Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.05.2018, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.05.2018, Blaðsíða 36
KVIKMYNDIR Nærri 30 árum eftir fyrstu myndina, Bill and Ted’s Excellent Adventure lítur ný mynd um þá félaga dagsins ljós. Verið er að undirbúa fram- leiðslu myndarinnar Bill and Ted Face the Music. Önnur myndin, Bill and Ted’s Bogus Journey kom síðan út árið 1991. Það hefur því margt drifið á daga þeirra síðan síðast en leikararnir Keanu Reeves og Alex Winter munu sem fyrr verða í hlutverkum Theodore „Ted“ Logan and „Bill“ S Preston Esq. Tilkynnt var um verk- efnið á Cannes-kvikmyndahátíðinni. Meira af Bill og Ted Alex Winter og Keanu Reeves leika Bill og Ted. AFP 36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.5. 2018 LESBÓK TÓNLIST Tónlistarveitan Spotify hefur fjarlægt öll lög R. Kelly af lagalistum sínum. Það er enn hægt að spila lög hans á Spotify en veitan setur þau ekki á lagalista sína á borð við New Music Friday, #ThrowbackThursday, eða helsta R&B-lagalistann, This is How We Do. Þessi ákvörðun var tekin í kjölfar þess að tónlistarmaðurinn hefur enn eina ferðina verið kærður fyrir að brjóta kynferðislega gegn konum. Hann hefur áður m.a. verið ákærður fyrir að búa til barnaklám. Þetta er hluti af nýrri stefnu Spotify að styðja ekki við neina tónlist sem tengist hatursfullri hegðun. „Við ritskoðum ekki tónlist vegna hegðunar listamanns en við viljum að það sem við erum sjálf að gera endurspegli gildi okk- ar,“ segir í yfirlýsingu frá streymisþjónustunni. R. Kelly. AFP Eurovisionkeppnin á sér stóran aðdáenda-hóp sem fylgist vel með öllu sem gerist íkeppninni. Þeir eru samt enn fleiri sem fylgjast bara með lokakeppninni og þá ekki síst vegna alls sjónarspilsins sem fylgir. Hvort sem áhuginn er meiri eða minni ættu flestir að þekkja þau tíu lög sem hér eru talin upp en þetta eru lög sem hafa lifað góðu lífi áfram utan keppninnar og hafa flytjendurnir sumir orðið stór- stjörnur heima og að heiman. Mikið vatn hefur að minnsta kosti runnið til sjávar frá því að fyrsta keppnin var haldin í Lugano í Sviss árið 1956 en þá gátu flestir Evrópubúar aðeins fylgst með keppninni í útvarpi. Í ár er það Lissabon í Portúgal sem hýsir keppnina og verður forvitnilegt að vita hver örlög sigurlagsins í ár verða, hvort lagið lifi áfram eða falli fljótt í gleymskunnar dá. ABBA sló í gegn fyrir Svíþjóð með laginu „Water- loo“ árið 1974. Lagið naut mikilla vinsælda víða um heim og komst m.a. inn á topp tíu í Bandaríkjunum. Á 50 ára afmæli Eurovision árið 2005 var lagið valið það besta sem fram hefði komið í keppninni. AFP Eftirminnilegir sigurvegarar Sænska söngkonan Loreen náði Evrópu á sitt vald árið 2012 með laginu „Euphoria“ og hreinlega rústaði keppninni. Lagið fór á toppinn í mörgum löndum og seldist í meira en tveimur milljónum eintaka. Sigurlag bresku sveitarinnar Brotherhood of Man var „Save Your Kiss- es For Me“ árið 1976. Lagið fór á toppinn í Bretlandi eftir keppninna en sló líka í gegn í Evrópu, Bandaríkjunum og Ástralíu. Conchita Wurst vann með laginu „Rise like a Phoenix“ árið 2014 en þetta var annar sigur Austur- ríkis í keppninni. Úrslitakeppni Eurovision fer fram í Lissabon í Portúgal í kvöld, laugardagskvöld, þar sem 26 lönd keppa sín á milli um sigurinn. Hér verða rifjaðir upp tíu eftirminnilegir sigurvegarar frá mismunandi tímabilum í sögu keppninnar. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is FÓLK Lögregla handtók mann sem braust inn á heimili tónlistarkon- unnar Rihönnu í Los Angeles og eyddi nóttinni þar. Lögregla fann manninn á fimmtudagsmorgun eftir að hafa fengið boð um að mögulegur innbrotsþjófur væri á ferð því ljóst var að einhver hefði átt við öryggis- kerfið. Rihanna var sem betur fer ekki heima, hún var upptekin við að kynna nýja undirfatalínu sína, Sa- vage x Fenty, í Brooklyn. Maðurinn heitir Eduardo Leon, 26 ára, og hef- ur verið handtekinn fyrir að sitja um söngkonuna. TMZ greindi frá. Rihanna. Braust inn hjá Rihönnu Spotify fjarlægir lög R. Kelly Beyoncé. Beyoncé gefur V&A hring FÓLK Tónlist- arkonan Beyoncé hefur gefið Victoria & Albert- safninu í Lond- on hring sem hún fékk að gjöf frá eiginmanni sín- um Jay-Z. Hringurinn, sem er eins og fiðrildi enda kallast hann papillon-hringurinn, verður til sýn- is við hlið skartgripa sem hafa áður verið í eigu og notaðir af merkum konum í sögunni á borð við Elísa- betu I. og Katrínu miklu. Hring- urinn var gerður af skartgripa- hönnuðinum Glenn Spiro árið 2014. Vængirnir eru úr títaníum og skreyttir með grænum gimsteinum sem eru þúsund sinnum sjaldgæfari en smaragðar. Safnið er himinlif- andi með gjöfina.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.