Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.05.2018, Page 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.05.2018, Page 24
Fjölbreytni í hreyfingu getur verið góð tilað jafna álag á líkamann og gera lífiðskemmtilegra í leiðinni. Sumrin eru kjörin til að fara út úr líkamsræktarstöðinni og prófa eitthvað nýtt. Það getur verið gaman að læra nýja íþrótt og reyna aðeins á heilann um leið og líkamann. Strandblak Í góðu sumarveðri getur verið virkilega gaman að spila strandblak. Það er eitthvað sérstak- lega sumarlegt við að spila úti við í sandinum. Ekki spillir fyrir að hægt er að fara beint í sund eftir á til að synda eða bara til að slaka á með vinum í heita pottinum en það eru t.d. strand- blaksvellir við Laugardalslaug og Árbæjar- laug. Strandblak er íþrótt sem reynir á allan lík- amann; axlir og hendur fá sitt en líka fæturnir en það reynir á að hlaupa í sandinum og beygja sig niður til að ná boltanum. Það reynir líka á marga litla vöðva að æfa á svona ójöfnu undir- lagi eins og sandur er. bli.is/strandblak Tennis Tennis hefur ekki verið áberandi íþrótt á Ís- landi. Það er hægt að spila tennis inni allan árs- ins hring en líka eru útivellir á nokkrum stöð- um. Tennisíþróttin blómstrar á sumrin og geta byrjendur sótt námskeið hjá tennisfélögum. Til dæmis lítur allt út fyrir blómlegt starf hjá tennisklúbbi Víkings en endurnýjun stendur yfir á völlunum þar og á að verða lokið í júní. Það er auðvitað best að fara á byrjenda- námskeið fyrir fullorðna til að koma sér af stað en eftir það er vel hægt að leigja sér völl og mæta reglulega með vinum. Áhugasamir ættu að kynna sér það félag sem næst er þeim. tennissamband.is Frisbígolf Það er ódýrt að spila frisbígolf því það kostar ekkert að spila á völlunum sem eru fjölmargir og er að finna víða um land. Búnaður er ódýr en í byrjun nægir frisbídiskur sem kostar í kringum 2.000 krónur. Mikill vöxtur hefur verið í frisbígolfi á heimsvísu: um síðustu aldamót voru vellirnir um þúsund talsins en árið 2017 voru þeir orðnir um sjö þúsund. Í folfi, eins og íþróttin er stundum kölluð, reynir á samhæfingu og líka þarf að ganga nokkra vegalengd meðan á leik stendur. Marg- ir geta líka spilað saman svo folfið er líka gott fyrir félagslífið um leið og verið er að brenna kaloríum og bæta heilsuna, oftar en ekki í grænu og fallegu umhverfi. folf.is Rathlaup Margir fara út að hlaupa sér til heilsubótar en rathlaup er ein tegund hlaupaíþróttar sem stunduð er á opnum svæðum, bæði innan borgarmarka og utan. Þátttakendur fá kort af hlaupasvæðinu og eiga með aðstoð þess að fara á milli stöðva sem merktar eru á kortið. Bretar kalla rathlaup „hlaup hins hugsandi manns“. Keppendur geta tekið þátt í hlaupinu á ólíkum forsendum enda ekki nóg að vera fljótur að hlaupa heldur þarf að æfa rötun og kortalestur jafnframt því sem þrek, úthald og tækni eru æfð. Rathlaup er gjarnan stundað sem fjöl- skylduíþrótt þannig að þátttaka í því getur stuðlað að bættri heilsu allrar fjölskyldunnar. rathlaup.is Verið að spila strandblak í apríllok við Árbæjarlaug. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hressandi sumarhreyfing Það er um að gera að prófa eitthvað nýtt á sumrin til að ýta undir frekari hreyfingu, heilbrigði, útivist og ekki síst samveru með vinum. Hér verða taldar upp fjórar íþróttir sem kjörið er að stunda að sumri til. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is GettyImages/iStockphoto GettyImages/iStockphoto GettyImages/iStockphoto HEILSA Nú þegar sumarið er framundan er gott að stytta tímann sem börnin verja fyrir framantölvu og sjónvarp og hvetja þau til útileikja í staðinn. Foreldrar geta tekið sig saman og bannað tölvuleiki á ákveðnum tímum, þannig fara börnin frekar að leika sér saman úti. Hvetjum börnin til hreyfingar 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.5. 2018 Streita er skrítin skepna. Stundum er húnvinaleg hvatning og stundum er húnósýnileg. Því ef við lifðum fullkomlega streitulausu lífi þá væri lítið spennandi að ger- ast í lífi okkar. Smá stress gerir það að verkum að við hendum okkur í sturtu áður en við hittum fólk og öflum okkur upplýsinga áður en við tök- um mikilvægar ákvarðanir. Það er þegar streit- an læðist lúmsk aftan að manni og tekur stjórn- ina sem hún hættir að vera gagnleg. Nýlega var ég í bakaríi og bað um að fá niður- skorið brauðið í bréfpoka í stað plastpoka. Ein- föld beiðni sem hefur möglunarlaust verið kom- ið til móts við mig með í fyrri bakaríisferðum. Afgreiðslustúlkan var sennilega 16 ára gömul og á sinni fyrstu vakt í þessu bakaríi, að minnsta kosti hafði ég ekki séð hana áður. Nema hvað, þegar hún rétti mér brauðið í plastoka og þá gerðist það! Skyndilega varð ég andsetin, breytti um ham og spurði hranalega „hvurslags þjónusta þetta væri?“ og bað hana pent um að lagfæra þessi mis- tök sín. Það var ekki fyrr en ég var komin með brauðið í hend- urnar, búin að borga fyrir mig, komin útúr bakaríinu og sat í bílnum þegar ég áttaði mig á hversu ósanngjörn ég hefði verið. Þessi útrás hafði aldrei snúist um brauðpok- ann heldur eitthvað allt ann- að og afgreiðslustúlkan var saklaust fórnarlamb þess að mik- ið álag var í mínu lífi. Hversu oft gerist það hjá okkur að þegar brjálað er að gera í vinnunni eða við erum að takast á krísur í samskiptum að við snöppum á röngum stöðum? Þá gerist það að okkur finnst umferðarþunginn vera drifinn áfram af hálfvitum sem kunna ekki að keyra. Við vitum öll að óhófleg streita er heilsuspill- andi. Hún hefur líka mjög slæm áhrif á sam- skipti okkar við annað fólk. Áhrifin á heilsu og samskipti eru afar lúmsk. Þau læðast aftan að manni og skyndilega bitnar það á fólkinu í kringum okkur, ómeðvitað. Yfirleitt á fólkið sér einskis ills von og skilur ekki neitt í neinu. Ef við þekkjum ekki eigin merki um óhóflega streitu þá getum við lent í klemmu sem tekur tíma og orku að vinda ofan af ... og það eykur álagið og streituna enn meira. Þetta er vítahringur sem þarf að rjúfa. Það er mikilvægt að vita hvenær álagið er hætt að vinna með manni og farið að skaða. Það er persónubundið hver einkennin eru en þau geta birst á þrjá vegu:  Líkamleg einkenni eins og magaverkur, hraður hjartsláttur, sviti, ógleði, hausverkur, svimi, doði og vöðvabólga. Félagsleg einkenni eins og að draga sig í hlé eða að vera á útopnu og óstöðvandi talandi. Sálræn einkenni eru depurð, pirringur, grát- ur, svefntruflanir. Verum meðvituð um skilaboðin sem líkaminn gefur okkur þegar álagið er mikið og bregðumst við áður en óharðnaðir unglingar í þjónustu- störfum verða saklaus fórnarlömb þess. Þetta snerist aldrei um brauðpokann Getty Images/iStockphoto Út fyrir rammann Agnes Ósk Sigmundsdóttir agnesosk@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.