Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.05.2018, Side 22
1 kjúklingur
50 hvítlauksgeirar, afhýddir
1 poki steinselja
4 stiklar sellerí, niðurskorið
250 g smjör
salt og pipar
múskat
2 msk. þurrkað estragon
1 dl koníak (má nota hvítvín)
Steikið sellerí og steinselju upp úr
smjöri og saltið vel. Kryddið með
estragon þegar það er steikt og
setjið til hliðar. Hlutið kjúklinginn
niður, saltið og piprið og kryddið
vel með múskat. Steikið hann upp
Þegar spænska flensan geisaði í
Evrópu var gripið til allra meðala.
Í Stuttgart í Þýskalandi blönduðu
borgarbúar saman koníaki og
hvítlauk og drukku. Þessi réttur
inniheldur bæði hvítlauk, í miklu
magni, og koníak og undirrituð
hefur persónulega reynslu af því
að hann bæti, hressi og kæti í
flensum. Hann er líka ógurlega
góður en uppskriftin hefur birst í
nokkrum útfærslum í gegnum tíð-
ina. Á heimilinu kallast hann 100
geira kjúklingurinn því yfirleitt er
uppskriftin tvöfölduð, og hvítlauk-
urinn þá að sjálfsögðu líka.
úr 50 g af smjöri á pönnu, þannig
að hann verði fallega gylltur.
Leggið bitana í eldfast lokað
mót, dreifið hvítlauknum yfir og
þá selleríinu og steinseljunni. Hell-
ið koníakinu yfir, skerið 200 g af
smjöri í nokkra bita og stingið
þeimhér og þar í réttinn og milli
bitanna.
Setjið inn í ofn við 180°C í 1 og
½ klst. Stundum geri ég hveitijafn-
ing til að loka pottinum algjörlega
svo engin uppgufun verði.
Berið fram með smábrauði og
hrísgrjónum.
100 geira kjúklingurinn
MATUR Kínóa passar vel með flestum mat og gott er að gera salöt matar-meiri með því að bæta bolla af soðnu kínóa saman við. Kínóa passar
líka vel í súpur og er einkar prótínríkt.
Kínóa með öllu
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.5. 2018
Kókoskúlur eru það fyrsta sem ég
gerði sjálf í eldhúsinu. Ástæðan?
Móðir mín tók ekki í mál að ég
fengi að meðhöndla neitt sem
framkallaði hita, hvorki eldspýtur,
bakaraofn né eldavélarhellur. Ég
gerði þessar kókoskúlur frá 6-13
ára, þegar ég lærði að baka pítsur
og þær standa alltaf fyrir sínu. Á
þessum árum voru mæður ekki
sykurlausar og þær settu ekki
chia-fræ í bakkelsið:
2 bollar haframjöl
½ bolli sykur
¼ bolli kakó
110 g mjúkt smjör
1 msk. uppáhellt kaffi (eða bara vatn)
½ tsk. vanilludropar
kókosmjöl til að velta kúlunum upp úr
Blandið þurrefnum saman í skál,
hnoðið smjöri, kaffi og vanillu-
dropum síðast saman við. Búið til
litlar kúlur og veltið þeim upp úr
kókosmjöli. Má borða strax eða
frysta áður í 2 klst.
Eftir sjö ár af kókoskúlum lærði
ég að gera pítsu hjá nágrannakon-
unni. Það pítsudeig hefur verið
notað allar götur síðan, í 27 ár og
aðrar tilraunir hafa ekki skilað
betra deigi.
5 dl hveiti
1,8 dl volgt vatn
½ pakki þurrger
2 msk. ólífuolía
1 tsk. salt
Hrærið þurrgerið upp í vatninu og
blandið svo öllu saman, á síðari
tímum geri ég það í matvinnslu-
vélinni en það er auðvelt að hnoða
þetta líka. Bætið hveiti við eftir
þörfum.
Látið hefast í 20 mínútur og þá
er það tilbúið til að rúlla út.
Það sem fylgdi með úr æsku
Getty Images/iStockphoto
Réttir hússins
Hvert heimili hefur sínar hefðir og „sína rétti“. Sumir eru fastir liðir í hverjum mánuði,
til annarra er gripið reglulega þótt jafnvel hálft ár eða ár líði á milli.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Þrátt fyrir að flestir séu til í að prófa eitthvað nýtt í eldhúsinueru yfirleitt ákveðnir réttir sem eru eldaðir oftar en aðrir,réttir sem við grípum aftur og aftur í og höfum jafnvel gert í áratugi. Á þessari opnu eru uppskriftir að þeim réttum sem hafafylgt undirritaðri í gegnum tíðina. Uppruni uppskriftanna er ekkialltaf á hreinu og stundum hafa þær eitthvað breyst í gegnum árin.