Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.05.2018, Síða 26
TÍSKA
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.5. 2018
Litaglaðir ættu að gleðjast yfir nýjasta útspili Giovönnu Battaglia en
The Elder Statesman hefur framleitt regnbogalitaða kasmírpeysu
sérstaklega fyrir hana. Nánar á myfavoritecolorisshopping.com
Regnbogalituð kasmírpeysa
Hvernig myndir þú lýsa þínum fatastíl? Ég mundi lýsa honumsem kvenlegum og litríkum. Ég er mjög mikið fyrir kjóla,það er svo einföld lausn að henda sér í eina flík og þurfa ekki
að hugsa hvort það passi við hitt og þetta. Einnig elska ég að ganga í
andstæðum litum og munstrum.
Hvað heillar þig við tísku? Það er hægt að tjá sig á svo margan hátt
með tísku, það sem heillar mig við tísku er þegar fólk klæðir sig út frá
sínum persónuleika og lífsstíl í staðinn fyrir að eltast við tískustrauma.
Hvernig skín þinn persónulegi stíll í gegn í hönnun þinni? Ég
framleiði ekkert sem ég mundi ekki ganga í sjálf. Það er markmiðið að
hanna flíkur fyrir konur sem eru á framabraut og er uppteknar í lífinu
og hafa oft ekki mikinn tíma til að hugsa um klæðnaðinn
sinn en vilja fá vandaða og tímalausa flík. Einnig hugsa
ég að flíkin þurfi að vera þægileg, ég legg mikið upp úr
að koma fram með gæði og vönduð efni, t.d.
bamboo jersey og silki.
Hvert sækir þú innblástur? Ég fer mikið
à listasöfn og skoða listabækur sem ég
safna að mér. Um þessar mundir er ég dol-
fallinn yfir listamanninum Alfie Kungu.
Einnig antíkmarkaðir erlendis, þar finn ég
alltaf eitthvað áhugavert sem gefur mér
hugmyndir, hvort sem það eru gamlir efn-
isbútar, munstur eða litir.
Áttu þér
uppáhalds tísku-
hús? það sem
heillar mig mest í
dag eru hönn-
unarstúdíó sem
eru að koma fram
með nýjar hug-
myndir um framleiðslu og þróun á vörum.
Ætlar þú að fá þér eitthvað fallegt fyrir sumarið? Ég
fékk mér fallega skó frá íslenska merkinu KALDA og svo
er á listanum að fá mér prjóna rúllukraga peysu frá
MAGNEA.
Hvað er þitt uppáhalds tískutrend þetta sumarið? Ég
velti mér aldrei upp úr tískutrendum en það sem er alltaf
skemmtilegt við sumrin er að fólk virðist ekkert hrætt við
að klæðast litum þá. Svo ég er spenntust að sjá liti og
munstur á konum og körlum.
Hver hafa verið bestu kaupin þín? Ég er nokkuð viss
um að það sé vintage-kjóll frá 1950
sem ég keypti þegar ég var 13 ára, og
nota hann enn í dag. Hann er einnig
búin að vera innblástur fyrir margar
fatalínur. Svo á ég yndislega túrkis
mohair ullarkápu frá Diane Von Fur-
stenberg.
Hvaða þekkta andlit finnst þér
með flottan stíl? Svo margar konur,
Linda Rodin, leikstjórinn Rungano
Nyoni og Lucinda Chambers
Hvert er þitt eftirlætis tísku-
tímabil og hvers vegna? Ég tengi í
dag mikið við sjötta áratuginn; einföld
snið og falleg heild.
Anita Hirlekar fata-
hönnuður er með kven-
legan og litríkan stíl.
Morgunblaðið/Valli
Litir og
munstur í
sumar
Anita Hirlekar nam fatahönnun við hinn virta háskóla
Central Saint Martins í London og rekur verslunina
AA.M. Concept Space ásamt Magneu Einarsdóttur.
Anita hannar fyrir eigið tískuhús samnefnt tískumerki
en hún elskar að ganga í andstæðum litum, og munstr-
um og leggur upp úr því að koma fram með gæði og
vönduð efni í hönnun sinni.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Linda Rodin
er alltaf flott.
Sækir innblástur í lista-
manninn Alfie Kungu.
Kjóll frá
Anitu
Hirlekar.
Anita heldur upp á ein-
föld snið og fallega
heild fatahönnunar á 6.
áratugnum líkt og þessi
ljósmynd af hönnun
Balenciaga sýnir.