
hef vanalega séð fyrir mér hvað ég vil áður en
ég finn það og leitin getur gengið misjafnlega
hratt og vel fyrir sig,“ segir hún. „Ég fæ inn-
blástur fyrir heimilið og stofuna mína úr ýms-
um áttum eins og t.d. tímaritum, pinterest,
bíómyndum og umhverfinu almennt.“
Hárgreiðslustofan hennar Hugrúnar þykir
einstaklega fallega innréttuð og þar er góður
andi. Mikið er þar að gera og þétt bókað en
Hugrún hefur verið með stofuna í nokkur ár.
„Þegar ég hannaði stofuna mína var ég bú-
in að vera á höttunum eftir húsnæði í u.þ.b.
þrjá mánuði. Ég var búin að ákveða stílinn
og andrúmsloftið sem ég vildi ná fram áður
en húsnæðið var fundið. Þegar ég fékk svo
þetta fallega pláss á horni Suðurgötu og Von-
arstrætis þá höfðum við 15 daga til þess að
breyta skrifstofuhúsnæðinu sem var þar fyr-
ir í það sem ég var með í hausnum.
Þetta gekk ótrúlega vel með hjálp góðra
manna, en það flýtti auðvitað fyrir að ég var
búin að ákveða þetta allt og sanka að mér
hlutum sem ég ætlaði mér að nota. Af-
greiðsluborðið er til dæmis gamall línskápur
frá langömmu minni og tveir gamlir stólar í
biðstofunni. Hluti af innréttingunum er
smíðaður af Loga, unnusta mínum, ásamt
vini hans Ingó. Veggfóðrið pantaði ég af síðu
sem heitir Design your wall en það er eftir-
prent af orginal 70’s veggfóðri frá Kaliforníu.
Nafnið Barbarella kemur einnig frá sjötta
áratugnum en það var bíómynd sem gerði
Jane Fonda fræga fyrir hlutverk sitt sem
drottning vetrarbrautarinnar og kom út árið
1968. Það er svo ótrúlega gaman að fá útrás
fyrir sköpunargleðina og ég er svo ánægð
með hvað þetta heppnaðist allt vel,“ segir
Hugrún að lokum.
Hugrún innréttaði hárgreiðslustofuna sína
Barbarella sem hefur fallegan boho-stíl.
Guli liturinn er skemmtilegur og gleðjandi inni í barnaherberginu.
Boho-stíll í bland
við austurlenskt
Hugrún Harðardóttir, hárgreiðslukona og eigandi hárgreiðslu-
stofunnar Barbarella, er mikill fagurkeri. Heimilið hennar er
fallegt og hlýlegt og stofan ekki síðri. Hún innréttaði stofuna
sjálf og veit nákvæmlega hvað hún vill hvað varðar stíl og útlit.
Gunnþórunn Jónsdóttir gunntorunn@gmail.com
Myndirnar sem prýða
vegginn eru af þekktum,
sterkum konum.
Blái hlýi liturinn fær að njóta sín á nokkrum veggjum á heimilinu.
Hugrún á veglegt safn af fallegum
skartgripum og glingri.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hjónaherbergið er
stílhreint og fágað.
13.5. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21