Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.05.2018, Side 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.05.2018, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.5. 2018 K arl Marx hefði orðið 200 ára 5. maí síðastliðinn. Það var við hæfi að lýðræðisríki gerðu sér fæst dagamun af því til- efni. En það var þó ekki alveg frítt við það. Standmynd steypt í eir Ekkert var þó að því að Karls væri vitjað á þessum tímamótum, enda óneitanlega beinn eða óbeinn ör- lagavaldur sögunnar, þó fremur til ills en góðs, þeg- ar allt er talið. Afhjúpuð var ríflega 4 metra há stytta af goðinu í fæðingarbæ þess, Trier í Þýskalandi. Trier er í vest- urhluta landsins. Styttan barst alla leið austan frá Kína. Nú mætti ætla að í gömlum skemmum væri slatti af líkneskjum af Karli frá þeim tíma að Austur- Þjóðverjar töldust hluti af stríðsgóssi Stalíns, sam- verkamanna hans og arftaka. Sósíalistar höfðu á fyrsta hluta síðustu aldar mikla helgi á húsinu þar sem „jata“ þessa meinta frelsara stóð. Eins og við var að búast töldu Adolf Hitler og nótar hans ekki pláss fyrir aðra spámenn. Þegar þeir höfðu brotist til valda var fæðingarstaður Marx gerður upptækur og komið þar fyrir prentsmiðju. Svipuð glíma hefur svo staðið um fæðingarstað Hitlers í Austurríki. Þegar þúsundáraríki hans lá í ömurlegri rúst eftir furðustutta valdatíð „foringjans“ sem telst þó til ótrúlegustu ógnartíðar, vænkaðist hagur fæðingarhúss Karls Marx á ný og þar er nú safn um kenningar hans og Friedrichs Engels. Þeir tveir eru oftast nefndir í sama orðinu rétt eins og Silli og Valdi, Fortnum and Mason, Baldur og Konni og Gög og Gokke. Engels var virkur afkomandi auðvaldsins og Karl Marx naut góðs af því. Ekki verður farið frekar út í þá sálma hér. Hvert sem litið var glitti í þá En alræðisríki kommúnismans settu öll þá Marx og Engels í öndvegi og sum tóku þá í guða tölu um leið og trúarþörf almennings og kirkjur hans sættu opin- berum ofsóknum. Það varð ekki betur séð en að trú- in og veraldlegar umbúðir hennar hefðu horfið af yfirborði jarðar, samferða miskunn og mannúð. En undir niðri leyndist þó neisti. Og sama dag og kúg- ararnir sprungu á limminu varð neistinn að báli og fólkið flykktist í guðshúsin. Skynsemisdýrkunin, eins og það hét, hafði ýtt trúargutli út á hafsauga. En guðirnir, sem skynsem- in var sögð skaffa í staðinn, áttu ekki aðeins rót í heimskunni heldur einkum í hatrinu. Og þótt það væri ekki viðurkennt þá hafði „trúin“ aðeins verið flutt með valdi um set. Gangandi guðir, undir það síðasta haltir og hoknir, sáust 1. maí eða 7. nóvember þungbúnir eins og þrumuský á svölum grafhýsis Leníns. Skriðdrekar og síðar eldflaugar á pöllum voru skrín og heilög tákn hinna nýju tíma. Þeim var ekið um götur og torg ásamt risaskiliríum af hinum lif- andi guðum og þeim látnu en eilífu Marx, Engels og Lenín. Litlu guðirnir algóðu, í litlum alræðisríkjum eins og Kúbu, Norður-Kóreu og Rúmeníu, voru ekki síður ástsælir, þótt þeir væru aðeins héraðsguðir. Kim Il-sung, Castro og Sjásesku birtust á skiliríum sem voru stærri en Sívaliturninn, sem var viðmið- unin í annars konar og trúverðugri ævintýrum. Karl kom um langan veg Það var Alþýðulýðveldið Kína sem sendi Þýskalandi styttuna af Karli Marx, sem reyndist við afhjúpun vera helmingi lengri en Jóhann okkar risi var og þótti þó stór. Það var óneitanlega undarlegt að Evrópusam- bandið skyldi taka þessa sendingu til sín og léti sinn æðsta mann, Jean-Claude Juncker, vera á staðnum og tala. En þegar betur er að gáð var þetta viðeig- andi. Nú er því gjarnan haldið fram af þeim sem enn trúa á forskriftina að framtíðarríkinu og þeim sem gerðu ekki athugasemdir við framkvæmdina forðum tíð og jafnvel þeim sem komu fram miklu síðar, eftir að flestum mátti vera hörmungin ljós, að hrun kommúnismans sé ekki gildur vitnisburður um kenn- ingar Karls Marx. Þvert á móti, segja sumir, því að það blasi við þeim sem best þekki til að kenning- arnar hafi ekki verið rétt útfærðar. Menn hafi sem sagt ekki farið eftir leiðarvísum. Og það viti þeir sem versla í Ikea að hvert smáfrávik leiði til vandræða. Jafnvel Juncker, æðsti prestur ESB, reyndist vera á þessum buxum, þótt hann hefði í átthögunum í Lúx- emborg lengi verið leiðtogi flokks sem liggur hægra megin við miðju. En á fæðingarstað Marx tók Junc- ker sér stöðu sem bakvörður í öftustu vörn fyrir af- mælisbarnið og styttuna á staðnum, sem mátti ekki mæla: „Marx er nú gerður ábyrgur fyrir (óhæfu) verkum sem hann bar enga ábyrgð á, því að margt af því sem hann lét skriflega frá sér fara var síðar end- urskrifað af öðrum og þá með gagnstæðum boð- skap.“ Ráðherra efnahagsmála í ríkisstjórn frú Merkel, Peter Altmaier, fór öðruvísi fram úr þennan morgun en kommissarinn og skrifaði línur til „kæra Marx“ langt aftur í tímann og sagði „að engu breytti hversu snjallar hugmyndir hans hefðu verið, útfærsla þeirra hefði hvergi gengið upp. Líf og hamingja milljóna manna hefðu orðið svikum að bráð.“ Horft til gefandans En kannski er í þessu sambandi hjálplegt að horfa til stórríkisins sem færði Þýskalandi standmyndina af Karli Marx í tilefni dagsins. Nú eru því sem næst þrír áratugir síðan sovétið sem stjórnað var frá Spekingar og spansgræna, tímanna eilífu tákn ’ Fræðimenn um stjórnmál með nasasjón af þjóðhagfræði telja hins vegar að ein- mitt þessi þróun hljóti að verða banabiti kommúnismans í Kína, og er þá fremur átt við valdakerfi og valdastöðu flokksins, en forna blekkingarvefinn um „alræði öreig- anna“. Reykjavíkurbréf11.05.18

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.